Fyrst deildarleikur ársins er á morgun þegar Tottenham Hotspur koma í heimsókn á Old Trafford. Arfaslakur desembermánuður okkar manna olli því að United situr í 9. sæti þegar þetta er skrifað og gæti fallið um eitt ef Newcastle vinnur City núna. Tottenham er hins vegar í fimmta sæti og áttu mun betri mánuð eftir smá hark þar á undan.
United vann þó skyldusigur á Wigan á mánudaginn var og Spurs sömuleiðis á heimavelli gegn Burnley og eru bæði lið komin áfram í bikarnum. Álfukeppnirnar setja sinn svip á leikinn, Spurs eru með Son Heung-min á Asíumótinu og Pape Sarr og Yves Bissouma á Afríkumótinu. Sofyan Amrabat er farinn til Fílabeinsstrandarinnar en Andre Onana leikur á morgun fyrir United og fer svo. Meiðslavandræðum liðanna er sömuleiðis misskipt: James Maddison, Davies, Cristian Romero, Manor Solomon, Veliz og Ivan Perisic eru allir meiddir hjá Spurs en hjá United eru Casemiro, Lisandro Martínez, Luke Shaw, Antony, Amad Diallo og Christian Eriksen allir komnir til baka og gætu flestir verið með á morgun
Liðunum er spáð svo
og Tottenham
Reiknað er með Timo Werner beint inn í liðið en hann kemur á láni frá Rasenballsport Leipzig. Eitthvað hafði verið slúðrað um að United ætlaði sér að næla í hann en svo varð ekki. Nú er spurninginn hvort hann refsar United fyrir að taka hann ekki.
Ekki í fyrsta skipti í vetur er hægt að tala um þennan blessaða pendúl. Sigurinn gegn Wigan kom United að minnsta kosti á núllið, sigur á morgun sveiflar umræðunni aftur í jákvæða átt, tap mun ýta henni allverulega meira til hins verra. Ten Hag situr í sjóðheitu sæti, og það má ekkert út af bera.
Leikurinn hefst hálf fimm á morgun og því hægt að skipta yfir í handboltann eftir hálftíma leik fyrir þau sem gefast upp. Á flautunni er John Brooks
Dór says
Að við séum ekki búnir að reka Ten Hag er ótrúlegt 9 sæti eftir 20 umferðir og neðsta sæti í þessum skíta riðli í meistaradeildinni en endilega höldum í Ten Hag til að halda þessari skitu gangandi
Björn Friðgeir says
Það er nákvæmlega ekkert ótrúlegt að ekki sé búið að reka Ten Hag. Fyrir því eru margar ástæður. En það þarf smá skilning á þeim ástæðum
Dór says
Það er ekki bara það að við séum 9 sæti við spilum lang leiðinlegasta boltan sem ég hef séð fótboltalið spila
Ólafur Kristjánsson says
Nú eru lykilmenn að koma til baka. 18 leikir eftir. Hvernig væri að bíða með brottrekstrar jarmið?