Þessum leik var beðið með mikilli eftirvæntingu vægast sagt. Það er líklega enginn Manchester United maður jafn dáður og Ryan Giggs. Maðurinn er goðsögn og er lifandi dæmi um allt það sem Manchester United stendur fyrir. Á blaðamannafundinum í gær talaði hann mikið um að láta liðið leika meira eins og United á að gera. Hann var líka ekki lengi að sækja Paul Scholes í þjálfarateymið og það gladdi alla stuðningsmenn.
Giggs var ekkert að hafa þetta flókið í dag. Hann stillti upp í 4-4-2 og var vörnin skipuð af þeim Phil Jones, Nemanja Vidic, Rio Ferdinand og Patrice Evra. Það er ekki hægt að segja að þeir félagar hafi haft mikið að gera í leiknum og þegar eitthvað gerðist þá sjaldan sem það gerðist þá var David de Gea traustur að vanda. Miðjuspilinu var stjórnað af Michael Carrick sem hafði Tom Cleverley sér við hlið en Giggs ákvað að gefa honum sjensinn í dag. Michael Carrick var betri en hann hafði verið lengi en mikið vantar honum almennilegan valkost sér við hlið því Tom Cleverley er því miður nokkrum númerum of lítill. Hann hefur staðið í stað á meðan Danny Welbeck hefur vaxið mikið. Antonio Valencia var líklega að spila sinn besta leik í langan tíma og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Shinji Kagawa lék vinstra megin en sótti reyndar mikið inná völlinn og átti fínan leik. Sóknin var skipuð þeim félögum Wayne Rooney og Danny ‚Dat Guy‘ Welbeck. Rooney var í fantaformi í dag og Welbeck líflegur og er með þann hraða sem er svo nauðsynlegur fyrir þetta lið.
Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað verður að segjast en liðið hélt boltanum mjög vel en skapaði fá færi og sennilega verið einhver spenna í liðinu og það skiljanlega. Norwich átti engin færi né neinar marktilraunir í fyrri hálfleik þannig að de Gea fylgdist bara með leiknum eins og við aðdáendurnir. Það var svo loks á 41.mínútu að United fékk dæmda einu augljósustu vítaspyrnu sem pistlahöfundur hefur séð þegar Stephen Whittaker togaði Danny Welbeck niður þegar sá síðarnefndi var kominn í dauðafæri eftir að bolti frá Phil Jones lak í gegnum mannþvöguna í vítateig Norwich. Whittaker slapp á einhvern ótrúlega hátt við rautt spjald en hann var aftasti varnarmaður og rændi sóknarmann upplögðu marktækifæri. Wayne Rooney steig á punktinn og skoraði örugglega og var leikmönnum augljóslega létt. Staðan í hálfleik var Manchester United 1 Norwich City 0.
Það var greinilegt að Giggs hafði ekki verið alveg sáttur við spilamennsku sinna manna í fyrri hálfeik því liðið var miklu beittara í seinni hálfleik og það tók Wayne Rooney ekki langan tíma að auka forystuna í 2-0. Hann laglegt skot fyrir utan teig og rann í skotinu en það kom alls ekki að sök. Fyrsta skipting leiksins kom á 59.mínútu en þá kom Juan Mata inná fyrir Danny Welbeck. Það má segja að það hafi verið rétt ákvörðun hjá stjóranum því það tók Mata ekki langan tíma að skora eftir laglega fyrirgjöf frá Phil Jones. 10 mínútum síðar var Mata aftur búinn að skora en hann skallaði fyrirgjöf/skot frá Antonio Valencia í fjærhornið og staðan var því 4-0 og var leikurinn búinn. Javier Hernandez fékk frábært tækifæri einn á móti Ruddy í Norwich markinu en setti boltann framhjá á ótrúlegan hátt.
Ég veit að Norwich er langt frá því að vera nokkur mælikvarði á getu United en það var eitthvað við spilamennskuna í seinni hálfleik sem hefur ekki sést lengi á Old Trafford. Það var ákefðin og ástríðan sem Giggs vildi sjá en líka leikgleði og hungur. Liðið var aldrei satt þrátt fyrir að vera 2,3 eða fjórum mörkum yfir. Það má vera að pressan sé farin af liðinu en ég held að það sé ekki eina ástæðan. Leikmennirnir vildu spila fyrir Giggs og vildu einnig spila fyrir hvern annan. Ég er kannski tilfinningasamur og má það vera en ég vil hreinlega að Giggs fái næsta tímabil til að sýna hvað hann getur. Alls ekki að sætta sig við van Gaal sem er 4. eða 5. val.
Að lokum menn leiksins:
Siggi says
Átti ekki von á þessu liði.
Báðir miðverðirnir sem verða líklega ekki þarna á næsta tímabili. Jones í hægri bakverði og Mata á bekknum. Það góða við þetta er að Norwitch vantar hraða en það eiga þeir sameiginlegt með varnarlínu liðsins í dag.
Björn says
Ekkert sem kemur á óvart tharna stillir bara upp sínu sterkasta byrjunarlidi… Synir líka kannski eitt af thví versta vid Moyes ad Fellaini kemst ekki í hóp, Mata á bekkinn og Januzaj (sem ég er btw mjög hrifinn af eins og allir adrir Utd menn) er loksins ekki tekinn fram yfir betri leikmenn.
Krummi says
Gaman að sjá hvað skiptingarnar komu snemma í seinni hálfleik. Leikmenn tíma til að gera eitthvað
Krummi says
leikmenn fengu*
Ingvar says
Giggs for the long run!
Hjörtur says
Hálfleikarnir eins og svart og hvítt. Fyrri hálfleikur ömurlegur á að horfa, jú boltinn gekk vel á milli manna, en endahnútinn vantaði á þetta eins og endranær, og fyrsta skot að marki hafi ekki komið fyrr en á fertugustu mín. en þá átti Valencia hörku skot sem markmaður ver, og svo fúm við þessa vítaspyrnu sem var réttmæt. Menn virkuðu bara þungir og latir í fyrri hálfleik, hljóta að hafa fengið ærlegt spark í rassgatið í hálfleik, því það var allt annað lið í seinni hálfleik, og ekki skemmdi heldur skiptingar hjá Giggsaranu. En góður sigur í fyrsta leik hjá Giggs, vonandi áframhald á því.
Bósi says
Vinsamlegast taka tilitil stjora skiptana og öllu þess sem hefur gengið á síðastliðna viku innan herbúðum United.
Fyrir mér, eftir smá aðlögunar tíma, var eitthvað sem klikkaði a goðan hatt. Giggsy að peppa liðið upp a blaðamanna fundi, Butt og Scholes a hliðarlinunni, 4-0 sigur, crowdið on its feet.
Allaveganna var min tilfining sú að þegar Giggsy labbaði i gegnum gönginn og fekk þessar mottokur sem han fekk leið mer einsog eg væri partur af einhverju miklu stærra en fotbolta felagi. Og eftir að hafa fylgst með honum sem leikmanni alla mina ævi (26 ára), og sja hann svo labba inn sem stjora með þessa aðstoðar menn, það „summeræsaði“ allt upp.
Thats what united is about….
sjaum hvernig restin fer, ef það verður i likingu við þetta. Þá segi ég með bros á vör að 92′ eigi að taka við keflinu.
#guardiolagatþaðþágeturgiggsþað
Guðjón Ingi Eiríksson says
Þrátt fyrir þennan stórsigur á Norwich; liði sem hreyfði sig varla, þá er augljóst að það vantar slatta af klassaleikmönnum í United svo það geti farið að berjast um toppsætið heima fyrir á ný. Þarna eru alltof margir sem eru hreint út sagt frekar slakir knattspyrnumenn s.s. Cleverley, Valencia og Young, auk þess sem stór hluti varnarlínunnar er á leiðinni annað.
DMS says
Þetta Norwich lið lét Liverpool virkilega hafa fyrir hlutunum í síðasta leik og ég bjóst alls ekki við auðveldum leik gegn þeim.
Giggs talaði um að í hálfleik hefðu þeir rætt um að hraða spilinu meira, hækka tempóið og leikmennirnir hafi svarað því tilkalli. Skiptingin á Mata hjálpaði líka til. Við vitum allir að Giggs mun verða stjóri Man Utd til frambúðar, bara spurning um hvenær. Mig grunar þó að Louis Van Gaal komi í sumar og verði með liðið í 2-3 ár og Giggs taki svo við keflinu.
Mér fannst samt eitthvað vera við liðið og stemminguna á vellinum í dag, einhver jákvæðni og trú sem hefur svo sannarlega vantað upp á síðkastið. Vonandi heldur þetta áfram. Giggs nýtur virðingar leikmanna, blaðamanna og stuðningsmanna. Ég held það hjálpi líka til. Umfjöllunin í blöðunum um þetta er líka jákvæð. Að byrja vel getur líka skipt máli upp á áframhaldandi momentum og sjálfstraust.
En hrikalega finnst mér vanta G. Neville til að fullkomna þetta þjálfaralið okkar. Það er gaman að sjá þessi legend á bekknum samt, Scholes og Butt mættir. Finnst það mun skemmtilegri tilhugsun heldur en Steve Round og co.
Atli says
Hvað var samt Steve Round að gera þarna í dag? Var hann ekki látin fjúka ásamt Moyes?
Ingvar says
@ Atli:
Hvar sást þú hann? Uppí stúku? Held reyndar að þú sért að villast á honum og Chris Woods, sem er markmannsþjálfarinn okkar, allavega út tímabilið.
Best says
Já sem mjög gamall Man Utd aðdáandi, þá fannst mér margt jákvætt við þennann leik, þá var það helst gleðin í leikmönnum, sem heillaði mig. Horfum björtum augum á framtíðina, áfram Man-Utd :).
Karl Garðars says
Já þetta var rómantík fyrir allan peninginn! Giggsy stóð við sitt og fóturinn var ekkert tekinn af gjöfinni fyrr en sú feita hafði gaulað.
Það er draumi líkast þegar uppáhaldsleikmaðurinn manns, goðsögn í lifanda lífi, sigursælasti og besti liðsmaður seinni tíma tekur við taumunum og allt gengur upp. Mér fannst skiptingarnar mjög áhugaverðar í gær og tímasetningarnar þá sérstaklega. Sofandi sauðurinn Moyes hefði mátt taka sér þetta til fyrirmyndar.
Hvort að Giggsy sé tilbúinn eða ekki ætla ég ekki að debatera um en spurningin er hvort að takandi sé sénsinn á því eftir hörmungar síðasta árs. Í brjósti hans slær United hjarta og það mun alltaf vera þannig, þess vegna er möguleiki á að hann myndi njóta góðs af að stýra öðru liði áður en hann tekur seinna meir við United.
Ég er helst á því að semja eigi við Van Gaal til 3 ára með því skilyrði að Giggsy yrði í þjálfarateyminu og þá helst aðstoðarknattspyrnustjóri.
Með Van Gaal fengist gríðarleg reynsla og agi sem var ekki til staðar hjá DM og Giggsy myndi njóta mjög góðs af því að vinna með einum af topp managerum og reynsluboltum samtímans. Við myndum einnig fá nýjar skemmtilegar víddir inn í liðið og gríðarlega reynslu af leikmannaviðskiptum auk þekkingar á öðrum deildum sbr. Þeirri þýsku. Það veitir einmitt ekkert af því nú þegar liðið stendur á tímamótum og mikil nýliðun þarf að eiga sér stað. Woodward er ekki að höndla verkefnið lets face it.
Van Gaal er líka harðfullorðinn þverhaus sem veit hvað hann er að gera og við erum ekki ókunnugir þeirri týpunni á OT :)
Elvar says
Það var annar bragur á liðinu í dag en hefur verið í vetur, jafnvel þó liðið hafi upp á síðkastið verið að klára þessa minni spámenn með þrem eða fjórum mörkum fannst mér meira leikgleði og stemmning í hópnum en kannski er það eitthvað sem ég er að ímynda mér. Guðjón Ingi langar að beina þessari að þér en ég hef undanfarið verið að sjá marga telja Valencia vera í flokki „lélegu leikmanna United“. Mér finnst hann oftast nær skila sínu er hrikalega duglegur góður varnarlega, nautsterkur. Það er því miður ekki að hægt að 11 stórstjórnur, mikilvægt að vera líka með svona team players.