Í faglegum viðtölum í síðustu viku vitnaði nýr hlutaeigandi United alltaf í sömu orðin, þegar Sir Alex sagði að hans mesta afrek hefði verið að slá Liverpool af stalli sínum. Sir Jim þurfti hins vegar að nota fleirtöluna, nú þarf að slá bæði Liverpool og Manchester City af stallinum. Í framhaldi af því hefur blaðaumfjöllun snúist um að það Sir Jim horfir mjög til City hvað varðar uppbyggingu félagsins og var reynt að búa það til að það væri einhvers konar niðurlæging falin í því að telja City þar með. Slíkt er auðvitað ekki raunin, heldur er Sir Jim bara saunsæismaður. City er langbesta lið Englands og með langbestu skipulagningu félagsins. Nú þegar það er hlutverk Sir Jim Ratcliff að endurreisa Manchester United er eðlilegt að horfa til þess hvað City er að gera rétt, og gera betur United megin, og það án hjálpar 115 vafasamra viðskiptahátta.
En á morgun verður ekki spurt um eigendur og forstjóra, ákærur og siðferði, á morgun mæta tuttugu og tveir knattspyrnumenn út á opna svæðið með einn bolta og það er undir þeim komið hvernig stemmingin verður í Manchester um hálfsexleytið.
Manchester United
Það þurfti allar níutíu mínúturnar á miðvikudaginn til að vinna bug á Nottingham Forest, en Liverpool þurfti þó þær allar og nokkrar til viðbótar fyrr í dag. Stærstu fréttirnar voru þær að Raphaël Varane og Bruno Fernandes komust í gegnum leikinn og þó að Bruno haltraði af vettvangi vill Erik Ten Hag meina að báðir verði með á morgun. Það verður því ekki nema þrír fjórðu aðalvarnarmanna okkar frá gegn öflugustu framlínu Englands á morgun. Lítum á björtu hlðarnar. Á miðjunni munu Casemiro og Kobbie Mainoo hafa það verkefni að stoppa City og skilja ekki eftir risastórar holur milli miðju og varnar, eitthvað sem hefur ekki reynst alltof auðvelt í síðustu leikjum. Scott McTominay verður einhvers konar föls nía, plat tía eða bara einfaldlega fyrir í sókninni. Já það er er smá ástand á mannskapnum. Marcus Rashford færði í vikunni fram mikla vörn fyrir ást sinni á Manchester United, og mark á morgun væri síður en svo slæm leið til að sýna það í verki
Það er erfitt að vera ekki með smá uppgjafartón, en þetta er samt lið á að geta skilað sínu. Það þarf hins vegar fulla festu og einurð, ábyrgðarfullan leik í allar þær 99 mínútur eða hvað svo sem leikurinn mun vara. Þetta er hægt.
Manchester City
Hvað er hægt að segja um City? Besta lið Englands mörg ár í röð, með einu eins stigs hiksti. Í vetur hafa þeir leyft sér að vera aðeins slakari og munaði þar miklu um að Rodri missti úr nokkra leiki. Það bar minna á því ein þeir söknuðu John Stones líka þegar hann var frá. Þeir verða báðir á sínum stað á morgun.
Það vantar Jack Grealish en annars er þetta eins sterkt og City getur orðið. Þeir þurfa að vinna til að halda í við Liverpool, ekkert minna dugar.
Þetta verður erfiður dagur á skrifstofunni á morgun, leikurinn byrjar fyrr en venjulega, kl 15:30 og flautarinn er Andrew Madley.
Einar says
Væri ekki bara betra að hafa einhvern kjúkling á bekknum í stað Antony? Hvað á hann að færa liðinu ef hann kæmi inn á?