Það er aldrei leiðinlegt að sigra Liverpool og hvað þá að slá þá út úr bikarkeppni. Þetta er bara deildarbikarinn en það er öllum sama um það í augnablikinu. Fínasti 1-0 sigur á erkifjendunum staðreynd. Þetta var opin og skemmtilegur leikur og allt annað en leikur þessara liða í deildinni í byrjun mánaðarins. Rétt í þessu var svo dregið í 4. umferð keppninnar og þar mætum við Norwich á Old Trafford. Leikurinn fer væntanlega fram þann 30. október.
Moyes gerði þónokkrar breytingar á liðinu frá því á sunnudag. Hann skipti alveg um varnarlínu nema Smalling fór úr bakverðinum yfir í miðvörðinn. Rafael sneri aftur úr meiðslum og Evans og Büttner spiluðu sína fyrstu leiki á tímabilinu. Jones sneri aftur eftir meiðsli og var á miðjunni ásamt Giggs. Kagawa og Nani fengu svo sitt tækifæri á köntunum og Hernandez og Rooney röðuðu sér fyrir framan þá.
De Gea
Rafael Evans Smalling Büttner
Giggs Jones
Nani Rooney Kagawa
Hernandez
Bekkur United: Amos, Fabio, Anderson, Carrick, Zaha, Januzaj, Welbeck
Ég ætla svo sem ekki að fara lið fyrir lið yfir atburði leiksins. Í grófum dráttum spilaðist fyrri hálfleikur þannig að United hafði yfirhöndina fyrstu 20 mínúturnar en Liverpool náði að koma sér inn í leikinn eftir það og réði ferðinni til loka fyrri hálfleiks. Bæði liðin sköpuðu sér nokkur hálffæri en engin afgerandi færi litu dagsins ljós. Tvískiptur fyrri hálfleikur en nokkuð jafn á heildina litið. Okkar menn komu þó beittari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu þegar 40 sekúndur höfðu liðið af seinni hálfleik:
Chicharito ætti náttúrulega að sækja um einkaleyfi á svona mörkum. Hann var ekki búinn að sjást mikið í leiknum til þessa en hann þarf ekki meira en eitt svona færi. Eftir markið færði liðið sig aftar á völlinn og Liverpool freistaði þess að ná jöfnunarmarkinu. Suarez og Sturridge voru ógnandi en það vantaði alltaf herslumuninn á þetta hjá þeim. Smalling og Evans voru ágætlega þéttir í vörninni og fyrir framan þá stóðu Jones og Giggs vaktina virkilega vel. Bæði lið sóttu ágætlega og hefðu getað bætt við fleiri mörkum. Suarez og Kagawa áttu skot í þverslánna, De Gea varði vel frá Moses og Rooney lét Mignolet virkilega finna fyrir því með tveimur hörkuskotum með stuttu millibili.
Liverpool náði ekki að skora né við að bæta við og því endaði leikurinn 1-0 og við erum því í pottinum fyrir næstu umferð. Liverpool var meira með boltann í leiknum en á heildina var þetta nokkuð jafn leikur. Það var gaman að sjá Nani og Kagawa spila leikinn og þótt þeir hafi kannski ekki haft afgerandi áhrif á leikinn þá eru þeir með þetta óútreiknanlega í sér. Það er alltaf möguleiki á einhverju þegar þeir fá boltann sem er meira en hægt er að segja um þá félaga Valencia og Young. Ég vil sjá Nani og Kagawa spila um helgina og Hernandez líka.
Giggs og Jones komu manni svo virkilega á óvart á miðjunni. Þeir voru verulega góðir og það var ótrúlegt að sjá Giggs vera að elta alla bolta ennþá á 93. mínútu. Þeir stóðu sig vel gegn þeim Gerrard og Lucas og mig langar að velja Ryan Giggs sem mann leiksins í þessum leik. Rooney var auðvitað góður líka og það er þvílíkur munur á honum núna og á löngum köflum í fyrra. Hann spilaði sem fyrirliði í kvöld og ljóst er að David Moyes er að sýna virkilega mikla ‘man-managment’ hæfileika á okkar besta leikmanni um þessar mundir. Það er traustvekjandi.
Næstu 5 leikir í deildinni eru svo gegn minni spámönnum í deildinni og það er alveg raunhæf krafa að biðja um 15 stig úr þeim, í það minnsta 12. Ef við tökum 12-15 stig í þessum leikjum verðum við á fínum stað í deildinni og allir verða búnir að gleyma afhroðinu á sunnudaginn. Það er alltaf hressandi að vinna Liverpool og á þessu þarf að byggja. Næsti leikur er svo gegn WBA á Old Trafford. Ekkert minna en 3 stig í boði þar.
Atli Þór says
Hvað er Moyes að hugsa með þessari miðju? Afhverju ekki að gefa Cleverley og Anderson séns? Allavegna öðrum hvorum og nota Jones í staðinn í miðvörð þar sem Smalling er gjörsamlega einn lelegasti miðvörður allra tíma.
Fridrik says
Fyrsta sinn sem ég er ánægður með liðsvalið hjá Moyes. Flott að Hernandez, Kagawa og Nani fái núna spiltíma til að sanna sig. Einnig vil ég sjá Zaha og Januzaj fá spiltíma
jonny says
sammala þér vill fá zaha inná lámark 30 mín
væri lika til að sjá cleverly í stað giggs hann er buinn með með bensíniið
diddiutd says
Norwich heima i næstu
Thorleifur Gestsson says
Giggs kom mér algerlega á óvart hljóp sem óður á 90+ mínutu :)
Virkilega góð vinna hjá miðjunni Jones og Giggs og frábært að sjá vinnuhestinn Rooney aftur :)
Heiðar says
Margir leikmenn sem glöddu augað í dag. Rooney aldrei betri, Giggs þaggar enn niður í gagnrýnisröddum 39 ára gamall, Smalling og Evans solid og De Gea með glæsilegar vörslur. Langar þó að nefna einn mann sérstaklega á nafn og það er Nani. Hann átti kannski engann stjörnuleik en mér fannst hann mjög góður í kvöld, óútreiknanlegur sem sást best á því að varnarmenn liverpool vissu ekkert hvort þeir væru að koma eða fara þegar að Nani var með knöttinn. Það er engin lygi að Man.Utd hefur saknað Nani- í sínu besta formi. Vonandi að þetta sé byrjunin á einhverju góðu, þá er að minnsta kosti hægt að henda Ashley Young úr liðinu.
DMS says
Verð reyndar að viðurkenna það líka að Giggs kom mér pínu á óvart. Ég var ekkert alltof ánægður að sjá hann í byrjunarliðinu en hann var fínn í þessum leik. Mér finnst miðverðirnir einnig eiga smá hrós skilið og Rafael og Buttner voru ógnandi og vel inn í spilinu fram á við. Jones stóð sig einnig ágætlega á miðjunni. Hann var allavega að elta menn sem tóku hlaupin inn í teiginn, annað en var gert gegn Man City.
En núna er alveg orðið ljóst hvað er í gangi, Rooney fyrirliði? Mýkingarefnið fyrir samningaviðræðurnar er notað í stórum stíl. En ég held samt að við getum allir verið sammála um að Rooney er lykilmaður og ég vil sjá hann framlengja, David Moyes virðist vera að gera allt sem í sínu valdi stendur til að láta það verða að veruleika. Rooney í leikformi þarf líka alltaf að spila, það er bara þannig. Ef hann kemst á run þá er vissara að spila honum sem mest, þannig virkar hann bara.
Vonast samt til þess að sjá Zaha og Januzaj fá fleiri tækifæri í komandi leikjum.
siggi utd maður says
@Atli Þór: óskiljanlegt að stuðningsmaður liðsins skuli láta svona út úr sér. Fyrir utan dómgreindarleysið að kalla Smalling „einn lélegasta miðvörð allra tíma“. Það er svo rangt á marga vegu. Ég er t.d. mun lélegri miðvörður.
Fyrir utan það að Anderson er í engu formi, Cleverley meiddist á æfingu og Jones tróð sveittum sokk upp í efasemdarmenn í dag. Frábær á miðjunni í kvöld.
Atli Þór says
Já ég eins og sennilega margir aðrir átti ekki von á svona góðri frammistöðu frá fertugum manni og leikmanni sem ekki er búinn að spila í langan tíma vegna meiðsla, ég er að sjálfsögðu ánægður með að þeir áttu svona frábæran dag og vona að þetta haldi áfram. En mín skoðun á Smalling er sú að hann sé ekki nógu góður fyrir United, ekki þá nema sem varamaður. Var kannski aðeins að kíkja með lélagsti miðvörður allra tíma… En það er auðvitað bara mín skoðun og gæti vel verið að ég sé ekki að sjá eithvað sem þið sjáið.
Fyrir utan það að Jones er miðvörður og vill helst spila þar þótt hann standi sig vel á miðjunni, geri ekki ráð fyrir því að hann hangsi mikið lengur hjá United ef hann fær ekki að spila sína stöðu. En hann var samt frábær í dag.
siggi utd maður says
Like á það.
Theodór says
Kagawa maður leiksins að mínu mati, mjög skapandi og ógnandi. Rafael og Büttner voru góðir líka, og vona ég að við fáum að sjá meira af þeim síðarnefnda í vetur, mikið efni í honum. Hins vegar fannst mér Nani skelfilegur. Alltaf þegar hann fékk boltann hægði hann á, reyndi einhverjar krúsídúllur og missti boltann. Ég fékk það á tilfinninguna að hann væri að passa að það væri örugglega tekið eftir sér, og skítt með það hvert boltinn færi.
Snorkur says
Flottur leikur sem fær mann til að anda léttar eftir saurinn gegn ManC.
Kantaranir voru sérstaklega sprækir með vel fylgjandi bakvörðum … var reyndar orðinn frekar stressaður með Büttner seinustu 20 mín. enda var hann alveg hættur að hlaupa til baka úr sókninni og flestar ógnandi sóknir Liverp. á þeim tíma fóru upp hans megin.
Giggy góður miðað við það sem maður bjóst við .. en MOM er mikið ofmat
Ronney er greinilega í formi sem getur haldið okkur á floti ..
núna er það bara 15 af 15 í næstu leikjum :P og vona að minni spámenn geti fengið sénsinn inn á milli .. og þá er ég ekki að tala um Anderson :p sem virðist vera einhverja hluta vegna vera költhetja margra MU mann
Egill says
@ Theodór:
Algjörlega ósammála þér, mér fannst kagawa ekki geta neitt fyrr en rétt áður en hann fór útaf. Nani var yfirvegaður á boltanum og varnarmenn Liverpool vissu ekki í hvorn fótinn þeir ættu að stíga þegar hann var með boltann. Þetta er í fyrsta skiptið í langan tíma þar sem mér fannst hann hugsa meira um spil liðsins heldur en eigin árangur, fyrir utan skotið sem fór hátt yfir og Kagawa í góðri stöðu, en miðað við hversu góðan leik hann hafði átt þá skil ég vel að hann hafi viljað skora þarna.
Hann átti ekki fullkominn leik en var mjög góður að mínu mati.
Kagawa hinsvegar hefur ekkert sýnt á þessu tímabili þegar hann fær sénsinn þannig að það er vonandi að menn hætti að væla um að hann fái ekkert að spila þótt hann sé á bekknum í einum leik.
Rafael er náttúrulega bara heimsklassa bakvörður (og ég nota orðið heimsklassi ekki oft) og Buttner var flottur líka, en maður sá að Liverpool sóttu mikið að honum enda veikasti linkurinn í vörninni.