Loksins voru allir, nema einn, heilir og Louis van Gaal gat á pappír stillt upp sínu besta liði. En hann er sem fyrr ekki í því að henda mönnum í djúpu laugina eftir meiðsli og því var t.d. Rojo ekki með.
Af einhverjum ástæðum heldur Van Gaal sig samt enn við 3-5-2 og í þetta skiptið var uppstillingin verulega einkennileg. Di María var allt í einu orðinn fremsti maður og Falcao var ekki einu sinni á bekknum.
Á bekknum voru Valdes, Evans, McNair, Blackett, Fellaini, Herrera og Wilson.
Lið Southampton leit svona út
Skemmst er frá að segja að þetta var skelfilega lélegur leikur af hálfu United. Liðið átti ekki skot á mark í leiknum og má þar þakka bæði góðum varnar- og miðjuleik Southampton en ekki síður skelfilegu andleysi United. Liðið virtist alvgerlega ófært um að byggja upp sóknir og skapa færi.
Skiptingar Van Gaal voru flestar vegna meiðsla eða leikforms og gerðu ekkert til að hjálpa liðinu. Van Persie meiddist á ökkla og var skipt útaf fyrir Herrera. Van Persie hafði átt mjög slakan leik og ekki sést frammi, enda varla fengið nokkra sendingu. Rooney var sendur upp fram og Herrera kom inn á miðjuna. Luke Shaw var ‘ekki í leikformi’ og Tyler Blackett kom inná, Daley Blind var sendur í vængvörðinn.
Þetta breytti litlu og Dušan Tadić sem hafði komið inná bjó til og skoraði eina mark Southampton, reyndar með því að fífla þrjá varnarmenn United og draga þá til sín og senda síðan á óvaldaðan Pellè. Pellè skaut í stöngina en boltinn barst beint á Tadić sem skoraði auðveldlega.
Síðasta skiptingin var að senda arfaslakan Di María í bað og nú kom Fellaini inná í einhvers konar Plan-B. Það gerði enn minna.
Daley Blind var reyndar aðeins að reyna þarna á vinstri vængnum og Juan Mata, sem var annars ósýnilegur mestan hluta leiksins, fékk tvö tækifæri til að skora, en skaut yfir og framhjá í þokkalegum færum.
Niðurstaðan var sæt hefnd Southampton fyrir þjófnaðinn á St Mary’s og fyrsti sigur þeirra á Old Trafford í 27 ár.
Viðbrögðin
Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og mætti helst halda að við værum í fallsæti. Það er ekki að spyrja að stuðningsmönnunum Manchester United. Á tveim árum hafa þeir náð að koma að 26 ára skammti af ‘rekum stjórann’ og verður það að teljast góður árangur.
Það er engin ástæða til að draga eitthvað úr því hversu lélegur þessi leikur var af hálfu United og í raun hefðu nokkrir taplausu leikjanna tíu sem á undan honum komu getað farið eins. Það hlýtur að vera kominn tími a þessa skelfilegu 3-5-2 leikaðferð sem skapar ekki neitt að ráði. Ég hef trú á að Van Gaal geti tekið þá ákvörðun.
Það eru hins vegar nokkur önnur atriði sem eru að spila inn í. Efstu markaskorarar United í deild í vetur hafa verið Rooney og Van Persie. Í undanförnum leikjum hefur Rooney verið að spila sem miðjumaður. Það væri í sjálfu sér allt í lagi, hann hefur skorað þaðan. Robin van Persie er með átta mörk í deild en hefur oftast verið mjög óeffektívur í leikjum. Aðrir framherjar hafa verið slakir. Falcao hefur ekki komist í gang og James Wilson hefur ekki náð að sýna að hann sé reiðubúinn að stíga upp í aðalliðið.
Þetta má auðvitað að hluta rekja til þess að miðjan hefur ekki verið að skila sínu. Alveg eins og miðvarðasamsetningin hefur verið ný í hverjum leik hefur United ekki náð að búa til bestu miðjuuppstillinguna. Ángel Di María hristi verulega upp í þessu í haust og sýndi frábæra leiki en hann hefur ekki verið góður síðan hann kom til baka úr meiðslunum.
En það eru ekki leikir síðustu tveggja mánaða sem valda því við erum í svipuðum sporum nú og á sama tíma í fyrra. Sú staðreynd er að pirra marga stuðningsmenn og þeir eru að halda því fram að þetta sé ástæða til að reka Van Gaal. Núna
Fyrir þessa skammsýnu stuðningsmenn er full ástæða til að rifja upp tveggja mánaða grein frá Tryggva Páli sem hófst á þessum stigatöflum
Fyrir tveim mánuðum var United með enn lakari stöðu en árið á undan. Síðan þá hefur liðið, þrátt fyrir meiðsli náð að stíga uppá við. Liðið hefur náð góðum úrslitum gegn Liverpool, Arsenal og Chelsea og tapið gegn City var hvergi nándarnærri ein slæmt og í fyrra.
Síðan kemur eitt tap og sumir tryllast.
Það er engin ástæða til þess. Við sitjum í fjórða sæti, af fjórum leikjum deildarleikjum framundan eru þrír leikir við nýliða í deildinni, og að auki bikarleikur við C-deildarlið. Leikirnir við nýliðana fóru reyndar ekki vel í haust, en við erum á allt öðrum stað núna. Þessa leiki þarf að vinna og þá á að vera hægt að nota til að slípa til alvöru byrjunarlið.
Það er því enn og aftur ástæða til að ítreka markmið vetrarins fyrir lið Manchester United.
4. sætið.
Ef við náum ekki fjórða sætinu í vor, þá má vel vera að þá verði ástæða til að losa sig við stjórann. Þangað til skulum við anda með nefinu, gagnrýna á uppbyggilegan hátt og skoða vel hvers vegna skelfilegir leikir eins og leikurinn í dag gerast, en ekki byrja á því að öskra: Burt með stjórann!
Vegna þess að Louis van Gaal er ekki að fara neitt.
Hjörvar says
Vitað afhverju Falcao sé ekki í hóp(meiddur?)?
En helduru að Mata verði fyrir framan Rooney? Hefði haldið að Rooney og RvP yrðu saman fremstir
Valdi Á. says
Falcao ekki einu sinni á bekknum??? Sérkennilegt. Flott að geta verið með Blind og Carrick saman.
Björn Friðgeir says
Byggi þessa uppstillingu á röðinni sem @ManUtd tísti þessu. 4-1-3-1-1 líklegt held ég samt.
Ekkert heyrt af Falcao enn.
Blind og Carrick eiga að dóminera miðjuna, en þeir koma nú ekki beinlínis með hraðann. Skil ekki alveg það múv að vera með þrjá haffsenta á bekknum.
Rauðhaus says
Gæti vel verið að þetta sé 3-5-2 ennþá, en vona samt ekki. Gæti þá verið:
Jones-Carrick og Smalling aftast.
Shaw og Valencia wingbacks.
Blind, Di Maria,
Mata
Roo og RVP.
Björn Friðgeir says
Eða Blind sem þriðji miðvðrður
Björn Friðgeir says
Í uphituninni er Di María frammi með Van Persie. Áhugavert!
Björn Friðgeir says
Og Sky stillir þessu upp sem 3-5-2, Blind haffsent og Di María frammi
Björn Friðgeir says
Þetta er alveg svakalega bitlaust…
Rúnar Þór says
Er ég sá eini sem hef miklar áhyggjur af sköpunarleysinu sem ríkt hefur í undanförnum leikjum? Ekkert að frétta í fyrri hálfleik. Það er 1 að vera ekki að skora mörk en að vera ekki 1 sinni að skapa færi og skjóta á markið er glatað. Maður skorar ekki ef ekkert er skotið
Björn Friðgeir says
Rúnar Þór: Neips þú ert ekki einn um það. Ég er 100% sammála!
Lampi says
Við erum algjörlega getulausir í því að skapa einhvern fjanda það er ekkert spennandi búið að gerast hjá fremstu mönnum manutd í þessum leik. til skammar
Rúnar Þór says
Einhver lélegasti leikur sem ég hef séð á ævinni!!!! Hvernig er hægt að eiga 0 skot á mark á HEIMAVELLI!! Djöfulsins andskotans aumingjaskapur
Valdi Á. says
Vá þetta voru vonbrigði.. Með þessa sóknarlínu að geta ekki hitt rammann!! Jæja þá er það bara næsti leikur. Ekki verður það bitlausara.
Roy says
Vill einhver segja van gaal og co að possession vinnur ekki leiki. Mörk vinna leiki. Þetta var skelfilegt. Hugmyndasnautt og hægt. Liðið hefur verið ömurlegt undanfarið.
Ingvar says
Skammarlegt!!!!! Eins og höfuðlausar hænur í vörninni. Gaal gerði svo slökustu skiptingu ársins þegar hann hennti Blackett í vörnina í staðin fyrir að breyta bara í 442. Hann hlýtur að fara að fatta það að þetta er ógeðslegt leikkerfi sem hann er að stilla upp, það er nákvæmlega ekkert að gerast.
Bjarni Ellertsson says
Sammála getuleysinu, þarf því miður ekki að horfa á leikina, nægir að sjá tölfræði í skotum á markið og skotum á ramman. Er ekkert bjartsýnn á framhaldið og sé okkur ekki lengur kandidata í 4 sætið, leyfi mér að vera svartsýnn. Við byrjum ekkert glæsilega nýja árið það er af sem áður var. Nú þurfa menn að girða sig í brók og drullast til að vinna fyrir kaupinu eins og sagt var í denn. Það hefst ekki öðruvísi sama hvaða stjörnunafni þú heitir. Annars var hefndin sæt hjá Southampton, við stálum sigrinum af þeim síðast og kannski fáum við allt í bakið, jú spilamennskan hefur ekki verið eins og ég bjóst með allan þennan mannskap.
Er fúll en raunsær, við erum að reyna að þetta er ekki fagurt.
Stefan says
Þetta var skelfilegur leikur, ef southampton væri með einhvern af þessum sóknarmönnum sem united er með hefðu þeir slátrað þessum leik.
Fergie skildi eftir sig aðallega reynslubolta, moyes tekur til í dótakassanum og draslar útum allt, svo kemur van gaal og kaupir stjörnuleikmenn og þetta á allt bara að virka?? Svakalegt gamble
gudmundurhelgi says
Það vantar allt sem heitir sköpun og hraði i þetta lið,og mönnum ætti að vera óhætt að skjóta á markið.
DMS says
Lélegur leikur af okkar hálfu. Ekkert í gangi. Mata fékk einu færin eftir að við lentum undir, hefði mátt gera betur í þessum 3 færum sem hann fékk. En fannst hann einna skárstur í leiknum.
Skildi ekki alveg skiptinguna með Blackett inn fyrir Shaw, fannst koma rót á vörnina eftir þá skiptingu. Þoli ekki þetta 3-5-2 kerfi, finnst við mun betri með tígulmiðju í 4-4-2. Hvernig er það, höfum við ekki alltaf verið að spila 3-5-2 í undanförnum leikjum? Allir þeir leikir eiga það sameiginlegt að frammistaða okkar manna hefur verið mjög slök.
Skil ekki þörfina fyrir 3-5-2 þegar við erum komnir með bakverðina okkar aftur. Van Gaal þarf að skoða vel hvað sé í gangi, hann þarf að taka ábyrgðina á þessu kerfi og þessu hrikalega getuleysi fram á við. Mennirnir og getan er til staðar en það þarf að virkja hana.
DMS says
….og já af hverju 3 miðverðir á bekknum en enginn Falcao? Er Van Gaal bara svona viss um að þeir hrynji strax aftur niður í meiðsli í miðjum leik? Lái honum það reyndar ekki, en held að 2 miðverðir hefði alveg dugað á bekknum.
Hjörtur says
Mörkin koma ekki nema skotið sé á markið, en því miður þá virðist þessum blessuðum leikmönnum Utd fyrirmunað að gera það. 3ja sætið farið og með sama framhaldi þá verður það fjórða og jafnvel fimmta farið fljótlega. Og Falcao rauk burtu í fússi yfir að vera ekki í hópnum íþróttamannslegt eða hitt þó heldur. Mín skoðun er, að annhvort er að skila honum aftur, eða láta hann spila meira, og vita hvort hann fer þá ekki í sitt fyrra form. Hvað er verið að fá mann lánaðan, borga honum yfir 60 millur á viku (sá það á mbl.is að hann hefði það í laun) og nota leikmanninn lítið sem ekkert.
Óli says
Svo margir hérna sem neita að horfast í augu við það, en Falcao hefur einfaldlega ekki getað rassgat. Ekki ætla ég að verða eins og Chelsea-stuðningsmenn sem reyndu að halda því fram að Torres gæti eitthvað þegar allir sáu að hann var útbrunninn. Falcao þarf kannski bara að æfa meira en það hjálpar ekkert að láta hann spila hvern einasta leik.
Snorkur says
Ekki var þetta glæsilegt .. Ég sem var að vona að Di Maria kæmi með hraðann sem vantaði í seinustu leikjum
Gæti svo sem verið að hann sé með þetta suður-ameríku kalla vesen sem oft hefur verið talað um .. það er að verða lélegu um leið og það fer að kólna á Englandi og ná sér ekki fyrr en sólin fer að hita upp aftur
en jamm 4ða sætið er stefnan og allt annað er plús frá mér séð, svo ég er rólegur .. enn sem komið er
Sigurjón says
Þetta var líklegast mest frústrerandi leikur tímabilsins, ég hef allavega ekki verið svona pirraður eftir leik í langan tíma. Þakka fyrir að ég skyldi láta nokkra tíma líða áður en ég tjái mig hér um leikinn.
Jújú, United liðið var gjörsamlega bitlaust en þeir áttu þó 3-4 góð færi sem menn (aðallega Mata) skófluðu annað hvort yfir eða framhjá markinu. Þannig að það sem segir ekki alveg alla söguna að MU hafi ekki átt skot á rammann í leiknum, því þeir fengu færi. Southampton aftur á móti áttu 2 hættuleg skot í átt að marki, eitt framhjá eftir 45 sek og hitt í netið, augljóslega. Það mark skrifa ég algjörlega á Van Gaal sem átti virkilega heimskulega skiptingu þegar hann tekur Shaw útaf og setur ótraustasta varnarmann United inn á, Blackett. Shaw var ekki farinn að sýna nein þreytumerki á þeim tímapunkti, og var heilt yfir að spila ágætlega. Blackett aftur á móti kemur inn með ákveðinn stressfaktor í varnarleikinn, sem að mínu mati veldur marki, reyndari varnarmaður hefði auðveldlega stigið Tadic út og gert hann rangstæðan í aðdraganda marksins.
Allavega, ég bara skil ekki þegar Van Gaal er búinn að kvarta yfir því í allan vetur að hann geti aldrei spilað með sömu varnarlínu, af hverju hann er að hliðra henni svo til í miðjum leik að því virðist að óþörfu. Menn geta talað um að Shaw sé kannski ekki leikfær í 90 mín á þessari stundu (hann er pottþétt heill, LVG sagði það sjálfur fyrir leik) en ég myndi frekar spila hann þreyttan en að henda Blackett inn um miðjan seinni hálfleik, í stöðunni 0-0!
Svo er það að spila Di Maria frammi, sem er annað sem ég skil ekki. Það er alveg eins hægt að spila Mata eða Herrera frammi. Það meikar ekkert sense að láta playmaker spila fyrir framan boltann, slíka stöðu spila framherjar, sem Di Maria er ekki. Di Maria blómstraði vinstra meginn á 3 manna miðju en hefur ekki fengið að spila þá stöðu síðan snemma í haust, allt út af þessu blessaða kerfi sem LVG elskar svo heitt.
Að lokum set ég stórt spurningarmerki við ákvörðun Van Gaal að nota Falcao ekki í dag. Ef hann er að reyna að senda einhver skilaboð til hans um að hann verði að standa sig betur, þá er þetta mjög furðuleg leið. Falcao, að spila eins og hann hefur gert í síðustu leikjum, en mun betri kostur í framherjastöðuna en Di María eða Wilson.
Ég verð því miður að skrifa þetta tap á Van Gaal, það voru of mörk mistök gerð í dag í liðsvalinu og skiptingum, „mistök“ sem hann hefur reyndar komist upp með fyrr á tímabilinu (til dæmis í fyrri leiknum gegn S’ton og leiknum gegn Arsenal), en að þessu sinni brenndi hann sig og ég vona að hann læri eitthvað í kjölfarið.
Björn Friðgeir says
Leikskýrsla og smá pistill um viðbrögðin við leiknum komin upp.
Stefan says
„Falcao getur ekki neitt“ ? Hann er búinn að skora 3 mörk og gera nokkur assist þrátt fyrir meiðsli, hvað meinaru haha.
Ég hef verið meira ósáttur við RVP þrátt fyrir að hann sé búinn að skora 7-8 mörk því hann hefur ekkert verid meiddur. En Falcao hefði klárlega átt að vera í hóp, RVP ætti bara að vera á bekknum. Hinsvegar fannst mér kjánalegt frá byrjun að hafa þessa 3 strikera. Veit ekki alveg hver af þeim átti að sitja í kuldanum en það var alltaf að fara að vera einhver
Stefan says
En er þetta i alvöru fyrsta tapið á Old Trafford gegn þeim í 27 ár ? Ég man fyrir svona umþ 15 árum þegar við töpuðum fyrir þeim 6-3, var það á þeirra heimavelli? Allavega það meira lame :p
Audunn Sigurdsson says
Þetta var drullu-lélegt í alla staði og hrikalega pirrandi leikur.
United gat ekki rass og voru sjálfum sér til skammar, hvað er þetta með þessa miðjumenn að þurfa alltaf að senda tilbaka á markmanninn? Það það er ótrúlegt að maður eins og Carrick geti ekki fundið neina aðra lausn en að senda boltann tilbaka sí og æ endalaust,.
Vantar helling upp á þegar kemur að því að búa eitthvað til, í liðinu í gær voru menn eins og RVP, D.Maria, Rooney, Mata og Valencia, allt mjög skapandi leikmenn en þeir voru alveg gjörsamlega hauslausir í þessum leik. Veit ekki hvort það er leikkerfið eða hvað, liðið skapaði helling af færum og átti príðisleik gegn Spurs þannig að það er erfitt að festa fingur á hvað var að í gær.
Ég er ekkert mjög hryfinn af þessu kerfi, það býður ekki upp á mikið vængspil, það vantar algjörlega aðstoð og tvöföldun út á vængina en ég skil Van Gaal ágætlega því það er mjög erfitt fyrir hann að koma mönnum eins og Rooney, Mata, RVP og Di Maria í liðið með öðru kerfi þótt það sé reyndar alveg hægt. Mata virkar ekki út á könntum, það er búið að reyna það oft þannig að þetta er smá snúið.
Ég er drullu-pirraður yfir þessum aumingjaskap sem liðið sýndi í gær og þetta verður að fara að lagast og liðið verður að fara að finna stöðuleika í sínum leik.
EN það er samt brandari að fara að kalla eftir því að reka Van Gaal, hver ætti svo sem að koma inn í staðinn???
Kallinn þarf hinsvegar að fara að finna rétta kerfið og rétta liðið, þetta tap verður að skrifast á hann, það er nánast geðveiki að hafa mann eins og Falcao utan hópsins ef hann er heill.
Hann hefði átt að koma inn á í hálfleik í gær, það var fullt af mönnum sem voru algjörlega rænulausir með öllu.
Keane says
Sem betur er van Gaal ekki að fara neitt. Þurfum nauðsynlega á alvöru miðverði að halda!
gudmundurhelgi says
Ekki má gleyma fyrstu árum Fergusons hjá united, litill ljómi þar á ferð.