Eins og við kynntum fyrr í haust gefur Bókaútgáfan Hólar út bókina „Sir Alex – hinn magnaði Ferguson-tími hjá Manchester United 1986-2013″ nú fyrir jólin. Höfundurinn, Guðjón Ingi Eiríksson, hefur áður séð okkur íslenskum United aðdáendum fyrir lestrarefni með bókum um sögu United og bregst ekki frekar en fyrri daginn. Farið er rækilega yfir síðustu 27 árin í sögu United, 20 meistaratitlar, tveir Meistaradeildartitlar, og allar stjörnunar, Cantona, Schmeichel, Solskjær, Keane, Ronaldo, Rooney, Beckham, Ferdinand, Scholes. Vidic, Giggs og Van Persie, fyrir utan alla hina.
Ekki nóg með það heldur gefa Hólar einnig út „Manchester United – spurningabók: Hvað veistu um Rauðu djöflana?“ fræðandi og skemmtilega bók sem hentar stuðningsmönnum á (nær) öllum aldri.
Þessar bækur eru auðvitað tilvaldar í jólapakka United fólksins í lífi þínu, nú eða bara til sjálfs þín, frá jólasveininum.
En Rauðu djöflunum hefur áskotnast eintak af hvorri bók og þá er ekki annað að gera en að blása til:
Jólaverðlaunagetraunar Rauðu djöflanna!
Á tímum Gúgul frænda eru getraunir á internetinu flestar jafnauðveldar og að spyrja „Hver er framkvæmdastjóri Manchester United?“ Við ákváðum því að hafa þetta aðeins skemmtilegra og fræða aðeins um sögu félagsins í leiðinni. (Tekið skal fram að þessar spurningar eru ekki úr verðlaunabókinni, enda miðar hún ekki að því að nota þurfi leitarvélar)
Spurningarnar eru fimm:
1. Það er ólíklegt að Nemanja Vidic setji á markað FerEvaVid sígarettur þegar hann hættir að spila. En Ducrobel sígarettur voru sannarlega til og nefndar á svipaðan hátt. Hver gerði það og hvers vegna nafnið?
2. „Give it to Joe“ var herhvatning stuðningsmanna á árum áður. Hver var Joe og hvað lék hann marga deildarleiki (ekki leiki alls) fyrir United?
3. Hver er eini spilandi framkvæmdastjórinn (player-manager) í sögu Manchester United?
4. Hverjir voru þeir tveir leikmenn sem komust lífs af úr flugslysinu í München en léku ekki aftur vegna meiðslanna sem þeir urðu fyrir þar?
5. Manchester United hefur eins og við vitum öll unnið 20 Englandsmeistaratitla, en einungis þrír stjórar eru á bakvið þessa tuttugu titla. Hverjir eru þessir þrír framkvæmdastjórar?
Til að taka þátt, sendið tölvupóst á ritstjorn@raududjoflarnir.is með svörum við þessum fimm spurningum, og setjið undir fullt nafn.
Skilafrestur er til fimmtudagsins 12. desember kl. 20:00.
Dregin verða tvö nöfn úr nöfnum þeirra sem eru með öll (eða jafnflest) svör rétt. Vinningshöfum verður tilkynnt það í tölvupósti og síðar nefndir hér á blogginu.
Sigurvegarinn hlýtur bókina „Sir Alex – hinn magnaði Ferguson-tími hjá Manchester United 1986-2013″ í verðlaun.
Annað sætið hlýtur bókina„Manchester United – spurningabók: Hvað veistu um Rauðu djöflana?“
Til að geta unnið þarf viðkomandi einnig annað hvort að vera að læka Rauðu djöflana á Facebook þegar dregið er, eða að vera fylgjandi Rauðu djöflanna á Twitter. (ef þið eruð bara á Twitter, endilega látið twitternafn fylga í póstinum)
Ekki pósta svörum hér í kommentum eða á Facebook, það er nefnilega ekkert skemmtilegt! (og verður eytt eins snarlega og hægt er)
Rúnar says
hvað með þá sem eru hvorki með facebook né twitter? mega þeir ekki vera með?
Björn Friðgeir says
Rúnar: Góð ábending.
Þeir sem hvorki eru með facebook eða twitter geta tekið það fram í póstinum og eru þá komnir í pottinn!
Björn Friðgeir says
(en ég verð að mæla með Twitter, skítt með fb, en twitter er frábær til að fylgjast með fótbolta)
Rúnar says
@ Björn Friðgeir:
búinn að senda inn svörin, tók vel fram að ég væri ekki með facebook né twitter