Við vitum að
- Hópurinn sem Sir Alex skildi eftir sig var langt frá því að vera nógu sterkur
- Að það myndi alltaf hafa áhrif að besti mótivator sögunnar hyrfi frá
- Að leikmannakaupaklúður síðasta sumars voru ekki alfarið Moyes að kenna
- Að meiðsli lykilmanna hafa sett strik í reikninginn
- Að aðrir lykilmenn hafa ekki verið svipur hjá sjón miðað við síðustu ár.
En.
Þetta var slík skelfing að ég gefst upp. Ég hef reynt og reynt og vonað og vonað en það er komið út yfir þolmörk.
Ei meir, Dave.
Ég get alveg fyrirgefið að liðinu gangi ekki vel og það séu ekki að hlaðast inn sigrar. Það sem ég get ekki fyrirgefið er að spilamennska Manchester United sé jafn hrottalega léleg og hún var í kvöld. Ég get ekki fyrirgefið spilamennsku eins og þá sem sást í kvöld þegar leikmenn United virtust líta á miðju vallarins sem einhvers konar glóandi hraun þar sem boltinn mætti alls ekki fara. Boltanum spilað á milli varnarmanna, svo reynt að fara upp kantana og ef fyrirgjöf náðist ekki var leikið til baka til varnarinnar.
Vorið 1981 var Dave Sexton sagt upp störfum eftir sjö leikja sigurhrinu. Hann hafði fengið fjögur ár til að gera eitthvað við hið stórskemmtilega lið sem Tommy Docherty skildi eftir sig og það eina sem hann gerði var að drepa niður alla leikgleði og spilamennsku. Meira að segja Manchester United stjórnin áttaði sig að endingu á að svoleiðis gekk ekki undir merkjum Manchester United.
David Moyes hefur ekki fengið langan tíma og án efa eru of margir leikmenn í hópnum sem ekki nenna að spila undir hans stjórn, eru andlega búnir að stimpla sig út úr vinnunni hjá Manchester United. En jafnvel þó að það væri raunin væri ekkert mál að fyrirgefa sem fyrr segir ef eitthvað benti til að Moyes væri að reyna að leggja upp með spilamennsku sem í það minnsta skilaði skemmtilegum fótbolta. Sú er ekki raunin. Ég hef misst trú á að jafnvel sú hreinsun sem stefnir í í sumar skili leikmannahóp sem muni spila skemmtilega og árangursríka knattspyrnu undir stjórn David Moyes. Því segi ég aftur:
Ei meir, Dave.
Það má vera að stjórn Manchester United segi honum ekki upp fyrr en í fulla hnefana og það mun verða mjög erfitt fyrir Sir Alex að viðurkenna með slíkum brottrekstri að ráðningin hafi verið mistök. En í kvöld segi ég að það sé aðeins tímaspursmál hvenær það verði. Ég treysti honum ekki lengur til að vera maðurinn til að velja þá leikmenn sem eyða þarf stórfé í í sumar til að fylla í risastór skörð sem augljóslega eru í leikmannahópnum. Fyrir leikinn var ég að horfa á myndir frá þrennutímabilinu. Eins og frammistaða leikmanna hefur verið í vetur er David De Gea eini maðurinn sem kæmist í 18 manna hópinn sem þá var, sem varamarkmaður. Wayne Rooney gæti svo kannske bolað Teddy Sheringham út. Þetta segir gríðarlega mikið um stöðuna sem er á liðinu í dag.
Fyrir leikinn sagði Moyes að lykilatriði í leiknum væri að skora mark. Liðið sem hann stillti upp til þess var svona
De Gea
Smalling Ferdinand Vidic Evra
Valencia Carrick Cleverley Young
Rooney
Van Persie
Varamenn: Lindegaard, Büttner, Fellaini, Giggs, Kagawa, Hernandez, Welbeck
Einn jafnbesti maður liðsins síðustu mánuði og pilturinn sem getur breytt hlutunum, Adnan Januzaj, var ekki einu sinni á bekknum. Moyes vill ekki ofreyna hann og hann er því hvíldur þó heilir 11 dagar séu í næsta leik.
Annar leikmaður hafði án efa verið besti leikmaður United í riðlakeppninn. Shinji Kagawa fékk þó að minnsta kosti að vera á bekknum en byrja fékk hann ekki því 4-4-2 var aftur mætt á svæðið og Valencia og Young settir á kantana. Lítið hægt að finna að varnaruppstillingunni þegar Rafael, Jones og Evans voru allir meiddir, þrátt fyrir að marksannað sé að Chris Smalling sé haffsent en ekki bakvörður.
Olympiakos byrjaði leikinn mun betur og pressaði United langt aftur. Fyrstu tíu mínúturnar fékk Evra gult spjald fyrir hendi, Ferdinand átti tvær slæmar sendingar sem hefðu getað valdið skaða og einungis frábærlega tímasett blokkering Vidic kom í veg fyrir að Domínguez kæmist í gegn eftir að hafa farið auðveldlega framhjá öllum öðrum United leikmönnum.
Eftir þetta róaðist sókn Olympiakos nokkuð og United hélt boltanum langtímum saman. Leikmenn gerðu þó ekkert við boltann nema að leika honum saman aftast á vellinum, reyna að spila upp kantana og ná fyrirgjöf. Ef menn lentu í erfiðleikum á köntunum var boltanum spilað til baka, vörnin spilaði og svo var reynt að fara upp hinn kantinn. Boltinn kom hreinlega aldrei inn á miðjuna og það var ekkert spil nálægt teig andstæðinganna. Engin þeirra fyrirgjafa sem reynd var lenti á sóknarmanni og þetta var orðinn hroðalega leiðinlegur leikur.
Þá sjaldan Olympiakos sótti komust þeir mun nær með spil sitt en United gerði þó að ekki kæmust þeir í færi. Þeir þurftu enda ekki færi til að skora. Á 38. mínútu skaut fyrirliði þeirra, Maniatis, að marki, Alejandro Domínguez slæmdi hælnum í boltann, akkúrat nóg til að De Gea næði ekki að skipta um stefnu í tæka tíð og boltinn lak inn. Skelfilegt mark sem hæfði skelfilegum leik.
Varla mínútu síðar fengu United aukaspyrnu, Rooney sendi inn í teig, varnarmaður skallaði yfir en markvörðurinn lenti í miklu samstuði við Van Persie sem vankaðist illa. Hann náði þó að halda áfram. United skreiddist þannig inn í hálfleikinn einu marki undir eftir versta hálfleik vetrarins.
Seinni hálfleikur byrjaði nákvæmlega jafn illa og það voru ekki tíu mínútur liðnar þegar Olympiakos sýndi United hvernig spila átti saman á miðjunni, Joel Campbell, lánsmaður frá Arsenal fékk að spila boltanum gegnum klofið á Carrick og skjóta glæsilega af 25 metra færi, nákvæmt skot með nægum snúningi til að boltinn small í netinu næstum úti við stöng, óverjandi fyrir De Gea og Olympiakos var komið í sanngjarna 2-0 forystu.
Þá loksins gerði Moyes breytingar. Cleverley og Valencia höfðu báðir verið skelfilegir frá fyrst mínútu og hefðu mátt fara útaf eftir hálftíma en ekki 60 mínútur eins og raunin var. Kagawa og Welbeck komu inná í staðinn fyrir þá. Og þar sem Welbeck hefur margoft spilað út úr stöðu úti á kanti og er þó frekar vanur því, var hann settur í holuna og Kagawa plantað á kantinn.
Þetta hafði engin áhrif til góðs á leik United og eftir því sem á leið fóru Olympiakos að vera meira og meira með boltann.
Loksins á 82. mínútu fékk United færi og það var frábært. Smalling fékk sendingu upp kantinn, náði fyrirgjöfinni og aldrei þessu vant beint á Van Persie sem lagði boltann fyrir sig framhjá varnarmanni og hamraði svo yfir. Örlítið meiri ömurð til að bæta við allt sem á undan var komið.
Því sem næst það eina sem hægt er að fara með úr leiknum jákvætt var að Rooney var þokkalegur á miðjunni. Hvað svo sem honum finnst þá hlýtur það að vera framtíðarstaða hans a.m.k. tvö ef ekki þrjú ár af þessum massífa fimm og hálfs ár samningi.
Vorið 1984 kom Barcelona á Old Trafford með tveggja marka forskot í farteskinu og Diego Armando Maradona í treyju númer tíu. Í stórfenglegasta leik sem Old Trafford hefur séð vann United 3-0 sigur og komst áfram í Evrópukeppni bikarhafa. Að þrem vikum liðnum bíður Manchester United erfiðara verkefni en þetta marskvöld fyrir 30 árum. Þá höfðum við nefnilega Bryan Robson. Nú höfum við engan slíkan.
Valdi Á says
Vita menn eitthvað um Januzaj? Ekki einu sinni á bekknum! Er hann meiddur?
lampamaður says
jæja þá þarf maður bara að byrja að undirbúa sig andlega fyrir grautleiðinlegan tapleik og fyrirgjafa fetish fíflsins.
Elías Kristjánsson says
Akkúrat, hvar er Januzaj, vildi að minnsta sjá hann á bekknum. Skil ekki þessa sífelldu sparsemi á hann. Mikið efni þarna á ferðinni á bara eftir að verða betri. Annars verður þetta bara frábært hjá okkur vinnum þetta með eina markinu sem skorað verður í leiknum.
Björn Friðgeir says
Januzaj er hvíldur, enda ekki nema 11 dagar í næsta l… wait? what?
Atli says
Varðandi Januzaj,
Annaðhvort er hann meiddur eða Moyes er einfaldlega að fara varlega með ungan mann.
Það þarf að halda svona gríðarlega efnilegum mönnum á jörðinni og kannski er þetta einhver taktík hjá Moyes til þess að gera einmitt það.
Keane says
Cleverley.. ?
Farið að gefa þann helvítis ónytjung í eitthvað lið!!! Djöfulsins drulluleikmaður
Keane says
jæja best að þegja og fara að gera e-ð betra við tímann en að gapa á þessi leiðindi.. ManUtd er komið aftur í sinn gamla gír.
islogi says
Rosalega er þetta leiðinlega varnarsinnaður leikur. Bæði lið drullustressuð og passíf. United að verjast með 8 mönnum ….kemur svo sem ekki á óvart með þennan snilling sem stjóra
Beggi says
Smalling… Ég get ekki meira af Smalling… Hann getur ekki einu sinni hitt á samherja úr innkasti!
Einar says
Álög
jonny says
út með moyes angrins þetta ógeðslega gerpi er svo sorglegt ….
januzaj bar hvíla hann hann er eini sem er buinn að vera gera eitthvað á þessu timabili fucking heimska gerpi þetta moeys drasl helvitis álög á þessu svíni
Trausti says
Ég á ekki til orð…
Valdi Á says
Hvað er málið með þetta lið??? Ég er jafnrauður í framann og aðalbúningurinn af reiði.
Liverpool fan says
Úúff þetta verður erfitt fyrir ykkur,
Karl Gardars says
Þetta er komið gott. #moyesout!! Og taktu þessa trúðahjörð með þér!
Einar says
Vá djók… látum welbeck inná. Það er svo líklegt til árangurs… Fær rosa gott færi og klúðrar því á svo flottan hátt að enginn hélt að það væri færi. Welbeck prove me wrong please!
Baldur Seljan says
Jæja ég er búinn að horfa á 60 mínútur af þessum leik og ég er endanlega búinn að missa þolinmæðina fyrir stjórnunarhæfileikum Moyes.
Hvernig í fjáranum kemst Cleverley í liðið?? Og afhverju er Januzaj ekki í hóp??
Ég hef verndað þennan Skota síðan hann kom, en þetta er bara ekki hægt. Allir eiga skilið tíma með lið, en í þessu tilviki er tíminn versti óvinur United. Það að maður nenni ekki einu sinni að kveikja á sjónvarpinu á keppnisdegi segir ýmislegt um hvað það er hundleiðinlegt að fylgjast með liðinu.
Moyes er ömurlegur að greina aðstæður og velja réttu mennina í liðið. Hann ákvað það bara allt í einu að það væri sniðugt að henda Fletcher á miðjuna og lýsti honum sem algjörum lykilmanni. Með fullri virðingu fyrir Fletcher, þá er hans atvinnumannaferli hjá toppklúbbi lokið. Eftir slíkar hamfarir er ómögulegt að snúa til baka á þessu leveli.
Svo til að kóróna liðsvalið trekk í trekk þá er Smalling valinn i hægri bak aftur og aftur. Það sem er ennþá meira pirrandi er samt að velja tvo passíva miðjumenn á móti Fulham, Olympiacos og fleiri liðum sem við virðumst hræðast. Sóknarburðir liðsins eru svo fyrirsjáanlegir og ómarkvissir að það er til háborinnar skammar.
Góðar stundir og núna er tímapunkturinn að fara einbeita sér af öðrum hlutum í lífinu en að eyða tímanum í þessa martröð.
Einar says
Mér finnst sjálfsagt að þjálfarinn fái ekki að halda starfi sínu ef við komumst ekki í átta liða úrslit í þeirri einu keppni sem við eigum vafasama von um að vinna.
DMS says
Hugmyndasnauðir enn einu sinni. Moyes mun ekki breyta neinu. Í sumar er planið að eyða og eyða, en hverjir vilja koma? Hvað gerist fyrir bókhaldið þegar CL dettur út úr myndinni? Minni tekjur, hærri launareikningar því við munum þurfa að borga enn meira til að lokka leikmenn til okkar. Money talks. Svo ef við höldum áfram í þessu drulli þá getum við ekki lengur borgað þessi risalaunapakka, Glazerarnir eru engir money spenders til langtíma – þeir vilja fá sitt til baka.
Framtíðin er ekki björt. Ég hef geymt það sem lengst að gagnrýna Moyes en þetta er ekki hægt lengur. Við lendum 2-0 undir gegn „auðveldasta“ liðinu sem við gátum mætt. Við erum alveg hættir að svara mótlætinu eins og við gerðum. Við pressum ekki mótherjann, það er hik og kæruleysi í leikmönnum. Fyrsta færið okkar kemur á 81. mín!!!!!
Vidic er sennilega kominn með hugann annað en hann er enn fyrirliði. Rio Ferdinand er buinn að vera með hugann utan vallar undanfarin ár og núna er líkaminn farinn að segja stopp líka = disaster. Smalling er glataður hægri bakvörður með lélegt touch, enda er hann ekkert bakvörður að upplagi.
Cleverley er farþegi. Valencia og Young miðlungsmenn sem eru alltof fyrirsjáanlegir og skapa ekkert spil – fara bara upp kantana og negla inn í.
Það þarf róttækar breytingar og því miður held ég að Moyes hafi hvorki hugmyndaauðgi né kjark í að gera þær. Það er ekki nóg að skipta bara út leikmönnum, það þarf líka að skilja taktíkina og leikskipulagið. Moyes er ekki að ná því að mínu mati.
PS: Er þetta ekki enn eitt metið? Tap gegn grísku liði? Hefur það gerst áður?
Einar says
Jæja… þá þarf bara að reka þennan manager. Liðið er samt svo fullt af lélegum leikmönnum. Cleverley, Welbeck… maður bara veit að allt fer til fjandans ef þeir eru í menginu. En það er bara mín skoðun. Í aðalatriðum finnst mér þjálfarinn ekki æsa leikmenn nógu mikið upp, það er ekkert pressað, engin gredda. Sem er leitt.
Snobb says
Finnst umræðan á ensku stöðinni sem ég var að horfa á segja allt sem segja þarf … í hálfleik og í lok leiks var hun bara um hvort DM ætti möguleika á að halda jobbinu…. út með vibbann … og það áður en hann kemur aftur til Englands
svekk says
Moyes var að gefa það út að hann lofi okkur því að við tökum þátt í einhverri evrópukeppni á næsta ári.. jafnvel þótt hann þurfi að semja lagið
Hanni says
Þegar ég sá byrjunarliðið fór ég að hlægja og eftir því sem leið á leikinn hló ég meir og meir.
Þetta var sami hlátur og ég fæ þegar ég skoða yfirlitið yfir íbúðarlánið mitt.
Hjörtur says
Þetta er búið, hef enga trú á því að við vinnum seinni leikinn 3-0 þó hann sé á OT.
Snobb says
Michael Carrick sendur í viðtal eftir leik .. hve lágt er það
hefði frekar vilja sjá DM fá þessar erfiðu sp. hann á það skilið ..
Kristjans says
Flottur pistill hjá Birni, tek undir með honum.
Ef Moyes verður látinn fara í sumar, hverjir eru raunhæfir arftakar?
Klopp hjá Dortmund? Fá brjálaðan agamann í Capello?
Roy says
Hmm Boltinn aldrei inn á miðjuna segið þið en samt var carrick með flestar sendingar í leiknum… Hann bara rekur né sendir boltann fram á við og þess vegna gerist ekkert á miðjunni. Svo vita öll lið að miðja liðsins er slök og andstæðingarnir hleypa boltanum þangað og pressa svo. Sjáið bara mark nr. 2. Clev að reyna þríhyrning og er étinn, skyndisókn og mark. Miðja liðsins er bara ekki nógu sterk til að bera spilið uppi. Það er staðreynd.
Keane says
Ég hef sagt þetta lengi lengi lengi..
Moyes færir okkur ekkert nema meðalmennsku og leiðindi.
Ingvar says
Afhverju í fjandanum var hann að róta svona mikið í liðinu? Í fyrsta skipti á þessu ári í leiknum á móti Palace sá maður þokkalega holningu á miðjunni hjá okkur með felli og carrick sem djúpa og 4 kreatífa frammá við. En Moyes ákveður að fara úr þessu flotta 4-2-3-1 kerfi í gamla góða 4-4-1-1. Eina breytingin sem var þörf á að gera var að taka Mata úr liðinu því það var óumflýjanlegt, setja kagawa í staðinn.
Svo þoli ég ekki þegar hann setur Rooney niður á miðjuna sem einhverja lausn. Rooney getur verið góður miðjumaður en með því að setja hann neðar á völlinn þá ertu að missa heimsklassa framherja úr sóknarleiknum og Welbeck er ekki að koma inná til að dekka það, settu miðjumann inná, þú ert með þá á bekknum og leifðu þeim sem geta skorað og búið til að vera frammi.
Er búinn að fá endanlega nóg af þessu #moyesout
Eiz friend says
Koma strákar. Gefa Moyes smá tíma. Big Sam gerði Bolton ekki að meisturum á einu tímabili.
Suarez says
Þetta er nýja uppáhalds vefsíðan mín! Svo gaman að koma hingað eftir leiki :)
KARMA BABY!
Púttin says
Eins og sagt er þá þarf að skipta út þjálfurum reglulega þegar árangur lætur á sér standa og Everton gerði það sîðasta sumar, fengu í staðinn einn efnilegasti þjálfara í ensku deildinni og auðvitað hafa gæðin batnað mikið hjá Everton og framtíðin björt á þeim bæ.
Og um að gera ad borga þessum snillingum eins og WR 300.000 pund á viku fyrir að spila UNDIR meðamensku og ekki hefur hjartað verið hjá klúbbnum hja þessum fyrrverandi Everton snilla.
Þetta er bûið hjá okkur ræflunum.
Sævar says
ég vil kæra aðalstjórn manutd um glæpi gegn mannkyninu að vera ekki búnir að sjá það að þetta mann djöfulsinns helvítis aumingi er bjáni.þessi ráðning er álíka vitlaus og það að real myndi ráða kjartann máson með fullri virðingu fyrir þeim góða manni.
hann hefur ekki ein rök fyrir því að sega ekki upp þetta ógeð. Bless
Einar B.E. says
Jæja þá er maður búinn að sofa á þessu, raunveruleikinn ennþá jafn súr :) Ég hef reynt að sannfæra sjálfan mig um að allir hafi gott á að horfa lið sitt eiga slæmu tímana, en ég bara get þetta ekki lengur.
Þetta er gott lið fjandinn hafi það. Ekki láta Moyes sannfæra ykkur um annað þó hann reyni. Þetta lið, þessi sami mannskapur pakkaði deildinni saman í fyrra. Nú hafa Fellaini og Mata bæðst við. En það siglir engin skúta, hversu góð eða vel mönnuð hún er, vel án skipstjórans.
Það er ekki lengur hægt að fara fram á að stuðningsmenn United styði áfram þessi ósköp í blindni. Það getur hver og einn heilvita maður (og kona) séð að liðinu fer versnandi og botninum (vonandi!) náð í gærkvöldi.
Í fyrra duttum við út í 16liða úrslitum fyrir Real Madrid, en gáfum þó allt í það og vorum óheppnir útaf rugl dómgæslu. Í gær spilaði hauslaus her göngubolta – engin ákefð, ekkert hungur og umfram allt ekkert sjálfstraust. Það voru nokkrar undantekningar, helst Rooney sem virtist nenna mæta til leiks. Þetta lið trúir ekki lengur á verkefnið undir stjórn þjálfarateymisins. Moyes er augljóslega búinn að missa búningsherbergið. Og núna áðan skaut RVP á að hann hefði þurft að breyta leiksktíl sínum því aðrir leikmenn væru í holunni sinni. Ég ljái honum ekki pirringinn, þetta er maðurinn sem nánast vann deildina fyrir okkur í fyrra en sést ekki heilu leikina í ár. Hann er ekki að skjóta á eigin leikmenn, heldur taktíkina, því leikmenn spila eftir höfði þjálfarans.
Ummæli Moyes að undanförnu hafa líka verið fáranleg, ekki meisturum sæmandi. Dempar niður allar væntningar og gerir lítið úr hópnum, líkir honum við Liverpool 2005 og hvaðeina. Moyes þurfti að stíga upp, skilja Everton mindset’ið eftir í Liverpool þegar hann kom til United. En það virðist vera honum óyfirstíganlegt. Hann er löngu búinn að slá sín persónulegu markmið með því einu að fá að setjast í gamla stól SAF.
Það vantar eitthvað nýtt blóð í stjórastólinn, þó það gerist ekki fyrr en í fyrsta lagi í sumar. Helst vil ég þó damage control strax, út með Moyes, og inn með temp rescue team. Það hefur nú virkað, sjá til dæmis DiMatteo hjá Chelsea í hittífyrra. Annars verður niðurtúrinn bara verri.
Að lokum, hversu fokkin lélega leiki þurfa Valencia og Cleverley að eiga til að detta úr hópnum? Hvenær fær Nani tvo leiki í röð? Af hverju hatar Moyes skiptingar, og af hverju skortir hann allan leikskilning?!
Sveinn says
#TakkFerguson!
Kristinn says
Helstu stuðningsmenn Moyes í dag eru stuðningsmenn Liverpool.
Mér finnst athyglisvert þegar ég horfi á United liðið hvað sendingar leikmanna eru hægar. Þetta veldur því að auðvelt er að setja pressu á boltann og þann sem er að fá boltann og fyrir vikið þarf oft að gefa til baka. Öll uppbygging verður fyrir vikið mjög hæg. Það er ekki oft á þessu tímabili sem United hefur veri að sækja hratt á lið með góðum árangri. Þegar gerð er tilraun til að hraða spilnu með fastari sendigum þá oftar en ekki svíkur móttakan marga leikmenn. Þessir leikmenn hafa sýnt að þeir eru mun betri heldur en frammistaðan á þessu tímabili gefur til kynna.
It is the attention to details that seperate the best from the rest.
Því miður viðrist United liðið ekki hafa í dag þjálfarateymi sem getur greint hvar vandamálin í spilamennsku liðsins liggja.
Manchester United now belongs to the rest – not the best. Því miður.
úlli says
Mér finnst menn vera að vanmeta hversu slökum hópi Ferguson skilar til Moyes. Það voru furðulegar aðstæður sem sköpuðu tækifæri fyrir United að hirða titilinn í fyrra. Allir keppinautarnir voru í lægð. City var stýrt af þunglyndum Mancini en til dæmis má benda á þegar þeir tóku sig til sýndu hvað í liðinu bjó þá vann það til dæmis okkur tvisvar, annað skiptið stórt. Ég held að liðið frá í fyrra hefði einnig verið í vandræðum í ár þegar það eru fjögur lið að spila vel.
Að því sögðu, þá velti ég stundum fyrir mér síðasta sumar hvað ‘worst case scenario’ væri og staðan núna er orðin verri en allt slíkt. Þessum úrslitum í gær átti ég ekki von á. Núna virðist vera hlé þangað til 8. mars þegar það er leikur við WBA og svo líklega seinni leikurinn gegn Olympiakos. Ef þeir vinnast ekki báðir þá gæti ég hreinlega séð fyrir mér endalokin hjá heilögum Moyes.
duff says
Ætli Moyes sé búinn að taka niður myndirnar og bikarana frá MB og AF tímunum og segja þeim að Manu sé meðalklúbbur sem ætti að þakka fyrir að vera í efri helming deildarinnar og að hafa komist jafn langt og þeir gerðu í deildarbikarnum og að titlar séu óraunhæfir?
-40 stig
Bjarni says
Það lítur út fyrir það að árangursleysi og doði í spilamennskunni undanfarna mánuði sé farið að hafa þau á áhrif á suma leikmenn að þeir hræðast að vera valdir í byrjunarliðið. Þá hafa þeir því miður ekkert að gera í liðið. Nefni engin nöfn en það sjá allir hverjir það eru nema bossinn sem virðist vera löngu farinn á taugum yfir öllu saman. Það er engin skömm að tapa leik þegar lið spilar einsog í gær en að mæta svona leiks er til skammar fyrir leikmenn af þessu kaliberi ef kaliber skyldi kalla. Leikmenn eru fyrir löngu búnir að gefast upp andlega til að klára leiktíðina, verst þykir mér að við eigum líklega eftir að horfa upp á hörmungar heimaleiki á móti City og Liverpool, lið sem hafa bullandi sjálfstraust og flott flæði í sóknarleiknum. Það var vitlaust gefið við stjóraskiptin, Sirinn er líklega sá síðasti til að viðurkenna það enda hef ég ekki skilið margar hans ákvarðanir í gegnum tíðina. Við skulum sjá til hvort Eyjólfur hressist ekki á næstu vikum, ef ekki þá verður ekki fjölmennt á Gömlu Tröð á leikjunum.
Keane says
@ úlli:
Vissulega slakur hópur sem Fergi skilaði af sér en djöfullinn hafi það ekki svo slakur að það þurfi að bæta hvert neikvæða metið á fætur öðru leik eftir leik…
Málið er einfalt, losna við Moyes strax..þá sjáum við hvort hann finni sér ekki lið við hæfi.
Moyes = dick
Keane says
Úr umfjöllun : „Kagawa og Welbeck komu inná í staðinn fyrir þá. Og þar sem Welbeck hefur margoft spilað út úr stöðu úti á kanti og er þó frekar vanur því, var hann settur í holuna og Kagawa plantað á kantinn“.
Moyes í hnotskurn…
ég held að hann viti bara ekkert hvað fótbolti er, hann sér eitthvað annað en fótboltaleik þegar hann situr þarna með þessum vonlausu „aðstoðarmönnum“…
Keane says
@ Suarez:
Karma?? veistu hvað það er?
Annars eruð þið í Liverpool ekki að fara að vinna neitt, svo mikið er víst….
Sæmundur says
Það er ekki furða að RVP hafi verið pirraður á leikskipulaginu sem var í gangi í gær þegar DM ákveður að spila 5 5 0 gegn andstæðingi sem átti að vera lakari.
Ég segi 5 5 0 því að Carrick eyddi mest af sínum tíma aftur á milli Vidic og Ferdinand eða rétt fyrir framan þá og svo voru báðir kantmennirnir okkar (Valencia & #kæmistekkiíliðiðhjáCardiff) að spila nánast inná miðjunni og bakverðirnir (sem verða seint þekktir fyrir hraða og mikil hlaup) áttu að keyra kantana.
Þetta gerði að spilið átti að fara í gegnum Carrick sem spilaði nánast sem svíper, kantmennirnir voru inná miðjunni og með Rooney og RVP dettandi aftur til að fá boltann (því ekkert kantspil var) þá voru 6 manns í holunni og allir að klóra sér í hausnum eða í rassinum (í tilfelli Cleverlís).
Horfið endilega á leikinn aftur og dæmið um hvort að þessi tilraun DM hafi heppnast ef þið viljið fleiri andvökunætur.
Karl Gardars says
Ég var á þessari skoðun og rökin myndu halda vatni ef við værum ekki að skíta ítrekað upp á þak gegn mun minni spámönnum. @ úlli:
ynwa says
@ Keane:
held að karma gæjinn hafi nú bara meinað það að þið hafið haft 20 ár til að gera grín að Liverpool og þá sérstaklega seinustu 4-5 svo ég veit ekki hvaða orð annað en karma maður ætti að nota þegar þetta snýst loksins við.
Annars vona ég nú að þetta lagist eitthvað hjá ykkur sem fyrst þó að maður geti nú haft smá gaman að þessu :p
Georg says
Úff ef liðið dettur úr CL fyrir Olympiakos þá fer ég í #MoyesOut hópinn.
Ég segi bara að sá sem ákvað að DM ætti að byrja í Júlí sé sá sem reka eigi hvort það sé hann sjálfur eða annar.
Málið er það að hæfileikarnir eru til staðar og það er sannað, hinsvegar gefst enginn tími til að spila liðið saman með nýjum áherslun fyrir tímabilið og það sést svo greinilega því leikmenn vita ekkert hvað þeir séu að spila uppá.
Ef DM vill að liðið liggji meir tilbaka eða gefi meir í crossa þá þarf að vera búið að samhæfa liðshópinn á það uppá 100% annars virkar það ekki.
Hjörtur says
Maður verður að hugleiða það, að fari svo að liðið nái ekki meistaradeildarsæti sem allt bendir til, og að DM verði áfram við stjórnvölin á næsta tímabili, þá er ég ansi hræddur um að það gangi erfiðlega að fá einhverjar stjörnur til liðsins, nema þá einhverja sem kæmu þá peningana vegna. Það er bara sorglegt að hugsa til þess að þessi aumingjans maður hafi verið fenginn til að taka við liðinu, og ef satt reynist að Ferguson hafi ráðið þar mest um, er ennþá sorglegra.
GB says
Re: möguleika Manchester United á leikmannamarkaðnum – ég held að tímabil án Meistaradeildar sé ekki að fara að koma illa í hausinn á mönnum. United hafa verið í allra fremstu röð mjög lengi, það er þörf á fleiri lélegum tímabilum áður en það telur, álít ég.
Ég er Liverpool-maður, og á meðan Hodson fékk að leika lausum hala á Anfield langað mig oft að skalla vegginn, eins og spæta. Það sem ég er að segja er að það hlakkar ekki jafn mikið í mér og menn gætu haldið.
Samt aðeins.
@ Hjörtur:
Einar Þór Óttarsson says
Ég er búin að vera ógeðslega þolinmóður út í Moyes en sú þolinmæði sprakk í gær. Þetta var svo ógeðslega lélegt að það eru ekki til orð yfir því en nú er komið að því að ég komi með þetta fræga #moyesout
Stretford FC says
Æ hvað þetta er gott á ykkur.
Nú kemur í ljós hversu margir eru alvöru stuðningsmenn liðsins.
Karl Gardars says
Áttu þá við hverjir eru sáttir við meðalmennsku og leiðinlega knattspyrnu??@ Stretford FC:
Einar B.E. says
Sannur stuðningsmaður hefur semsagt enga skoðun á liðinu og framistöðu þess.
Sannur stuðningsmaður horfir upp á eina ömurlegustu framistöðu liðsins í mörg ár og telur sjálfum sér trú í örvæntingrafullri bjartsýni að þetta hafi bara verið þokkalegt og full ástæða sé að styða Moyes í blíðu og stríðu. Aðallega þó bara stríðu.
Moyes er semsagt hafinn yfir alla gagnrýni. Sama þó viðvörunabjöllur klingi og eldar loga, þá eigum við að þegja og syngja nafn hans í blindri trú um að þetta sé allt saman á réttri leið. Hann var jú valinn af Ferguson.
Gott á okkur ‘plastic’ aðdáendurnar.
@ Stretford FC:
Suarez says
@ Keane:
Jújú, veit vel hvað karma er. Þarf að útskýra það fyrir þér?
Annars hefur þú mjög líklega rétt fyrir þér varðandi titilvonir Liverpool, en það er amk. skemmtun að horfa á það lið!
Kv. Luis
Keane says
@ Suarez:
þegiðu þá og horfðu á liðið þitt spila… vertu ekki að [ritskoðað] hér einsog smákrakki bakvið skjáinn.
Suarez says
@ Keane:
Takk fyrir góð ráð. Ég mun horfa á mitt lið og brosa (og svo þitt lið og hlæja). Og svo ætla ég að kannski að [ritskoðað] hérna aðeins inn á milli.
Piece Out!
Luis
Keane says
@ Suarez:
Það var lítið, það er örugglega öllum drullusama þó þú gerir lítið úr sjálfum þér á þessari síðu, mæli samt með því þín vegna að þú gerir það þar sem [ritskoðað] sæmir…
Meinarðu peace out…?
duff says
#MOYESIN
Haha says
[fjarlægt]
siggi utd maður says
vá, þetta varð í endann að samtali á milli tveggja vanvita, og svo bættist við einn fimm ára til að undirstrika lágkúruna. Fyrir þá Liverpool menn sem eru að koma hérna inn til að njóta vælsins í okkur United mönnum, gjöriði svo vel. Við höfum gert hið sama undanfarin tíu ár. Gott að þið fáið að prófa líka.
Að því sögðu þá verð ég að hrósa BR og hans púlurum, þeir eru að spila virkilega skemmtilegan bolta. Það gerir okkur ekki að plastic fans að við sjáum að David Moyes mun aldrei ná þessum sama skemmtilega bolta fram hjá United, hann er bara risaeðla, eins og Hodgson var hjá ´pool.
En ég er ansi hræddur um að ef ekki verði gripið til örþrifaráða fljótt hjá United, þá munum við ekki keppa um titla á meðan að öld City og Chelsea rennur í garð. Við höfum menn sem sjúga peninga útúr klúbbnum ólíkt hinna fyrrnefndu.
En það mun kannski breytast þegar einhver olíukarlinn frá Quatar vill koma og keppa við stóru strákana. Ég er alveg viss um að United mun aldrei verða eitthvað djók, verðmæti vörumerkisins er meira en það. Og kannski, mun það gerast fljótar en við höldum. Ég spái nýjum eigendum innan 4 ára. Sá hlær best sem síðast hlær.
Björn Friðgeir says
Innan marka er Liverpool mönnum svo sem alveg velkomið að koma hér inn og reyna að monta sig aðeins en menn eru beðnir um vanda orðfæri sitt.
Tók annars eftir því að „suarez“ er ekki maður til annars en að falsa póstfang sitt, sem sýnir hans innri mann, og frekari innleggjum frá honum verður því eytt.
Moyes says
Rólegir að gefa Liverpool mönnum allt credit fyrir að koma hingað með skít, við hinir hlægjum líka af þessu (chelsea, city, arsenal og meira að segja tottenham og everton menn – svo styttist í að southampton og newcastle joini party’ið)
Karl Gardars says
Góðan dag,
[ritskoðað] [fjarlægt] [ritskoðað] [ritskoðað] [fjarlægt] [fjarlægt] [fjarlægt] [ritskoðað] [fjarlægt] [ritskoðað] [fjarlægt] [fjarlægt] [fjarlægt] [fjarlægt]!!!
Hehehe
Björn Friðgeir says
Eins og sést af því sem skilið er eftir er ritskoðunin nú ekki mjög harkaleg. Argur dónaskapur er tekinn út, sem og hjá þeim sem setja inn gervinetföng.
Annars erum við nú bara nokkuð slakir.
Keane says
Afsakið dónaskapinn og leiðindin. Hitnaði óþarflega í hamsi.. að því sögðu geturðu sjálfur verið vanviti siggi utd maður.
Björn Friðgeir says
Hér er enginn vanviti [ok, afskaplega fáir, og líklega enginn af þeim sem er kallaður það] og ég biðst afsökunar á því að hafa ekki ritskoðað það.
Við getum hæglega verið ósammála um um örlög David Moyes án þess að vera vanvitar.
Beggi says
Strákar strákar strákar, slakiði á rígur á milli Liverpool Og ManU er búinn að viðhafast lengur en margir okkar hafa verið til og án hans væri sennilega enski boltinn eins og kalkúnn án fyllingar, mönnum verður heitt í hamsi, það hlakkar í mönnum yfir slæmu gengi hins liðsins osfrv…. Við poolarar ættum manna mest að muna hvernig það var/er að vera í þessari stöðu og muna hvað okkur þótti um heimsóknir á okkar síðu þegar illa gekk, vorum ekki sáttir við dónaskap þar er það ?? Því ættum við að vera með dónaskap hér þá og við vissum allir að þegar Ferguson myndi hætta þá kæmi lægð hjá ManU, en fyrir alla muni viðhöldum rígnum an þess þó að leggjast á eitthvert leikskólaplan
Auðunn Atli Sigurðsson says
Skemmtileg og góð skrif hjá þér Björn sem ég er að öllu leyti alveg sammála.
Ég vildi aldrei Moyes frá degi eitt og mitt óþol gagnvart honum grær í mér meir og meir með hverjum deginum.
Hef alls ekkert à móti þeim sem höfðu og hafa trú á honum en hef alltaf àtt í bullandi vandræðum með að skilja hvað það var og er við Moyes sem menn sáu og sjá. Ekki einu sinni Ferguson hefur getað útskýrt afhverju hann sé maðurinn.
Everton liðið undir Moyes var óspennandi miðlungslið sem maður eyddi ekki tíma í að horfa á nema þegar þeir voru að spila við United.
Þeir àttu eitt gott àr, það næsta var basl og svo koll af kolli. Spilkamennskan af gamla skólanum og ekkert sérstakt í gangi þarna.
Moyes hafði og hefur ekki gert neitt meira en menn eins og Tony Pullis eða Stóri Sam.
Allir þekktir fyrir allt annað en að spila skemmtilegan fótbolta.
Það hefur verið og verður gífurlega erfitt að sætta sig við Moyes sem stjóra liðsins en því miður er èg skít hræddur um að hann sé ekkert à förum strax.
Hann mun àn efa klára þetta tímabil og byrja það næsta.
Margir tala um að United þurfi 5-7 nýja gæða leikmenn sem er jú eitthvað til í en það væri samt ekki endanleg lækning þegar taktíkin virkar ekki.
Moyes verður að byrja á sjálfum sér og koma inn með eitthvað nýtt og lausnir.
En afhverju ætti hann að gera það núna? Hann hefur hjakkast í sama farinu og í sömu leikaðferð síðan ég man eftir honum.
Hann er gamaldags stjóri sem er ílla við breytingar.