2. september Tom Cleverley er farinn til Aston Villa á láni. Villa hefur möguleika á að kaupa hann á 7,5 milljón punda.
00:33 Þökkum samfylgdina í dag og í kvöld. Góða nótt.
00:30 Það er staðfest! Radamel Falcao er orðinn leikmaður Manchester United
BREAKING: #mufc is delighted to announce Radamel Falcao has joined on a 1-year loan from Monaco with an option to buy pic.twitter.com/gnhR4rdsmF
— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2014
00:19 Michael Keane hefur verið lánaður til Burnley fram í janúar
BREAKING: Burnley Football Club announces the signing of @ManUtd defender Michael Keane on loan, subject to PL approval. #KeaneSigns
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) September 2, 2014
00:05 Nick Powell hefur einnig farið Leicester en reyndar aðeins á láni
23:59 Danny Welbeck er orðinn leikmaður Arsenal. Hann skrifaði undir 5 ára samning og fær United 16 milljón pund fyrir framherjann.
23:51
No concerns at #mufc over Falcao. Medical done, paperwork in, now just needs PL to sign it off. PL fairly busy tonight, though, oddly enough
— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 1, 2014
23:22 Tom Lawrence skrifar undir 4 ára samning við Leicester City. Kaupverðið er 1 milljón pund.
22:54 Bíðum bara eftir staðfestingu á Falcao og Welbeck.
Kl 22:36 Lítur út fyrir að Powell og Lawrence séu báðir að fara til Leicester, og báðir seldir. Staðfestingar beðið. Fresturinn vegna Welbeck er til miðnættis, en Falcao þarf að klárast fyrir 11 vegna alþjóðlegu skiptanna.
Kl. 22:02 Og nú er sagt að United hafi sótt um sams konar frest vegna Falcao.
Kl. 21:59 Arsenal hefur beðið um frest til að ganga frá Welbeck dílnum. Klukkutími eða tveir held ég sé það sem fæst með þessu.
Kl 21:45 Kortér í gluggalokun og Falcao ekki enn staðfestur. Það eru þó að leka kvót í meint viðtal við hann, birt án ábyrgðar:
It’s a dream come true to join a club like Manchester United, one of the biggest clubs in the world.
It is a once in a lifetime opportunity and you can’t turn that down
I’ve always dreamt about playing for one of the truly great teams and winning lots of trophies.
Kl 20:26 Félagaskipti Tom Cleverley til Everton eða Aston Villa virðast vera off. Hann vill fá of há laun. Á sama tíma virðist öruggt að Nick Powell leiki með Leicester út tímabilið sem lánsmaður.
Kl 20:18 Argentínski markvörðurinn Sergio Romero er sagður á leiðinni til United
Kl 20:11 United hefur tekið tilboði í Danny Welbeck frá Arsenal uppá 16 milljónir punda.
Kl 19:43
#mufc is delighted to announce that Daley Blind (@BlindDaley) has completed his transfer for a fee of £14million. pic.twitter.com/hpGhRx9hRc
— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2014
Kl 18.38: Ajax staðfestir kaup United á Daley Blind. Hann er víst í Hollandi þar sem hann mun fá verðlaun í kvöld
Transfer Blind naar Manchester United afgerond: http://t.co/AIRTQSpr7G pic.twitter.com/NVSXkvqaym
— AFC Ajax (@AFCAjax) September 1, 2014
Blind tonight receives his Eredivisie player of the season award at the Dutch footballer of the year gala.
— Dutch Football (@football_oranje) September 1, 2014
Kl 17.33: Danny Welbeck gæti verið á förum til Arsenal. Talað er um lánssamning til eins árs og Arsenal borgi 6 milljónir fyrir eða það sama og við greiddum fyrir að fá Falcao á láni. Lolz. Það er þó enginn alveg með það á hreinu hvað er að gerast með Welbeck og Arsenal en ljóst að eitthvað er í gangi:
Arsenal interested in signing Welbeck before deadline. Not clear if permanent or loan & no deal agreed or medical yet #bbcdeadlineday #MUFC
— David Ornstein (@bbcsport_david) September 1, 2014
Kl 17:00: The FALCAO HAS LANDED. Craig Norwood er ljósmyndari sem starfar fyrir United og hann er ALLTAF með þessa hluti á hreinu:
Radamel Falcao landed at Manchester airport at 5:48pm BST, will now route to Carrington for #MUFC medical.
— Craig Norwood (@CraigNorwood) September 1, 2014
Hann er einnig með annan skemmtilegan mola:
Falcao will now take up residence at the Lowry Hotel along with Di Maria, Rojo, Blind, Herrera and Shaw until property is sourced.
— Craig Norwood (@CraigNorwood) September 1, 2014
Kl 14:37 Tom Lawrence virðist vera að fara til Leicester. Hann verður keyptur en liðin eru enn að semja um kaupverð.
Kl 14:14 Metro virðast halda að United sé á eftir Joao Moutinho. Það virðist ekki vera mikið sem styður þær grunsemdir ennþá.
Kl 13:20 Anderson gæti farið til Burnley á láni. Þeir hafa greinilega séð eitthvað sem þeim hefur líkað um helgina.
Kl 13:06 Leicester City hafa hug á því að fá Nick Powell og Tom Lawrence. Powell myndi fara á láni en Lawrence mögulega keyptur.
Kl 12:57
Louis van Gaalaticos #djöflarnir
— Þinn vinur, Trausti. (@Traustisig) September 1, 2014
Kl 12:17 Javier Herndandez hefur gengið til liðs við Real Madrid. Hann verður lánaður en Real mun hafa möguleika á að kaupa hann.
Now confirmed that Javier Hernandez has joined Real Madrid with option to buy next summer. Van Gaal never seemed to be a fan of his.
— Rob Dawson (@RobDawsonMEN) September 1, 2014
Kl 11:55 Tuttugu bestu mörk Radamel Falcao
https://www.youtube.com/watch?v=sSJc16uhI18&feature=youtu.be
Kl 11:53: Lítur út fyrir að United hafi tekið 3,75m punda boði QPR í WIll Keane. Enn einn senter að fara. Eða ekki. Þetta var víst gabb.
Kl: 9:44: L’Equipe hefur eftir Monaco að þetta sé 10m evra lán (7,9m pund) og kaupréttur næsta sumar á 55m evrur (43m pund9
L’Equipe have it from #ASM’s end as a €10m loan deal with option to buy at €55m.
— Tom Coast (@thcoast) September 1, 2014
Kl 9:37: Talað er um að United borgi Monaco 12 milljónir punda fyrir lánið á Falcao, og honum sjálfum 8 milljónir í laun (150þús á viku). Segi það bara: þetta er frábær díll ef hann helst heill. Og ef hann kemst ekki upp úr meiðslum, nú jæa, þetta er samt bara rétt rúmlega þriðjungur af Fellaini. Frábært! Segi það aftur!
Word just in that United have agreed a loan for Falcao subject to medical and agreeing personal terms #mufc
— James Ducker (@TelegraphDucker) September 1, 2014
Loan agreed for Falcao at Mufc
— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 1, 2014
And now something definite: #MUFC have agreed a loan for Falcao, subject to medical and personal terms.
— Daniel Taylor (@DTguardian) September 1, 2014
Kl 09:12 Radamel Falcao er að koma á láni til Manchester United samkvæmt nokkuð öruggum heimildum. Einnig er sagt að möguleiki sé á að gera félagaskiptin endanleg.
Kl. 8:37: AS dagblaðið á Spáni heldur því fram að Falcao til United sé frágengið. 65m evra eða rúm 51 milljón punda. Alls ekki áreiðanlegt blað.
Kl 07:50 Í dag er verið að orða okkur t.d. við Radamel Falcao og Arturo Vidal þannig að þetta gæti orðið langur dagur.
Kl 6:00 Það er lokadagur félagaskiptagluggana. Fyrir suma eins og jólin, fyrir aðra eins og pirrandi útgáfa af fyrsta apríl.
Ólíkt því í fyrra hefur nóg verið að gerast.
Inn:
Vanja Milinković | ekki vitað |
Ander Herrera | £29.000.000 |
Luke Shaw | £27.000.000 |
Marcos Rojo | £16.000.000 |
Ángel Di María | £59.700.000 |
Daley Blind | £14.300.000 |
Út
Federico Macheda | frjáls sala |
Alexander Büttner | £4.400.000 |
Jack Barmby | frjáls sala |
Rio Ferdinand | Samningur útrunninn |
Nemanja Vidic | Samningur útrunninn |
Ryan Giggs | Samningur útrunninn |
Louis Rowley | frjáls sala |
Sam Byrne | frjáls sala |
Patrice Evra | £1.500.000 |
Bebé | £2.400.000 |
Shinji Kagawa | £6.300.000 |
Nani | Lánaður |
Javier Hernández | Lánaður |
Wilfried Zaha | Lán |
Ángelo Henriquez | Lán |
Nú í morgunsárið lítur út fyrir að:
- Javier Hernández fari á bekkinn hjá Real Madrid, árslán með valkvæðum kaupum.
- Tom Cleverley fari til Villa, en eitthvað er hann óánægður með launatilboðið.
- Danny Welbeck fari til Sunderland á láni, hann vill ekki vera 3ji í senteragoggunarröðinni.
- Tom Lawrence og Nick Powell fari út á lán.
Jorge Mendez er að reyna að koma honum Falcao sínum eitthvað fyrir sem mestan pening og þ.a.l er auðvitað verið að orða hann við okkur. Svo þetta sé nú soldið djúsi og ekki hægt að afskrifa alveg þá eru blaðamenn í Kólombíu að kynda undir þenna rúmor.
Stefnir því í annasaman dag!
eeeinar says
Hvað með Blind? Er það ekki nánast staðfest? Welbeck verður aldrei seldur ef Hernandez er á leiðinni út.
Ég held þessi dagur einkennist af Daley Blind og smá hreinsunareldi.
Inn:
Blind
Út:
Cleverley
Hernandz
Anderson
Hvað sem gerist! Þessi dagur verður ekki verri en sá í fyrra *hóst* Fellaini *köfnunarhóst*
eeeinar says
Mark Ogden @MOgdenTelegraph 6m
£13.8m Blind deal close to completion, but new #mufc signing has already toasted the move..
Daley Blind celebrates with wine after Manchester United and Ajax agree £13.8m deal
Kristjans says
Vidal og De Jong spiluðu báðir með sínum liðum í gær þannig að mér finnst ólíklegt að þeir séu á leiðinni.
Ef Hernandez er að fara til Real á láni og Welbeck hugsanlega líka eitthvert á lán, hlýtur þá ekki framherji að koma? Um helgina voru fréttir um Van Persie þyrfti að fara í aðgerð. Skrítið að Hernandez og Welbeck fari þá báðir. Er ekki Falaco að koma á láni og forkaupsréttur næsta sumar?
Velti fyrir mér hvers vegna félagið bauð ekki góða summu og Kagawa fyrir Hummels…
Ingi says
Úff…. Falcao orðrómurinn er orðinn háværar. Mikið skal ég fagna ef hann mætir.
Trausti says
http://www.juanmata10.com/News/4254/Welcome_Di_Maria_and_Blind
eeeinar says
Hef heyrt að Falcao sé frábær miðverðinum – akkúrat kaupin sem við þurftum eftir varnarbrotthvarf sumarsins! Ed Woodward you beauty!
eeeinar says
En án djóks.. Wayne Rooney, Robin van Persie, Juan Mata, Januzaj, Angel di Maria og Radamel Falcao – þetta er alveg korter í sturlun
day says
Vantar ekki Nani þarna í „Út“ dálkinn? :)
Björn Friðgeir says
VIð erum búnir að kaupa tvo haffsenta. Þurfum ekki fleiri nema TOPP eintak fáist. Sama með miðjuna.
Það er sko ekki eins og við höfum ekki verið að reyna að fá þessa toppmenn þarna, en það hefur ekki tekist (enn, mikið eftir af deginum).
Þess vegna er alger óþarfi að væla svona þegar við erum að fá einn besta striker í heimi. Og það á láni þannig að ef hann er með ónýt hné, þá er ekki of mikill peningur farinn í súginn.
Algerlega frábærar fréttir
Björn Friðgeir says
Day: Neips. Hann er bara á láni.
Björn Friðgeir says
En rétt, ég skutla inn lánsmönnum við tækifæri, annars mætti Falcao ekki fara á listann!
silli says
Smá sýnishorn af Falcao fyrir þá sem ekki þekkja til hans (ef einhverjir eru)
https://www.youtube.com/watch?v=xCmk96_Pfpg
silli says
.. já og Mata var að bjóða Blind velkominn í hópinn.. Þetta er frábær dagur!
Krummi says
Núna segja traustir blaðamenn að þetta séu 5 mills.
Þvílíkur díll ef rétt er!
https://twitter.com/StuMathiesonMEN/status/506376506567045120
Björn Friðgeir says
Ég segi það bara hreint út, það er eitthvað skrýtið við þau sem finnst þetta ekki frábært!
silli says
Það vantaði auðvitað einhvern í treyju nr 9 ….
Ég þarf að hafa mig allan við að halda inni helstu líkamsvessum af spenningi.. :-)
eeeinar says
Fagna ekki fyrr en þetta er undirskrifað og klárt. Dagurinn byrjar allavega frábærlega. Það er bara að sannast að eitt tímabil án CL skiptir ekki máli fyrir leikmannakaup hjá stærsta klúbb í heimi. Leikmenn einsog Di Maria og Falcao á hátindinum tilbúnir að fórna CL til að spila fyrir Manchester United.
Ég bjóst reyndar við að Wenger myndi leggja allt í sölurnar til að næla í Falcao miðað við fréttir undanfarið og framherjakrísuna þeirra. Það verður allavega fyndið að sjá viðbrögð Piers Morgan við þessu.
Hjörtur says
Maður er drullu hræddur um að þetta fari eins og í fyrra, hinir og þessir orðaðir við félagið, en enginn kom fyrr en á síðustu sekúndunum að við fengum svona hvað á maður að segja hálfgerðan ónytjung fyrir þetta félag allavega. Það væri frábært að fá þennan Falcao, ef hann er jafn góður í dag, og myndböndin af honum sýna. Skorar mörk í allskonar útgáfum.
Auðunn Atli Sigurðsson says
Er sammála þér Björn með að það sé engin ástæða til að versla haffsent nema að United eigi möguleika á að fá til sín algjört topp eintak. Hinsvegar er ég ennþá á því að liðinu sár vanti þessa DMC týpu eða einhvern villimann í anda Keanó á miðjuna. Fletcher er náttl alveg löngu búinn á því og ekkert annað en uppfylling sem hægt væri að nota í neyð, er ekki sannfærður um að Blind sé þessi týpa sem ég er að tala um, það verður að koma í fjós….
Ég hefði fullkomlega sætt mig við komu De Jong en er alveg viss um að United muni ekki ganga frá komu fleiri leikmanna í þessum glugga.
Enda kaup/lán á fimm virkilega góðum leikmönnum þetta sumarið ansi mikill styrkur fyrir félagið.
Nú þarf Van Gaal bara að púsla þessu liði saman, finna rétta kerfið, stöðu leikmanna osfr og þá fer þetta lið að komast á skrið. Hann mun síðan eflaust styrkja það enn meira í janúar með manni eins og Strootman, eða sjáum til með það.
Siggi says
Það vantar ekki uppá sóknarlínuna í liðinu en hún hefur verið styrkleiki liðsins en veikleikinn eru klárlega miðverðinir og lið með Evans, Jones, Kean, Blackett og kannski Rojo sem aðal miðverði lendir í vandræðum.
Liðinu vantar skapandi miðjumann en hann hefur ekki verið til síðan að P.Scholes var að spila.
Spurning um að færa Rooney einfaldlega á miðjuna enda finnst manni hraðinn og snerpan aðeins hafa minnkað.
Siggi says
Frábært að fá Falco en ég vona að þetta sé ekki satt
http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/manchester-united/11068678/Radamel-Falcao-to-earn-346000-per-week-as-Manchester-United-pay-24-million-for-season-long-loan.html
Hjörvar Ingi Haraldsson says
http://www.433.is/enski-boltinn/arsenal/danny-welbeck-laeknisskodun-hja-arsenal/
Ég verð að segja eins og er, ég mun sakna Danny. Held að hann geti orðið frábær ef hann fær að spila reglulega og mikið mun það pirra mig að sjá hann spila hjá öðru ensku liði.
Krummi says
Falcao er alveg skelfilega einfættur #enginnsegir
Robbi Mich says
Hvaðan kom þetta Falcao dæmi eiginlega? Algjör þruma úr heiðskíru lofti. Ekki að ég sé að kvarta, en af hverju ekki að stoppa í götin sem þarf að stoppa?
Björn Friðgeir says
@ Robbi Mich:
Enn og aftur: Okkur vantar TOPP miðju eða varnarmann. Ef þeir eru ekki á lausu þá eru þeir ekki á lausu. Reddast í janúar og næsta sumar.
DMS says
Wtf, hélt við myndum bara klára Blind fyrir lokun gluggans og svo ekkert meira. Svo núna er maður bara blown away eftir fréttir dagsins. Eddi Wood virðist allt í einu klára hvern dílinn á fætur öðrum.
En ég vil helst ekki sjá á eftir Welbeck. Búinn að vera hjá United síðan hann var gutti. En hann þarf að spila reglulega og hann mun sennilega ekki fá það hjá United með Falcao, Rooney og RvP í liðinu. Að auki erum við bara að spila í deild og FA bikar, s.s. færri leikir en venjulega tíðkast hjá United. Gæti alveg séð hann standa sig vel hjá Arsenal ef hann fær að spila.
Ragnar says
Hvað er rojo kominn með atvinnuleyfi?
Robbi Mich says
Bjössi: Sé ekki vandamálið, Aron Einar er örugglega á lausu. @ Björn Friðgeir:
Runólfur says
Menn gleyma oft að það þarf að selja/lána áður en menn kaupa.
Getum ekki verið með 50 manna leikmannahóp.
Sem stendur eigum við t.d. einhverja 8-10 leikmenn sem flokkast sem miðjumenn (þá er ég að tala um menn sem geta spilað á tveggja manna miðju á bakvið leikmanninn í holunni).
Það tekur alveg einn glugga í viðbót að ná balance í þetta lið. Þarf að bæta við mönnum og losa sig við menn.
Það sem pirrar mig mest eru þessir leikmenn sem fara á láni – selja þá strax í staðinn fyrir að þurfa að díla við það á næsta ári.
silli says
@ Krummi:
Ehh.. hvaðan hefurðu það að hann sé skelfilega einfættur?
Kíktu á youtube og þá sérðu að þú hefur rangt fyrir þér (sem betur fer:-) )
Þetta las ég um hann:
„….Falcao is well known for having a strong weak foot (left) that is on equals with his right foot (preference) allowing him to be flexible with goal scoring. Falcao controls a well balance pace keeping his stamina in check and allowing him to often out run other players in the most critical moments in obtaining the ball. The strength of his shots is often well controlled, in terms of distance and angles, as shown throughout his career.[„.
Krummi says
létt kaldhæðni, hann er að skoða wonder goals með báðum fótum @ silli:
Krummi says
skora*
Björn Friðgeir says
Ég var að horfa á þetta best-of-Falcao og hélt bara fyrst í alvöru að hann væri örvfættur.
DMS says
Falcao er réttfættur og er með tvær hægri lappir.
En hvaða vesen er á Tom Cleverley? Kemur eitthvað fram hvaða laun A.Villa og Everton voru að bjóða? Hvaða vitleysa var líka að framlengja við kauða núna nýlega, gæjinn er á splunkunýjum 5 ára samningi hjá okkur. Eða er ég að rugla?
Björn Friðgeir says
Cleverley á 1 ár eftir af samningi. Hann vill 80þúsund á viku.
Bjarni says
Engar fréttir af Falcao? Efinn að gera vart við sig einsog fyrir ári. Bíð eftir manutd.com og mynd af kappanum.
Björn Friðgeir says
Nýustu fréttir herma að Cleverley hafi ekki viljað nema 60þúsund. Sem er þó tvöfalt það sem hann var með hjá United. Og það er hugsanlegt að Everton múvið hafi klikkað af því að United og Everton hafi ekki getað komið sér saman um verð.
Ottó says
Hvernig er það, þarf Rojo að fá atvinnuleyfi fyrir klukkan 23:00?
Ef svo er, veit einhver hver staðan er á því?
Björn Friðgeir says
Rojo er skráður leikmaður okkar, þannig að það má dragast.
Egill says
Bara svo það komist til skila þá eruð þið búnir að standa ykkur stórkostlega í kvöld í að henda inn fréttum varðandi leikmannakaup. takk kærlega fyrir þetta.
Egill says
@DuncanCastles 3m
Manchester United have completed the transfer of Radamel Falcao from AS Monaco. #MUFC #ASMFC #RMCF #MCFC #COL
Sæþór says
Manni líður samt svoldið svona : https://www.youtube.com/watch?v=xXqWqUixvUw
Kristján Birnir Ívansson says
Míkið er ég glaður að Welbeck sé farinn,
En væri einhver til í að breita þessu með Giggs úr samningur útrunninn í hættur knattpyrnu iiðkun.
Nani og Hernandez eru svo sem ekki endanlega farnir, þar sem um lán er einungis að ræða.
Kristján Birnir Ívansson says
Þá vona ég að eftir taldir leikmenn verði farnir í næstu 2 gluggum,
Ashley Young, Chris Smailing, Tom Cleverly, Antonio Valencia, Anderson. Fellani.
siggi utd maður says
Þó að við höfum kannski ekki keypt akkúrat það sem við þurfum, þá er það engum ofsögum sagt að þetta var algerlega stórkostlegur gluggi hjá Woodward.
Shaw- Blind- Herrera- Rojo eru góðir leikmenn til að þétta hópinn.
Di Maria og Falcao eru svo algerlega stórkostleg kaup, allavega svona fyrirfram. Bara eins og lítill krakki í FIFA.
Þegar maður horfir á glugga eins og þessi 6 kaup, þá er ekki annað hægt en að klappa fyrir okkar mönnum. Þetta þýðir að það er hægt að kaupa bara 2-3 næst (miðjumaður, miðvörður og hægri bak/kant) og þá erum við með algerlega massívt lið aftur.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
http://youtu.be/4pXfHLUlZf4
Jæja, hlakka ótrúlega til að sjá næstu spódóma um byrjunarliðið.
eeeeinar says
Þessi gluggi, þvílíkur sigur! Vel gert Woodward og LvG!
Það eru óstaðfestar leigubílasögur um að RVP sé á leið aðgerð sem kosti hann x mánuði frá og þess vegna hafi þeir stokkið á Falcao á síðustu metrunum. Leiðinlegt að sjá eftir Welbeck, en ég skil að hann hafi viljað fara í ljósi þess að hann var orðinn fjórði í goggunarröð framherjanna.. Ef þetta með RVP reynist rétt gæti ein hugsanleg liðstilling fyrir QPR verið svona
Alls ekki slæmt!
Merkilegt með Cleverley – vill frekar sitja út síðasta árið af samningnum á bekknum heldur en að fá ný og fleiri tækifæri hjá Everton og almennilega spilatíma. Hann fer væntanlega fyrir slikk í janúar eða á frjálsri sölu næsta sumar. Guð veit hvað verður um Anderson, hann sást síðast á Nandos í Burnley segir sagan.
nall says
Og þið eruð að segja að City séu að eyðileggja fótboltann!
Bjarni says
Jæja, glæsileg kaup og virðist UTD alltaf ná athygli forsíðna fjölmiðlanna einsog áður, annað hvort með svona fréttum eða fréttum af lélegu gengi. Nú er bretta upp ermar og fara að salla inn stig, veitir ekki af, en stóra spurnignarmerkið er alltaf hvernig vörnin er. Annars finnst mér það sem gamall varnarmaður að vörnin fái sjaldan kreditið, alltaf gagnrýndir. Gleymum því ekki að við erum með frábæra sóknarmenn en tölfræðin lýgur ekki, 6-10 skot í leik, þar af 2 á markið að meðaltali í síðustu leikjum er ekki boðlegt. Nú vona ég að Falcao verði fremstur og menn dæli á hann frá öllum hliðum, Rúní droppar á miðjuna og tekur þátt í baslinu þar, byggir upp sóknir og drífur menn áfram. Fyrirliði á að vera tengiliður milli varnar og sóknar annars er hann bara að nafninu til.
eeeinar says
nall skrifaði:
Ég hef ekkert á móti Leicester City. Þeir náði ágætum árangri um helgina.. jafntefli við Arsenal hjá nýliðunum er alls engin eyðilegging.
silli says
@ eeeeinar:
Þetta er bara nákvæmlega liðið sem mig langar að sjá í næsta leik! :-)
Það verður erfitt að bíða..
Hjörtur says
Einmitt Bjarni, Rúní á miðjuna en hann sem fyrirliði þarf líka að vera miklu aktívari, hvetja sína menn óspart áfram eins og RK var þektur fyrir, þannig eiga fyrirliðar að vera. Trúi ekki öðru en nú fari stigin að halast inn með þennan leikmannahóp. Sé eftir Welbeck viss um að hann gerir góða hluti hjá Arsenal, ef hann fær spilatíma.
Tony says
Er það bara ég sem hef smá áhyggjur af breiddinni frammi eftir að bæði Welbeck og Hernandez fóru… EAð því sögðu er frábært að fá Falcao og vonandi hendir LVG Rooney á miðjuna, en með tvo meiðslagjarna menn hefði verið gott að halda öðrum þeirra en ég hef mikla trú á Wilson og nú reynir á hann.
Karl Gardars says
Wilson…. @ Tony:
Karl Gardars says
Verður flottur. Átti þetta að vera. :)
Runólfur says
Er ég sá eini sem pirrar mig á því þegar menn líkja eyðslu United við eyðslu City/Chelsea? Munurinn er sá að peningarnir sem Manchester United eyddi í leikmenn eru peningar sem Manchester United á, peningar sem liðið hefur sparað síðustu ár. Ég meina, Stoke er í meiri mínus hvað varðar kaup/sölur leikmanna síðan 2008 heldur en MANCHESTER UNITED! Á meðan eru allir þessir peningar sem Chelsea og City eyða að koma beint úr vösum eigandanna – félögin sjálf eiga ekki krónu. Ótrúlegt hvað menn geta verið rosalega vitlausir alltaf hreint :)
eeeinar says
@ Runólfur:
Þetta er akkúrat málið. Glazers hafa verið að pocket’a pening sem hefði átt að fara í uppbyggingu undanfarin ár.. liðið á algjörlega tilkall til að nota þessa skrilljónir sem reksturinn hefur skapað undanfarin ár. Við höfum svigrúm til að eyða hundruð milljóna sterlingspunda (og hefðum auðveldlega getað keypt Falcao í þessum glugga) án þess að hafa miklar áhyggjur af FFP.
það var alveg komin tími að setja almennilegan pening í styrkingu. Viðbrögðin hjá öðrum stuðningsmönnum eru líka alltaf frekar fyndin, nánast í hvaða scenario sem er:
United verslar : PANIC kaup – Man. Utd. að eyðileggja fótboltann etc. etc.
United kaupir EKKI: Engin metnaður – United ekki lengur relevant – United getur ekki lengur keppt við önnur lið um heitustu leikmenn etc. etc.
:)
Atli says
Varela farinn á lán til Castilla, varaliđs Real Madrid stendur á transfer centre.