Í gær skrifuðum við pistil um hvað Louis van Gaal þyrfti að safna mörgum stigum umfram gengi David Moyes og liðsins í fyrra. Niðurstaðan var 11-18 stig ef markmiðið er að komast aftur í Meistaradeldina. Til þess að það sé mögulegt þarf að bæta stigasöfnunina gegn hinum stóru liðunum en liðið náði aðeins í 6 stig af 36 mögulegum gegn liðunum sem enduðu fyrir ofan okkur á síðasta leiktímabili. 6 stig! Það er þó ekki síður mikilvægara að taka sex stig í leikjunum tveimur gegn liðum sem félag eins og United á alltaf að vinna. Það mistókst alltof oft í fyrra og við náðum bara í fullt hús stiga gegn 5 liðum. Sunderland var eitt af þeim liðum sem sigraði United á síðasta tímabili og eitt af mikilvægustu verkefnum Louis van Gaal verður að stoppa í þau göt. Við verðum að fá sex stig gegn liðum eins og Sunderland og við getum farið hálfa leið að því marki á sunnudaginn.
Andstæðingurinn
Sunderland spilaði gegn WBA á laugardaginn og nældi sér í 2-2 jafntefli á lokamínútunum þegar Sebastion Larsson jafnaði metin fyrir Svörtu kettina. Gustavo Poyet er ennþá í brúnni á Ljósavellinum eftir að hafa náð að bjarga brunarústunum hans Di Canio á síðustu metrunum. Björgunaraðgerðir Poyet fólust í því meðal annars í því að vinna United á Old Trafford undir lok síðasta tímabils þannig að okkar menn eiga harma að hefna. Svo má ekki gleyma undanúrslitaleikjum deildarbikarsins þar sem Sunderland sló United út.
Fyrir tímabilið styrkti liðið sig þokkalega. Poyet nældi sér í Jack Rodwell frá enska grafreitnum í City ásamt því að hann fékk Costel Pantimillion í markið í kaupbæti. Einnig leituðu þeir í fyrstu deildinna og fengu Will Buckley frá Brighton og Jordi Gomez frá Wigan. Félagið hefur svo einnig verið að reyna við að kaua framherja og hafa Fabio Borini og Eduardo Vargas helst verið nefndir en sá fyrrnefndi vill ekki fara og sá síðarnefndi er farinn til QPR. Poyet hefur svo jafnframt verið að taka til í hópnum og eru menn eins og Bardsley, Dossena, Gardner, Cuellar og svona mætti áfram telja.
Það voru þó kunnugleg nöfn sem stóðu vaktina gegn WBA á laugardaginn. Wes Brown og John O’Shea mönnuðu vörnina, Lee Cattermole og Sebastian Larsson sáu um markaskorunina og Stephen Fletcher og Connor Wickham mönnuðu framlínuna. Þetta lið hefur í raun ekki breyst mikið frá síðasta tímabili og vantar ennþá afgerandi framherja þó að miðjan og vörn þeirra sé þokkalega mönnuð.
United
Þessu er akkúrat öfugt farið hjá okkur, þar er sóknin einstaklega vel mönnuð en miðjan og vörnin gætu verið mikið betri. Ekki bætir úr skák að Louis van Gaal staðfesti að Ander Herrera og Marouane Fellaini væru frá vegna meiðsla og það sama má segja um Jesse Lingaard. Michael Carrick er auðvitað frá vegna meiðsla og því er þunnskipaðasta miðja deildarinnar orðin enn þunnskipaðari. Frábært. Louis van Gaal hefur því val á milli Darren Fletcher og Tom Cleverley í miðjustöðurnar á morgun. Þó ekki alveg því að þetta glæsimenni var að snúa til æfinga á ný!
Hann er kominn til þess að bjarga málunum!
Van Gaal staðfesti jafnframt að Marcos Rojo er ekki kominn með atvinnuleyfi og getur því ekki verið með á sunnudaginn. Hann er þó byrjaður að æfa með liðinu og ætti að geta hoppað inn í liðið um leið og leyfið mætir á svæðið. Rooney tók það að sér að sýna honum hvar helstu hlutirnir eru á THE AON TRAINING MEGAPLEX í gær:
Luke Shaw er ennþá meiddur en Valencia, Evans, Welbeck og Nick Powell hafa að öllum líkindum snúið aftur til æfinga á nýjan leik eftir meiðsli. Það er spurning hversu klárir þeir eru í þennan leik en það er ljóst að mögulega þarf Louis van Gaal að taka sénsinn á einhverjum þeirra enda fáranlega margir meiddir núna í upphafi tímabils. Það sást einnig bersýnilega að Swansea-menn voru duglegir að nýta sér reynsluleysi Tyler Blackett/Jesse Lingaard í vörninni um síðustu helgi og því ennþá mikilvægara að menn eins og Evans, Rojo og Valencia fari að detta inn í liðið.
Það sem er þó mikilvægast er að þessi maður er við það að snúa aftur í liðið:
Hann, Juan Mata og Wayne Rooney þurfa heldur betur að spila sig vel saman á næstu vikum til þess að fylla upp í sprungurnar sem eru í leikmannahópnum vegna meiðsla og skorts á leikmannakaupum. Það eru þeir sem munu næla í stigin þrjú gegn Sunderland á sunnudaginn.
Við munum öll eftir því hvernig Robin van Persie gat ekki falið eftirvæntinguna fyrir tímabilið sem er nýhafið undir lik síðasta tímabils þegar einhver hafði sagt honum að Louis van Gaal var að fara að mæta á svæðið. Hér er upprifjun:
Hann var í fýlu allt síðasta tímabil, plagaður af meiðslum en mætti skyndilega á svæðið ómeiddur þegar búið var að reka David Moyes. Robin van Persie skuldar okkur risatímabil, svipað því sem hann átti 2012/2013 þegar hann var aðalmaðurinn í deildarsigrinum. Það er algjör forsenda fyrir því að United geri eitthvað á þessu tímabil. Líklegt þykir að hann byrji leikinn á morgun. Chicarito var ofboðslega slakur gegn Swansea og Welbeck er orðaður við brottför frá liðinu. Ég vil Robin van Persie sökkva þessu Sunderland liði með hjálp frá Rooney, Mata og svo má Januzaj fá sitt tækifæri. Þetta gerðist síðast þegar hann mætti í deildinni á Ljósavöllinn:
Þunnskipaður hópur, spái byrjunarliðinu svona. Ég reikna með að þeir leikmenn sem hafa verið að æfa með liðinu undanfarið og eru nýkomnir úr meiðslum séu klárir í þennan leik:
Leikurinn er á sunnudaginn klukkan 15.00.
siggi utd maður says
Ef þetta verður uppstillingin á morgun, þá er þetta eitt „breskasta“ topplið sem hefur spilað í háa herrans tíð.
Sem er skemmtilegt, en ekkert endilega eitthvað jákvætt.
Robbi Mich says
Guð minn góður. Þessi uppstilling …. þessir menn …. Shit.
Auðunn Atli Sigurðsson says
Hef gífurlega miklar áhyggjur af miðju liðsins og get bara ekki með neinu móti skilið afhverju það er ekki ennþá búið að gera róttækar breytingar á því svæði.
Miðjan hefur verið vandamál í ótrúlega langan tíma en samt stendur ennþá í mönnum að lagfæra það sem er með öllu óskiljanlegt.
Allt í einu er Fletcher orðin ómissandi. .Hei komon. .maður sem er búinn að vera frá og ekkert getað síðan 2008. …. Þetta er orðið vandræðalegt og hlægilegt.
DMS says
Vidal virðist vera eini miðjumaðurinn í öllum heiminum og það virðist standa eitthvað í Woodward að splæsa 40-50mills í hann.
En hey, Cleverley var að fá nýjan 5 ára samning svo við ættum að vera í lagi.
Hætta bara þessu bölvaða kjaftæði og splæsa alvöru pening í tvennudílinn hjá Real Madrid, Khedira og Di Maria. Báðir til sölu.