Fyrsta kortérið í þeum leik var næsta viðburðasnautt, Amad átti eitt kot úr teignum sem Kepa tók auðveldlega og Semnyo átti sömuleiis langskot beint á Onana. Bournemouth var meira með boltann, en skapaði ekkert. Þeir presuðu hin vegar vel á United sem komust lítið áleiðis. Kortérið eftir það var svo auðveldlega svipað, lítið sem gerist, þangað til á 29. mínútu að Bournemouth fékk aukaspyrnu við hliðarlínuna hægramegin, boltanum sveiflað inn á teiginn og það var Dean Huijsen sem skallaði aftur fyrir sig og boltinn sveif í netið fjær, langt frá Onana. Zirkzee átti Huijsen en var ekki að trufla hann að ráði. Einfalt mark.
Eftir markið tók það United einhvern tíma að átta sig á að þetta gengi ekki, og loks kom að því að þeir settu smá fútt í sóknir. Fernandes var einna atkvæðamestur, átti skot úr teignum eftir að United komst þrír á tvo, en Kepa varði það í horn.
E Bournemouth fór með forystuna inn í hálfleik og Amorim skipti Leny Yoro inn áður en sá seinni hófst, Tyrell Malacia fór af velli. Sá hafði verið brothættur framan af en verið þolanlegtur í sókninni engu að síður. Þegar United sýndi litla tilburði til að setja kraft í leik sinn eftir að hálfleikurinn var farinn af stað beið Amorim ekki lengi og skellti Höjlund og Garnacho inná strax á 65. mínútu og Zirkzee og Ugarte var kippt útaf. Þetta gaf lítið og skömmu seinna gaf Mazraoui klaufalega vítaspyrnu, felldi Kluivert í stað þes að ná til boltans. Justin Kluivert tók sjálfur vítið og skoraði örugglega, og kom Bournemouth í 2-0.
Það tók svo Bournemouth aðeins tvær mínútur að komast í 3-0. Fín spilamennska sem Semenyo átti góðan þátt í, gaf á Denilson sem sendi áfram upp kantinn á Quattara, sá lék upp með teig, og inn í teiginn, Semenyo var lítt valdaður á vítapunktinum og skoraði örugglega. Vörn United alveg úti að aka þarna. Rétt eftir þetta átti Garnacho möguleika að krafsa í bakkann, komst innfyrir en lét Kepa verja frá sér. Loksins var United aðeins að rumska. Höjlund átti skot sem Kepa varði í horn en leikurinn leið hægt og hljóðlega eftir þetta. United reyndi alls konar en ekkert gekk og öruggur sigur Bournemouth í höfn.
Við höfum séð batamerki í sumum leikjum síðan Amorim tók við en í þessum var allt gamla ruglið í gangi. Vörnin brothættari en laufabrauð, miðjan ósýnileg og Joshua Zirkzee, segjum minna en ekkert um hann.
Verkefnið er risastórt, og verður líklega og því miður bara leyst með leikmannakaupum. Sem hafa augljóslega gengið svona líka glimrandi vel síðustu 11 árinu.
Helgi P says
Úff hvað þetta er orðið vont að horfa á þetta
Bud says
Kannski að skipta um þjálfara?
Ha ha ha ha
Einar says
Grínlaust þá virðist Amorim ekki hafa taktískan heila.
Elis says
Þetta lið er algjört djók. Nýr stjóri með nýtt kerfi sem munn fá tíma en algjörlega andlaust lið sem er ekki mikið að berjast fyrir merkið.
Átti von á betri byrjun hjá stjóranum. Er Óli ekki á lausu?
Ólafur Kristjánsson says
Skipta um þjálfara? Hvað sagði Guðjón Þórðar um kjúklingaskítinn?
Dór says
Ef Amorim ætlar að endast í þessu starfi þá verður hann að henda öllu þessum rusl leikmönnum í burtu þvílíkir aumingjar
Sindri Guðjónsson says
Þið United menn verðið að gefa Bournmouth credit. Rosalega gott, vel skipulagt og vel mannað lið sem er að ná frábærum árangri og eru mjög erfiðir andstæðingar. United á enga heimtingu á að vera sterkari en þeir, sérstaklega með nýjan stjóra sem tekur við á miðju tímabili með hóp sem hefur verið að ströggla árum saman.
bóbó says
Liðið er komið á þann stað að þjálfara er gefið undirbúningstímabil í nóvember.
Spurning hvernig þetta verður þegar Amorim er kominn með kantmenn í vængbakvarðastöðunar og plássið sem kantmenn andstæðinganna fá, verður enn meira en það er í dag.
Vissulega er líklegt að þetta muni eitthvað skána en ég man ekki eftir öðrum en Conte sem hefur unnið PL með þriggja hafsenta kerfi og það var mjög varnarsinnað og í raun var það 5 manna vörn.
Tómas says
Hér eru sumir uppteknir af 343 uppstillingunni.
Vandamál klúbbsins eru mun frekar þessi. Leikmannahópurinn er ekki nógu góður og svo hins vegar menningin innan klúbbsins.
Ef við stuðningsmenn og þeir sem stjórna klúbbnum, jafnvel fjölmiðlar geta ekki sett þetta í samhengi erum við að skjóta okkur í fótinn einu sinni. Við munum gera það með því að skapa eitrað andrúmsloft í kringum liðið ýta undir það að enn einn stjórinn fær ekki vinnufrið til að skapa eitthvað til lengri tíma. Við endum á að fá nýjan stjóra með nýja hugmyndafræði. Ekkert er byggt upp til lengri tíma. Endalaus vicious cycle.
Amorim er að reyna setja eitthvað upp til lengri tíma hann er að reyna að skapa menningu þar sem menn berjast og hlaupa og vinna fyrir hvorn annan. Hann er taktískt mjög klár. Sýnum smá þolinmæði og sættum okkur við að akkúrat núna erum við bara ekki nógu góðir, það er mun betra heldur en að halda í það að við eigum að vinna alla leiki út af því við erum Manchester United. Það á að vera langtíma markmiðið en er einfaldlega ekki raunhæft akkúrat núna.
Hvað leikinn varðar þá var 3 – 0 svoltið villandi niðurstaða en staðreyndin samt sem áður. Þetta var engin einstefna. Við höldum áfram að gera klaufaleg mistök sem var líka stórt vandmál undir Ten Hag og snýst kannski meira um gæði leikmanna heldur en hvað þjálfarateymið er að gera.
Bournemouth er líka hörkulið sem hefur lagt Arsenal, City og Spurs nú á tímabilinu. Enda í 5.sæti.
Einar says
Mér finnst það ekki vera merki um að “vera taktískt mjög klár” að spila þessu kerfi með þennan hóp. Það er alveg hægt að koma upp menningu þar sem Allir berjast og innleiða svo sitt kerfi hægt og rólega þegar mannskapurinn leyfir. Sérstaklega ef hann ætlar að keyra á þessu vængbakvarða kerfi. Lang mikilvægustu póstarnir eru einmitt þeir.
Tómas says
@einar af því þeir voru svo góðir í 433 , 442 og 4231? Eru það kerfin sem munu gera okkur góða og eru sniðin að þessum eðal leikmannahópi?
Eru vængbakverðir lang mikilvægastir?
Persónulega er mér sama hvað hann spilar. Hann hefur sjálfur sagt að þetta form sé ekkert heilagt og geti breyst eftir því hvernig leikur þróast.
En ég vill mann sem trúir á það sem hann er að gera.
Einar says
Langmikilvægastir í þessu kerfi sem hann vill spila já. Gífurleg ábyrgð sem þeir hafa í að tengja saman bæði vörn og sókn.