Jæja, þetta var ömurlegt. City nær að eyðileggja hamingjudaginn fyrir okkur og sigrar United með tveimur mörkum gegn einu. James Milner (’51) og Sergio Aguero (’79) með mörkin fyrir City á meðan Kompany skoraði sjálfmark eftir skalla frá Phil Jones (’59).
Það leiðinlegasta sem ég les er þegar reynt er að kenna hinum og þessum leikmanni þegar United upplifir tapleiki og neita ég að detta í þann gír. En það er ekki hægt að neita því að maður er afskaplega svekktur með bæði mörkin sem United fengu á sig í kvöld. Fyrra markið kom eftir mislukkaða hælsendingu hjá Giggs, Barry nær boltanum og brunar fram í sókn og endar boltinn hjá Milner sem nær góðu skoti og endar boltinn í netinu. Svo er það seinna markið þegar Yaya Toure gefur boltann á Aguero sem fær frelsi til að hlaupa framhjá allri vörninni og skora þetta óþolandi flotta mark fyrir City og tryggja þeim þrjú stigin. Sérsaklega súrt þar sem liðið var búið að halda hreinu í yfir 600 mínútur. Virðist vera smá trend á þessu tímabili að fá á okkur svona mörk þar sem leikmenn hlaupa í gegnum vörnina: Bale, Vertonghen og núna Aguero.
Það hlýtur svo að vera rosalega skrítin tilfinning að vera miðjumaður fyrir Manchester United. Á miðjuna með Carrick var í dag settur hinn fjörtíu ára gamli Ryan Giggs. Það þarf varla að taka það fram hversu mikið maður dýrkar Ryan Giggs og var ég meir að segja nokkuð sáttur með hann til að byrja með í dag en þetta gengur ekki upp í 90 mínútur, sérstaklega á móti svona kaliberi af leikmönnum eins og þeir í City hafa upp á að bjóða. Persónulega hef ég alltaf viljað sjá Giggs koma inn og spila síðustu 30 mín í leikjum frekar en að byrja þá og vil ég líka sjá hann á kantinum en ekki miðjunni! Þótti mér svo leiðinlegt að sjá ekki Kagawa koma mun fyrr inn í þessum leik. Hann fékk varla 4 mínútur til að spila og var það allt allt allt allt of sein skipting hjá gamla manninum.
Leikurinn í heildina var annars ágætur. Byrjaði þrusuvel þar sem bæði lið sóttu villt og galið en svo datt hann í eðlilega gírinn þar sem lítið gerist í einhvern tíma. City voru samt alltaf einhvernveginn með tökin á leiknum í dag. United voru ekki að ná að halda boltanum vel og reyndu ítrekað að senda langar sendingar fram á Van Persie og Rooney sem gekk misvel.
Besti leikmaður United í dag?
Ég ætla að velja hinn fjallmyndarlega Phil Jones sem þið sjáið hér hægra megin (Smellið á myndina til að sjá hana stærri). Mikið held ég að Ferguson hafi gert góð kaup þegar hann ákvað að kaupa þennan dreng af Blackburn árið 2011. Það eru ekki margir tuttugu og eins árs stákar sem fá að spila svona stórleiki en hann stóð sig prýðilega allan leikinn fyrir utan Aguero hlaupið í seinni hálfleik. Hann fær nú ekki United markið skráð á sig en hann gerði vel í að ná boltanum eftir aukaspyrnu frá Van Persie og sem betur fer fór boltinn í Kompany því annars værum við eflaust brjálaðir yfir því að hafa klúðrað færinu. Drengurinn er að finna sig meir og meir með liðinu og er afskaplega erfitt að segja til um hvort hann eigi meira heima á miðjunni eða í hjarta varnarinnar.
Jæja, þetta er gott í bili. Næsti leikur United er gegn Stoke, sunnudaginn fjórtánda apríl. Ég enda þetta í dag með nokkrum tístum.
United have struggled all season with players running at their defence with the ball. Bale, Vertonghen, Aguero now. Put a tackle in!
— Red (@ThatBoyGiggsy) April 8, 2013
Hljóðsérfræðingurinn að gera góða hluti á Old Trafford #stemming #fotbolti #djöflanir
— RH Photography (@runarhi) April 8, 2013
Man United fans to City fans: 'Keep singing 6-1, keep singing 6-1, 6 games in Europe you didn't win 1'
— Now Football (@Now__Football) April 8, 2013
7 – After picking up only one PL yellow card in the whole of 2011-12, Wayne Rooney now has seven in 2012-13. Revert.
— OptaJoe (@OptaJoe) April 8, 2013
Patrice Evra with his son Lenny – looks so much like his daddy! #MUFC pic.twitter.com/RC0S1qdTFb
— Helin (@MUnitedGirl) April 8, 2013
Djöfull fíla ég Phil Jones! Framtíðarfyrirliði for sure. #djöflarnir #fotbolti
— Halldór Marteins (@halldorm) April 8, 2013
Fergus skeit með þessar skiptingar. Fyrsta skipting eftir 80 mín… #djöflarnir
— Birkir Vilhjálmsson (@birkirhrafn) April 8, 2013
Óli says
DÍSESS KRÆST hvað þetta er ömulegt, mér fannst Ferguson gera alltof vitlausar skiptingar og við áttum bara ekki hreinlega skilið að vinna, að Ferguson taki ekki Giggs útaf mun ég skilja seint og mögulega að setja Cleverley inn í staðinn, því Giggs átti varla roð í þá á miðjunni hjá shitty, hefði líka viljað sjá Nani koma inn fyrir Young og ekki taka Welbeck útaf því hann var einn af fáum að spila með viti, en í staðinn að drulla yfir liðið og skiptingarnar frekar lítum bara fram á við og einbeitum okkur af leiknum á móti Stoke og klárum þetta, nenni þessu ekki lengur!!
diddiutd says
Young var nu sidur en svo slæmur.. Jones mjög góður… Ef þið drullid yfir leikmenn eda þjálfara þá megid þid finna ykkur annað lið til að styðja eða fara sjálfir og gera betur…
Elías says
Er ég einn um það að finnast tevez rangur í fyrsta markinu?
Óli says
ég var nú ekki að segja að Young hafi verið slæmur, en það þurfti klárlega breytingu því þetta var ekki nógu gott.
Magnús Þór says
Leikmenn eru alls ekki @diddiutd, leikmenn eru ekkert hafnir yfir gagnrýni þó að þeir spili fyrir Manchester United. Verður samt að viðurkennast að þeir sem spiluðu leikinn gerðu sitt besta, leikurinn tapaðist á röngu liðsvali og rangri taktík.
Stefan says
Young átti sinn fyrsta góða leik í mjög langan tíma, að mínu mati.
Hann var hættulegur í þessum leik, sem er ekki beint hægt að segja að hann sé búinn að vera á þessari leiktíð. Vonandi fær hann meira confidence og sama með Valencia.
Hefði viljað sjá Rooney gera mun betur og réttlætanleg skipting hjá honum, Kagawa þarf að vera spila meira finnst mér..
Valtýr says
Ég hefði viljað sjá Nani byrja þennan leik í staðinn fyrir Young og Cleverley fyrir Giggs.
Síðan áttum við að fá víti þegar RvP var tekinn niður síðan verður RvP að fara raða inn mörkum.
Sindri Sigurjónsson says
Young eða Welbeck hefði átt að vera teknir útaf þegar við jöfnum leikinn. Cleverley inn á miðjuna og Rooney bara út á kantinn.
Miðjan hjá okkur var undir allan leikinn og skil ekki hvernig Ferguson gat horft framhjá því.
KristjanS says
Þetta var dapurt af hálfu okkar manna. Skelfilegt að okkar menn séu búnir að tapa back-to-back á Old Trafford gegn þeim.
Hræðileg mistök hjá Giggs í fyrsta markinu og að sama skapi magnað mark hjá Aguero, agalegt að hafa ekki komið í veg fyrir það.
Spurning hvort Tevez hafi haft áhrif á De Gea í fyrra markinu? Og að sama skapi hefði eflaust mátt dæmi hendi á Jones í jöfnunarmarkinu.
Hef smá áhyggjur af okkar mönnum. Var að vonast til að þetta yrði leikurinn þar sem þeir myndu detta í gírinn og sýna sannfærandi frammistöðu. Hafa ekki verið líkir sjálfum sér eftir að hafa dottið út gegn Real Madrid í Meistaradeildinni (missa leik í jafntefli gegn Chelsea í bikar, 1-0 sigrar gegn Reading og Sunderland, tap gegn Chelsea í bikar og tap gegn City nú).
Nú þurfa menn bara sýna sitt rétta andilt og vinna sannfærandi sigur gegn Stoke.
Er eithvað vitað með stöðuna á Vidic og Evans, hvenær von er á þeim aftur? Sem og Scholes?
Einar says
Það er með ólíkindum að við séum með 12 stiga forskot og sjö leikir eftir. Liðið er búið að klára skylduleiki sína mjög vel á þessu tímabili. Real Madrid tapið situr ennþá í öllum, það er ekkert hægt að horfa framhjá því. Liðið toppaði fyrr á tímabilinu og það virðist vera dofi og kraftleysi yfir liðinu nú í lok tímabilsins. Þetta verða ekkert auðveldir leikir það sem eftir er en þetta hefst og dollan kemur vonandi heim.
Mannskapurinn hjá Chelsea og Man City er firnasterkur…. eiginlega svakalegur. Það væri ekki slæmt fyrir Man Utd að fá eitt stykki sirka Mata eða Silva fyrir næsta tímabil. Við erum með marga fína miðjumenn og góða breidd en engan yfirburðar sóknar-miðjumann sem galdrar eitthvað leik eftir leik.
Annars er ég svo óvinsæll að láta Welbeck fara í taugarnar á mér. Duglegur og vinnusamur en ótrúlega klaufalegur fyrir framan markið… menn verða bara að nýta tíunda hvert færi sem þeir fá á þessum level. Hann hrekkur vonandi í gang fyrr eða síðar hvað það varðar.
DMS says
Mér finnst undarlegt að stilla Giggs upp á miðjunni gegn þetta sterkum miðjumönnum. Ég hefði kannski skilið það ef Ferguson hefði stillt honum upp í fimm manna miðju, en mér fannst hann ekki ná að stjórna spilinu þarna með Carrick og almennt höndlaði hraðann illa enda City með snögga og hrausta miðjumenn. Kom mér mjög á óvart að sjá ekki Kagawa koma inn á fyrr en í uppbótartíma.
Nú er bara krafan sú að næstu þrír leikir verði sigurleikir og hananú!
KáTé says
Já mér fannst nú að sigurinn hefði getað lent hjá okkur með smá heppni kannski, og ég var mis ánægður með okkar menn en við verðum að viðurkenna að Man City voru mjög góðir. En minn maður Phil Jones var að standa sig mjög vel þó svo að ég hefði verið að vonast eftir honum við hlið Carrick. En þetta er sú staða sem hann vill víst spila. En nú er bara að missa þetta ekki niður, við erum jú með 12 stiga forystu og ein 8 mörk í plús.
Hitchens says
Það sem fór mest í taugarnar á mér við þennan leik var tuðið í leikmönnum eins og Giggs og Rooney og mörgum öðrum. Vonandi fara þeir að spila fótbolta í næsta leik.
úlli says
Já undanfarnar vikur hafa nú heldur betur verið leiðinlegar. Þegar liðið var að fara að mæta Real var ég smeikur, þegar það var Chelsea var ég smeikur, þegar það var City var ég smeikur. Ekki því ég er svartsýnisseggur, heldur því þessi lið eru einfaldlega betur mönnuð.
Það er ein og aðeins ein ástæða þess að við vorum rassahári frá titlinum á síðustu leiktíð og erum að vinna deildina núna. Hún er Alex Ferguson. Það er ástæða fyrir því að leikmenn eins og John O’Shea sem fara frá ManUtd geta yfirleitt ekki rassgat. Ef t.d. Cleverley færi í sumar, ég ábyrgist það að hann myndi ekki sigra heiminn. Einhver hér minntist nýlega á að liðið væri fullt af ótrúlegum leikmönnum sem væru ekki að sýna sitt besta andlit. Málið er að ef stór hluti þessara leikmanna væri að spila hjá öðru félagi tæki ekki nokkur maður eftir þeim eða kallaði þá ótrúlega leikmenn.
Ég skora bara á menn að horfa á útileikinn gegn Real. Jú við fengum færi og komumst yfir, en hver heilvita maður sér hvort var betra fótboltaliðið í þeirri viðureign. Í leiknum gegn Chelsea töpuðum við sanngjarnt. Í dag töpuðum við sanngjarnt.
Að sjálfsögðu snýst þetta um að búa til gott lið, og það geta ekki allir verið súperstjörnur. En það vantar augljóstlega ákveðna hluti í liðið hjá okkur. Stærsta málið að mínu mati er að finna mann eins og Essien eða Yaya Toure þegar þeir voru upp á sitt besta.
Kristjan says
Er fólk vissum að það villji sjá Giggs þarna á næstu leiktíð? Held að það sé farið að kosta liðið mum meira að hafa hann þarna innan borðs en ekki. Og áhugi Giggs á að vera þarna áfram er ekki vegna þess að hann hefur langtíma hagsmuni liðsins í huga heldur eigin hagsmunni að spilla fleyri leiki up á tölfræðina og fá fleiri medalúr um hálsin þó svo að það kosti eflust einhverjar medalíur.
Utan við De Gea, Jones, Carrick, RVP var liðið slakkt. Carrick gerir auðvitað ekki mikið einn á miðri miðjunni þar sem að Giggs er ósýnilegur í því hlutverki. RVP, maður veltir því stundum fyrir sér hvort að hann þurfi að geta sent og tekið við boltanum frá sjálfum sér til að skapa meira, öllum okkar kannt mönnum virðist vera fyrir munað að gefa á hann í úrvalsfærum.
Baldur Seljan says
Gott wake up call fyrir næsta season. Erum ennþá langt því frá að vera með fullkomið lið en þetta er að þróast í rétta átt. Það þarf að styrkja liðið næsta sumar að mínu mati og fá 1-2 heimsklassa menn. Ég verð að gagnrýna Sirinn smá…….
Hvernig í andskotanum getur hann leyft sér að láta Giggs spila allar 95 mín??
Hann var flottur fyrstu 60 mín!!
Maðurinn er næstum orðinn fertugur og á slíkum vettfangi á hann ekki að fá jafn mikinn tíma í svona leik, þrátt fyrir að hann sé ein mesta GOÐSÖGN sem enska deildin hefur séð !
Nýta þessa HELVÍTIS breidd sem við höfum! Setur svo Kagawa allt of seint inn á, og er með Cleverley og Nani einnig óhreyfða á bekk??
Hversu þrjóskur er hægt að vera eiginlega?
Legg það ekki í vana minn að gagnrýna slíkan meistara en það sást líka á móti Real Madrid að Giggs var flottur fyrstu 60 mín og svo er tankurinn bara búinn….(reyndar manni færri næstu 30 mín )….
En þegar að upp koma mistök og menn eru farnir að verða þreyttir eða eiga slæman leik þá á ekki að hika við það að gera breytingar!
Eitt að lokum…. Ekki það að ég sé mjög hjátrúarfullur…. En þessi tölfræði með Audda Blö er náttúrulega eitthvað djók…. 3 heimaleikir-3 tapleikir! Sumir eiga einfaldlega bara að halda sér heima fyrir!
Cantona no 7 says
Það er stundum skrýtið að halda með Man. Utd.,en það ég hef ég gert árum saman.
Það er skrýtið að manni finnist ekki nóg að vinna „bara“ ensku deildina.
Félag eins og Man. Utd. á að vinna meira og þá er ég að tala um Meistaradeildina oftar.
Við verðum að fá ca. fjóra góða leikmenn í sumar og er ég þá að tala um sterkan varnar mann í
staðinn fyrir Vidic,tvo miðjumenn og framherja.
Sir Alex þarf að láta Vidic,Nani,Young og jafnvel Rooney fara í sumar.
Ég vi þakka fyri góða heimasíðu okkar.
Áfam Man. Utd. ALLTAF
McNissi says
@Einar
Þessi ,,Mata eða Silva“ sem þú segir að liðið þurfiað kaupa er nú þegar í liðinu. Hann heitir Shinji Kagawa! Hann hefur bara því miður ekki fengið nægan spiltíma til að sýna hvað hann getur en það breytist vonandi á næsta tímabili.
@Cantona no 7
Að heimta að fyrirliðinn okkar og stríðsmaðurinn Nemanja Vidic verði seldur er guðlast. Þessi maður myndi henda sér fyrir valtara til að koma í veg fyrir mark. Ef framherjarnir okkar væru með sama baráttuanda og Vidic þá værum við búnir að vinna fleiri af þessum stórleikjum!
Stefán Arason says
Hvernig lýst mönnum á þennan Falcao rúmor sem að er í gangi?
Er þetta bara umboðsmaðurinn að hækka verðmiðann eða er eitthvað til í þessu?
RVP-Rooney-Falcao ekki alslæmt að bjóða uppá svona framlínu.
Cantona no 7 says
til McNissi
Vidic er búinn að vera meiddur meira og minna í tvö ár það er því miður staðreynd.
Sir Alex þarf að hreinsa aðeins til fyrir nýjum fersku mönnum.
Cantona no 7 says
meiddur
Björn Friðgeir says
Bara svo það sé á hreinu:
Það er ekki *fræðilegur* möguleiki að Falcao sé að koma. Ekki séns.
Það eina sem er ólíklegra er að keyptur verði verulega sterkur miðjumaður.