Fyrsta jafnteflið á þessu tímabili staðreynd. Eftir að hafa tekið forystuna snemma í leiknum þá leit þessu leikur rosalega vel út. Svo jöfnuðu Swansea eftir hræðilegan varnarleik okkar mann þá ná þeir að pota honum inn. Það sem eftir var af fyrri hálfleik réðu heimamenn algjörlega leiknum, spilamennskan okkar minnti á síðasta hálftímann gegn Sunderland síðustu helgi.
Seinni hálfleikurinn var mjög opinn og skemmtilegur og bæði lið gætu hafa skorað meira. United tók öll völd á vellinum undir restina en því miður skoruðum við ekki fleiri mörk.
Antonio Valencia átti mjög dapran dag og virðist vanta sjálfstraust til að taka menn á, Ashley Young náði ekki að byggja á góðri frammistöðu í síðusta leikjum og Wayne Rooney var ekki að spila sinn besta leik. Maður leiksins er klárlega Michael Carrick.
Næsti leikur er heima gegn Newcastla á öðrum degi jóla og krafa er gerð á sigur og ekkert annað.
Atli Þór says
Hef séð betri frammistöðu í fótbolta leik hjá 3.flokki kvenna. ef við höldum áfram að fá svona mörk á okkur endum við með yfir 50 mörk á okkur á timabilinu. sóknin getur ekki alltaf borið liðið á herðum sér, ef við sjáum svona frammistöðu aftur hjá sókninni að nýta ekki eitt einasta færi þá er vörnin ekki að fara bjarga okkur. alltof margar misheppnaðar sendingar og fyrirgjafir, það var erfitt að horfa uppá þetta. en svona getur komið fyrir bestu lið og við rústum bara næsta leik. glory glory Man United!
DÞ says
Ég hef sagt það áður og segi það enn, kantmennirnir okkar eru ekki nógu góðir fyrir liðið. Vissulega eiga þeir sína góðu daga enda allir góðir kantmenn en það líður vanalega ekki langur tími þangað til þeir detta aftur í sama far.
Ef Fergie mun ekki breyta leikkerfinu varanlega í tígulmiðjuna, sem ég reikna ekki með að hann geri, hlítur hann að sjá að liðinu vantar kantmenn.
Vörnina skortir ekkert þrátt fyrir lélega frammistöðu síðustu mánuði, menn hafa bara aðeins verir meiddir þar. Svo höfum við úr fjölda góðra miðjumanna að velja úr og fá lið eru með jafn góða framherja. Síðan eru það kantmennirnir Nani, Young og Valencia sem að mínu mati mættu allir vera seldir, í skiptum fyrir betri/efnilegri kantmenn. Þætti reyndar sárt að sjá eftir Valencia og honum mætti halda þar sem hann hefur jú, oft áður sýnt stórkostlega hæfileika enda vanalega framar Nani og Young í goggunarröðunni, en common, ég veit ekki hvað skal segja, ég á frekar erfitt með að finna orð sem lýsa áliti mínu á frammistöðu hans á þessu seasoni.
Friðrik says
Hvað er að sjá Valencia á þessu tímabili ? hægir bara á sókninni með því að stoppa alltaf í staðinn fyrir að keyra á bakvörðinn og koma með fyrirgjöft einmit það sem hann var gera á síðasta seasoni.
DMS says
Valencia hefur alltaf verið pínu fyrirsjáanlegur en það hefur ekki komið að sök þar sem hann var með mjög góðar hraðabreytingar og náði yfirleitt að taka menn á. En það er eins og hann sé alltaf hálf hikandi núna. Ashley Young var búinn að vera þokkalegur í undanförnum leikjum en datt aftur í sama súra farið núna. Ég myndi treida öllum kantmönnunum okkar fyrir C.Ronaldo – ó hversu ljúft væri að fá hann aftur.
Mér fannst Carrick frábær í dag, klárlega sammála því að hann sé maður leiksins.
Mér fannst Arnar Bjöss vera ansi harður að reyna að kenna De Gea um markið sem Swansea skoraði. Jú hann ver boltann út í teiginn en það er skotið á hann af stuttu færi mjög föstu skoti þannig að það er lítið sem hann getur gert. Varnarmennirnir fylgdu illa á eftir og Michu fékk að klára þetta óáreittur.
Nú er bara að spýta í lófana og bæta upp fyrir öll glötuðu færin gegn Newcastle í næsta leik.
Jón says
Ég horfði á leikinn með enskum lýsum og skal hengja mig upp á það að Arnar Björns var að gagnrýna De Gea vegna þess að ensku lýsarnir sögðu „If i have to be extra critisizing against De Gea he could have punched the ball in another direction or perhaps caught it“ en eins og allir vita þá eru íslensku lýsarnir að hlusta á þá ensku á meðan leik stendur nema hvað að Arnar hefur ekki alveg verið að hlusta nógu vel.
Það að vilja losa sig við alla kantaranna er rugl. Það er ekki hægt að ætlast til þess að leikmaður getir verið besti maður vallarins alla leiki. Þó svo að Valencia hafi ekki verið sá besti í dag þá er ekki hægt að segja að hann hafi verið e-h mjög svo slappur, Nani er meiddur og þó svo að síðustu leikir sem hann hefur spilað hafa ekki verið hans bestu þá er þetta frábær leikmaður og getur vel gert mikilvæga hluti fyrir þetta lið. Ashley Young er gríðarlega misjafn en þegar honum gengur vel þá er hann góður, bara verst að þegar honum gengur illa þá er hann skelfilegur því miður en samt sem áður þá veit ég það að Fergie sér e-h við menn sem við sjáum ekki og hefur það sýnt sig í gegnum árin.
Davíð Orri Guðmundsson says
Það var bara þannig að bæði lið spiluðu mjög vel í dag, Swansea komu á völlinn með það hugarfar að þeir væru ekkert síðra lið, og þeir ætluðu sér ekkert minna en sigur, fengu hann sem betur fer ekki, pressuðu hátt, og voru ekkert að hanga í vörn.
Svo er það náttúrulega RvP vs. Williams málið sem er að kveikja í fótboltaáhorfendum í dag. Klaufaskapur og ekkert annað, maðurinn ætlaði sér ekkert annað en að hreinsa, enda flautað á sömu sekúndu og sparkið kom.
DÞ says
Nefndi reyndar að mér þætti sárt að sjá Valencia fara, en sú hugmynd að láta Young og Nani fara fyrir aðra kantmenn þykir mér alls ekki rugl. Þeir eru báðir góðir leikmenn og það yrði klárlega erfið ákvörðun fyrir gamla að láta þá fara, en eftir alltof marga spilaða leiki kemst maður ekki hjá því að efast um getu þeirra til þess að spila fyrir Man Utd.
Frá því að Nani byrjaði að spila fyrir okkur hefur þessi efi alltaf verið til staðar. Hann hefur átt stórkostleg moment en allt of fá miðað við tímann sem hann hefur fengið. Að mínu mati voru kaupin á Young einfaldlega röng. Sú vinna sem hann skilar á vellinum er ekki sæmandi byrjunarliðs- kantmanni hjá Man utd. Ég er ekki sammála að hann sé sérstaklega misjafn. Mér finnst frammistaða hans vanalega rétt fyrir neðan meðallag og ég get ekki ýmindað mér að recordið hans yfir heppnaðar fyrirgjafir og að taka menn á sé gott, þrátt fyrir að reyna hvoru tveggja afar sjaldan.
Innsæi stjórans til að meta leikmenn er líklega eitt það besta í bransanum, en í sumum tilfellum feilar það. Á sínum tíma þaggaði Fletcher niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni, ég á bágt með að sjá Young og Nani komast nálægt þeim áfanga og tel að það verði alltaf spurningarmerki yfir þeim meðan þeir eru hjá okkur.
DÞ says
Ásættanleg málamiðlun fyrir mig væri að sjá Nani fara og fá kantmann í staðinn. Sennilegra líka tel ég.
siggi United maður says
Ég skil það vel að menn kvarti stundum yfir könturunum okkar, það er hægt að gera betur. En það er eitt sem menn eru oft að gleyma. Valencia og Young hjálpa bakvörðunum okkar fáránlega mikið í varnarleiknum. Það er hægt að kaupa bestu kantmennina með flestu mörkin og stoðsendingarnar eins og City gerir, en jú við unnum einmitt þann leik vegna þess að Nasri og Silva kunna ekki að spila vörn. Valli og Young eru alltaf að covera fyrir bakverðina okkar sem veitir okkur þann munað að spila með sóknarsinnaða bakverði. En Roooooney í dag, minn uppáhaldsleikmaður, þvílík hörmungarframmistaða.
diddiutd says
Ég vill sjá fleiri hrós á carrick.! Átti alveg crucial sendingar sem bjuggu til dauðafæri en menn þökkuðu honum ekki alveg nog fyrir sig með að skora