Loksins! Loksins! Fyrsta skipti sem við vinnum Liverpool heima og heiman í deild í fimm ár!
Liðið var aðeins öðruvísu upp raðað en ég bjóst við í uppstillingarpóstinum:
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Young Cleverley Carrick Kagawa
welbeck Van Persie
Það er ekki hægt að segja að leikurinn hafi verið spennandi fyrsta kortérið. Bæði lið voru með boltann, United þó meira, og reyndu að loka spili andstæðingsins og tókst að verulegu leyti þangað til á 19. mínútu að snyrtilegt spil endaði hjá Evra sem smellti inn fyrirgjöfinni. Agger hafði hleypt Van Persie hálfan metra frá sér og það var nóg til að Van Persie átti auðvelt með að ná öflugu innanfótarskoti fram hjá Reina. Ekta Van Persie.
Hann hefði mátt bæta við sex mínútum síðar þegar hann skaut yfir frá vítateig en annars var þetta sama streðið. Ashley Young lenti í slæmu samstuði við Daniel Agger og virtist meiðast illa en kom svo aftur inná. Enn voru það síðan United sem voru að gera betur, Welbeck átti færi en var ekki alveg nógu góður með vinstri fætinum í tvígang. United fór síðan að taka meiri völd og færin komu fleiri. Cleverley átti gott skot framhjá og á 44. mínútu kom frábær sending frá Carrick inn á Rafael, hann var ekki í góðu jafnvægi og í stað þess að skjóta gaf hann, Van Persie tók hælinn framhjá Reina, Agger varði á línu og síðan náði Kagawa ekki boltanu en náði Reina hins vegar ágætlega. Ekki Shinji að kenna enda var hann ekki í jafnvægi eftir að Wisdom fór í hann og hefði átt að dæma víti á það sem hrindingu.
Fyrri hálfleikur var þannig verulega United í hag og hefðum helst átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Meðal þeirra sem stóðu sig vel voru Carrick og Welbeck, þó að vissulega væru Danny eilítið mislagðir fætur fyrir framan mark.
Young var greinilega ekki orðinn góður og fór útaf í hálfleik og Valencia kom beint inn í staðinn. United náði ekki alveg upp spilinu aftur en á 53. mínútu kom löng sending fram sem Reina hirti en Skrtl braut á Welbeck í eltingarleiknum og United fékk aukaspyrnu utan við teiginn. Van Persie tók aukaspyrnuna og sveiflaði boltanum yfir á fjærstöng. Vidic stökk upp náði ekki til boltans, það gerði hins vegar evra, skallaði í Vidic og undir handarkrikann á Reina. Örlítil heppni þar að línuvörðurinn var góða 2 metra fyrir aftan og sá ekki að þegar Evra skallaði var fóturinn á Vidic framan við boltann þannig að tæknilega var þetta rangstaða. Það hefði hins vegar nær ógjörningur að sjá þetta nema í hægri endursýningu og kom á á móti vítinu sem við áttum að fá í fyrri hálfleik.
En United fékk ekki að njóta tveggja marka forystu lengi, Gerrard vann boltann vel, átti þrumuskot að marki sem De Gea gerði vel að setja hendina í. Boltinn fór út í teiginn og Sturridge ar á undan Rafael sem vaar alveg sofandi og Sturridge skoraði auðveldlega. Ekki í fyrsta sinn sem De Gea ver svona út í teiginn, en í þetta skiptið var skotið erfiðara en í fyrri tilvikum og varslan mikilvægari en hitt. Rafael má hins vegar alveg kíkja á þetta í endursýningu og passa sig betur næst.
United hélt áfram að fá færin, Reina varði stórvel skot Kagawa en úr horninu lenti Vidic illa saman við Wisdom og lenti er og varð fyrir hnéhnaski. Hann harkaði það þó af sér.
Uppúr þessu kom Sturridge vel inn í leikinn og Liverpool fór að ógna. Vörn United átti í vandræðum með að koma boltunum frá, voru að senda sín á milli í alltof hættulegum aðstæðum. Miðjan hvarf og Liverpool hélt boltanum nær stöðugt.
Þetta reyndi Ferguson að leysa með að setja Phil Jones inn í stað Kagawa, Jones fór á miðjuna og Danny út á vinstri kantinn. Stuttu seinna kom svo Smalling inn fyrir Vidic til að þétta þetta enn frekar. Það var samt ekki alveg að gera sig og pressan jókst frá Liverpool og trekk í trekk komu þeir boltanum inn á teiginn þar sem Suarez gat haldið boltanum von úr viti og tengst Sturridge. Tvö slík færi klúðruðust þó hjá þeim.
United átti staka sókn sem endaði með hælskoti Robin og góðri vörslu Reina. Fjórum mínútum var bætt við og United náði að halda boltanum loksins og spila út tímann.
Eftir mjög góðan fyrri hálfleik varð þetta síðan alltof erfitt. Danny Welbeck var góður í leiknum og Gary Neville valdi hann mann leiksins. Ég ætla að velja Robin van Persie sem með smá heppni hefði getað skorað þrjú mörk, á gríðarlega hættulegar sendingar úr föstum leikatriðum, sýndi hvers vegna við keyptum hann og síðast en ekki síst, skorar í stóru leikjunum.
Aðrir sem nefna má eru Carrick eins og fyrr segir, Örning var að mestu örugg, Evra og Rafael góðir, nema Rafael í markinu þeirra, Vidic og Ferdinand náðu vel saman og nú bíður slæm bið eftir fréttum af meiðslunum. Loks ber að nefna Kagawa sem vann hörkuvel í leiknum
En einfalt að ljúka þessu með að segja: Njótið vikunnar á vinnustöðunum, í skólunum, á MSN, Facebook og Twitter!
Daníel Sveinsson says
Ég verð bara að vera nokkuð sáttur við þennan leik í heildina (poolari sko). Annað markið ykkar bara „gott og gilt“ að mínu mati, bæði vegna þess að hann var svo gott sem fyrir innan og ég er stuðningsmaður þess að sóknarmaður fái að njóta vafans. Auk þess áttum við bara skilið á fá þetta mark á okkur með þessari dekkingu, hvað sem hugsanleg rangstaða hefur um málið að segja.
Það hefði verið gaman að stela stigi eð ajafnvel stigum hér en maður missir ekki svefn yfir tapi á móti toppliði deildarinnar.
P.S. ég þoli ekki RVP
DMS says
Í heildina var þetta sanngjarn sigur. Mér fannst við óheppnir að ná ekki að fara inn í leikhléið með að minnsta kosti tveggja marka forystu. Eftir að Liverpool minnkuðu muninn lifnaði yfir þeim, en mikið svakalega er maður orðinn þreyttur á svona varnarvinnu. Staðan 2-0 og lítið í spilunum hjá Liverpool. Við missum boltann klaufalega fyrir framan teiginn, skot á markið og De Gea ver boltann til hliðar en enginn mættur til að hirða frákastið nema sóknarmaður andstæðinganna. Maður hefur séð þetta of oft á þessari leiktíð.
Mér fannst spilamennskan frábær í fyrri hálfleik. Liverpool gerðu þetta spennandi undir lokin en sem betur fer héldum við þetta út. Maður ætlaði að binda vonir við Arsenal í dag en mér sýnist það nú vera farið út í veður og vind strax, 2-0 fyrir Man City sem eru manni fleiri í þokkabót. Oh well…
Sveinbjorn says
Drullugóður leikur, hefðum bara átt að skora minnst 4 mörk finnst mér. ^
Og þvílíkur leikmaður sem hann Persie er, sammála þér með að velja hann MOM.
En langar að tala smá um Welbeck, mér hefur alltaf fundist hann vera frábær
leikmaður sem getur vel spilað fyrir Man. Utd. í framtíðinni, hann sýndi það í dag
að hann hefur mikla hæfileika og er helvíti góður, hann tengdist öllu attacking spilinu
okkar. Hann þarf aðallega að bæta loka touch-ið, eins og á 82. mínútu, þegar hann
hljóp af sér 2 leikmenn Liverpool, frá miðju og alla leið að endalínunni, en þegar hann
ætlaði að gefa fyrir sparkaði hann í sjálfan sig, missti boltann útaf og datt.
Ég hugsa að ef hann verður duglegur að bæta sig í að klára færi og fyrirgjafir þá verður
hann einfaldlega með okkar betri mönnum.
Fannst Young líka frábær áður en hann lenti í samstuðinu, var alltaf kominn til baka í
vörn og brunaði aftur upp og tók mikinn þátt í spilinu, sérstaklega fyrri part fyrri hálfleiks.
Líka gaman að heyra marga púlara núna viðurkenna að við unnum þennan leik heiðarlega.
Ætla samt að hlægja að þeim á morgun.
Daníel Smári says
Hahahaha „Örning var að mestu leyti örugg“? ÖRNING.
Annars góður sigur, elska að vinna þetta lið..
Cantona no. 7 says
Spurning hvort Man. Utd. eigi ekki að spila með tíu menn á móti ellefu hjá Liverpool ?
Áfram Man Utd. ALLTAF OG ALLSSTAÐAR.
Pétur says
Flottur leikur, persónulega finnst mer ekki hægt að kenna Rafael um markið, ég beindi minni reiði allavega að miðjunni sem missti boltann á hættulegum stað.
Valdi Á says
Já markið sem United fékk á sig var ódýrt. Miðjan missir boltann klaufalega, miðjan var samt góð meirihluta leiksins. En af hverju geta okkar varnamenn aldrei verið kommnir til þess að taka frákast? Þetta á að vera í hausnum á mönnum, þegar skot kemur á mark að vera viðbúinn í frákastið. De Gea er að færa sig til vinstri til að staðsetja sig gagnvart Gerrard. Skotið kemur niðri hægra megin og fannst mér De Gea gera vel.
Pétur says
Mig langar að bæta við einu , evra fékk 7 í einkunn sky sports. solid varnarlega, mark og assist. er hægt að byðja um eitthvað meira?
Hefði viljað sjá allavega áttu og vera þá á pari við okkar bestu menn.
McNissi says
@Pétur
Er sammála þér með Evra, hann var flottur í þessum leik og lagði upp 2 mörk og gerði engin teljandi mistök í vörninni. Er nokkuð ánægður með að Vidic hafi fengið seinna markið þar sem hann er nýkominn aftur og skorar sigurmark á móti okkur helstu erkióvinum, vonandi eru meiðsli hans ekki alvarleg.
En í annað sinn (sem ég man eftir) stendur Rafael og horfir á De Gea verja og leyfir sóknarmanni að ná frákastinu þar sem Rafael hefur í bæði skiptin verið mun nær en sóknarmaðurinn. Miðað við hvað hann hefur alltaf næga orku í að hlaupa fram þá má hann bæta við þessum 5 metrum þegar þarf að fylgja eftir markvörslum. En Rafael samt flottur á þessari leiktíð en hann má bæta þetta.
Ingi Rúnar says
Einngis fyrir okkar eigin klaufaskap komast teir inni leikinn, teir voru bara ahorfendur fyrir markid. Hefdum vid bara keyrt a tá, trátt fyrir markid hefdi tetta verid stærri sigur, en madur á kannski ekki ad kvarta. 3 stig í hús
Björn Friðgeir says
Daníel Smári: Lykillinn að innsláttarvillum er að hafa þær þannig að augljóst sé að hvorki sé um stafsetningar- né málfarsvillu að ræða. Gott að þú hafðir gaman að einhverju þarna.
Svo einhver minnist á það, gaman að sjá að nýir Liverpool menn eru vel þjálfaðir, Sturridge veifandi fimm fingrum eftir markið. Veit reyndar ekki hvort hann var að vísa í að Liverpool hefur unnið fimm Evrópumeistaratitla, flesta áður en hann fæddist, eða það að hann hefur verið hjá Liverpool í fimm mínútur. Hvort heldur er, þetta hefði verið örlítið, en ekki mikið áhrifameira ef þetta hefði verið jöfnunarmark eða þess þá heldur sigurmark. Sem minnka-muninn-mark? Hahaha…
Aron says
Góður leikur í heildina. Engin teljanleg umdeild atvik né slagsmál og stuðningsmenn beggja liða til friðs. Leikurinn skiptist í tvennt þar sem United átti fyrri hálfleik og Liverpool þann seinni en það sem skildi liðin að var nýtingin á færunum, þar hafði United betur. Ég er nýbúinn að horfa á endursýningu af leiknum á MUTV og sá þá betur hvað vörnin stóð sig vel og ég var sammála Ferguson þegar hann sagði stórleiki sem þessa vinnast á góðri varnarvinnu þó auðvitað verði lið að skora ef þau ætla sér að vinna, allt gekk upp en hefðum átt að skora fleiri mörk.
Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að þegar Sturridge kæmi inn á myndi Liverpool komast aftur inn í leikinn og viti menn það gerðist. Ef menn telja Liverpool hafa spilað vel og skapað sér nokkuð af færum í seinni hálfleik stóð vörn United sig einfaldlega betur en sóknarmenn Liverpool. Í staðinn fyrir að skammast út í Rafael í marki Sturridge þá er nánast víst að ef skot Gerrards hefði verið blokkað betur af Ferdinand, sem var næst honum, þá hefði þetta ekki orðið mark. Ef svona skot komast í gegn þá er hægt að fullyrða að Suarez eða Sturridge fylgi þeim eftir en það sama á við um Persie, Hernandez og Rooney hjá United, semsagt það þarf fyrst og fremst að blokka skotin hjá hvaða liði sem er.
Það eru skiptar skoðanir varðandi Danny Welbeck, sumir eru sáttir við vinnusemina en aðrir krefjast betri nýtingar á færum og það með réttu. En ég spyr hvort ekki sé tímabært að gefa drengnum annað hlutverk á vellinum því vissulega gerir hann vel í leikjum að halda boltanum, svo lengi sem hann er ekki dauðþreyttur, og getur búið til færi þó hann klári þau ekki sjálfur. Ég tel að hann eigi að detta á miðjuna sem sóknarsinnaður miðjumaður því þá verður hann fyrst metinn af verðmætum. Stuðningsmenn munu hætta að krefjast 10+ marka af honum á leiktíð og Ferguson mun ekki neita honum um launahækkun vegna þess að hann skorar ekki 20 mörk á tímabili. Fergie er augljóslega ekki að ná því besta úr honum sem framherja þar sem hann nýtir ekki færin betur (það gæti þó breyst) en hvað ef hlutverk hans væri fyrst og fremst að skapa færi og verjast? Og það á miðjunni? Hversu verðmætur gæti hann orðið þá? Vissulega höfum við Carrick, Cleverley, Kagawa, Anderson, Fletcher, Powell, Scholes og Giggs alla sem miðjumenn en ef þeir geta ekki skilað sömu færum og vinnuframlagi eins og Welbeck þá yrði ekkert að því að nýta drenginn. Giggs og Scholes eru að hætta, Welbeck er rótgróinn United-maður eins og þeir og því mætti hann detta niður á miðjuna í þeirra stað og United verslað annan framherja (Lewandowski e.t.v.) þar sem Persie verður þrítugur á árinu en það á enn eftir að sjá hvað Angelo Henriquéz hefur upp á að bjóða fyrir Wigan og þá mögulega fyrir United á næstu leiktíð/leiktíðum.
Aftur að leiknum! Ummæli Brendan Rogers eftir leikinn fannst mér sérstök þó hann hafi nú ekki varpað einhverri „spengju“. Hann sagði marktækifærin hafa verið af skornum skammti á báða bóga og þau færi sem United fékk hafa verið gjöf frá þeim. Þetta tel ég vera rangt því United fékk eina gjöf þegar Joe Allen sendi boltann beint á Welbeck sem gat ekki klárað færið vegna Aggers sem gerði vel í að renna sér fyrir slapt skot. Hvar voru hinar „gjafirnar“ ef United skoraði einungis tvo mörk, eitt eftir góða fyrirgjöf og annað úr föstu leikatriði? Ef mark Evra/Vidic var gjöf þá var mark Sturridge klárlega gjöf einnig, öll færin sem Liverpool skapaði sér í seinni hálfleik voru jafnmikil „gjöf“ og færi United í þeim fyrri þó ég telji að um engar teljandi gjafir hafi verið að ræða. Bæði liðin bjuggu til sín færi sjálf fyrir utan sendingu Allens á Welbeck sem endaði, nota bene, ekki með marki. Bæði lið fengu nokkur góð marktækifæri, eitt liðið kláraði tvö þeirra en hitt eitt, „that’s a fact“ eins og einn feitur spánverji sagði svo eftirminnilega fyrir nokkrum árum síðan.
Næsti leikur gegn Tottenham verður mun erfiðari en þessi leikur en ég hef tröllatrú á liðinu, ekki síst þegar Rooney verður kominn til baka og við nánast með fullmannað lið svo lengi sem Young, Evans og Vidic verði ekki meiddir. United á harma að hefna fyrir fyrri leikinn á Old Trafford þar sem Tottenham voru betri en nú þarf bara að svara í sömu mynt á White Hart Lane og vinna. Ég spái 1-2 sigri United, Rooney, Persie og Defoe með mörkin. Áfram United, GGMU!
Gretzky says
Evra var frábær. Solid vörn, stoðsending og mark sem var þó skráð á Vidic. Vel hann sem mann leiksins.
Daníel Smári says
Björn Friðgeir, mikið rétt – hafa þetta nógu augljóst. Annars afar góð umfjöllun einnig.. Eins og alltaf ;)