United tók á móti Norwich City í fjórðu umferð Capital One bikarkeppninni. Fyrir leikinn töluðu flestir stuðningsmenn um áhuga sinn að fá að sjá Januzaj og Zaha í liði United. Moyes ákvað að vera góður gæji og uppfyllti óskir þeirra.
Byrjunarlið United var skipað svona
Lindegaard
Rafael Ferdinand Vidic Büttner
Zaha Jones Cleverley Young
Januzaj
Chicharito
og á bekknum voru þeir Amos, Anderson, Rooney, Giggs, Smalling, Fabio og Valencia.
Leikurinn byrjaði á rólegu nótunum. Norwich reyndu að fylgja fordæmi annarra liða sem hafa mætt United, þ.e.a.s. að pressa liðið en þar sem þeirra kaliber er langt fyrir neðan United þá skilaði það litlum árangri í kvöld.
Á 19 mín var svo dæmt víti á Norwich fyrir brot á Januzaj inn í teig. Alveg skelfilega kjánalegt brot hjá Leroy Fer í vörn Norwich. Á vítapunktinn steig herra Hernandez og skoraði örugglega framhjá Bunn í marki Norwich.
Eftir þetta róaðist leikurinn þónokkuð og gerðist í raun lítið marktækt í fyrri hálfleik. Januzaj þótti mér langbesti leikmaður United í fyrri hálfleik. Þessi drengur stefnir í að verða frábær leikmaður fyrir liðið. Seinni hálfleikurinn byrjaði jafn rólega og sá fyrri endaði.
Þar til á 54 mín þegar Buttner fær boltann vinstra megin við vítateig Norwich, á fína fyrirgjöf á Hernandez sem nær góðum skalla á markið en Bunn nær að verja en Hernandez nær frákastinu og skallar örugglega í netið. 2-0 fyrir United.
Hernandez er kominn með 12 mörk í síðustu 16 leikjum sem hann hefur byrjað. Það er hrikalega góð tölfræði og skiljanlegt að fólk vilji sjá hann spila meira.
Á 56′ mín urðu áhorfendur hræddir er sá óskemmtilegi atburður gerðist að Snodgrass, leikmaður Norwich, og Rafael skullu saman inn í vítateig United með þeim afleiðingum að Snodgrass fékk heilahristing og þurfti að liggja þar í uþb 10 mínútur á meðan hlúið var að honum og hann gerður klár fyrir flutning af vellinum.
Fallegasta mark United kom á 88′ mín þegar boltinn dettur til herra Phil Jones í vítateignum, eftir fyrirgjöf frá Rafael, sem nær þessu þrususkoti sem endar í markinu. 3-0!
Besti leikmaður leiksins, Adnan Januzaj, var svo tekinn af velli á 90′ mín og í hans stað kom Fabio. Ég hef ekki falið þá skoðun mína að Fabio á skilið fleiri tækifæri með liðinu og vonaði ég að hann myndi gera eitthvað minnistætt á þessum örfáu mínútum sem hann fékk í dag.
Það tók hann ekki langan tíma. Á 90′ mín hleypur Fabio af stað, Rooney, sem kom inn á fyrir Zaha á 78′ mín, gefur fyrir alveg stórkostlega sendingu í anda Scholes og nær Fabio að taka á móti boltanum og koma honum í netið. 4-0 fyrir United og frábær innkoma hjá Fabio.
Það urðu svo lokatölurnar í þessum fína leik og er United komið áfram í Capital One bikarkeppninni. Á morgun verður dregið fyrir fimmtu umferð keppninnar og fáum við þá að vita hver næsti mótherji United verður. Næsti leikur United verður hinsvegar gegn Fulham næsta laugardag (2.nóv) á Craven Cottage.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Mjög spennandi byrjunarlið :D
Allt leikmenn sem ég er ánægður með nema kannski Young, eitthvað við hann sem fer í taugarnar á manni
Pétur says
Æjj ég styð ALLTAF United leikmenn en mig langar bara að losna við Young, fer í taugarnar á mér.
Atli says
Ég gæti trúað því að Young væri úti vinstra megin og Januzaj spili í holunni.
ellioman says
Maður verður nú að játa það að framtíðin er ekki björt í augnablikinu hjá honum Anderson félaga mínum.
Verður spennandi að sjá Zaha og Januzaj spila saman fyrir liðið. Gæti vel orðið þrælskemmtilegur leikur í kvöld.
Atli Þór says
Skrítnasta byrjunarlið sem ég hef séð, lítur spennandi út en ég skil þetta samt ekki :D
Runólfur says
Er eiginlega bara brjálaður að sjá Fabio og Anderson á bekknum í staðinn fyrir Rafael og Jones. For Fuck Sakes maður, þetta er deildarbikarinn! Við eigum Fulham úti á laug og Sociadad úti eftir viku. Hefði viljað halda Rafael og Jones ferskum fyrir þá leiki – nenni ekki þessari Smalling tilraun áfram í hægri bakverðinum.
Kv. Pirraði gaurinn
ellioman says
@ Runólfur:
Veistu, ég er alveg 100% sammála þér!
Fabio greyið fær aldrei sjensa þó hann sé mun efnilegri en Buttner og vil ég frekar sjá Anderson fá tækifæri þarna en að láta Jones spila tvo leiki með stuttu millibili. Sérstaklega þar sem hann er enn ungur og smá meiðslapjési.
Danni says
Missti af leiknum, en hvernig stóð zaha sig?
ellioman says
@ Danni:
Heyrðu Zaha var mjög sprækur í dag. Átti fín hlaup og gott spil. Hlýtur að fá fleiri tækifæri í vetur.
Thorleifur Gestsson says
Það eru greinileg batamerki á leik liðsins sem heild,frábært að sjá þessa ekki byrjunarliðs menn í kvöld allir að skila sínu og framtíðin nokkuð björt ;)
Garfield says
Flottur leikur en hvað skeði fyrir Snodgrass?
ellioman says
Garfield skrifaði:
Chris Hughton (þjálfari Norwich) sagði eftir leikinn að Snodgrass hefði fengið heilahristing.
Runólfur says
Sá fyrri hálfleik. Zaha virkilega sprækur, Young reyndar skít fínn en Zaha mjög spennandi leikmaður.
Ég verð samt að viðurkenna gífurlegan pirring í garð Moyes að gefa Anderson og Fabio bara „cameo“. Hann hefði vel geta hent þeim inna völlinn í 2-0 stöðunni. Ekki eins og þeir séu að fara spila staka mínútu gegn Fulham eða Sociadad. Finnst eins og Moyes sé bara búinn að ákveða hvaða leikmenn eigi ekki að fá séns án þess þó að gefa þeim séns (Fabio, Anderson, Zaha t.d.). Það pirrar mig óendanlega :)
Emil says
@ Runólfur: Ég held að hann sé nú bara svolítið stressaður eftir úrslit síðustu leikja og þori þar af leiðandi ekki að taka of mikla áhættu með menn sem hafa spilað minna. En eg er 100% sammála þér Runni, Fabio og Anderson hefðu alveg mátt fá lengri tíma a vellinum.
Góður sigur samt og flott frammistaða hjá „varaliðinu“. Zaha sýndi fína takta en hann þarf aðeins að fínpússa ákvörðunatökuna og þess háttar, það kemur sennilega bara þegar hann fær meiri spilatíma. Þó að you nóg hafi svo sem ekki gert neitt svo slæmt i þessum leik þá finnst mér hann alltaf svo ópródúktívur i leikjum. Hann a fín hlaup en kemur oftast með of háar og langar fyrirgjafir. Æi eg veit það ekki, finnst hann ekki alveg i Utd standi, vona að það fari eitthvað að koma úr honum samt.
Hjörtur says
Fínn leikur, og leikmenn allir sem einn stóðu sig vel.