Tyrell Malacia byrjar sinn fyrsta leik í 556 daga og þarf að taka á móti Bukayo Saka á kantinum. Martinez er í banni þannig að Harry Mauire kemur inn. Kannski ekki sterkasta vörn sem við gætum séð en Amorin gefur ekkert eftir. 3-4-3 er kerfið og leikmenn verða ð venjast.
Arsenal kom boltanum í markið á fjórðu mínútu en það var klár rangstaða þanig þurfti ekki að hafa áhyggjur af því. Annars var bara United þó nokkuð með boltann, héldu honum ágætlega. Bæði lið pressuðu hátt en færi létu verulega á sér standa, loksins á 25. mínútu kom skot að marki United, Martinelli skaut framhjá eftir horn.
Annars ógnaði Arsenal lítið sem ekkert, United uppstillingin var að virka vel til að stöðva þá. Loksins á 43. kom almennileg sókn United og pressa, Garnacho átti villt skot sem stefndi útaf en sveigði það mikið að Maguire náði til boltans, og síðan átti Dalot skot þröngt utan úr teig og framhjá fjær.
Malacia hafði orðið sér úti um gult spjald í hálfleiknum, þannig að Amorin setti Amad inn fyrir hann í hálfleik. Annars fín frammistaða hjá Malacia en ekki alveg kominn í fullt leikform.
Arsenal byrjuðu seinni hálfleikinn mun sprækari og sóttu mikið á United. Það var því eftir gangi leiksins sem þeir tóku forystuna, auðvitað eftir fast leikatriði. Rice tók horn og Jurrien Timber var eini maðurinn sem komst í boltann og skallaði aftur fyrir sig og framhjá Onana. Smá vesen á United þarna í dekkningu.
Amorin hefur sýnt strax að hann er óhræddur við skiptingar og á 59. mínútu kom þreföld. Garnacho, Mount og Maguire fóru útaf og inná komu Rashford, Zirkzee og Leny Yoro í sínum fyrsta alvöru leik fyrir United.
United fékk fínt tækifæri á 67. mínútu. Amad grillaði Zinchenko á kantinum og var svo togaður niður. Bruno gaf inn á teigin og þar var de Ligt með flottan skalla en Raya henti sér með miklum tilþrifum og blakaði boltanum frá. United orðið þó nokkuð frískara eftir skiptingarnar. En það var Arsenal sem skoraði og auðvitað aftur eftir horn og enn ódýrara í þetta skiptið. Boltinn fór yfir allan markteiginn, Partey skallaði tilbaka, í bakið á Saliba og inn. 2-0.
Rétt á eftir komst svo Havertz inn fyrir, en Onana lokaði markinu vel.
Eins og skýrslan gefur til kynna fékk United afskaplega fá tækifæri í þessum leik og Rasmus Höjlund kom varla við sögu. Síðasta skiptingin var því að taka hann útaf og senda Antony inn á. Antony kom við sögu fljótlega þegar brotið var á honum og united fékk aukaspyrnu rétt utan teigs. Hann hljóp yfir boltann og Bruno bjó sig til að skjóta en gaf í staðinn inn í teig á Antony. Hann var í þokkalegu færi en þröngu og skaut beint á Raya sem náði að lyfta hönum til að verja. Nokkuð skemmtilegur snúningur þó ekki færi vel.
Það var margt gott í þessum leik. Það er ljóst að það er verið að þjálfa liðið og að eins og það sé í fyrsta skiptið í langan tíma. Þetta var þéttur varnar- og miðjuleikur en á kostnað sóknarinnar. United fékk ekki eitt horn í leiknum, en Arsenal þrettán. Það gengur ekki gegn þessu liði sem er Stoke ársins 2024, hættulegasta lið deildarinnar úr föstum leikatriðum.
Áfram gakk!
Egill says
Stuðningsmenn Arsenal eyddu öllum þessum árum í að hata Mourinho, bara til þess að fá blöndu af öllu því versta frá Mourinho, Pulis og Guardiola í honum Lego Pep, en enga titla.
Þetta er ekkert annað en hraðspilandi Stoke þetta Arsenal lið. Liggja í grasinu vælandi, spila mjög gróft og komast upp með öll dirty trikkin í bókinni. Óþolandi skítalið.
Að því sögðu þá ætti Amorim að vera með nokkuð skýra mynd af því hvernir þurfa að fara í sumar.
Helgi P says
Gjörsamlega ömurlegur leikur hjá okkar mönnum
Ólafur Kristjánsson says
Gríðarlegur getumunur á þessum liðum
Tómas says
Fannst þetta ekki svo slakt. Fyrri hálfleikur vissulega betri og jafnræði með liðunum.
Menn voru að berjast en Arsenal voru að gera það einnig.
Er engan veginn sammála að Arsenal sé bara Stoke 2. Þeir pressa, halda bolta og leika free flowing bolta en við gerðum ágætlega með að stoppa það.
Þessi hornrútína hjá þeim er snilld og önnur lið hljóta að horfa til þess að apa þetta eftir og æfa.
Ugarte gerði oft vel í dag. Deligt líka.
Sir Roy Keane says
Var sáttur við mína menn í fyrri hálfleik og margt jákvætt, s.s. frekar þéttir, skipulagðir og börðust vel. Héldum líka vel boltanum en ógnuðum lítið fram á við. Hélt í smá stund að við ætluðum að vinna þennan leik. Ef Dalot hefði klárað færið þá hefði mómentið snúist með okkur og við unnið þennan leik.
Fannst gaman að fylgjast með mönnum eins og Ugarte, Mazzuri og De Ligt. Eru allir að vaxa. Þeim er greinilega ekki sama og það styttist í að Ugarte endi á næstu treyju hjá mér.
Okkur gekk hinsvegar einstaklega illa að verjast þessum hornum og smátt og smátt misstu okkar menn dampinn.
Það eru samt greinileg batamerki á liðinu og helstu vonbrigði mínu eru kannski hvað Onana var slappur í að takst á við hornspyrnurnar og hvað Mount skapaði lítið.