Manchester United tók á móti PAOK í næstsíðasta leik Ruud van Nistelrooy sem starfandi knattspyrnustjóra United. Evans og Lindelöf voru byrjuðu óvænt sem miðvarðarpar í kvöld. Marcus Rashford fór á bekkinn og Amad Diallo fékk loksins að byrja aftur eftir töluverða bið. Með Diallo á hægri kantinum þá var Alejandro Garnacho færður í sína uppáhalds stöðu á vinstri kantinum.
Leikurinn sjálfur mun ekki fara í sögubækurnar og var fyrri hálfleikurinn frekar lítið fyrir augað. United vildi fá víti þegar virtist brotið á Amad inní teig en fengu ekki. Sennilega réttur dómur og lítil ástæða til að ræða hann frekar. Onana þurfti nokkrum sinnum að verja í hálfleiknum en PAOK var svosem ekki að valda honum miklum vandræðum.
Seinni hálfleikurinn var skárri en sá fyrri en það var vissulega ekki hár þröskuldur til að fara yfir. Amad kom United yfir með fallegu skallamarki eftir 5 mínútur. Van Nistelrooy gerði þrefalda skiptingu á 65. mínútu og viku þeir Garnacho, Ugarte og Dalot fyrir Rashford, Eriken og Martínez. Amad skoraði sitt annað mark á 80. mínútu. Hann hirti boltann af varnarmanni PAOK og skrúfaði svo boltann snyrtilega í fjærhornið. Mason Mount leysti hann stuttu síðar af hólmi en Amad virðist hafa orðið fyrir einhverjum meiðslum. Vonandi ekkert alvarlegt. Joshua Zirkzee kom inná rétt fyrir lok leiksins fyrir Rasmus Höjlund en hafði í rauninni lítinn tíma til að gera eitthvað af viti.
Fyrsti sigur Manchester United í Evrópukeppni í rúmlega ár og aðeins 4 dagar í að Ruben Amorim mæti á svæðið.
Á bekknum eru þeir: Bayindir, Heaton, Martinez (Dalot ’65), De Ligt, Eriksen (Ugarte ’65), Fitzgerald, Mount (Diallo ’82), Rashford (Garnacho 65′), Zirkzee (Höjlund ’90), Wheatley og Antony.
Helgi P says
Fínn sigur en ekkert sérsök frammistaða