Ég veit ekki alveg hvernig mér á að líða eftir þennan leik. 1-0 tap gegn City er ömurlegt, það er óþolandi að tapa á móti þessu liði. En þegar maður horfir heildstætt á leikinn er erfitt að vera mjög brjálaður. Að klára leikinn einum færri með miðjumann, kantmann og algjörlega óreyndan miðvörð í öftustu fjórum og vera svekktur með að United skyldi ekki að minnsta kosti stela stigi er eiginlega alveg fáranlegt. Blendnar tilfinningar.
Louis van Gaal hélt sig við svipaða uppstillingu og gegn Chelsea. Valencia kom inn fyrir meiddan Rafael, það var eina breytingin.
Bekkur: Lindegaard, McNair, Carrick, Fletcher, Herrera, Mata, Wilson.
Framan af var þetta tiltöluleg jafnt. City menn lágu til baka, leyfðu United að spila boltanum og beittu skyndisóknum. City-menn voru hættulegri og þessar skyndisóknir voru ansi beittar. David de Gea þurfti að verja vel í þrígang eftir ágætis færi United en United-menn létu ekkert valta yfir sig og leikurinn var bara þokkalega jafn. Það breyttist allt þegar heilinn á Chris Smalling fór í tímabundið leyfi. Hann fékk afskaplega og gjörsamlega óþarft gult spjald fyrir að fara fyrir útspark Joe Hart. Hann virðist þó ekki hafa tekið eftir því að hann hafi fengið spjaldið því skömmu seinna fór hann í afskaplega glannalega tæklingu. Honum til varnar var hann skilinn einn eftir af Valencia við vítateigshornið en maður myndi búast við því að maður á gulu spjaldi myndi ákveða að fara varlega í sakirnar. Neibb, okkar maður dembdi sér í tæklinguna gegn Milner, missti af boltanum en ekki af manninum. Auðveld ákvörðun fyrir dómara leiksins, seinna gula. Við einum færri út leikinn.
Það var stutt í hálfleikinn þegar Smalling fékk að fjúka og City-menn pressuðu grimmt út háfleikinn. Okkar menn héldu út, Carrick kom inn í miðvörðinn og staðan var 0-0 í hálfleik. 0-0, manni færri. Eftir þetta hugsaði maður bara: Þið verðið að halda þetta út. Einum færri gegn City, eitt stig er fínt. Á þessu tímapunkti samanstóð vörnin okkar af hægri kantmanni, miðjumanni sem var að spila sinn fyrsta leik eftir löng, meiðsli og Rojo og Shaw. Það breyttist fljótlega. Á 55. mínútu fór Rojo í frekar sakleysislega tæklingu en verandi varnarmaður United fór hann auðvitað úr axlarlið. Þetta er löngu hætt að vera fyndið. Paddy McNair kom inn á og þá samanstóð varnarlínan okkar af hægri kantmanni, miðjumanni sem var að spila sinn fyrsta leik eftir löng meiðsli, varnarmanni sem hafði spilað tvö leiki til þessa og Luke Shaw. Þetta er fáranlegt.
Á þessum tímapunkti vonaði maður bara að City myndi ekki gjörsamlega ganga frá okkur eins og þeir hafa gert annaðslagið undanfarin tímabil. Skömmu eftir að McNair kom inná kom svo sigurmark City. Fínt spil upp kantinn, McNair sofnaði á verðinum og Aguero smellti honum í netið. Eftir þetta færðist samt smá kraftur í okkur menn. Það skiptir svo sem ekki máli hvort maður tapar 3-0 eða 1-0 þannig að United-menn fóru að taka meiri sénsa og með smá heppni hefðu United vel getað stolið að minnsta kosti einu stigi. Robin van Persie átti fína tilraun að marki en Hart var vel á verði. Rooney rölti svo þægilega í gegnum vörnina en í staðinn fyrir að skjóta í fínu færi ákvað hann að dútla eitthvað með boltann. Skrýtin ákvörðun hjá fyrirliðanum en boltinn barst þó til Di María sem átti gott skot en aftur var Hart vel á verði. Fellaini fékk svo afspyrnu fínt skallafæri fyrir framan markið en boltinn fór í öxlina á honum og framhjá. Þrjú mjög fín færi og með smá heppni hefði United getað skorað a.m.k eitt mark. Heppnin hefur þó líklega klárast þegar United slapp við að fá á sig víti í leiknum. Dómari leiksins hefði vel getað dæmt vítaspyrnu í þrígang en í öll skiptin slapp United með skrekkinn.
Við pressuðum svo í lokin, fengum hornspyrnur og aukaspyrnur en ekkert gekk og City-sigur staðreynd.
Eins og leikurinn spilast er erfitt að vera gríðarlega ósáttur með leik liðsins. Chris Smalling gerði sig sekan um afspyrnu heimskuleg mistök og það kostaði okkur þennan leik. Með 11 menn og sömu varnarlínu hefðum við vel getað farið með þrjú stig heim, að minnsta kosti eitt.
Á köflum var spilamennskan fín og það er augljóst að liðið er að bæta sig hægt og rólega undir stjórn Louis van Gaal. Vandamálið er hinsvegar varnarlínan. Það er ekki hægt að tala um hversu góðir eða lélegir einstakir varnarmenn okkar eru þegar Louis van Gaal getur ekki stillt upp sömu varnarnlínunni leik eftir leik. Nú þarf hann enn á ný að stokka upp í varnarlínunni vegna meiðsla og leikbanna. Þetta er óþolandi ástand. Doron Solomon orðaði þetta best:
Until we have something resembling a settled and proper back four, van Gaal is unfortunately fighting a losing battle.
— Doron Salomon (@DoronSalomon) November 2, 2014
Menn geta gagnrýnt Louis van Gaal fyrir ýmislegt en það er alveg ljóst að það er alveg sama um hvaða lið ræðir og hvaða stjóra. Menn lenda í vandræðum þegar menn geta ekki stillt upp sömu vörninni leik eftir leik og þurfa að vera í stöðugum vandræðum. Hvernig væri staðan hjá Chelsea ef Hazard þyrfti að vera í hægri bak, Mikel og einhver kjúklingur í hægri bak? Þetta er óþolandi ástand sem þarf að laga sem fyrst, hvort sem það felur í sér að losna við þessa meiðslapésa, kaupa nýja leikmenn sem geta haldist heilir eða reka alla fitness-deildina hjá United. Á meðan United getur ekki stillt upp samstæðri varnarlínu leik eftir leik verðum við í vandræðum. Alveg sama hvaða stórstjörnur stilla sér upp fyrir framan þá og alveg sama hvaða knattspyrnusnillingur er á hliðarlínunni.
Þetta tíst koverar einhvernveginn hvernig manni líður:
Results have been worse than under Moyes – but performances, style, mentality, feels like United again. Moyesian cowardice from City today.
— Robert Martinez (@elrob) November 2, 2014
Þessi byrjun er samt ekki nógu góð. Og það er fokking óþolandi að tapa fyrir City!
Endum þetta á þessu. Þetta er fáranlegt:
Really unsure who/what’s ultimately to blame here. Incredible injury list even by United’s bizarre recent standard. pic.twitter.com/IeCIcOcmro
— Robert Martinez (@elrob) November 2, 2014
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Koma svo, mun ekki kvarta yfir flottum 0-2 sigri
Ingvar says
Heimski heimski heimski maður!!!!!
Siggi says
Vá hvað Smalling var heimskur og svo átti Man City af fá tvær vítaspyrnur og rautt á Rojo.
Nú er ekkert annað í stöðuni en að mynda varnamúr síðustu 45.
Roy says
Bara setja smalling í varaliðið eftir þetta. Þvílíkur hálviti. Aldrei hægt að treysta á hann né jones. Alltaf meiddir eða í ruglinu. Svo auglýsi ég eftir Di Maria… Hann þarf að stíga upp í svona leikjum.
Rúnar Þór says
Fer þetta ekki að verða gott? Rafael meiddist fyrir leik og svo Rojo sem lítur ekki vel út. Hvenær endar þetta eiginlega? Ég er ekki trúaður maður en Jesús Kristur!!
p.s. Smalling þvílík skita sem þessi maður er, hvað fór í gegnum hausinn á honum eiginlega? Gult spjald fyrir að blokka markspyrnu C’mon maður!!!
Sveinbjorn says
Alltaf leidinlegt ad tapa a moti City, aftur a moti fannst mer vid sidur verri adilinn i leiknum, serstaklega ef madur hugsar um thad ad vid vorum einum færri mestallan leikinn.
Folk er oft ad tala um ad lidinu vanti grjothardan leidtoga a vollinn, en eg se ekki betur en ad Rooney se a godri leid med ad verda thad. King Fellaini stendur sig mjog vel, grjothardur andskoti og madur ser ad menn eru smeikir vid ad fara i einvigi vid hann um boltann. Hann er thessi leidinlega olnbogatypa, en hann er olnbogatypan okkar. Ætla samt litid ad tala um vornina.. hun er eins og hun er. McNair og Carrick sinntu sinu helviti vel i dag samt sem adur.
Eg hef a tilfinningunni ad vid munum taka CP næst og Arsenal thar a eftir.
Madur finnur ad thad er komin gredda i lidid.
Siggi says
Manchester United are level on points with West Brom. Don’t get me wrong, I think Alan Irvine is doing a great job there, but United have spent £150m on new players and that is unacceptable. When are we going to start asking serious questions of Louis van Gaal in press conferences because I haven’t heard it yet.“
Moyes 10 leikir = 17 stig
LVG 10 leikir = 13 stig og 150 m punda í leikmenn + engir meistaradeildarleikir til þess að trufla liðið, liðið er líka ekki með í deildarbikarnum eftir tap gegn MK Dons + Hann fær að byrja tímabilið með Mata.
Stjórinn verður að taka ábyrgð á því að það var ekki keyptir alvöru miðvörður, það er ekki hægt að fela sig bakvið það. 3-5-2 ævintýrið var mjög skemmtilegt hjá LVG og liðsvalið stundum skrítið en hann velur liðið, liðið næli sér í fá stig = lélegur árangur.
Maður sér stundum batamerki en svo sér maður þetta detta í sama farið.
Þetta er óásætanlegur árangur og eina jákvæða er að lið eins og Tottenham, Liverpool og Arsenal hafa öll verið að drulla á sig(Arsenal að komast í gang) og því enþá möguleiki á meistaradeildaræti.
Ég er að tala um heildar árangurinn en ekki bara þennan tapleik gegn erkifjendunum í dag. Þar sem heimskur.is létt henda sér útaf og einhverntíman hefði liðið fengið dæmt á sig 2-3 vítapsyrnur.
Björn says
Algjör óþarfi að panikka yfir þessum leik held ég.
Smalling með heimska tæklingu en ég get þó fyrirgefið það þar sem þetta var held ég fyrsta rauða spjaldið hans með Utd, algjörlega úr karakter.
Eftir það var þetta auðvitað erfitt enda ekki mörg lið sem geta haldið í við City manni færri og þá alls ekki lið eins og okkar sem er ekki byggt fyrir skyndisóknir, þeir sýndu samt smá tennur síðustu 25 mín og hefðu auðveldlega getað jafnað leikinn nokkrum sinnum.
Hvað varðar vítaspyrnurnar þá fannst mér City hafa átt að fá eitthvað þegar Fellaini fór aftan í Agüero en það var ómögulegt fyrir dómarann að sjá og því ekkert óeðlilegt við það.
Einhverjir töluðu um víti og rautt á Rojo, það er kjaftæði eins og sést þegar menn skoða endursýningar þá var þetta ekkert annað en frábær tækling hjá honum, hann sparkar boltanum í burtu án þess að snerta Touré.
Egill says
Correct me if I’m wrong en er það ekki alltaf brot þegar menn stökkva í menn aftanfrá eins og Rojo gerði? Sama hvort menn vinni boltann eða ekki?
Jón Þór Baldvinsson says
Það besta sem ég sé koma úr þessum leik er að loksins erum við lausir við smalling og vonandi í langan tíma. Hann hefur kostað okkur allt of mörg mörk og leiki það sem af er af tímabilinu. Nú er Van Gaal reiður og vonandi droppar hann honum niður í varaliðið í sem lengstan tíma þar sem hann getur æft sig til að verða frambærilegur miðherji. Ef við erum heppnir getum við kanski selt hann til Arsenal fyrir kostnaðar verð í lok tímabilsins.
http://www.bbc.com/sport/0/football/29872266
Annars barðist liðið vel og greinilegt að það er allt að smella saman. Held jafnvel að við hefðum getað kreyst út sigur í leiknum ef ekki hefði verið fyrir þennann hryðjuverkamann hann smalling.
Er fjúkandi reiður út í hann og það hefur verið að byggjast upp allt tímabilið. ‘eg get bara ekki séð neitt gott við smalling þetta tímabil eins og sumir sem skrifa hér. Herfilega mistækur, óöruggur í hverjum einasta leik sem ég hef séð. Vildi heldur sjá Van Gaal pikka upp einhvern 13-15 ára strák úr undir 18 liðinu og láta spila en svona gaur sem hefur haft mörg ár til að þróast í góðan leikmann en virðist bara ekki vera efni í það.
Grímur Már Þórólfsson says
Ef þið skoðið atvikið með Rojo og Toure. Horfið á vinstri löppina á Toure, hann setur hana bara út til að fiska snertingu frá Rojo. Rétt ákvörðun hjá dómaranum að dæma ekkert þar að mínu mati.
Hins vegar fannst mér Aguero hafa átt að fá víti í síðari hálfleik.
Svo með Smalling. Það er ekkert hægt að fyrirgefa honum þetta þó að þetta hafi verið fyrsta rauða spjald hans fyrir Man Utd. Ákvörðunin að næla sér í gult spjald með því að blockera Hart er gjörsamlega óskiljanleg. Svo að henda sér í svona tæklingu með gult spjald á bakinu er jafnvel óskiljanlegri. Þessi drengur er bara aldrei að fara að komast í Man Utd klassa.
G. Neville says
Vá Grímur. Ég gæti ekki verið meira ósammála þér með þetta Rojo – Toure moment, það var alltaf víti.
Annars fannst mér góður andi í liðinu og greinilegt að menn ætluðu að selja sig dýrt því við fórum á annan af tveimur erfiðustu útivöllum landsins, spiluðum manni færri men óreynda vörn en töpuðum samt bara 1-0.
Það er hugur og hungur í þessu liði. Ég vil sjá LVG halda áfram á þessar braut og þróa þetta kerfi áfram því við virkum þéttari.
Tvennt sem ég vil samt sjá breytast:
RVP út og Mata inn.
Di Maria – hann verður líka að stíga upp í stóru leikjunum!
DMS says
Af okkar varnarmönnum þá hefur mér alltaf fundist Jones vera sá sem er með mesta potentialið að komast í heimsklassa. Evans hefur mér fundist líka vera með gott potential en þeir munu alltaf vera á sama stað ef þeir meiðast alltaf svona reglulega og fá aldrei gott run af leikjum. Það er enginn stöðugleiki í varnarlínunni hjá okkur og ekkert skipulag, enda alltaf ný andlit af leysa stöðurnar af.
Smalling gerir sig sekan um algjört dómgreindarleysi. Það er voða erfitt að gera kröfur um sigur gegn City á útivelli þegar við erum einum færri og varnarlína samanstendur af kantmanni (Valencia), miðjumanni sem er að spila sinn fyrsta leik eftir mjög löng meiðsli (Carrick), reynslulitlum varnarmanni úr varaliðinu (McNair) og svo Shaw. Reyndar fannst mér Shaw flottur í þessum leik, lokaði nokkuð vel á Navas og kom í veg fyrir fyrirgjafirnar frá honum vinstra megin.
En ég held við getum verið sammála um að það er mun skemmtilegra að horfa upp á spilamennsku liðsins síðan í fyrra. Það gerir það að verkum að flestir eru enn jákvæðir og hafa trú á verkefninu, ólíkt því hvernig þetta fjaraði fljótlega út undan Moyes þar sem aldrei komu nein batamerki á leik liðsins þó hann hafi slæðst á fleiri stig í byrjun tímabils miðað við LvG. Það sem er hinsvegar að plaga okkur er þessi fjandans varnarlína og meiðsli + leikbönn varnarmanna. Það er engin samkeppni um hægri bakvarðarstöðuna og við treystum á Rafael of mikið. Sá maður er einstaklega meiðslagjarn eins og miðverðirnir Smalling, Jones og Evans. Veit nú ekki til þess að Rojo sé meiðslagjarn en það kæmi manni nú ekki á óvart ef hann myndi taka upp á því fyrst hann er kominn í United treyjuna.
Við VERÐUM að fara að hala inn einhver stig, við getum ekki endalaust lifað á að spilamennskan sé betri fram á við heldur en í fyrra. Við megum ekki missa topp 4 of langt frá okkur. En hvernig verður varnarlínan í næsta leik? Hvernig er staðan á þessum mönnum hjá okkur? Einhverjir væntanlegir til baka?
Friðrik says
Þetta er án efa heimskustu 2 gul spjöld sem ég hef séð á ævinni. Ég vil ekki sja Smalling í United treyju aftur, hann eyðilaggði þennan leik fyrir United. Shiiiiiiiitttttt hvað ég er pirraður út í Smalling.
einar says
Vonbrigði. Ótrúlega lélegt að fá 2 stig úr síðustu þremur leikjum.
Einar Þór says
Mig langar að benda á með þá sem eru að bera saman við Moyes.
Moyes var með Englandsmeistarana í höndunum. Fyrir utan Scholes sem hætti.
Van Gaal er með lið sem endaði í 7.sæti í fyrra, öll varnarlínan fyrir utan Rafael er farin (Vidic, Evra og Ferdinand) og þeir sem áttu að standa í staðinn í vörninni eru allir meiddir!
Þar á ofan eyddi hann fullt af peningum í leikmenn (150 milljónir punda) í 6 nýja byrjunarliðsleikmenn, Di Maria, Blind, Rojo, Shaw, Herrera og svo Falcao (sem hefur reyndar lítið spilað.
Fyrir mér finnst mér að þó á blaði líti þetta verr út en hjá Moyes, að þá finnst mér actually orðið gaman að horfa á liðið aftur. Svekkjandi tap í dag, en mér fannst liðið helvíti gott miðað við aðstæður.
Liðið er að smella saman finnst mér, um leið og vörnin verður orðin heil og sömu leikmennirnir fara að spila, þá hlýtur þetta að batna.
Við erum einfaldlega á uppbyggingar stað núna. Það þarf að byggja liðið upp og það er komið á fínt skrið uppbyggingin nú þegar. Það þarf að kaupa varnartröll, þessa Vidic/Kompany/Ivanovic týpu og þá ætti Jones/Rojo/Evans að vera fínir við hliðina.
Þess má svo geta að ég held að City hafi næstum eytt milljarð punda áður en þeir unnu neitt. Við erum á uppbyggingarstað núna og þó ég yrði mjög sáttur með Meistaradeildarsæti á þessari leiktíð, að þá held ég að við munum jafnvel vera í toppbaráttunni á því næsta.
Bósi says
Moyes.:.bla bla bla. Mér er alveg sama um stig í augnarblikinu. Það er enginn að segja mér að það sé ekki munur á liðinu.
Ég sætti mig vel við tap, Smalling á það skuldlaust.
Karakterinn í liðinnu er það sem heillaði mig, city voru heppnir að fara með öll þrú stigin heim.
Það segir margt.
Ég hef trú á þessu liði í alla staði og mér sýndist City sýna það að við erum ekki þeir einu sem skynja að.
UNITED !
Rauðhaus says
Þessa leiks verður minnst sem leiksins sem Chris Smalling eyðilagði fyrir okkur. Algjör vendipunktur í leiknum og í raun þess valdandi að við áttum í raun aldrei séns á að fá neitt út úr leiknum. Samt hefðum við með heppni getað náð amk 1 stigi. Þýðir ekkert að staldra lengur við þetta – hann kostaði okkur leikinn. Þvílíkur sauður.
Má til með að minnast sérstaklega á frammistöðu Luke Shaw, hann átti afbragðs leik. Fannst hann vart stíga feilspor. Þvílíkt efni sem þessi strákur er.
Snorkur says
Þetta var svekkjandi .. en samt ekki hörmulegt
Fyrir leik var ég að vonast eftir því að liðið væri komið á þann stall að við ættum að ná í stig á þessum annars erfiða útivelli – vorum ekki langt frá því
CS var ekki með hausinn rétt festan á og því fór sem fór – held reyndar að við værum að hugsa um einhvern annan ef hann hefði ekki fokið út af í dag – finnst einfaldlega líklegt að dómarinn hefði gefið þeim víti og mögulega rautt ef hann hefði ekki verið búinn að reka CS útaf.
Shaw & Rojo eru að koma til og það er vel – ég er á því að við þurfum ekki mikið í janúar en alvöru DC er nauðsyn að fá – svo til framtíðar þurfum við að hugsa um DMC þó Carrick geti leyst það sem eftir er af tímabili – Svo er Blind að standa sig ágætlega þó svo að hann sé sennilga aðeins hægari en Van Gaal sjálfur.
Nú svo er sp. um að fá einhverja „ódýra“ íslenska lækna – eru víst góðir á alþjóðlegan mælikvarða
Við eigum að vinna CP og Arsenal svo verðum við ekki bara að vona að það séu bjartari tímar framundan :) það er vissulega ömulegt að horfa á stigatöfluna en þetta er samt eitthvað svo miklu betra en í fyrra – svo ég hef enn jafn mikla trú á kallinum.