Þáttur nr. 6 er kominn í loftið! Að þessu sinni voru Björn Friðgeir, Tryggvi Páll, Magnús og Sigurjón til tals. Við spjölluðum um leikinn gegn West Ham, Louis van Gaal og framtíðina. Einnig pældum við aðeins í Wayne Rooney sem miðjumanni og hvað sé eiginlega málið með Adnan Januzaj?!
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podcast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 6. þáttur
andrithor2014 says
Takk fyrir þetta. Alltaf gaman að heyra smá pælingar. Sammála ykkur hvað varðar Rooney, ég vill sjá hann sem framherja, fá hann í gang og hætta þessum „Hollywood sendingum“. Svo bið ég til æðri mátta um að Falcao fari að detta í gang- vill endilega halda honum næsta tímabil! Vona svo að Di Maria fái nú að spila sína stöðu á Miðvikudag. GGMU!
Robbi Mich says
Fyrsta podcastið sem ég hlusta á. Gaman að þessu. Langar að nefna Bjössa sérstaklega, ég hef nú löngum verið talinn með djúpa og mikla bassarödd, en ég segi það og skrifa að ég hljóma eins og smástelpa miðað við Bjössa.
Jens Jensson. says
Flottar hjà ykkur…..!!!
Audunn says
Er mjög ánægður með þetta framtak hjá ykkur og það má þakka ykkur kærlega fyrir það.
Mig langar að benda ykkur á tvo hluti sem mér finnst að þið mættuð skoða með jákvæðu hugarfari og þá kannski laga ef ykkur finnst það. Tek það fram að ég er ekki að gangrína né tuða heldur er þetta aðeins ábending sem gæti orðið til tekna.
no 1 er málfar, finnst svoldið mikið af enskum-slettum í knattspyrnumálfari íslendinga, við þurfum að venja okkur á að nota íslensku og íslenska orðin.
Dæmi. við vorum út muscle í þessum leik á miðjunni í stað þess að segja að andstæðingurinn var líkamlega sterkari.
No 2 er þessi endalausi samanburður Van Gaal og Moyes, það er búið að vera að hjakkast á þessum samanburði síðan í ágúst 2014. Moyes er sem betur fer farinn og kemur ekki aftur.
Liðið væri um miðja deild ef sá maður hefði fengið að halda áfram, vissi ekkert hvað hann var að gera innan sem utan vallar.
Annars frábært :)