Enn og aftur vinnur Manchester United leikinn sem þeir spila á annan í jólum. Sannkölluð jólahefð. Sigurinn í dag var í þægilegri kantinum en Van Gaal stillti liðinu svona upp:
Fletcher kom inn á fyrir Carrick, Wilson inn á fyrir Falcao og Rafael inn á fyrir Valencia.
Leikurinn byrjaði helst til rólega og Newcastle voru sáttir með að sitja til baka. Þrátt fyrir það fékk Rooney fínt færi eftir aðeins 3. mínútur þegar Mata lyfti boltanum yfir Newcastle vörnina en Rooney var flaggaður rangstæður. Annars var það helst að stuðningsmenn Manchester United sungu hástöfum jólalagið um Eric Cantona. Þó hann sé löngu hættur þá er aðeins einn kóngur!
Flestar sóknir United komu í gegnum vinstri vænginn, hvort það var planað eða bara einfaldlega vegna þess að Ashley Young er í fantaformi skal ósagt látið en það er hreint ótrúlegt að hann hafi ekki lagt upp mark í dag, hver fyrirgjöfin á fætur annarri flaug inn í boxið og ef framherjarnir væru aðeins stærri þá hefði þetta líklega endað með marki. Á 19. mínútu fengu Newcastle svo sitt fyrsta færi þegar umræddur Ashley Young seldi sig ofarlega á vellinum og Daryl Janmaat óð upp völlinn og átti fínt skot sem De Gea varði í horn. Fyrsta markið kom svo á 23. mínútu eftir skyndisókn; Rooney æðir fram með boltann, finnur Juan Mata sem á þessa frábæru sendingu yfir vörn Newcastla manna á Falcao sem tæklar boltann fyrir markið þar sem Wayne Rooney getur einfaldlega ekki annað en skorað! Ísinn brotinn.
Manchester United heldur boltanum vel og á nokkrar álitlegar sóknir eftir markið en ekkert sem bar árangur fyrr en á 36 mínútu. Falcao vinnur þá boltann með stórkostlegri tæklingu, boltinn hrekkur til Juan Mata sem geysist inn völlinn, finnur Wayne Rooney sem kemur aðsvífandi og BÚMM! 2-0. Fyrri hálfleikurinn leystist svo eiginlega upp í ekkert eftir þetta þó að Moussa Sissoko hafi átt fínt skot fyrir gestina sem De Gea varði. 2-0 í hálfleik og heimamenn með allt „under control“.
Síðari hálfleikur byrjaði með smá pressu frá Newcastle sem lauk á 52. mínútu þegar Wayne Rooney kom með frábæra sendingu yfir vörnina á Robin Van Persie sem skallaði í netið. 3-0 og í rauninni Game Over. Bæði lið eiga leik 28. desember og hvorugt lið virtist vilja leggja meiri orku í leikinn á þessum tímapunkti svo leikurinn róaðist all svakalega niður. Þegar um það bil 5 mínútur voru eftir af leiknum fékk Phil Jones dæmda á sig vítaspyrnu sem Papiss Cisse skoraði úr af öryggi. 3-1 lokatölur.
Gífurlega öruggur og þægilegur sigur og Old Trafford hægt og rólega að stefna í sama virki og hann var hér áður fyrr. Einu áhyggjurnar eru þær að Manchester United virðist varla geta haldið hreinu og klaufaskapur varnarmanna orsakar oft hættu, í dag voru það óþarfa brot í kringum teiginn sem bjuggu til helstu hætturnar fyrir gestina. Klaufaskapur og meiðsli virðast vera helstu veikleikar liðsins en liðið var án margra sterkra leikmanna í dag en það kom ekki að sök. Sóknarleikur liðsins er allur að koma til og átti liðið mörg fín færi í dag. Samvinna þeirra Mata, Rooney, Falcao og Van Persie var til fyrirmyndar en þeir voru duglegir að finna hvorn annan og hefðu í rauninni mátt skora fleiri mörk en Van Persie fór illa með nokkur hálf færi í leiknum.
Það er víst erfitt að neita Wayne Rooney um titilinn Man Of The Match en hann á hann skilið eftir 2 mörk og eina stoðsendingu. Juan Mata og Radamel Falcao komu reyndar til greina en allir þrír áttu stóran þátt í mörkum heimamanna í dag. Ashley Young var líka hættulegur í dag og virðist vera njóta sín í botn í þessari vængbakvarðar stöðu sinni.
Og að lokum eru hér mynd til að sýna hversu rosalega gaman það er hjá Falcao á Old Trafford.
Atli says
Di maria??
Bósi says
Maaaaaaarrrriiiaaa !! :(
Lubbi says
Helv. Jones, hvað er að frétta hjá þér?
#bannaðaðhaldakúlinuí3-0
Valdi Á. says
Alveg satt hjá Van Gaal. Verðum að fara stjórna leikjum betur. Eftir þriðja markið var þetta bara ekkert sérstakt. Fínn leikur í heildina. Sóknarmenn hættulegir. En það vantar einn leikmann í vörnina sem stjórnar þessu og gerir ekki klaufa mistök annan hvern leik. Þoli ekki að liðið fái á sig mark í leik sem hægt var að vinna 4 eða 5 – 0
Bósi says
Sammala, en hrosum nu bara lidinu, Carrick farinn utaf, Falcao lika sigurinn i hofn og menn adeins ad slaka a thvi thad er erfidur uti leikur eftir 2 daga.
Flottur leikur, their gerdu bara alveg nog og ekki meira, og i ljosi thess verdur mann hlytt ad hugsa til thess ad fa Di Maria, Blind og fleirri til baka :)
DMS says
Ódýr vítaspyrna sem við gefum þarna í lokin en óþarfi að einblína of mikið á það. Þessi sigur var eiginlega aldrei í hættu, mjög þægilegt eftir að liðið komst í 3-0. Menn kannski ósjálfrátt taka fótinn af bensíngjöfinni þá. Það er mikið leikjaálag núna og fínt að fá svona leik þar sem menn þurfa ekki að eyða of miklu púðri í. Klárt að Van Gaal tók Carrick út af til að hvíla hann. Sýnist hann einnig ætla að fara varlega með Falcao eftir meiðslin.
Falcao var flottur fannst mér, leggur upp fínt mark og átti líka þátt í öðru markinu þegar hann vinnur boltann af harðfylgi. Verð að segja að það kom mér pínu á óvart hversu mikill team player Falcao er. Hann virðist ansi einlægur og góður drengur í viðtölum, ég hélt þetta væri svona semi Zlatan týpa áður en hann kom til okkar, s.s. hugsaði meira um sína markaskorun en eitthvað annað.
Rooney mjög flottur á miðjunni í dag og er stórhættulegur þegar hann fer fram á við. Mata einnig mjög flottur. Okkur er að ganga mjög vel á heimavelli en vonandi náum við að bæta útivallar recordið núna yfir jólatímann.
Man of the match: Captain Rooney – no doubt. 2x mörk og 1x assist.
Keane says
Fletcher verður að fara að íhuga að hætta í boltanum, hefði getað kostað okkur mark! Annars flottur sigur og ágætis yfirbragð á þessu.
Atli says
Skil ađ þađ þurfi ađ rótera í þessu leikja álagi en jesus kristur hvađ þađ er leiđinlegt þegar Fletchet kemur inná, algjör svæfingalæknir og eins og galopin barnabók þađ er svo auđvelt ađ lesa hann. En flottur sigur og gleđileg jól!
Hjörtur says
Já þægilegur sigur, en menn slökuðu alltof mikið á, á síðustu mín. seinni hálfleiks. Og alveg er þetta óþolandi þegar menn eru að dólast með boltann manna á milli á eigin vallarhelmingi, og máttu kallast heppnir að fá ekki á sig mark, þegar Fletcher misti boltann til mótherja. Svo spyr maður sig alltaf afhverju menn skjóta ekki meir á markið, en gert er.
Sæmundur says
Verð að viðurkenna að Falcao var minn maður leiksins. Er að skila meiri og óeigingjarnari vinnu en maður hefði búist við og var að smellpassa í þessa stórhættulegu fremstu fjóra. Með þessum stíganda sem er í liðinu gætu þessi lið fyrir framan okkur farið að svitna aðeins.
ellioman says
Hér er það sem Van Gaal sagði eftir leikinn:
Q. Would it be fair to describe that as comfortable for United today?
LvG: “Yes, I think we have dominated 90 minutes, the game, and we scored fantastic goals and we could have scored much more goals so I have seen an attacking Manchester United. I have seen a defending Newcastle United, a lot of clubs want to play against us also with 5 defenders but that’s more difficult than they think, so I am very pleased with the performance today.”
Q. Did the link up play, Rooney, Falcao, van Persie, Mata, particularly in the first half, did that give you a lot of pleasure watching on?
LvG: “Yes I think the first half was of course the better half. I can imagine that they are already thinking at the match against Tottenham, we have to play within 48 hours the game so I can imagine that, I have changed also in a match, so that’s why in the 2nd half we were not so dominating but I am very pleased with the performance today.”
Q. And a word about your Captain, two goals, he set one up for Robin as well, he seems to be relishing that role in midfield?
LvG: “Yes, yes, he can do the job. He was against Aston Villa, a little bit too defensive, I said to him more attacking and he scores two goals and gives an assist, what can you demand more as a manager!
Q. So now what happens now, you’ve got some players doing a warm down on the pitch, you haven’t got very long until you have to go down to London, what do you do now?
LvG: “They have to train, yesterday Christmas off ahh, at home with the family, but now they have to train, not two days off, that not good, it’s not good for the body, so now the subs and the rest of the squad shall train on Old Trafford because we don’t have light at this day in Aon Training Complex, so that’s also a matter of time and then we have that also and I hope that we are prepared to play against Tottenham.”
Q. Can you tell us a little bit about Di Maria? What happened to Di Maria?
LvG: “yeah, he was injured in a warming up, it is not a heavy injury, but you don’t take risks I think.”
Q. Can they have next Xmas Day off, they gave you a victory after having Xmas Day off, so have they got next Xmas Day off?!
LvG: “No, it is dependable if we are playing at home or if we are playing away, you cannot give a free day, but now it could and that’s why I did.”
Tekið af:
http://www.rednews.co.uk/forum/showthread.php/156125-32-Louis-van-Gaal-full-post-match-interview-transcript-MUFC-3-Newcastle-1-with-MUTV?p=931516#post931516
Stefan says
Hættiði að dissa Fletcher , hann þarf bara að fá miklu meiri spilatíma. Held hann sé frábært backup að hafa.
Mjög interesting line-up, allir 3 strikerar inná.
Heiðar says
Ég held að það verði erfitt fyrir van gaal að taka mata úr liðinu þegar Di Maria snýr aftur. Frábær spilamennska hjá spanverjanum.
Keane says
Nei, Fletcher er búinn að fá sinn spilatíma í gegnum árin, kannski ágætis backup eins og þú segir sjálfur reyndar. Verður frábært að fá menn tilbaka úr meiðslunum, góður árangur að sitja í 3 sætinu eftir alltsaman.
DMS says
Eins og liðið er að spila núna fram á við er engin þörf á að taka óþarfa sénsa með Di Maria, leyfa honum að jafna sig að fullu eins og Van Gaal segir.
Hinsvegar veit ég ekki alveg með framtíð Fletchers ef allir eru heilir á miðjunni. Ég myndi alltaf taka Rooney, Mata, Fellaini, Herrera, Blind eða Fellaini fram yfir hann á miðsvæðið. En þar sem við erum Manchester United þá þurfum við sennilega ekkert mikið að vera að pæla í hvað gerist ef allir eru heilir á sama tíma, það mun sennilega ekkert gerast.
En Fletcher er svo United í gegn og því er maður tilbúinn til að gefa honum meiri tíma, held bara því miður að veikindin hafi tekið stóran toll af honum.
Valdi Á. says
Já algjörlega sammála með Falcao. Átti ekki von að hann væri svona mikill „team player“. En annars er gaman að sjá breytinguna á liðinu. Virðist að menn hafi gaman. Leikmenn berjast fyrir liðið og reyna að spila flottann bolta. Erum dálítið langt á eftir Chelsea á töflunni en maður veit aldrei.
Er bjartsýnn á framhaldið. Liðið hefur ekki tapað í 8 leikjum í röð. 7 sigrar og 1 jafntefli.
Runólfur Trausti says
Það var vissulega mjög freistandi að velja Falcao, eða Juan Mata sem menn leiksins og hefði annar þeirra líklega hlotið verðlaunin ef Rooney hefði ekki lagt upp þetta þriðja mark í dag. Þeir þrír voru allt í öllu.
Er sammála því sem ég las hér að ofan um hversu mikið Falcao hefur komið á óvart. Þvílíkur samherji + hann virðist elska að spila á Old Trafford og fyrir Manchester United. Fagnar öllu eins og óður maður, en það er svo sem ekki við öðru að búast miðað við launin sem hann er á. Eina neikvæða við að kaupa hann eftir þessa leiktíð er hversu gamall hann er. Hann verður 29 ára bara núna í Febrúar. Að því sögðu, þá var Teddy Sheringham 31 árs þegar hann var keyptur svo að …..
Að lokum, djöfull finnst mér leiðinlegt að lesa þetta Darren Fletcher bashing sem menn eru farnir að taka aftur upp. Maðurinn hefur ekkert spilað af viti í 2-3 ár og er því augljóslega ryðgaður en ef hann notar þetta tímabil vel og vinnur í sínum leik þá ætti hann alveg að geta skilað sínu á næstu 2-3 árum þegar liðið fer aftur í Meistaradeildina. Þá er fínt að eiga Fletcher inn í eins og einn og einn heimaleik þegar Blind/Carrick eru ekki til taks. Held að Fletcher geti vel skilað sínu á móti 10-12 liðum í deildinni + ég held það séu engar líkur að hann fari að væla um betri samning eða meiri spilatíma – annað en margir aðrir.
Keane says
Þetta er ekkert bashing, og þetta er ekkert heilagt viðfangsefni, slakið aðeins á. Maðurinn hefði einfaldlega kostað okkur mark, á móti betra liði hefði okkur pottþétt verið refsað. Að sama skapi ber ég mikla virðingu fyrir honum og hef haldið uppá og varið hann í gegnum árin.