Þáttur nr. 7 er kominn í loftið! Að þessu sinni voru Tryggvi Páll, Magnús, Runólfur og Sigurjón til tals. Við spjölluðum um gengi liðsins undanfarið, tapið gegn Arsenal, spáðum í spilin varðandi næstu leiki auk þess sem við ræddum um Juan Mata, Angel di Maria og Rafael. Þéttur þáttur að þessu sinni.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podcast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 7. þáttur
Halldór Marteinsson says
Takk fyrir þetta, alltaf gaman að fá inn nýtt podkast frá ykkur :) Ekki verra að það sé í lengri kantinum.
Er á rosalegri svipaðri línu og þið með flest, ef ekki allt. Sérstaklega varðandi þolinmæðina gagnvart Van Gaal, Di Maria og Januzaj.
Í sambandi við það þegar þið voruð að tala um hvernig Fergie hefði skipt í Arsenal leiknum þá minntust þið á að það væri kannski ekki svo gott að enda í framlengingu með ævintýralega skipað lið þá hefði þessi leikur auðvitað aldrei farið í framlengingu svo þess þá heldur að henda öllum stóru byssunum fram í lokin til að reyna að jafna leikinn. En það var vissulega erfitt þegar einungis ein skipting var í boði. Ef hins vegar Falcao hefði verið kominn inn á í restina þá hefði United kannski átt framherja í Arsenalteignum í lokaáhlaupinu þegar Rooney var af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kominn í það hlutverk að taka innköst við miðlínu á vinstri kantinum…
Barði Páll Júlíusson says
Alltaf gaman að hlusta á podcastin, þau gerðu heimilsþrifin mun bærilegri og náði að klára þau í góðu skapi á met tíma.
Margt til í því sem er verið að ræða og væri nú gaman ef það yrði einhvern tíman, mögulega látið vita með góðum fyrirvara, tekið upp svona podcast í beinni þar sem er hægt að henda inn spurningum á meðan þátturinn er í gangi eða álíka. Gæti verið gaman.
Hins vegar er sérstaklega einn hlutur sem ég er virkilega ósammála. Ekki alveg viss hver það var sem sagði það en held það hafi verið Runólfur og þ.e. með Juan Mata.
Mín skoðun er sú að Mata er engan veginn þessi maður sem fær boltan og getur virkilega haldið honum eins og þú talar um. Það þarf ekki nema bara skoða nokkra leiki með Mata og man ég þar sérstaklega eftir leiknum gegn Leicester á þessu tímabili að Mata er mjög duglegur að missa boltan og einmitt það að hann hefur enga snerpu as in acceleration, þannig hann getur sjaldan fengið boltan og tekið menn á í skrefinu eins og t.d. Herrera og Januzaj hafa verið duglegir að gera.
Mata er mjög góður leikmaður en eins og ég hef sagt áður þá held ég að það hafi verið gert rosaleg mistök í kringum þessi kaup. Annars vegar hjá Chelsea að selja hann úr perfectu liði fyrir hann og hjá Moyes að kaupa hann í lið sem passar engan veginn fyrir hann(eins og staðan er núna, sérstaklega fyrst við héldum Rooney).
Mata er leikmaður sem þrífst á öðrum í kringum sig. Þar sem hann getur ekki tekið menn á þá snýst hans leikur um að gefa þessar úrslita sendingar og í því er hann heimsklassa en þegar það er ENGINN hraði í liðinu, sérstaklega ekki hjá framherjunum þá hefur Mata ekki þessi sömu áhrif í 10 stöðunni eins og hann hafði t.d. hjá Chelsea með Hazard, Oscar og Torres/Ba(hefði verið ennþá betri með betri framherja með sér).
Svo virðist sem meira segja með Di Maria og Januzaj inná þá virðist þeir ekki vera eins sóknar minded eins og t.d. Ronaldo, Suarez, Sterling týpa væri oft á tíðum á kanntinum, eitthvað sem ég virkilega bjóst við af Di Maria.
Annað sem ég er nokkuð viss um með Mata er að ég held að van Gaal vilji ekki spila með Mata og Herrera í liðinu því þá er hann með tvo af 3 miðjumönnunum sínum sem eru meira sóknarminded og þar sem Herrera er soldið villtur þá vill hann frekar hafa Rooney/Fellaini í holunni þegar hann spilar með Herrera á miðjunni(í tveggja manna miðju).
Langar að benda mönnum á að á laugardaginn er stórleikur í ítalska boltanum milli Palermo og Juventus en þar er leikmaður að nafni Paulo Dybala sem spilar með Palermo sem ég held að yrðu drauma kaup fyrir okkur en hann hefur nokkrum sinnum verið orðaður við okkur. Mæli eindregið með að fylgjast með þessum leikmanni. Ég er að fara í alþjóðlega undirskriftasöfnun til Manchester út af þessum manni áður en Liverpool/Arsenal/Barcelona/Real Madrid stela honum!
Stefán says
Fáum Dybala og Pogba :)
Gott podcast
Hilmar says
Takk fyrir topp podcast. Fínasta upphitun fyrir leikinn á eftir :)