Jæja, þá höfum við svarið við hvort QPR leikurinn var ný byrjun: VIð eigum eina bestu sókn í deildinni en einhver slakasta vörn deildarinnar er líka okkar. Þetta var hreint skelfilegt. Og einhver versta dómgæsla sem maður hefur séð var ekki að hjálpa
Eins og ég spáði í gær var það Mata sem þurfti að víkja fyrir Falcao. Skv. Van Gaal var hann ekki nógu ánægður með frammistöðu Rooney sem framherja og Mata sem miðjumanns og því breytti hann til.
Lið Leicester leit svona út
Byrjunin var frekar brösugleg hjá United, Leicester byrjuðu af sama skapi af krafti og leyfðu United ekki að byggja upp spil en sóttu sjálfir þokkalega. Þó kom að því að United héldu boltanum aðeins og þá átti Di María glæsilega stungu inn á Robin van Persie sem átti slakt skot beint á Kaspar Schmeichel. Mínútu seinna tókst honum ekki að stjórna bolta sem Falcao gaf fyrir eftir góða vinnu á kantinum, en það kom ekki að sök því að mínútu eftir það skoraði Van Persie. Aftur kom Falcao upp vinstra meginn, snéri varnarmann auðveldlega af sér og gaf frábærlega fyrir og Van Persie skallaði inn á móts við fjærstöngina. Réttum þrem mínútum síðar kom annað markið. Í þetta sinn var það Wayne Rooney sem gaf fallega á Di María sem sá að Scmeichel var of framarlega og skoraði með frábærri vippu. Di María hafði sjálfur byrjað þetta með fínu spili upp miðjuna áður en hann gaf á Di María.
En það tók aðein 70 sekúndur fyrir Leicester að minnka muninn. Vardy fór framhjá Rojo, gaf fyrir af endamörkum, eða hugsanlega eftir að boltinn var farinn útaf, og Ulloa var aðeins of langt frá Rafael og gat skallað óhindraður í netið. Ekki góð vörn hjá Rafael, og setja mátti spurningamerki við staðsetningu Evans.
Eftir þennan hasar róaðist þetta aðeins og United fór að ná tökum á leiknum. Leicester voru þó ekkert á því að gefa eftir.
Chris Smalling kom inná fyrir meiddan Evans eftir 29 mínútur. Ekki lofaði það góðu fyrir vörnina sem hafði verið frekar brothætt. Fátt gerðist markvert síðasta kortérið í hálfleiknum, United var heldur betra og Tyler Blackett var áfram áberandi bestur í vörninni, átti m.a. glæsilega tímasetta tæklingu inni í teig sem hefði leitt til marks eða vítis ef hún hefði klikkað.
Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og Falcao bjó til eitthvað úr engu þegar hann fékk sendingu frá Rooney inn í teiginn, skotið sem hann tók var gríðarerfitt en engu að síður nógu gott til að boltinn skall í slánni.
United hélt uppi góðri pressu og á 57. mínútu átti Rooney skot sem var blokkað, boltinn út til Rafael sem gaf fyrir, boltinn fór framhjá öllum, endaði hjá Van Persie sem gaf út. Þar var Di María sem skaut og Herrera slæmdi hælnum í skotið. Schmeichel átti auðvitað alls ekki von á því og boltinn rann óhindraður í netið.
Mark Clattenburg ákvað síðan að þetta gengi ekki og gaf Leicester víti. Langur bolti upp kantinn var hættulítill þangað til Vardy hrinti Rafael í burtu. Vardy fór inn í teig, vissi af Rafael fyrir aftan sig, steig fyrir framan Rafael og dýfði sér. Nugent skoraði úr vítinu. Sturluð dómgæsla.
Og það versnaði mínútu síðar þegar Esteban Cambiasso jafnaði með flottu skoti úr teignum, vörnin illa á verði. Leicester tók öll völd á vellinum í nokkurn tíma eftir þetta, United enn í algeru sjokki.
Á 71. mínútu skiptu bæði lið um leikmenn. Cambiasso fór útaf fyrir Leicester og Adnan Januzaj kom inná fyrir Falcao. Tök Leicester á leiknum minnkuðu nokkuð við þetta þó að King ætti alltof gott færi skömmu seinna. Síðasta skipting United var Juan Mata inná fyrir Ángel Di María sem hafði átt frábæran leik.
Á 79. mínútu kom svo reiðarslagið. United var að gaufa á miðjunni, Rojo gaf á Mata sem var ekki vakandi, De Laet potaði boltanum í burtu frá honum og steðjaði svo up kantinn, gaf inn og þar var Vardy algerlega óvaldadur og átti auðvelt með að senda boltann framhjá De Gea. Skelfileg mistök, skelfileg varnarvinna.
Enn versnaði þetta. Langur bolti kom fram, Vardy ýtti á bak Blackett (má það bara?) náði boltanum og fór inn í teig, Blackett kom á eftir og tklaði hann klaufalega án þess að fara í boltann. Rautt og víti sem Ochoa skoraði úr.
Það hefði kannske mátt vonast til að eitthvað gerðist eftir þetta ekki síst fyrt sex mínútum var bætt við leikinn en fyrst Di María var farinn útaf og Robin van Persie og Wayne Rooney voru jafn góðir og í fyrra þá var það ekki raunhæft. Það þurfti meira að segja verulega nauðvörn hjá United til að halda þessu niðri.
Björtu hliðarnar í leiknum voru auðvitað nokkrar, áður en allt hrundi. Di María er besti leikmaður sem ég ef séð hjá United síðan Ronaldo fór, Falcao var fjörlegur framan af og Van Persie var skárri með Falcao en maður hefur lengi séð hann með Rooney. Á móti kom að kraftabolti Leicester yfirkeyrði miðjuna og vörnina. Blackett átti einna skástan leik af varnarmönnunum áður en hann gerði alger byrjendamistök. Rojo var næsta ósýnilegur og Rafael gerði mistök.
Hitt er svo annað mál að Vardy braut af sér í tveimur mörkum og var líklega kominn útaf í því þriðja en Clattenburg er líklega hrifinn af good old English style football og lét þetta sleppa.
Nema hvað, næsti leikur er West Ham eftir viku. Evans gæti verið meiddur, Blackett verður í banni og það má búast við Rojo eða Blind í miðverðinum. Það er óhætt að setja pening á að það verði skorað í þeim leik, og það fleiri en eitt mark.
Elías Kristjánsson says
Uss, þetta er rosalegt……þvílíkt byrjunarlið. Verður athyglisvert að sjá.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Rosalegt byrjunarlið en samt pirrar það mig eitthvað að Mata var tekin út þar sem hann hefur verið að gera mjög góða hluti finnst mér. Vona að hann fá sanngjarnt tækifæri að komast aftur inn
DMS says
Ef sanngirnin hefði ráðið för út frá frammistöðum leikmanna þá hefði RvP misst sæti sitt. En við vitum nú allir að RvP er gulldrengur LvG þannig að þetta kemur svo sem ekkert á óvart. En maður er leiður fyrir hönd Mata sem hefur verið að spila vel. Það er þá eins gott að RvP réttlæti veru sína og sýni hvað í sér býr, hann hefur verið skugginn af sjálfum sér undanfarið. En mér líst engu að síður hrikalega vel á þetta lið, það er gríðarlega sterkt á pappír.
Ívar says
Er einhver með flash stream sem virkar? :)
Lurgurinn says
Skil bara ekki afhverju Mata er ekki inná, RVP hefur ekkert sýnt og ekkert getað það sem af er á þessu tímabili. Held hreinlega að það hafi bara verið mistök að skila honum ekki til Nallaranna og halda í DW.
Vona að hann troði sokk uppí mig í dag og skori þrennu, en miðað við síðustu frammistöður þá stórlega efa ég það.
Ægir says
Er LVG ekki bara að hafa smá rotation fram á við, býst varla við því að Rooney Persie og Falcao spili alla leikina sem eftir eru.
Lurgurinn says
@ Ægir:
Jah ef þeir hanga heilir þá sé ég því ekkert til fyrirstöðu, það er ekki eins og leikjaálagið sé að drepa okkur þetta árið ;)
DMS says
Spurning hvort að sóknarmennirnir okkar þurfi ekki að taka upp sama system og varnarmennirnir okkar. Vörnin hjá okkur sér alveg um það sjálf að rótera sér reglulega, Evans, Jones, Rafael og Smalling skiptast á að meiðast reglulega. Núna skipti Evans sér út af fyrir Smalling.
Björn Friðgeir says
Með sama áframhaldi fer Carrick í miðvörðinn þegar hann verður orðinn heill
Bragi Skafta says
Það er eins og að Van Gaal hafi ýtt á svindltakkann í Football Manager. Þvílík sókn.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
The Fear Factor er back :D
Lurgurinn says
Hvað gerðist?
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Jæja, eins gott að við skorum fjórða markið
Heiðar says
Clattenburg og co. ekki með okkur í liði í dag frekar en oft áður. Stór spurning um hvort boltinn hafi verið kominn út af í fyrsta marki leicester og svo þarf ekki einu sinni að ræða um vítaspyrnumarkið.
Ingvi says
Fokkings Clattenburg
DMS says
Eruði að grínast? Hvernig í fjandanum gat Mark Clattenburg, jafn reyndur dómari, dæmt víti á þetta? Shit, eitthvað yrði nú sagt ef þetta væri öfugt og t.d. Young-arinn hefði veitt svona víti. Þetta var svo augljóst að maður þurfti ekki einu sinni að sjá replay til að sjá að þetta var augljós dýfa, og brot á Vader þarna rétt áður á Rafael þegar hann notar hendina til að ýta honum.
Fyrstu tvö mörk Leicester mjög umdeild, þá sérstaklega síðara sem er bara hreinlega rangur dómur.
Nú reynir á okkar menn að sýna karakter og klára þetta þrátt fyrir mótlætið. Koma svo!
DMS says
Vader = Vardy átti þetta víst að vera
Hjörvar Ingi Haraldsson says
:( :( :(
Lurgurinn says
Ok ég er hættur að horfa núna…
DMS says
Clattenburg – what a douche!!!
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Hætti ekki að horfa, en er ekki í góðu skapi
lampamaðurinn says
Ég mun ekki geta sofið í nótt. Það eru ekki til nógu mörg blótsyrði í íslensku tungumáli til að lýsa því hvernig mér líður núna.
Lurgurinn says
5-3 virkilega? Á móti fokkings Leicester?
Djöfulsins brandari!
Hjörtur says
Hættur að horfa, niðurlæging með aðstoð dómarana.
Ingvi says
Clattenburg er ræfill. Hleypit L inní leikinn með gefins víti. En hann er ekki meiri ræfill en öftustu 4 hjá utd. Þvílík hörmung að horfa uppá þetta.
DMS says
Að skora 3 mörk gegn Leicester á útivelli ætti alltaf, ég fullyrði, ALLTAF að vera nægilega mikið til að hirða 3 stig.
Að sjá Vardy hlæja þarna á bekknum núna undir lokin er ógeðslegt. Viðsnúningurinn hófst eftir þetta skíta gjafavíti. En gleymum því samt ekki að okkar menn svöruðu ekki mótlætinu.
Það er samt hrikalega sárt að fá ekkert út úr þessum leik, oft á tíðum flott spilamennska hjá okkur en það þarf klárlega að þétta vörnina. Mér finnst Evans og Smalling ekki alveg vera í þeim standard að geta verið með fast byrjunarliðssæti, en þeir eru líka alltaf að stíga upp úr meiðslum. Blackett er enn ungur og var búinn að eiga ágætis leik þar til skitan hófst eftir vítið. Vonum að með tíð og tíma að þeir slípist saman en það að þessir ágætu varnarmenn okkar meiðast í sífellu og ná aldrei góðu runni í leikformi er ekki að hjálpa okkur. Hvenær er Jones væntanlegur aftur?
silli says
RVP er of hægur fyrir þessar rosalegu sendingar – ég hefði viljað fá Mata inn fyrir hann í hálfleik og setja Rooney upp á topp með Falcao.
2 ókeypis mörk frá dómara.. Fram að grín-vítinu fannst mér vörnin standa sig alveg þokkalega.
Og hvers vegna í ósköpunum var krakkinn settur inn á í þessari stöðu?
Emil says
jahérna … það er freistandi að kenna dómaranum um eeeennnnn hvað gerðist eiginlega síðustu 30 mín?
Hjörtur says
Hvar var vörnin í fimmta markinu? Skrapp hún í kaffi eða hvað?
Keano says
Þetta hlýtur að vera vondur draumur, missti af leiknum vegna vinnu var að koma heim og sjá þetta. Hvað var í gangi í vörninni eiginlega. Erum búnir að kaupa fullt af mönnum fyrir morðfé og maður væntir meiri árangurs en þetta. Þetta er fo**** Leicester fjandinn hafi það.
Tony says
Ég er hreinlega orðlaus eftir leikinn. Ótrúlegt að varnarleikurinn hafi orðið svona hrikalega slappur í leiknum. Við hverju á maður að búast þegar varnarmenn okkar eru úr postulíni? Varnarleikurinn virkaði óöruggur allann leikinn og versnaði gríðarlega við meiðsli Evans. Ég hreinlega get ekki séð liðið eiga breik í deildina fram að áramótum ef menn fara ekki að hætta að drulla upp á herðablöð þegar þeir mæta aggressívum framherjum og manna sig upp, skeina sér almennilega fyrir næsta leik. Ef fram heldur sem horfir verður liðið að skora eins og 3-4 mörk í leik allavega til þess að geta sigrað.
En allavega var flott að sjá liðið fram á við framan af, fyrsta klukkutímann eða svo. Skiptingar Van Gaal virkuðu ekki neitt og ég skil ekki að hann hafi sett Mata inn fyrir Di Maria, í stöðunni 3-3 þar sem hann hafði verið lang hættulegasti maðurinn í liðinu. Hvað þá að henda ekki Rooney niður á miðjuna frekar.
Ég ætla ekki að eyða púðri í nefna þennan dómara. Við töpuðum af því að vörnin var skilin eftir í Manchester.
Kristjans says
Random thougts eftir leik:
Ég set spurningarmerki við fyrsta mark Leicester – Horfði á leikinn á SKY og Graeme Souness taldi vel líklegt að boltinn hefði verið farinn út af þegar fyrirgjöfin kom. Souness og Redknapp gagnrýndu línuvörðinn fyrir að halda ekki hlaupinu áfram, það er líkt og hann stoppi af ótta við að fá leikmennina í sig.
Hvað var Clattenburg að hugsa þegar hann dæmdi fyrra víti Leicester? Ef Rafael var brotlegur innan teigs, hvernig var þá EKKI hægt að dæma á Vardy þegar hann fór stuttu áður í Rafael? Ég hefði betur skilið þetta ef þetta hefði verið öfugt; að Rafael hefði keyrt í Vardy, líkt og Vardy keyrði í hann. En þetta sýndir ekki bara það að Man Utd fær enga dóma „með“ sér, ef maður getur orðað það þannig. Ætla ekki að búast við einhver vafaatriði falli okkar mönnum í hag.
Nú vantar Ferguson til að tjá sig um þessa dómgæslu…
Er Blackett farinn í þriggja leikja bann eftir þetta rauða spjald?
Mikið svakalega vantar leiðtoga í vörnina.
Rojo er ekki búinn að vera heilla mig sem vinstri bakvörður, fær ekki Luke Shaw tækifæri núna?
Siggi says
Hvaða helvítis bull er þetta.
Það þíðir ekkert að kenna dómaranum um þegar lið fær á sig 5 mörk.
Jú hann átti að dæma brot þegar Rafel var keyrður niður en Rafel er of vitlaust og kom á fleygi ferð á eftir leikmanninum sem datt auðveldlega niður og dæmd Soft víti en þetta leit út eins og pirraður Rafel í hefndaraðgerðum . Rafel verður að vera klókari en þetta þótt að þetta átti ekki að vera víti.
Þarna er staðan 2-3 fyrir Man utd og það er ekkert sem afsakar það að heimamenn taka öll völdinn á vellinum og skora 3 mörk tilviðbótar og Utd fá varla færi það sem eftir lifir leiks.
Leikmenn og þjálfari einfaldlega drulluðu á sig í þessari stöðu. Liðið var að skilja lélega varnamenn einn á einn í stðainn fyrir að miðjumenninir hjálpuðu þeim smá.
Liverpool að drulla á sig, Tottenham að drulla á sig og hvað gerir liðið í dag jú það drullar líka á sig.
Ekki fara að búa til einhvern helvítis grátkór um dómaran eftir svona leik, hann var lélegur en það má ekki gleyma því að heimamenn áttu þetta einfaldleg skilið og voru miklu grimmari eftir að staðan var 3-1.
5 stig gegn Leiscester, QPR(lélegast lið deildarinar), Burnley, Sunderland og Swansea. Þetta er auðvita skelfilegur árangur og líka með þetta rosalega lið.
Ég hefði treyst David Moyes til þess að ná í fleiri en 5 stig með þetta lið úr þessum leikjum og er þá mikið sagt. Hvað gerist þetta stóruliðinn koma og þetta fljúgandi start er sem maður sá í spilanum er farið út úr gluggan
Björn Friðgeir says
Það er jafn leiðnlegt að grenja útaf meintu grenji yfir dómaranum og það er að grenja yfir dómaranum.
Malli says
Þetta sýnir bara að þú kaupir þér ekki annað Sjónvarp þegar þér vantar Potta og Pönnur í Eldhúsið. Rafael, Blackett og Evans eru alltof óstöðugir, og hvernig er Rafael enþá Byrjunarliðsmaður hjá svona stórum klúbb? Greindarvísitalann í Núllinu.
Björn says
Það segir allt um hversu fáranleg dómgæslan var að menn eru ekki einu sinni að minnast á rauða spjaldið sem De Laet átti að fá…. Hann gaf þeim eitt mark, tvö víti og sleppti pjúra rauðu spjaldi!!! Hef held ég aldrei séð annað eins.
Keano says
Set spurningarmerki við þjálfarann eftir þennan leik. Fannst eitthvað rangt við að kaupa Falcao í lok gluggans þegar það eina sem að við þurftum þá voru almennilegir varnarmenn og varnartengiliður. Van Gaal heldur kannski að með þessa sóknarlínu þá þurfi ekkert að verjast, bara að skora fleiri mörk heldur en andstæðingurinn. Það gæti virkað í Hollensku deildinni en ekki í þeirri Ensku þar sem enginn leikur er gefins. Verð samt að viðurkenna að ég hélt að við yrðum ofarlega í deildinni eftir fyrstu umferðirnar þar sem byrjunarprógrammið okkar leit mjög létt út á blaði. Guð hjálpi okkur þegar að við förum að spila við stóru liðin.
afglapi says
Gaf þeim tvö víti? Hvað er vitaspyrna ef ekki seinna vítið?
Vissulega var fyrra vítið rangur dómur, en Vardy fer niður um leið og Rafael fer út með hendina. Sérlega heimskulegur varnarleikur og frá sjónarhorni dómarans leit þetta út fyrir að vera víti.
DMS says
Tottenham tapar fyrir WBA á heimavelli, Everton tapar fyrir C.Palace á heimavelli, Liverpool tapar fyrir West Ham með 2 mörkum og það sama á við um okkur gegn nýliðum Leicester. Þetta er bara enska deildin í hnotskurn, það er ekkert gefið í þessu.
Auðveld byrjun eða ekki á pappír, eins og LvG sagði þá er skárra að mæta nýliðum deildarinnar seinna á tímabilinu því þeir eru oft dýrvitlausir og vel peppaðir snemma á tímabilinu. Það kom greinilega í ljós eftir að þeir komust aftur inn í leikinn í stöðunni 3-2, þeir vildu þetta meira en við.
Ég er samt ánægður að sjá viðtölin við Van Gaal eftir leik. Hann er meðvitaður um vandamálin og það þarf að bæta úr þeim. Eitthvað sem Moyes hefði aldrei sagt, heldur bara hrósað liðinu fyrir 3 mörk skoruð og „góða“ spilamennsku. Það er hinsvegar synd að markið frá Di Maria fái ekki meiri umfjöllun enda skyggja úrslitin á það, þvílík afgreiðsla hjá manninum!! Þegar hann fer af stað með boltann þá er hann alltaf líklegur til að láta eitthvað gerast, ótrúleg boltameðferð hjá þessum magnaða leikmanni.
siggi utd maður says
Ég held að við verðum að venjast nokkrum svona úrslitum í vetur. Það eru svo margir nýjir leikmenn að það mun taka tíma að skapa liðsheild.
Svo er United liðið bara brothætt í augnablikinu. Fóru á taugum við að fá annað markið á sig. Það sást best á sendingu Rooney sem var ekki á neinn leikmann og Rojo tæklaði boltann í innkastið sem leiðir að jöfnunarmarkinu. Svo öskraði Rooney bara á vörnina fyrir að halda ekki haus.
Að mínu mati voru skiptingarnar og uppstillingin á liðinu fyrir leik eitt allsherjar klúður.
Ég vona að ég þurfi að éta þessi orð ofan í mig, en ég hef enga trú á tígulmiðju. Þegar þú lendir á alvöru könturum og sókndjörfum bakvörðum, lendiru í veseni.
En vá hvað Di María er góður í fótbolta.
Björn says
@ afglapi:
Vardy brýtur á Blackett þegar hann er að fara að skalla boltann í burtu, þannig sleppur hann í gegn gat ekki verið mikið augljósara. Ýtir aftan á hann með báðum höndum.
Keane says
Sást svart á hvítu í dag að það verður að byggja á solid varnarleik, slæmt að missa Evans meiddan ofan á allt annað, sjálfstraustið og trúin er ekki mikil ef menn lenda í mótlæti, það er gríðarlegur mínus. Menn verða að halda haus þó einhver dómgæsla sé ekki eins og menn vilja.
Helvítis basl er á þessu…
Karl Gardars says
Gleymum ekki þegar de laet keyrir di maria ut af vellinum. Ég gat ekki með nokkru móti séð að hann væri að hugsa um boltann þarna. Svona lagað getur farið illa og á að spjalda undantekningalaust.
Persónulega kaldhæðnisdjóka ég oft með orðið „dómaraskandall“ en þessi leikur hjá Clattenburg var sá lélegasti sem ég hef séð hjá dómara í háa herrans tíð. Og þessar 6mínútur í lokin voru bara til að pirra mann meira.
Breytir því ekki að varnarvinnan var ömurleg vægast sagt og Leicester áttu eitthvað skilið úr þessum leik sé tekið mið af því. Einnig finnst mér RVP vera að klúðra dead easy færum sem hann á að heita master í.
Ottó says
Það er ekki oft sem maður sér að í fyrstu 5 leikjunum hafi 4 stór atríði fallið gegn United.
1) Víti í lokin á móti Swansea þegar Januzaj krossar og boltinn fer beint í höndina á varnarmanninum
2) Víti í lokin á móti Burnley þegar varnarmaðurinn grípur næstum því boltan.
3) Boltinn klárlega farinn útaf í fyrsta marki Leicester
4) Klárt brot á Rafael áður en dómarinn dæmir mjög ódýrt víti.
Mér finnst vanta að menn láti almennilega heyra í sér í fjölmiðlum eftir leiki eins og sást á tíma Sir Alex. Hræðsla dómara við hann gerði það mjög oft að verkum að vafaatríði féllu með United.
Trúi reyndar ekki öðru en að Van Gaal eða Rooney láti Clattenburg heyra það
Robbi Mich says
Það vantar leiðtoga í liðið, algjöran herforingja. Rooney er enginn leiðtogi, hann er oflaunuð og ofdekruð prímadonna. Á stundum eins og þessum þá á fyrirliðinn að stappa stálinu í liðið en ekki ráðast á yngsta og óreyndasta leikmanninn – því mistök gerast, sérstaklega hjá óreyndum leikmönnum.
Eins sætt og það var að fá Falcao til liðs við okkur, þá skil ég ekki forgangsröðunina hjá stjóranum og Woody. Það þurfti og þarf ennþá nagla í vörnina. Má ekki setja Blind þar eða jafnvel Fellaini? Miðjan er nógu vel mönnuð um sinn til að Blind geti dottið aftur og reddað hlutunum þar.
Hippo says
Hvað sem öðru líður var dómarinn ekki lakasti maður vallarins í dag.
Liðið var heilt yfir slakt, en það er svona „individual brilliance“ í gangi sem á góðum degi getur bjargað þessu.
Þórhallur Helgason says
Helv… dómarinn sem skemmd… nei, nenni ekki svona blórabögglaleik, United klúðraði þessu algjörlega upp á eigin spýtur…
Jú, jú, það má færa rök fyrir því að mögulega hafi boltinn verið farinn útaf í fyrsta markinu hjá Leicester, brotið hafi verið á Rafael í öðru markinu og bakhrinding í því fimmta en það afsakar ekki þetta andlega gjaldþrot sem verður á liðinu þegar það fær dæmt á sig vítið. Fram að því var þetta bara rútínu leikur, ekkert að gerast og þó svo Leicester minnki muninn átti það ekki að breyta neinu, bara áfram með smjörið. En nei, í staðinn skíta menn bara í brók og gefast upp.
Ætla samt ekkert að taka af Leicester, þeir spiluðu vel og áttu sigurinn skilið, United þarf hinsvegar alvarlega að endurskoða sín mál…
Bjarni Ellertsson says
Ég segi það enn og aftur, droppa Rooney á miðjuna til að vinna skítverkin. Hann er eini maðurinn í liðinu í dag sem getur það, sent Scholes sendingar um allan völl og stungið sér inn í vítateiginn ef þarf. Það er sorglegt að sjá lið skipað stjörnum hægri vinstri verða „bullied“ af miðlungsliði. Varnarmennirnir eru því miður slakir, hvort þeir fá lítinn stuðning eða ekki, vantar alveg reynslubolta til að stjórna henni, gef Blackett og Rojo séns vegna aldurs og að vera nýliðar en hinir eru því miður meiðslapésar og vantar alla tækni með og án bolta. Svo er algengara en ekki að þegar menn tjá sig í fjölmiðlum um að „Utd sé besti klúbburinn“ og menn vilja spila þar til æviloka (Rafael það nýjasta) þá drulla menn upp á bak í næsta leik. Hver verður það næst. Menn ættu að taka meistara Scholes til fyrirmyndar, allt of margir sem básúna og geta svo ekki staðið við neitt þegar á hólminn er komið.
DMS says
Nkl Bjarni, less talk, more action. Þannig hafði meistari Scholes það alltaf.
En ég held að Gary Neville hafi hitt naglann á höfuðið í umfjöllun sinni. Varnar-og miðjumenn United eru of linir. Það vantar meiri hörku í þá. Við vorum eitt sinn með grjótharða nagla eins og Stam, Keane og Vidic sem gáfu ekki tommu eftir. Menn fóru heim lemstraðir og með marbletti eftir rimmur við þá. Núna látum við gamaldags enska framherja (Vardy) vinna öll einvígi gegn okkur.
Í næsta leik vil ég sjá Shaw í vinstri bak og prófa að færa Rojo í miðvörðinn. Blackett verður í banni, Evans meiddur, Jones meiddur. Ætli Smalling taki ekki upp á því að meiðast svo fljótlega, það er alveg að fara að koma tími á hann að detta í meiðsli aftur.
Menn verða að mæta í næsta leik með blóð á tönnunum. West Ham munu mæta fullir sjálfstrausts á Old Trafford og láta finna fyrir sér.
Malli says
Ef Menn ætla sér að væla yfir því að það sé brotið á Rafael þá geta Menn alveg eins viðurkennt að þetta hafi verið Víti. Finnst þetta Mjög svipuð einvígi bæði tvö þar sem Báðir keyra inn í hvorn annann, en Clattenburg ekki samkvæmur sjálfum sér. En samt sem áður, Annaðhvort var hvorugt brot, eða bæði.
silli says
Malli skrifaði:
..einmitt. – Þess vegna hefði í hvorugu tilfellinu átt að dæma víti ;)
Það verður gaman að sjá dýrvitlaust lið taka í West Ham um helgina… allavega trúi ég ekki öðru en að menn mæti brjálaðir til leiks.
Hjörtur says
Mín skoðun er sú að vörnin fái oft á tíðum alltof litla hjálp frá öðrum leikmönnum, maður sér það hjá öðrum liðum hvað leikmenn eru fljótir að hafa sig til baka og aðstoða varnarmenn þegar sókn þrýtur. Svo vantar leiðtoga þarna í vörnini sem rífur menn áfram, og eins man ég hvað VDS var duglegur að hvetja menn þegar hann stóð milli stangana.
Ingi Rúnar says
Loksins orðin rólegur, fuck it. Næsti leikur takk takk