Þar kom það.
Leikurinn þar sem stuðningsmenn annarra liða kætast meira en fjögurra ára barn á jólunum, leikurinn þegar ljóst er að Manchester United er búið að vera, hætt að vinna, getur ekki neitt, og mun án efa falla.
Eða þannig.
Þetta er ekki í fyrsta skipti á síðustu árum sem Manchester United gengur frá leik gegn Manchester City með skít og skömm, og líklega ekki það síðasta. David Moyes er þannig að feta í fótspor Sir Alex en ekki að skapa ný.
Það eru nokkir þættir í þessum leik sem verða mikill lærdómur fyrir Moyes og ég efast ekki um að hann muni meðtaka þá lexíu.
Meðal annars:
Í fyrsta lagi, og jafnvel því öðru og þriðja: Það var góð ástæða fyrir að Sir Alex spilaði aldrei með eingöngu tvo miðjumenn í stórleikjum. Það getur verið að annar þeirra heiti Marouane Fellaini, en það er greinilega ekki ástæða til að breyta frá þessari reglu enn sem komið er í ferli þess ágæta pilts. Tveggja manna miðja í 4-4-2 uppstillingu er dauðadómur með þann mannskap sem United er með.
Í fjórða lagi: Það er góð ástæða fyrir því að Rio Ferdinand hefur ekki spilað jafnmarga leiki í röð í rúm fjögur ár. David Moyes hafði ekki reynsluna eða þorið til að segja við Rio: Hvíla.
Í fimmta lagi. Ashley Young: Bara Nei.
Í sjótta lagi: #TeamWelbeck gæti hugsanlega farið að íhuga það að spá í að tala um að að ræða málin. En því verður samt frestað enn um sinn.
Í sjöunda lagi: Besti maður United í leiknum vill ekki spila með liðinu.
Í áttunda lagi: Robin van Persie getur veggfóðrað yfir sprungur en það gæti þurft að líta á grunninnn.
Að öðru leyti vitum við svo sem vel að Chris Smalling er ekki hægri bakvörður og hefði þurft meiri stuðning en hann fékk frá Valencia í þessum leik. Moyes er ekkert að skipta af óþörfu. Það hefðu kannske mátt sjást skiptingar í lokin en miðað við að við vorum aldrei að fara að fá neitt úr leiknum og vorum í raun að spila ágætlega þar svosem ekkert að fjargviðrast yfir því
Fyrir leikinn vissum við að gallar City fælust í vörninni. Þeir eru gríðarlega sterkir framávið og sýndu það svo um munaði. Eftir að við settum Cleverley inná og City dró sig aðeins aftar var allt annað að sjá til United. Þessi leikur er ekkert fordæmi um það að við séum að fara að tapa fyrir liðum hægri vinstri.
Það er hins vegar ljóst, eins og margir væntu fyrir tímabilið að þetta yrði erfitt. Moyes er enn að læra á liðið og klúbbinn og við gefum honum þann tíma sem þarf. Það verða breytingar í janúar og næsta sumar og það eina sem í raun er krafist af þessu tímabili er að fara upp úr Meistaradeildarriðlinum og komast í Meistaradeild á næsta ári. Annað er bónus.
En að þessu skrifuðu er best að bæta hér við leiklýsingunni eins og hún leit kom af kúnni í leikslok:
Liðið var svona
De Gea
Smalling Vidic Ferdinand Evra
Valencia Carrick Fellaini Young
Rooney Welbeck
Bekkurinn er : Amos, Evans, Hernandez, Nani, Cleverley, Kagawa, Büttner
Robin van Persie var tognaður í nára og var möguleiki á að hann næði leiknum en á endanum gekk það ekki
Leikurinn byrjaði eins og vænta mátti með stöðubaráttu og þreifingum. Lítið gerðist af viti fyrr en á tíundu mínútu þegar Vidic skallaði í horn eftir góða sókn City. City fékk nokkur tök á miðjunni eftir þetta og pressaði. Það sagði síðan til sín á sextándu mínútu. Nasri sótti upp vinstra megin, stakk upp á Kolarov sem tók góða sendingu og Agüero skoraði með hreint ótrúlegu skoti, náði að teygja fótinn aftur og má helst kalla það krækjuskot.
Valencia átti nokkra sök þar á, leyfði Kolarov að fara upp kantinn án þess að fylgja honum og fékk sannarlega að heyra það frá Vidic.
Fyrsti hálftíminn var næsta tíðindalítill hvað fréttir af okkar mönnum varðaði, enda City mun meira með boltann á meðan að United fékk stöku bitlausa sókn. Rooney var í frekar fúlu skapi í baráttu sinni við Kompany sem hélt honum alveg niðri og endaði á að fá gult spjald fyrir síendurtekin brot.
Hálfleikurinn endaði svo á að Yaya Touré skilaði City marki sem þeir áttu skilið, hornspyrna frá hægri, Negredo stökk hærra en Smalling og skallinn var á leið framhjá þegar Touré stakk sér fram hjá sofandi Ferdinand og kom fæti í boltann án þess að Valencia á stönginni ætti séns að stoppa boltann.
Fyrri hálfleikur: 13-1 í skotum, 7-1 í hornum, 55% posession hjá City (lækkaði mjög siðustu mínútur)
Það voru aðeins liðnar 62 sekúndur af seinni hálfleik þegar City jók forskotið. Negredo fór upp að endamörkum, tók Vidic í nefið og sendi fyrir og Fellaini ákvað að dekka ekki Agüero heldur leyfa honum frítt hlaup inn í teig þar sem bilið milli Ferdinand og Evra var að því er virtist um 30 metrar þannig að eftirleikurinn varð auðveldur fyrir Agüero þó de Gea kæmi hendi í boltann.
Vörnin var að því er virtist komin i algert frí, United reyndi að sækja en fengu á sig skyndisókn, Navas skeiðaði upp kantinn, gaf fyrir og boltinn fór yfir alla vörnina á Samir Nasri algerlega óvaldaðan. Mark.
Þá loksins áttaði Moyes sig á hvers vegna Sir Alex spilaði aldrei með tvo miðjumenn, jafnvel þó hann hefði aldrei Fellaini og setti Cleverley inná fyrir Young, aðeins 52 mínútum of seint. Young var líklega búinn að vera allra lélegastur af þessu skelfilega liði, þó vissulega ætti hann 9 aðra keppinauta um titilinn. De Gea telst varla með, enda snerti hann ekki boltann nema að beygja sig eftir honum í markinu.
Rooney átti að minnka muninn strax á 55. mínútu en til að sýna hvað þetta væri allt vonlaust þrumaði hann himinhátt yfir frír í teignum. Það virtist sem skipting hefði nokkur áhrfi enda var United eftir hana miklu meira með boltann. Joe Hart þurfti loksins að verja skot á 67. mínútu, þokkalegt skot Fellaini úr teignum.
Það hefði verið til að kóróna allt ef skot Dzeko á 78. mínútu hefði farið yfir línuna þegar De Gea missti boltann á óskiljanlegan hátt úr fanginu þó það væri beint á hann. Hann náði þó á síðustu tund að skutla sér á eftir boltanum og ná honum.
Besta færi United kom á 80. mínútu þegar Evra átti fínan skalla í stöng eftir horn og United gerði nokkra hríð að marki City en inn fór boltinn ekki. Rooney var langduglegastur United manna í að reyna að búa eitthvað til og hann uppskar loksins á 87. mínúu með glæsilegu marki úr aukaspyrnu. Hans 11. mark í borgarslag og er það nýtt met.
United náði þannig að halda skorinu í 4-1 og var það í sjálfu sér eitthvað sem leit um tíma út fyrir sem draumur.
diddiutd says
Ég horfði á persie labba inná etihad með liðinu ádan… Hvaða bull er í gangi!?
Pétur says
Mjög stressaður að Persie sé ekki en er samt ánægður að strákur sem ólst upp við City hatur byrji þennan leik í staðinn.
Runólfur says
Þó hann hafi labbað inn með liðinu þá getur hann alveg verið meiddur / veikur. Fáum væntanlega útskýringar á því eftir leik. Vonandi skilar Young svipaðri frammistöðu og í 3-2 sigrinum í fyrra, ef ekki þá verður hann ásamt Moyes hengdur eftir leik.
Ps. Er Lindegaard meiðslarhjáðasti varamarkvörður allra tíma eða? Hann nær aldrei meira en svona 5 leikjum í röð á bekknum.
Björn Friðgeir says
Tognaður á læri
Eðlilegt að halda því leyndu sem lengst, þeas ef hann hreinlega tognaði ekki í klefanum
Danny er eini maðurinn frá Manchester inni á vellinum. Hann sér um þetta.
ellioman says
Runólfur skrifaði:
haha, hugsaði einmitt það sama þegar ég sá byrjunarliðið.
ellioman says
Moyes: „RVP has a groin strain. We thought he would be OK but it is nothing serious. He has a chance to be back on Wednesday.“
Björn Friðgeir says
Er ekki bara Ben Amos betri?
Stefán says
Hrikalegur fyrri hálfleikur en kemur ekkert á óvart þegar kemur að gæðamunum.
Þeir hafa 3 úrvalslið af stjörnum meðan við notum alltaf Ashley Young XD
Þetta er náttúrulega bara bull að hafa þennan gaur ennþá í liðinu.
Annars er Moyes og Fellaini ennþá að venjast, Valencia og Rooney eru að fá confidence-ið aftur og svo erum við að gefa Smalling og Welbeck einnig tækifæri í þessum leik þannig þetta er allt gríðarlega risky business á móti leikmönnum sem eru einstaklega góðir í stórum leikjum eins og Aguero sérstaklega.
Kristjans says
Vonandi verður þetta bara gott wake-up call fyrir liðið… City menn eru bara betri, simple as that.
Ashley Young á lítið erindi í byrjunarliðið að mínu mati. Vantar allan neista á miðjuna.
Er Fabio meiddur? Myndi vilja sjá hann byrja sem hægri bakvörð í fjarveru bróður síns, finnst þetta ekki staða fyrir Jones eða Smalling.
Ánægður að sjá Welbeck fá að spila sína stöðu, hann þarf bara að skora!
Hoppa hæð mína í lofti ef okkar menn ná að jafna í seinni hálfleik en tel líklegra að City bæti við, þvi miður…
Ingi Rúnar says
Shit happends
Þórhallur Helgason says
Sko…
1. Það er ekkert að því að tapa á Etihad, mjög erfiður útivöllur og City er drullu gott lið. Hinsvegar á ekki að fá á sig þrjú mörk á sex mínútum, það er bara einbeitingar- og/eða áhugaleysi og á ekki að sjást.
2. Það vantaði mikið að hafa ekki Rafael í bakverðinum því Smalling er, því miður, enginn sóknarbakvörður. Fyrir vikið var hægri kanturinn alveg dauður nánast allan leikinn og einn besti möguleikinn á að sækja á City (eins og sást í 3-2 leiknum í fyrra).
3. Uppstillingin var svosem ekki galin, Carrick og Fellaini höfðu átt að getað stoppað miðjuna hjá City en útaf þessu einbeitingar- og/eða áhugaleysi fékk City að vaða þar í gegn trekk í trekk. Ef menn koma sér almennilega í gírinn ætti miðjan að vera flott en var bara ekki að gera sig í dag, því miður…
4. Það var greinilegt að van Persie meiddist skömmu fyrir leik því það vantaði greinilega plan B. Liðið ógnaði eiginlega ekkert framaávið allan fyrri hálfleik og í raun ekki fyrr en liðið var komið fjórum mörkum undir og Young fór út fyrir Cleverley og Fellaini ýtt framar. Eftir það var eitthvað vit í þessu en fram að því alveg steingelt. Kannski er Young bara ekki nógu góður, allavega er það sláandi að sá sem kom inn virkaði eins og heimsklassa leikmaður í samanburði við hann…
5. Skulum ekki fara á límingunum, tap á móti City og Liverpool á útivöllum og jafntefli á móti Chelsea á heimavelli er enginn heimsendir. Liðið þarf að slípast til með nýjum stjóra og er sannfærður um að fall sé fararheill.
6. Vinnum svo bara Liverpool í deildarbikarnum í vikunni og förum aftur á beinu brautina.
That is all…
Snævar says
Hvað getur maður sagt eftir svona leik…
Vona að drengirnir girði sig í brók eftir leikinn. Verst er hvað vōrnin er að virka rosalega klunnaleg og menn eru að tapa boltum í einbeitingarleysi. City er í allt ōðrum klassa en okkar menn en rosalega er það svekkjandi að horfa upp á liðið slōkkva á sèr trekk í trekk. En erfið byrjun búin og langt tímabil framundan en það sem bjargaði deginum er frammistaðan hjá Rooney. Nú er bara að hætta að svekkja sig og bíða eftir næsta leik.
Guðjón says
Skelfilegur leikur og kom svo sem ekki á óvart þegar maður sá hverjir voru í byrjunarliði United: Smalling, sem er alls ekki bakkaratýpn, Valencia og Young, sem eiga ekkert erindi í Úrvalsdeildina sökum skorts á hæfileikum, og Welbeck, sem hefur aldrei náð því að verða klassasenter. Það verður sérstaklega að fara að gera eitthvað í sambandi við kantarana, það er engin breidd í sóknarleiknum, engar hugmyndir í gangi.
Það er einhver bölvuð deyfði í gangi hjá United og því verður burstinu sennilega svarað með því að setja inn Evans, Anderson, Giggs og jafnvel Nani!!!
Áfram United.
DMS says
Við erum vel geldir með Smalling í bakverði þegar við sækjum upp hægri kantinn. Young var slakur eins og svo oft áður, skil ekki hvað hann hefur gert til að verðskulda þessi tækifæri. Varnarleikurinn heilt yfir var virkilega slakur. Grunnatriði eins og að fylgja mönnum þegar þeir taka hlaup inn í teig voru hunsuð og því fór sem fór. Valencia á jogginu í fyrsta markinu þegar Kolarov tekur overlappið. Fellaini fylgir ekki manninum inn í teiginn í fjórða markinu minnir mig. Þetta var skelfilegur varnarleikur og við litum vægast sagt illa út.
Ætla að vona að Januzaj o.fl. fái tækifærið gegn Liverpool í vikunni. Alveg eins gott að stilla þeim upp í byrjunarliðinu eins og A. Young. Skil ekki alveg í Moyes að gera ekki fleiri breytingar. Það hefði kannski ekki breytt miklu, en Welbeck var ekki mikið að gera í framlínunni og hefði alveg mátt fá ferskar lappir inn fyrir hann.
Ennþá er svo haldið áfram að strjúka egóinu á Rooney. Jú vissulega var hann skárstur af okkar leikmönnum í dag, en þetta er orðið ansi augljóst hvað er verið að gera. Mýkja hann upp fyrir framlengingu á samningi perhaps?
http://www.433.is/frettir/england/david-moyes-rooney-atti-ekki-skilid-ad-vera-i-taplidi-i-dag/
Atli says
Ekki hægt ad kenna vörninni um thar sem sama vörn var ad spila 3 leikin I thessari viku. Gefum theim sma sens meina thetta er lang erfidasta byrjun United I mörg ár.
úlli says
Ég er ósköp rólegur yfir þessu. Það var einfaldlega þvílíkur gæðamunur á liðunum í dag. Klassamunur á leikmannahópunum. Þannig var það líka í fyrra en þá var sem betur fer bleyðan hann Mancini við stjórnvölin.
Sigursteinn Atli Ólafsson says
Vonandi fer tækifærin hjá greyið Young að fækka. Hann er búinn að vera virkilega slappur í nokkuð langan tíma. Mig langar að sjá Adnan Januzaj á bekkin fyrir Cleverley og fá að spreyta sig í næstu leikjum.
DMS says
Er eitthvað að frétta af Wilfried Zaha? Er kauði meiddur?
Friðrik says
Ég velti því fyrir mér þegar ég sé Moyes vera stilla þessu upp öllu saman handvitlaust að hvort að Giggs eða Neville úr þjálfarateyminu geti ekki sagt við hann “ heyrðu kallinn, nú er kominn tími á að gera fokkin skiptingu“
pillinn says
Ótrúlegt að Kagawa sé ekki að fá séns miðað við hversu lélegir Utd hafa verið. Hann er stórkostlegur leikmaður en að td Young sé tekinn fram yfr hann og svo Cleverly er með hreinum ólíkindum.