Það er ekkert sem United-stuðningsmenn hata meira en að tapa gegn Liverpool. Til þess að nudda salti í sárin fleytti þetta tap Liverpool á toppinn fyrir landsleikjahlé sem mun virka eins og vítamínsprauta á sjálfstraust þeirra. Ég var verulega pirraður eftir leikinn og ákvað því að bíða með þessa leikskýrslu til þess að koma í veg fyrir að ég myndi skrifa einhverja knee-jerk færslu.
Liðinu var stillt upp svona
De Gea
Jones Ferdinand Vidic Evra
Cleverley Carrick
Young Giggs Welbeck
RvP
Á bekknum sátu: Lindegaard, Nani, Valencia, Buttner, Smalling og Hernandez
Ef við horfum yfir leikinn er óhætt að segja að United-hafi verið ívið sterkari aðilinn. Þeir voru meira með boltann og ógnuðu meira. Liverpool skoraði þó snemma sem þýddi að þeir gátu leyft sér að liggja til baka. Miðjumenn og sóknarmenn Liverpool voru einstaklega duglegir við að loka svæðum sem gerði það að verkum að það var erfitt fyrir okkar menn að ná takti. Van Persie var algjörlega einangraður frammi og fékk enga þjónustu. Miðjumenn okkar voru alltof djúpir og það var gríðarlegt bil á milli sóknar og miðju. Þéttleiki Liverpool gerði þetta að verkum og við náðum aldrei að opna Liverpool að einhverju ráði. Liverpool náði heldur aldrei að opna vörn okkar en markið sem kom snemma eftir röð varnarmistaka skildi liðin að.
Það er í raun rannsóknarefni afhverju United-liðið mætir alltaf á Anfield með hjartað í buxunum, þetta var svona undir Ferguson og virðist ætla að halda áfram undir Moyes. Menn virðast vera skíthræddir við þetta Liverpool-lið á Anfield sem er mjög sérstakt, sérstaklega núna. Þrátt fyrir að vera á toppnum núna verða menn að viðurkenna, ef maður horfir á mannskapinn í liðunum að með öllu jöfnu ættum við að taka þetta lið. En hugarástandið er 50% af leiknum og Liverpool-menn voru tilbúnari í þennan leik og nýttu sitt færi. Það skildi liðin að. Það er ennþá of snemmt að dæma Moyes, það eru bara þrír leikir búnir af tímabilinu og nóg eftir. Menn verða að nýta þennan leik sem spark í rassinn og áminningu um það að þó liðið heiti Manchester United er ekkert gefins. David Moyes, þú ert í djúpu lauginni og það mun enginn henda til þín björgunarkút. Þú þarft að redda þér sjálfur. Þú hefur ekki mikinn tíma til þess að læra að synda.
Þó maður sé auðvitað hundfúll með þetta tap er þetta þó auðvitað ekki heimsendir. Það er ekki eins og deildin sé búin hjá okkur, síðustu 5 ár höfum við fengið samtals 3 stig á Anfield. Það eru 35 leikir eftir af tímabilinu og þegar þeir eru búnir er það öruggt að Liverpool mun vera fyrir neðan okkur í töflunni.
Þessi leikur hlýtur að hafa leitt menn endanlega til þess að sjá að það þarf að eitthvað að hrista upp í þessum mannskap. Við verðum að fá nýtt blóð á miðjuna. Við þurfum einhverja innspýtingu, annars grípa hin liðin tækifærið og fara fram úr okkur. Á morgun lokar félagsskiptaglugginn. David Moyes og Ed Woodward, þið eigið leik.
Á morgun munum við fylgjast grannt með gangi mála fyrir lok gluggans og færa ykkur allar fréttir sem tengjast United. Vonum að menn geri eitthvað á morgun og bæti í hópinn.
Jón Gunnar says
Vona að Giggs verði maður leiksins því ég segi þetta en mér persónulega finnst að valencia, kagawa, nani eða zaha eigi allir að vera þarna í staðinn.
Sigursteinn Atli Ólafsson says
Er einhver skýring afhverju Zaha er ekki í hóp ? ( Meiddur eða eitthvað í þá áttina )
Karl Garðars says
Ég get að vissu leiti skilið að hann setji Giggs inn reynslunnar vegna en því miður skil ég engan veginn Young/valencia skiptin. Ég tek jaxlinn fram yfir tuskudúkkuna allan daginn og Nani eða Zaha finnst mér eiga meira erindi inn en Young.
Kristjans says
Er eitthvað vitað um Zaha eða Kagawa?
Hefði viljað sjá Kagawa í XI í stað Rooney en amk í hóp. Væri gaman að sjá hann fara í gang!
DMS says
Miðað við fyrri hálfleikinn þá finnst mér Giggs, Young og Cleverley alveg mega detta á bekkinn. Ég vil sjá Kagawa inn á! Ég meika stundum ekki að horfa á Ashley Young, finnst hann vera allt of léttur og tapar boltanum auðveldlega ef hann er í close-up baráttu með varnarmann sem setur pressu á bakið á honum. Það var nákvæmlega það sem gerðist þegar hann tapaði boltanum í aðdraganda marksins hjá Liverpool og þeir skoruðu úr hornspyrnunni í kjölfarið.
Robin van Persie er orðinn pirraður á að fá ekki boltann og lætur varnarmenn Liverpool fara í taugarnar á sér, þeir gera í því að reyna að ná honum upp nú þegar hann er kominn á gult spjald.
Nú mun reyna á Moyes. Giggs búinn að vera arfaslakur að mínu mati, lélegar sendingar. Hugmyndasnauðir í sókninni og finnum ekki Robin van Persie í lappirnar. Ég veit ekki með ykkur en ég hefði alveg verið til í að vera búinn að klára þennan fjandans Fellaini díl og stilla honum upp á miðjunni með Carrick. Við söknum líka Rooney, krafturinn sem bjó í honum í leiknum gegn Chelsea væri vel þeginn í leik eins og þessum.
Free Shinji….koma svo!
Heiðar says
Þetta er einstaklega dapurt þó svo að það hafi komið nokkrir hálfsénsar á að jafna. Liverpool hafa reyndar ekkert verið að hóta því að auka forskotið. Tek undir með síðasta ræðumanni varðandi hugmyndasnauð í sóknarleiknum. Maður tekur eftir því þegar að menn eru farnir að snúa við með boltann í sífellu og senda til baka þá er eitthvað í ólagi. Það er enginn af miðjumönnunum sem getur búið til eitthvað úr engu en þannig leikmenn er nauðsynlegt að hafa í leik sem þessum þegar að lítið er um sénsa. Welbeck hefur ekki verið að heilla mig, klaufskur með eindæmum. Væri til í að sjá Nani í seinnihálfleik, jafnvel þó að það séu ekki nema ca 20% líkur á að hann muni geta eitthvað þá er það áhættunar virði.
Magnús Már Ágústsson says
Hefur alltaf fundist kaupin á Ashley Young vera gjörsamlega tilgangslaus og nú sýnir hann það enn og aftur.. skil ekki af hverju í ósköpunum maðurinn er að gera breytingar á liðinu frá chelsea leiknum við stjórnuðum þeim leik allgjörlega og giggs á bara því miður ekki erindi í svona leiki lengur.
Zaha, Nani, Valencia og Kagawa eru allt menn sem eiga að vera inná í þessum leik frekar en giggs og young… ef maður vill spila giggs í svona leik þá er það á miðri miðjunni en alls ekki á kantinum enda hafa kantararnir okkar verið arfaslakir í leiknum.
Heiðar says
Jæja, seinni hálfleikur var að mestu sami grautur í sömu skál. Okkar lið gerði hreinlega ekki nóg, áfram komu nokkrir hálfsénsar og sá besti vafalaust þegar að van Persie fékk færi á 87 mínútu. Endursýningin sýndi þó að færið var það þröngt að líklega hefði Mignolet alltaf varið ef van Persie hefði hitt rammann. Þrátt fyrir að þetta hafi verið dapurt þá get ég nú ekki hrósað þessu Liverpool liði sérstaklega, nema þá fyrir góðan varnarleik. Ég byrjaði að horfa á 9 mínútu og þetta skot frá Raheem Sterling í blálokin var í eina skiptið sem mér mögulega datt í hug að poolarar myndu bæta við marki. Gersamlega geldir fram á við og greinilegt að Brendan Rogers er hættur með Swansea leikstílinn. Þetta skilar þó árangri og því þurfa hin liðin að mæta. United saknaði vissulega Rooney og þá tel ég að Kagawa hefði átt drjúgt erindi í þennan leik. Að lokum ein pæling: United fékk urmul af föstum leikatriðum til að moða úr í leiknum. Flestar spyrnurnar rötuðu lengst á fjærstöng og þar var enginn. Af hverju í ósköpunum fer enginn á fjærstöng þegar að spyrna eftir spyrna er send þangað?? Þetta þarf að laga á æfingarsvæðinu.
Númi says
Moyes er allt of ragur, velur alltaf „safe“ kostina sem einfaldlega virkar ekki. Þorir ekki að prófa neitt til að reyna að vinna þessa leiki. Verður bara að hætta stressinu og finna eistun á sér.
Kristjans says
Ætli Ashley Young fái skráð stoðsendingu fyrir sinn þátt í marki Liverpool?
Sammála öllum hér að ofan. Merkilegt hvað það kemur ekkert út úr föstum leikatriðum og hornspyrnur hjá okkar mönnum eru sorglega daprar.
Ryan Giggs átti því miður ekki erindi í þennan leik, vil ekki vera með guðlast en hann er ekki maðurinn til að byrja svona stórleiki. Danny Welbeck er ekki kantmaður, hann á að fá spila í sinni stöðu, sem framherji. Kagawa og Zaha hljóta að fara að fá tækifæri, skil ekki hvers vegna þeir voru ekki í hóp
Ef þessi frammistaða sýnir það ekki svart á hvítu að það þarf að styrkja hópinn þá veit ég ekki hvað…
Hjörtur says
Ég held að hópurinn sé sterkur, en valið úr hópnum í þennan leik var kanski ekki réttur. T.d.eins og komið hefur hér fram, af hverju er Giggs látinn byrja, og einnig með Kagawa og Zaha afhverju eru þeir ekki nýttir? Já það er mörgu ósvarað, eins og t.d. hvernig stendur á því að menn meiðast á ævingum, þannig að þeir verða frá í fleiri fleiri daga, var að sjá að Rooney yrði ekki með í næstu landsleikjum sem eru eftir rúma viku, er svona mikil harka hjá mönnum á æfingu, að þeir liggja í valnum? Nú verða menn bara að fara að girða í brók og fara að vinna leiki, nýta færin miklu miklu betur en gert var í þessum leik, þar sem hann var nánast okkar, allavega hvað seinni hlutann varðar.
DMS says
Phil Jones er alveg með þetta. Tekur Rooney út á æfingu og fer svo sjálfur út af í fyrri hálfleik meiddur…
En Usain Bolt er með skilaboð til Moyes:
http://fotbolti.net/news/01-09-2013/usain-bolt-man-utd-tharf-skapandi-midjumann
#FreeShinji
Kristjans says
Sér Moyes eitthvað sem maður sér ekki?
Ummæli hans eftir leik:
„I thought we played really well, probably the best we have played this season. We just couldn’t quite find the final ball or the right finish,“ he said to reporters, after telling BBC Sport: „From what I saw today, I’m more than happy with what I’ve got. I wouldn’t be worried if I didn’t add to the squad.“
Magnús Þór says
Sennilega bara Moyes að hlífa liðinu og að reyna líta ekki út fyrir að vera desperate, það er hlutverk Woodward.
Runólfur says
United hafa oft verið lélegri á Anfield en í dag og samt náð í stig. Liverpool fékk eitt færi þarna í byrjun útaf lélegri dekkningu í föstu leikatriði – skítur skeður. Moyes reyndi að hrista aðeins upp í þessu eftir Chelsea leikinn þar sem sóknarleikurinn gekk takmarkað upp.
Menn ættu að geyma heimsenda spárnar þangað til eftir svona 10 umferðir. Nani, Hernandez og Kagawa eru vonandi allir að koma til baka og vonandi sleppa þeir vel frá þessu landsleikjahléi.
Menn vissu vel að liðið gæti dottið í smá lægð þegar SAF myndi hætta en það er ekkert verra að sjá menn drulla yfir allt og alla – það er nákvæmlega það sem allir aðrir fótboltaáhugamenn vilja, að sjá MUFC stuðningsmenn sanna að þeir séu „Glory Hunters“ …
Ingi Rúnar says
Mikið er ég sammála Runólfi.
Fannst þetta voðalega svipað og leikurinn gegn Chelsea, eina aem var öðruvísi var heppnismark.
Var mjög hissa að sjá ekki Kagawa allavega í hóp, sem og Saha.
Björn Friðgeir says
Það eru liðnir nokkrir tímar og ég er að átta mig á að við töpuðum erfiðasta útleik vetrarins 1-0 eftir grísamark á 3. mínútu.
Og?
Einar T says
Það er ekkert að marka þetta fyrr en lengra er liðið á tímabilið. Útisigrar gegn liðum í neðri helming er það sem hefur gert okkur að meisturum síðustu árin. Þetta er erfið byrjun, búnir með chelsea heima, liverpool og swansea úti…. ekkert svo slæmt.
Afsakið pirringinn en klaufaskapurinn í welbeck finnst mér ekki lengur vera hægt að afsaka sem „hann er efnilegur“ lengur.
Annars er þetta bara fínt spark í rassinn svona á fyrstu metrunum. Sárlega vill sjá belgann hárprúða, held hann smellpassi í liðið.
Rodgers er annars helvíti flottur… vonandi nær hann ekki að láta liverpool rísa um of
Jónas Þór says
hann sagðist hafa valið Nani framyfir kagawa í hópin sem ég skil vel,
en að hafa giggs í byrjunarliði er bara skammarlegt, hafa kagawa og nani þar inni, það hefði breytt öllu, 3 bestu færin okkar og margtilraunir átti Nani þátt í þannig maður sér allveg hvað hann getur ógnað miklu, einnig að henda Valencia niður í bakvörðin, því að Jones getur ekki crossað neitt. !!!!
Van persie
Nani Kagawa Zaha
Púnktur. !
Elías says
Langar bara að kommenta á það að á seinustu leiktíð þá vorum við með 4 stig úr þessum 3 viðureignum og unnum deildina með miklum yfirburðum.
Auðvitað mjög óheppilegt fyrir nýjann stjóra að byrja á svona efiðum leikjum en það er erfitt að afskrifa hann strax.
Björn Friðgeir says
Kagawa og Nani voru ekki í leikformi til að spila heilan leik.
Má reyndar færa rök að því að Giggs hafi ekki verið það heldur, en þegar menn eru að koma úr meiðslum/þreytu þá er meiðslahættan meiri.
Einar B says
Jæja Arsenal að kaupa Ozil á meðan Moyes er að eltast við fkn Everton leikmenn.
Þetta er líklega versti leikmannagluggi sem ég man eftir. Ekki nema eitthvað stórkostlegt gerist á morgun.
Kristján Birnir Ívansson says
Leikurinn í dag hefði með réttu átt að vera Jafntefli, miðað við hverning liðinn spiluðu en annars er fátt um þetta að segja.
Þórhallur Valur Birgisson says
Við þurfum að fá Fellaini( það sást greinilega í þessum leik) og skapandi miðjumann. Ég skil samt ekki hvað menn eru að væla yfir wellbeck framanaf var hann eini maðurinn sem reyndi að gera eitthvað, þótt það hafi ekki alltaf tekist hjá honum.