Þennan leik var búið að byggja rosalega upp. Fyrsti heimaleikurinn hjá Moyes og jafnframt fyrsti virkilega stóri leikurinn, reyndar er næsti leikur gegn Liverpool alltaf stærri en það er önnur saga. Margir hafa verið spá okkar liði 3.sæti og kannski neðar á meðan flestir eru á því að Chelsea vinni titilinn þar sem Mourinho er kominn aftur.
Frammistaða Chelsea hingað til í deildinni er ekki sannfærandi þó svo að þeir séu með 7 stig úr 3 leikjum. Voru stálheppnir í síðasta leik að missa ekki Ivanovic útaf og fá dæmt á sig víti og Villa menn voru skiljanlega fúlir eftir þann leik.
Liðsval Mourinho í þessum leik var stórskrýtið og augljóslega verið að spila uppá stig og kannski ná að vinna með skyndisóknum. Wayne Rooney átti mjög góðan leik í kvöld og fékk góðan stuðning áhorfenda. Spilamennska okkar manna var á tíðum mjög slök og hefur Carrick oft (eiginlega alltaf) spilað betur en í kvöld. Danny Welbeck náði engan veginn að fylgja eftir stórleik gegn Swansea í fyrstu umferð, en til að vera sanngjarn þá spilaði hann á kantinum en ekki jafn framarlega og síðast. Hann fékk þó færi og fór ekki vel með þau. Vörnin var mjög sannfærandi og eina sem ég hef uppá hana að klaga var að Jones er ekki sóknarbakvörður og því var hægri vængurinn frekar dapur. Robin van Persie fékk ekki úr miklu að moða í kvöld en átti samt ágæta marktilraun í fyrri hálfleik. Engin mörk voru skoruð í kvöld og ef annað hvort liðið var líklegra þá var það allan tímann Manchester United.
Dómir leiksins Martin Atkinson var jafn lélegur og maður bjóst við fyrir fram en það virðist vera samantekið ráð að dæma aldrei hendi á Chelsea á þessari leiktíð. John Terry komst upp með gegn Aston Villa eins og hann gerði alltaf í gamla daga. Ashley Cole í fyrri hálfleiknum í kvöld og loks átti Atkinson að dæma víti á Frank Lampard það sem hann setti hendina klárlega viljandi í boltann fyrir innan teig. Svo er spurning hvort Ashley Cole hefði ekki átt að fá gult spjald fyrir leikaraskap sem ekki einu sinni Luis Suarez eða Gareth Bale hefðu reynt.
Chelsea liðið var gjörsamlega bitlaust og frammistaða okkur manna sýndi það að virkilega vantar flottan mann á miðjuna með Carrick, sá maður er einfaldlega ekki í okkar röðum eins og er. Mezut Özil er ekki það sem okkur vantar en hann væri samt velkominn að því gefnu að miðjumaður verði einnig keyptur.
Wayne Rooney var algjörlega maður leiksins og eiginlega enginn annar sem kemur í hugann fyrir utan Ferdinand og Vidic sem eru sameiginlega í 2-3 sæti. Ég vil meina miðað þessa frammistöðu í kvöld og leik City gegn Cardiff í gær að þá eigum miklu jafnari sjens í titilinn en menn bjuggust við.
Næsti leikur er svo útileikur gegn Liverpool. David Moyes hefur aldrei unnið útileik gegn stóru liðunum (eða Liverpool), en hann hefur aldrei stjórnað liði eins og Manchester United gegn þeim heldur.
jonny says
hvar í fjandanum er ZAHA ??!! hann er maðurinn sem á að koma á bekknum og sprengja þetta upp
djöfull fer þetta i minu finar moyes girtu þig
Ingi Rúnar says
Dómarinn hlítur að fá bann/hvíld eftir að hafa sleppt vítinu. Annars var bara eitt lið að reyna að vinna leikinn í kvöld.
Max says
Okey nokkur atriði úr þessum leik:
1. Fannst Rooney vera virkilega góður, vinnusamur og lagði allt í þetta. Mjög sáttur við hans framlag
2. Ég var sáttur með jafntefli. Hefði auðvitað viljað vinna sérstaklega með þetta víti og almennt um spilamennsku liðsins. Þetta er samt fyrsti stóri leikur Moyes þannig að jafntefli á heimavelli gegn liðinu sem mér amk þótti sigurstranglegast fyrir mót er í lagi.
3. Chelsea er frábærir varnarlega og það vantaði bara herslumuninn hjá okkur að í þetta sinn
4. #25 er kominn aftur, átti flottan leik og náði að halda Hazard niðri allan leikinn.
sammála-ósammála?
Erlingur says
@ Max:
Já ég er mikið til sammála þessu. Skil t.d. ekki einkunnagjöfina hjá goal.com að Valencia hafi verið verstur inná vellinum? Hann var sannarlega ekkert verri en þessi De Bryne hjá chelski eða Schurrle?
Hann átti lipra spretti, vantaði soldið upp á loka tochið, jú vissulega voru sendingafeilar áberandi, en mér sýndist það vera mjög mikið hjá báðum liðum. :/
Heilt yfir fannst mér United eiga að ná 1-0 sigri verðskuldað.
Einar Tönsberg says
Þetta var fínt… mikilvægt að tapa ekki. Spiluðu vel. Vidic – vá hvað er gott að hafa hann ómeiddan. Rooney var vinnusamur og frábær. Welbeck var með bestu færin en næstum því gaf mark með klaufaskap, mikið var ég að vona að hann væri dottinn í gírinn eftir síðasta leik. Mata var á bekknum, hvað er nú það? Og svo virðumst við hafa gert tilboð i Bale?
Max says
@ Erlingur: það virðast vera skiptar skoðanir um Valencia. Hjá Sky fær hann 7. Held að hann gjaldi fyrir það að vera með Jones með sér sem er ekki besti sóknarbakvörðurinn….. hlakka til að fá Rafael aftur
DMS says
Ég verð að viðurkenna að attitude Rooney og vinnusemi hans kom mér pínu á óvart. Hann sýndi allavega fagmennsku miðað við það sem á undan er gengið í sumar. Hann fékk flottan stuðning áhorfenda og virtist tvíeflast við það.
Nú virðist Mourinho vera að lúffa varðandi Rooney. Hvort þetta sé enn ein taktíkin hjá honum til að reyna að þrýsta á Rooney og láta hann sjá að nú sé síðasti séns að láta hlutina gerast fyrir lokun gluggans…og mögulega kreista út úr honum formlegt transfer request.
Hinsvegar hef ég á tilfinningunni að Rooney sé að ná áttum aftur. Hann átti allavega fínan leik í kvöld. Ég set samt spurningamerki við taktík Mourinho. Kannski gekk hún upp, ég veit það ekki. En ég fékk á tilfinninguna að Chelsea væru yfir þegar um 10-15 mínútur voru eftir af leiknum, þeir spiluðu þannig. Voru greinilega að verja stigið frekar en að sækja þau öll.
Hvað varðar kaup hjá okkar mönnum, þá ætla ég að tippa á að Fellaini verði kynntur fyrir lok vikunnar eftir að hafa farið fram á sölu á lokametrunum. Önnur kaup verða að bíða betri tíma. En eins og staðan er í dag þá tæki ég Fellaini fagnandi.
DJP says
Er bara nokkuð sáttur við þennan leik, hefði verið skemmtilegt að næla í stigin þrjú en verð að hrósa Chelsea fyrir frábæran og agaðan varnarleik. Virkilega erfiðir að brjóta þá niður og þeir vörðu stigið allan leikin. Vörnin var frábær og De Gea hrikalega solid fyrir aftan. Gamli góði Valencia mættur aftur og ánægjulegt að sjá Rooney koma til baka með svona frammistöðu. Vantaði bara þessa síðustu sendingu og þá hefðum við klárað þennan leik. Verð að vera ósammála með Carrick, stoppaði margar sóknir og átti varla feilsendingu. Cleverly einnig flottur og ekkert smá vinnusamur við hliðin á Carrick, þó væri frábært að fá mann eins og Özil og nota Cleverly þá sem varaskeifu fyrir þá tvo. Engu að síður frábær leikmaður hann Cleverly og klárlega framtíðar miðjumaður United.
Hef bullandi trú á okkur mönnum þetta tímabilið!
GGMU
Almar Enok Ólafsson says
Virkilega bragðdaufur leikur sem hvorugt liðið vildi tapa það sást greinilega. Annars fannst mér Rooney mjög góður ásamt Carrick á miðjunni og vörnin var rock solid og De Gea var með allt á hreinu. Chelsea ógnaði markinu aldrei nema með langskotum sem De Gea las í gær, smá hugmyndaleysi í sóknarleiknum og Valencia er því miður alltof hikandi þegar við breakum á andstæðinga, annars átti hann mjög góðan leik varnarlega spurning um að nota hann bara í bakverði á móti Liverpool ef Rafael verður ekki orðinn klár. En persónulega hefði ég tekið þetta stig fyrir leik, mjög sáttur bara með að tapa honum ekki en eins og ég sagði hér áður að þá vildi hvorugt liðið tapa og það gerði leikinn hægan og frekar tíðindalítinn. Annars verðum við bara líta björtum augum fram á veginn og við eigum líklega okkar erfiðasta útileik í næstu umferð, vill þá sjá sömu vörn en aðeins meiri greddu fram á við.
GGMU
siggi utd maður says
Ég verð líka að vera ósammála með Carrick, ég náði bara seinni hálfleiknum, en var allan tímann að dást að því hvað hann er stórkostlegur leikmaður.
Rooney sýndi mikla fagmennsku í þessum leik. Þó hann sé eigingjarn apaheili, þá er hann samt United Legend. Hefði viljað sjá hann renna honum á V. Persie samt þegar hann reyndi langskotið.
Runólfur says
Vill benda mönnum á að útileikurinn gegn Swansea í fyrra fór 1-1 og heimaleikurinn gegn Chelsea 0-1. Held að allir hérna hefðu tekið 4 stigum fagnandi út úr þessum fyrstu tveimur leikjum – og líklega 5 stigum úr fyrstu þremur. Væri samt roooosalega sætt að sjá Moyes fagnandi í leikslok á móti Liverpool!
úlli says
Jafntefli í raun sanngjarnt því við náðum aldrei að ógna þeim neitt að ráði, vantaði smá bit. Chelsea vantar auðvitað alvarlega framherja, byrjuðu ekki með neinn slíkan, og svo er gæðadrengurinn Torres bara orðinn sorglegur. Finn til með honum.
Annars er ég mun bjartsýnni eftir þennan leik á tímabilið. Við erum alveg á pari við Chelsea. Frábært að sjá Vidic og Ferdinand, og mér finnst Moyes svalur. Ég vona bara innilega að það sjái allir hversu mikið glapræði það væri að selja Rooney til Chelsea. Án hans getum við gleymt því að vinna þessa deild. Að mínu mati þarf bara einhvern veginn að halda honum ánægðum þarna í 1-2 ár. Mér er sama þó hann fari þá frítt til Real Madrid eða eitthvað og get bara skilið hann mjög vel að vilja slíka lífsreynslu. En í dag verður hann ekki metinn til fjár hjá okkur, og að selja hann til Chelsea væri glapræði sem við gætum átt eftir að sjá eftir lengi. Það væri bara eins og þegar Cantona kom til okkar frá Leeds.
DMS says
Jæja, Fellaini kaupin loksins að ganga í gegn skv. Allistair Ferguson hjá Sky Sports.
http://www.433.is/frettir/england/manchester-united-sagt-hafa-samid-um-kaupverdid-a-fellaini/
Þeir menn sem hafa gagnrýnt þessi hugsanlegu kaup á Everton manninum ættu að rifja upp að þessi maður kafsigldi okkur í fyrra. Í næsta leik liðanna neyddist Ferguson til að gefa Phil Jones aðeins eitt hlutverk, að elta Fellaini og dekka hann allan leikinn til að stöðva hann. Ég hugsa samt að við munum nota hann meira sem holding midfielder frekar en sóknarsinnaðan. Engu að síður er gott að vita að hann getur auðveldlega hoppað í sóknina og hann er virkilega seigur í teignum með krullurnar sínar að stanga háu boltana í netið.
Fyrir mína parta er ég vel sáttur að fara inn í tímabilið með þennan hóp plús Fellaini. Ég væri enn sáttari ef þessar Özil sögusagnir væru sannar og sá díll myndi líka detta í gegn á lokametrunum, á þó ekki beint von á því.
Björn Friðgeir says
Er þessi Ferguson eittthvað til að treysta á? Var að reyna að rifja upp síðustu ‘staðfestu’ frétt sem hann þóttist vera með, vegna þess mig minnir það hafi ekki gerst.
Ætti þá að koma í ljós í dag.
úlli says
Var Ferguson eitthvað sýndur í stúkunni í leiknum gegn Chelsea? Ef svo er, er einhver með link á gif sem sýnir hann?
úlli says
Hann var víst ekki þar út af þessari mjaðmaaðger.
DMS says
Nú er slúðrið á fullu. Gat ekki annað en brosað út í annað þegar ég las þetta.
http://www.433.is/frettir/england/chicharito-ordadur-vid-tottenham/
„Talið er að United sé tilbúið að selja framherjann frá Mexíkó fyrir 15 milljónir punda en Tottenham finnst það of hátt verð.“
Í alvöru Tottenham? 15m punda of hátt verð fyrir Javier Hernandez? Er það ekki pínu off? Ef að þeir sjálfir væru að selja hann þá væri hann sennilega verðlagður á 30m punda.
Ekki það að ég vilji selja kauða, að sjálfsögðu á að halda þessum snillingi hjá okkur áfram og ég geri ráð fyrir að þetta sé bara bull.
Björn Friðgeir says
15 milljónir fyrir Hernandez er auðvitað bara verulega slæmur brandari!
Talandi um Baines þá er einn besti vinstri bakk allra tíma hjá United á því að við eigum að kaupa hann: http://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/football-news/albison-leighton-baines-would-perfect-5800503