United stillti svona upp í hellirigningu á Liberty Stadium:
Varamenn: Lindegaard, Anderson, Rooney, Smalling, Fabio, Kagawa, Zaha
Ferdinand og Valencia komu inn í liðið frá Góðgerðaskildinum.
Lið Swansea: Vorm; Rangel, Chico, Williams, Davies; Britton, Cañas; Dyer, Shelvey, Routledge; Michu.
Swansea byrjaði þennan leik af krafti og pressaði vel. Það var þó af öllum mönnum Phil Jones sem fékk fyrsta upplagða færið, Vorm sýndi að hann er fínn markvörður og varði í horn. Pressa Swansea skilaði þo ekki færum, þó United væri farið að draga liðið ansi aftarlega og í hraðaupphlaupum var United að skapa frekar. Van Persie skallaði fyrirgjöf Evra beint á Vorm og Giggs náði ekki að gefa á Welbeck þegar þeir voru komnir í gegn. Eftir kortér hafði Swansea verið með boltann um 2/3 hluta leiksins, en þá fór United að halda boltanum betur og byggja upp spil, Welbeck skaut á Vorm og Giggs skaut framhjá þegar boltinn barst til hans. En beint uppúr því fékk Swansea sitt beta færi, Ferdinand rann á vellinum og hleypti Routledge í skotstöðu. De Gea varði og Dyer fékk boltann en var réttilega dæmdur rangstæður.
Leikurinn hélt áfram í þessu fari. Swansea var mun meira með boltann, og sóttu meira en búast mætti við m.v. spilamennsku þeirra síðustu tvö ár. Samt var það loksins enginn annar en Robin van Persie sem braut ísinn þegar rúmur hálftími var liðinn af leik. Frábær sending frá Ryan Giggs á miðjunni inn á Van Persie sem var ekki í nógu strangri gæslu Chico Flores og skoraði með góðu skoti. Varla tveim mínútum síðar kom Danny Welbeck United í 2-0. Evra gaf fyrir, skalli Van Persie fór í varnarmenn og barst til Antonio Valencia sem sendi inn á Welbeck á markteig og hann skoraði örugglega.
Þetta var gegn gangi leiksins hvað spilamennsku varðaði en samt ekki óverðskuldað þar sem færi United höfðu verið opnari. Síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks var Swansea svo með boltann án þess að gera nokkuð.
Í hálfleik kom Bony svo inn á fyrir Swansea. Hann hafði verið í landsleik með Fílabeinsströndinni gegn Mexíkó og ekki þótt nógu ferskur fyrir heilan leik. Pabo Hernandez komi inná miðjuna og Routledge og Britton fóru útaf. Breytingar breyttu þó leikum ekki mikið, Swansea hélt boltanum og fékk fyrsta góða færið, Bony skallaði niður botann í teignum og De Gea var aðeins á undan Michu í boltann og varði í horn. Hnjaskaðist eitthvað við það en hélt áfram.
Rooney hitaði upp og þeir einu sem púuðu voru stuðningsmenn Swansea, Unitedmenn sungu honum til heiður. Hann kom svo inná fyrir Giggs þegar hálftími var eftir.
Leikurinn var svo sem ekki alltof vel leikinn af hálfu United, miðjunni hélst illa á boltanum og vörnin virkaði óörugg stöku sinnum, þó það væri meira fyrri hluta leiksins. De Gea var hins vegar öruggur aftast, og hirti bolta sem komu á hann af öryggi.
Það var mikil tilbreyting í fyrra þegar við fórum allt i einu að skora uppúr hornum og Evra var nálægt þvi að halda þeim sið áfram en Cañas skallaði frá á marklínu.
Robin van Persie tryggði endanlega sigurinn á 72. mínútu, fékk sendingu frá Rooney á miðjum vallarhelmingi Swansea, lék upp að teig, fintaði sig frá varnarmönnunum og hamraði boltanum í netið.
En það fór ekki svo að Swansea fengi ekki einhver laun erfiðisins, á 82. mínútu endaði nett spil þeirra á því að Vidic skildi Bony eftir óvaldaðan og þeir fundu hann og hann skoraði með nákvæmu skoti í fjær horn, óverjandi fyrir De Gea.
Van Persie fékk skiptingu þegar skammt var til leiksloka, Anderson kom inná. Þetta þétti miðjuna og United hélt boltanum mestan hluta þess sem eftir var af leiknum og tveim mínútum fram yfir venjulegan leiktíma kom frábær stunga frá Rooney sem splundraði vörninni. Welbeck tók vel við boltanum og vippaði glæsilega yfir Vorm.
Frábær byrjun United í deildinni, ekki alveg fullkominn leikur hjá okkar mönnum, en sýnir svo ekki verður um villst hvað við getum. Ekki spurning um að Robin van Persie var maður leiksins. Þvílíkur leikmaður
Magnús Már Ágústsson says
Guð minn góður hvað það fer í taugarnar á mér að sjá Giggs í byrjunarliðinu.. væri til í að sjá Zaha þarna frekar en gamla, var mjög sprækur á móti Wigan
jon says
Afhverju i anskotanum er zaha ekki inná ??!
hann og van persie eru okkar bestu menn í dag ? þannig er bara staðan
Max says
Það er fínt að láta Zaha koma smátt og smátt inn í liðið. Hann er ungur og það þarf að halda vel utan um hann@ Magnús Már Ágústsson:
Björn Friðgeir says
Það var nú rétt í þessari viku sem Steve Round lét hafa það eftir sér að Giggs væri besti leikmaður em hann hefði unnið með þannig þetta kemur nú ekkert of á óvart.
Zaha fær sína sénsa, hef engar áhyggjur af því
Magnús Már Ágústsson says
Getur vel verið en Giggs er orðinn gamall og það þarf heldur betur að skammta honum mínúturnar líka og það frekar enn Zaha finnst mér enda erum við að spila á móti liði sem að býr yfir þvílíkum hraða sem er eitthvað sem Giggsarinn á erfitt með að eiga við og þá sérstaklega á kantinum… en vonandi nýtist reynslan honum bara og við sjáum hann leggja eitt upp fyrir Van Persie :)@ Max:
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Ekki að hoppa af ánægju með byrjunarliðið en get allavega sagt að bekkurinn er mjög sterkur :)
Einar B says
Skíthræddur við Shelvey, hefðum átt að splæsa í jonjo í staðinn fyrir Zaha
Rakel says
Þetta er nu bara fínasta lið :) En strákar hvað er Hernandez?
Björn Friðgeir says
Hernandez er meiddur. eitthvað smávægilegt, en ekki tilbúinn.
Elvar Örn Unnþórsson says
Frábær úrslit fyrir okkar menn. Þessi mörk frá Persie voru alveg stórkostleg og síðasta markið afskaplega vel gert hjá Rooney og Welbeck. Meeeeeeeeeeeeza likes!
ásgeir says
Djöfull er ég ánægður með það að united stuðningsmenn hafi ekki púað á rooney.. reyna allt til að halda honum því ef hann verður út ferilinn þá verður hann goðsögn rétt eins og king cantona, best, scholes og giggs.
bjarki says
http://www.youtube.com/watch?v=bS9aSexBVbs fyrir þá sem gagnrýndu það að hafa Giggs í byrjunarliðinu :)
Runólfur says
Ekkert að því að starta Giggs í svona leik – þar sem planið er að vera þéttir til baka og nota skyndisóknir. Svo í sóknarleiknum þá færir Giggs sig á bakvið framherjana og gefur Evra séns á að spæna upp kantinn.
Annars eru þetta stórkostleg úrslit miðað við 0-1 og 1-1 úrslit á þessum velli síðustu tvo ár. Liðið hefur vissulega spilað betur en þessi mörk … VÁ! Finish-in voru stórkostleg, Welbeck ákvað reyndar að skíta í markinu hjá Swansea en lagaði það algjörlega þegar hann hlóð í þessa rosalegu vippu.
Það má þó ekki dvelja of lengi við þennan leik því næstu helgi kemur alvöru prófið! Móri mætir á Theater of Dreams – Djöfull er ég spenntur :)
Elvar Örn Unnþórsson says
Frábærlega gert hjá Welbeck:
http://i.minus.com/ibbwdOtcSJva7X.gif
Max says
Sammála með Giggs. Hann er ekki að fara spila 38 leiki í deildinni, við þurfum auðvitað nýjan mann á miðjuna eins og allir vita. Ég hefði líka viljað sjá Moyes nota allar skiptingarnar. Ekkert að því að fá Zaha spreyta sig á 70+ í stöðunni 3-0. Ég vona að Moyes taki ekki upp á þeim ósið hjá Fergi að vera sparsamur á skiptingar í unnum leikjum@ Magnús Már Ágústsson:
Davíð Örn Gunnarsson says
@ Max:
da
þú getur alveg búið þig undir fáar skiptingar því Everton notaði fæstar skiptingar af ölllum liðum í EPL á síðasta tímabili
Max says
@ Davíð Örn Gunnarsson: vissi það ekki. Takk fyrir infoið
jon says
getum þó allir verið sammála því að zaha verður ekki betri á bekknum
siggi utd maður says
Hversu sætt er það að Welbeck hafi sett 2 fyrir okkur í dag? Ég vil ekki vera með neinn hroka, en ég varði Fletcher á sínum tíma, og ég er búinn að vera mikill Carrick maður frá því hann var í Spurs. En trúið því, Danny Welbeck verður á pari við Thierry Henry þegar hann verður fullmótaður. Legg kippu á það.
Þessi gæji; ef hann hættir að vera með brauðlappir í teignum, þá verður þetta súperstjarna. Manchester Legend in the making.
DMS says
Það er greinilegt að Moyes hefur miklar mætur á Welbeck. Menn gleyma því oft að hann er bara 22 ára og á svo sannarlega eftir að verða betri. Við sáum hvað það tók Fletcher langan tíma að blómstra. Líka alveg frábært að vera með mann eins og hann sem hefur verið hjá sama liðinu síðan hann var smástrákur. Vonandi fær hann meira sjálfstraust núna fyrir framan markið, við vitum vel að hann getur auðveldlega komið sér í góð færi en hann hefur hingað til átt erfitt með að slútta þeim.
Hvað varðar leikinn þá fannst mér þetta fínasta spilamennska í fyrsta leik og virkilega sterk úrslit á fremur erfiðum útivelli gegn ágætlega vel spilandi liði. Leikgleðin skein ekkert frá Rooney eftir að hann kom inn á en hann gerði allavega vel. Ég held að næstu dagar verði spennandi á leikmannamarkaðnum.
Björn Friðgeir says
Var reyndar alveg sprenghlægilegt að sjá Danny Mills og Alan Shearer á MotD reyna að þakka Uncle Woy fyrir að Welbeck sé „alltí einu“ farinn að skora
Daníel Smári says
Ekki hægt að kenna Vidic um mark Swansea í dag. Tom Cleverley og Danny Welbeck áttu bara að drulla boltanum í burtu, en þess í stað reynir Welbeck einhvern klobba á Hernandez sem fer bara upp í staðinn og leggur hann á Bony.
Annars frábær úrslit í dag og vonandi náum við jákvæðum úrslitum gegn Chelsea!
juegos gratis