Þáttur nr. 4 er kominn í loftið! Að þessu sinni mættu Björn Friðgeir, Tryggvi Páll, Magnús, Sigurjón og sérstakur gestur þáttarins Trausti Sig til leiks. Við spjölluðum um síðustu fjóra sigurleiki, Fellaini, Carrick, De Gea, David Beckham, meiðslin, leikina framundan og meira til.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podcast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 4. þáttur
Sigurjón says
Ég tók eftir því núna að ég sagði að David Luiz til PSG fyrir 50m væru „heimskulegustu kaup sem ég veit um“. Það er auðvitað ekki rétt, Andy Carroll til LFC fyrri 35m var auðvitað margfalt heimskulegri kaup.
Björn Friðgeir says
Carragher heldur áfram að vera efst í huga ritstjóra. Þetta fer að verða mál fyrir sálfræðing
Heiðar says
Flottur þáttur drengir. Ég hlusta, alltaf!