Það var aldrei nein hætta á ferðum. David Moyes stillti upp eftirfarandi liði:
De Gea Smalling Evans Jones Evra Carrick Cleverley Nani Rooney Kagawa RvP
Bekkur: Lindegaard, Rafael, Hernandez, Young, Valencia, Fellaini, Januzaj.
Það blés ekkert byrlega fyrir okkar mönnum í fyrri hálfleik. Liðið var að spila tiltölulega hægan bolta og skapaði sér lítil sem engin færi. Stokeverjum fannst það bara fínt, sátu til baka og beittu skyndisóknum og gerðu það vel. David De Gea átti minnsta kosti þrjár stórkostlegar vörslur eftir skyndisóknir Stoke, hann bókstaflega hélt okkur inní leiknum. Strax á fjórðu mínútu leiksins skoraði Peter Crouch fyrsta mark leiksins eftir að Marko Arnautovic labbaði framhjá varnarmönnum United. Svona gekk þetta út hálfleikinn. United tókst að jafna með marki frá Robin van Persie á markamínútunni 43. og hélt maður þá að núna myndu menn sigla þessu heim. Arnautovic var þó á öðru máli og klíndi boltanum sláinn inn úr aukaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Seinni hálfleikur spilaðist nákvæmlega eins. United dólaði sér hægt og rólega fyrir framan teiginn og Stoke varðist fimlega. Það var ekki fyrr en að Moyes fór að nýta skiptingarnar að eitthvað fór að gerast. Januzaj kom inná fyrir Nani sem átti hrikalega dapran leik. Chicharito kom inn fyrir Cleverley og Rooney fór á miðjuna og að lokum kom Valencia inn fyrir Smalling. Hraðinn jókst örlítið hjá okkar mönnum og á tveggja mínútna kafla undir lok leiksins sigldum við sigrinum heim. Rooney tókst að jafna leikinn með glæsilegan skalla eftir hornspyrnu. Chicharito tryggði svo sigurinn með laglegu marki eftir fyrirgjöf.
3-2 sigur staðreynd.
Þetta var nú samt ekkert endalaus flugeldasýning frá okkar mönnum. Það er hægt að lýsa sóknarleik okkar mönnum allan leikinn svona:
- Koma boltanum á kantinn
- Gefa fyrir
- Vona það besta
Aftur og aftur. Rinse and repeat.
Frekar einhæft og fyrirsjáanlegt enda tókst Stoke-liðinu að skalla 97% af þessum boltum í burtu. Huth og Shawcross eru örugglega hæsta miðvarðarpar deildarinnar og skölluðu megnið af fyrirgjöfunum í burtu. Það tókst hinsvegar tvisvar að koma boltanum í netið eftir þetta og það tryggði okkur sigurinn á endanum. Við þurfum samt að finna einhverjar fleiri leiðir til þess að sækja ef einhver árangur á að nást í vetur. Þetta Stoke-lið hafði ekki skorað í þremur leikjum í röð en auðvitað brustu allar flóðgáttir á Old Trafford. Í fyrri hálfleik hefði Stoke getað komist í 3-0 ef það hefði ekki verið fyrir Big Dave í markinu.
Afhverju mæta samt lið á Old Trafford og halda bara að það sé í lagi að þau taki 3 stig heim með sér? Það var talað um að þegar Sir Alex var stjóri væru andstæðingarnir oftar en ekki búnir að tapa þegar þeir mættu í búningsklefana. Þeir höfðu enga trú á því að þeir gætu gert eitthvað. Nú virðist andstæðan við þetta vera að gerast. Lið hafa fulla trú á því að þau geti unnið United og virðast því leggja sig aukalega fram í leikjunum á Old Trafford því þeir finna lyktina af særðu dýri. Þetta sá maður hjá Stoke í dag, Southampton um síðustu helgi og WBA þar á undan.
Sem betur fer sá Moyes við þessu fyrir rest og það á að hrósa Moyes fyrir þessar skiptingar sem skiptu sköpum og færðu okkur þessi þrjú stig. Þetta var klassískt United comeback sem var eitt af einkennum stjóratíðar United. Er þetta vendipunkturinn fyrir Moyes?
Maður leiksins: Wayne Rooney. Berst eins og ljón og keyrir liðið áfram. Þvílíkt meistaraverk hjá Moyes að halda honum hjá United eftir sumarið.
ellioman says
Meeeeeesha likes!
Hljótum að skora einhver mörk í dag. Þetta er úber dúber framlína!
Einnig gaman að sjá Moyes verðlauna Evans og Jones fyrir síðast leik með því að láta þá stjórna vörninni aftur í dag.
KOMASO!
Rassgat says
Byrjunarliðið lítur vel út allavega.
skoriðið nú meira en 1 mark for fuck’s sake !
Elías says
Hvað er að frétta!!!
Snobb says
Vá .. stoke er að yfirspila okkur …
Tómas G says
Mest spennandi við leikinn so far er að Siggi hlö var í stúkunni.. Hvernig eru stoke að spila betri fótbolta á Old Trafford? Vil eitthver gjöra svo vel að vekja mig!
Einar says
Vandræðalegt.. eins gott hann taki jones út af í hálfleik
Runólfur says
Aldrei séð annað eins. Vörnin búin að vera rock solid síðustu leiki fyrir utan random einstaklingsmistök OG SVO BARA ÞETTA! Er orðlaus yfir því hversu ógeðslega lélegir þeir eru í dag.
SO says
Kagawa , Smalling , Jones farið í sturtu….Verst að það megi ekki skipta 4…Nani væri kandidat…
Snobb says
Ætli það séu enn einhverjir sem EKKI eru sammála því að Moyes sé langt frá því að vera hæfur sem þjálfari ??
Það er .. aðrir en Liverpool menn …. sem þreytast ekki á því að segja að hann þurfi tíma :P
Jóhann says
Senda þetta þjálvaragerpi heim
Rassgat says
Jæja félagar… Svona er illa komið fyrir liðinu, David Moyes hefur enn ekki sýnt fram á það að hann sé hæfur stjóri. Fyrir leikinn vorum við 4 stigum á eftir Everton.. Ásættanlegt??
Í fyrsta skipti í sögunni er Stoke yfir í hálfleik á Old Trafford.
Til hamingju með það David Moyes !
ellioman says
ROONEY! Koma svo! Eitt í viðbót!
ellioman says
jájájájájájaá!!! Hernandez!
Ingi Rúnar says
Einsog ég sagði, verum bjartsýnir þangað til yfir líkur. Vantaði bara að Kagawa skoraði, þá hefði mín spá verið rétt.
Runólfur says
Þvílíkar skiptingar. Þvílíkir leikmenn. Þvílíkt lið. Þvílíkt þjálfarateymi. Þvílíkur sigur.
#Búmm
Steini says
Við skulum bara viðurkenna það allir sem einn að við vorum stálheppnir að fá þrjú stig úr þessum leik. Vörnin var gjörsamlega úti á þekju, miðjan hugmyndasnauð og framherjarnir ekki að klára færin sín.
Sem betur fer batnaði þetta mikið við Januzai og tölfræðilega séð var þetta sanngjarnt. EN fyrir þá sem horfðu á leikinn virkaði þetta mjög ósannfærandi frammistaða og það er eins og það náist ekki að mótívera leikmenn liðsins almennilega fyrir þessa leiki. Þeir eru hikandi í flestum sínum aðgerðum og það er eins og þá skorti sjálfstraust til að vinna þessa leiki.
Engu að síður mjög mikilvægur sigur í dag og fínt að fá þrjú stig eftir svona barning.
Einar says
yesssss
D. Beckham says
Sáttur við sigurinn í dag. Klárlega vorum við nokkuð heppnir og De Gea bjargaði okkur algjörlega í fyrri hálfleik. Finnst það samt alveg handónýtt að vera með Chris Smalling í hægri bakverði, hefði viljað hafa Rafael þarna eða Valencia eins og seinasta korterið. Var ánægður með að Evans og Jones skildu starta, spiluðu vel í vikunni gegn R. Sociedad. Gekk kannski full brösulega hjá þeim í dag en vona að þeir haldi sæti sínu í næsta leik. De Gea var flottur í dag, en er samt á því að hann hefði átt að gera betur í aukaspyrnunni frá Arnautovic. Rooney var bestur í dag ásamt De Gea, nuff said. Hef varið Nani undanfarin ár í vinahópnum, en hann er á allra síðasta sjéns hjá mér (efalaust margir hérna sem hafa gefist upp á honum). Kagawa var full rólegur í dag en fannst hann allt í lagi, tel að fái hann nokkra leiki í röð þá fari hann að brillera. Cleverley farþegi í dag, Evra og Carrick ágætir (Carrick fer vonandi að skila þeirri frammistöðu sem við erum vanir að þekkja). Persie skoraði en gerði annars voðalega lítið (töpum allavegana ekki á meðan hann skorar). Varamennirnir þrír Chicharito, Januzaj og Valencia með góða innkomu og Januzaj gjörsamlega blómstrar af sjálfstrausti og spilar bara betur með hverjum leiknum.
Sáttur með Moyes, fín uppstilling í dag , hálfleiksræðan hefur skilað einhverju og skiptingarnar góðar.
guðjón says
Stigin góð og vel þegin, en spilamennskan afleit. Smalling og Evans eru ekki boðlegir í úrvalsdeildina og hvað þá Cleverley, Kagawa og Nani. Þá er Carrick orðinn alltof hægur til að vera sú kjölfesta á miðsvæðinu sem hann var. Það verður að kaupa einhverja boðlega leikmenn strax (þetta er ekki teygjanlegt hugtak þó svo að gáfumennið Vigdís Hauksdóttir haldi því blákalt fram) í janúarbyrjun, enda er ekki hægt að ætlast til þess að Rooney beri liðið uppi, leik eftir leik. Hann var stórkostlegur í dag og verðskuldar betri samherja.
Erna Martinsdóttir says
Góður sigur í slæmun leik.
Moyes verður að styrkja liðið í jan glugganum.
G G M U
Rassgat says
Við skulum sjá til hvernig fer. Því miður á David Moyes 5 og hálft ár eftir af sínum samningi..
Spilamennskan var alls ekki í þeim klassa sem ManUtd á að standa fyrir.
Reyndar hefur sú verið raunin undanfarin ár, man ekki síðan hvenær, en ég miða alltaf við Ronaldo í höfðinu. Hvenær var síðast keyptur miðjumaður yfir meðallagi?? Var það Carrick? 2006? 2007?
Skuldinni má skella á marga eflaust, en hvað skildi SAF eftir sig?
Staðreyndin er sú að hann sankaði að sér meðalmönnum en virtist ná sem bestu út úr þeim.
Meðalmenn verða aldrei meira en meðalmenn.
Lítum nú á nokkra leikmenn liðsins..
Rio Ferdinand: Búinn á því.
Vidic: Virðist vera á seinni skipunum.
Evra: Sama og Vidic
Jones: Í meðallagi. Var hann ekki upphaflega framúrskarandi miðvörður??
Smalling: Jafnvel í meðallagi. Verri út úr stöðu.
Cleverley: Langt síðan hann varð efnilegur, ekkert gerst síðan.
Anderson: Fær að spila max 60 mín í 3-4 hverjum leik.
Rooney: Lykilmaður sem á heima í betur spilandi liði – framúrskarandi leikmaður sem verðskuldar betri liðsfélaga og stjóra.
Van Persie: Dalað mjög frá síðustu leiktíð…ástæða?? (Frábær fyrir Holland)
Nani: hver veit??? Eflaust betri í betra liði.
Valencia: Breyttist í kantbakvörð hjá ManUtd… ekki skarað fram úr
Fabio: Fær aldrei séns.
Kagawa: Einn besti maður Evrópu í lykilstöðu hjá Dortmund (skoðið einfaldlega tölfræðina) .. Sekkur hægt og hægt hjá ManUtd.. er hann miðjumaður, framherji eða kantmaður.. ? Hann virðist ekki vita það sjálfur.. Hvað þá stjórinn hinn nýi.
Carrick: bar af meðalmönnum síðustu leiktíðar.. Hvað nú?
Hernandez: Fær ekki að spila.. Kannski næsti kantmaður Moyes? Bakvörður?
Undanfarin ár hefur mitt lið ManUtd spilað mjög óheillandi fótbolta og státað af mörgum meðalmönnum knattspyrnusögunnar.
Ég vil sjá mitt lið í fararbroddi hvað varðar uppbyggingu ungra leikmanna, fótbolta og leikgleði, árangurs og skipulags og knattspyrnustjóra á heimsmælikvarða !!
Þið sem örvæntið ekki og styðjið meðalmennsku í hlýðni hvað sem gengur og gerist… ekkert mál, David Moyes á 5 og hálft ár eftir af sínum samningi !
Með von um betri tíð og spilamennsku,
Fuck David Moyes !
Rassgat says
Og til hamingju Everton..
Loksins farin að sjást merki um fótbolta eftir rúmlega áratuga harðstjórn David Moyes!
Everton 18 stig, ManUtd 14 stig.
Einhverntímann síðustu ár hefði það nú þótt ómerkilegt.
Fuck you David Moyes.
Tryggvi Páll says
David Moyes tók við þessum leikmannahópi af Sir Alex Ferguson. Þú segir sjálfur að þetta sé ekki sterkur hópur og það má alveg taka undir það að Sir Alex hefði getað skilað hópnum betur af sér. En hvað átti David Moyes að gera? Hann fékk hann svona í hendurnar.
Hefði þá ekki hvaða þjálfari sem er lent í vandræðum með hann? Jú, vegna þes að sama hvaða stjóri hefði verið ráðinn, sá hinn sami hefði ekki farið í einhverjar massívar breytingar á fyrsta tímabili. Þetta er ekki Football Manager. Það er ekki hægt að umbreyta hópnum á örfáum mánuðum. Þetta er ekki Football Manager eða Fifa.
Þetta snýst nefnilega ekkert um að „styðja meðalmennsku“ , þetta snýst bara um að gefa aumingja manninum tækifæri. Það er eitthvað sem mér sýnist að þú aldrei hafa reynt að gera. Tækifæri til þess að móta hópinn eftir sínu höfði og sá tími sem það tekur er ekki mældur í vikum, hann er mældur í tímabilum. Kannski er Moyes ekki rétti maðurinn í þetta. Við getum hinsvegar ekki dæmt um það eftir örfáa mánuði í starfi. Dómurinn fellur í fyrsta lagi á þriðja tímabili.
ellioman says
What Tryggvi said…
Rassgat says
Hef aldrei spilað Football manager eða Fifa.. er eldri en það.
Skalt ekkert segja mér hverjum ég hef reynt að gefa tækifæri Tryggvi Páll.
Staðreyndin er sú að liðið spilar leiðinlegan og óárungarsríkan bolta.
Rassgat says
Að vera með 14 stig eftir 9 leiki er ekki ásættanlegt, og boltinn sem liðið hefur verið að sýna undanfarið er langt undir pari !