Það er landsleikjahlé og það er ekkert að gerast. Ekki örvænta! Vegna vaxandi vinsælda síðunnar og eftirspurnar kynnum við til leiks Podcast Rauðu djöflanna! Við stefnum á að gera nokkra svona þætti reglulega yfir tímabilið og áfram ef viðtökur verða góðar.
Njótið!
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podcast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes Gerast áskrifandi í öðrum forritumAð þessu sinni ræddu Tryggvi Páll, Magnús og Sigurjón um það sem af er liðið tímabils, leikmannagluggann í heild sinni auk þess sem spáð var aðeins í spilin varðandi það sem er framundan hjá liðinu.
MP3 niðurhal: 1. þáttur
Sindri Sigurjónsson says
Lýst mér á ykkur
Narfi Jónsson says
Vel gert, þessi síða verður bara betri og betri.
Jón says
Váa þvilíkt sem maður hefur beðið eftir þessu.. var kominn tími á þetta haldið áfram það á bara fleiri og fleiri eftir að hlusta a þetta! :)=
Ottó says
Vel gert drengir, virkilega ánægður með þetta framlag!
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Frábært, hlakka til að hlusta á þetta í kvöld þegar maður klárar vinnuna :)
Oskar Bjarnason says
Snilld! Frábær viðbót við frábæra síðu.. Gott framtak!
Óskar Óskarsson says
virkilega vel gert ! get ekki beðið eftir næsta podcasti
Hanni says
Flott hjá ykkur. Þetta var bara alveg hið ágætasta podcast.
Sigurjón Arthur says
Glæsilegt hjá ykkur eins og allt annað sem er í anda Manchester United :-)
Hafsteinn H Hafsteinsson says
Sælir strákar og til lukku með góðan þátt. Ég var ögn hissa á því að þið rædduð ekki eitt stærsta vandamál 3 manna varnarinnar eða kerfisins 3-5-2. Einn galli þessa kerfis er að það er bara einn úti á vængnum hvoru megin og það er ein stærsta ástæða þess að við erum ekki að komast upp í hornin til að senda fyrir, það vantar overlap frá bakvörðum. Með þriggja manna vörn fáum við ekki bakverðina lengur til að styðja við sóknina.
Ég vona að við förum fljótlega að færa okkur yfir í 4-3-3 frekar en að halda í þriggja manna vörnina.
Tryggvi Páll says
Takk fyrir góðar viðtökur. Við munum reyna að gera þetta reglulega og það verður vonandi meira kjöt á beinunum þegar við verðum allir á línunni. Í þessum þætti völdum við að eyða mestu púðrinu í félagaskiptagluggann, einfaldlega vegna þess að hann var svo risastór. Næstu þættir munu líklega snúast meira um spilamennsku liðsins og þá köfum við kannski betur ofan í þær uppstillingar sem liðið spilar.
N says
Glæsilegt framtak.
eeeeinar says
Frábært! Virkilega góð síða sem er komin í internet routínuna mína :)
Að öðru verra, ég HATA landsleikjahléið! Nú er var það Phil Jones.. „Worryingly for United, Jones limped off with what looked like a hamstring pull 13 minutes from time“
Siggi says
Þetta var fínt en ég veit að gengið hefur verið ömurlegt en af c.a 70 mín þá fóru c.a 5 mín um að ræða þessa deildarleiki sem eru búinir, hefði viljað kafað aðeins dýpra í það.
Þetta var samt góður gluggi og fínt að tala um hann en það má ekki gleyma drulluni það sem af er tímabils og ýta því undir teppi.
Jón Sæmundsson says
Flottur þáttur strákar!