Við fengum að að vera með í veislu hér í dag þegar Manchester United tók á móti Tottenham. Tottenham sá aldrei til sólar því að leikmenn okkar einokuðu sviðsljósið. Heitasti framherji deildarinnar og besti leikmaður deildarinnar í janúar- og febrúar var aldrei með. Ein besta miðja deildarinnar hitti fyrir Michael Carrick og United styrkti stöðu sína í baráttuna um 2.-4. sæti.
Byrjunarliðið var svona:
United:
Bekkur: Lindegaard, Rafael (Carrick 86′), Blackett, A Pereira (Mata 76′), Januzaj, Falcao (Fellaini 82′), Wilson.
Tottenham:
Bekkur: Vorm, Chiriches, Davies, Dembele, Lamela, Paulinho, Adebayor
Lykilleikur á Old Trafford og það var afskaplega mikilvægt að United myndi ekki misstíga sig hér í dag.
Leikurinn byrjaði reyndar ekkert sérstaklega vel. Phil Jones gerði sitt allra besta í því að koma Spurs yfir strax á 2. mínútu. Í staðinn fyrir að renna boltanum blíðlega á David de Gea negldi hann einfaldri sendingu að marki United sem De Gea tókst naumlega að bjarga fyrir horn, eða í horn réttarara sagt.
Þetta augnablik hafði þó ekkert forspárgildi fyrir framvindu næstu 88. mínútna. United greip völdin og herti bara tökin eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Leikplanið hjá Spurs-liðinu virtist eiga að vera það sama og flest lið hafa verið að nota á Old Trafford gegn United; sitja tilbaka, leyfa United að spila og bíða eftir mistökunum. Þetta gekk fullkomnlega upp í fimm mínútur. Spurs sat tilbaka, United fékk að spila og Phil Jones gerði áðurnefnd mistök sem kostuðu reyndar ekki mark.
En masterplan Pochettino féll um sjálft sig. United menn voru augljóslega mjög vel gíraðir fyrir þennan leik og voru fumlausir í öllum sínum aðgerðum. Það var mikill hraði í spilinu og þegar boltinn tapaðist pressuðu United-menn leikmenn Tottenham eins og mykjuflugur pressa kúaskít. Juan Mata og Ashley Young spiluðu jafnframt alveg við hliðarlínur vallarins sem teygði vel á vörn Spurs. Þessi pressa og teygjanleiki varnar- og miðjumanna Tottenham skilaði sér í marki strax á 8. mínútu. Carrick hljóp í autt svæði á miðju vallarins, fékk boltann frá Daley Blind og kom með hárnákvæma sendingu á milli miðvarðar og bakvarðar. Þar var Marouane Fellaini mættur, hann tók strauið inn í teig og plantaði hnitmiðuðu skoti í fjærhornið framhjá Hugo Lloris. Frábær byrjun. 1-0.
Eftir þessa frábæru byrjun gáfu okkar menn bara í frekar en hitt. Pressan var stanslaus og Tottenham-menn áttu í mestu vandræðum með ná meira en 2-3 sendingum í einu. Carrick, Herrera og Fellaini áttu miðjuna, Ashley Young var mjög skeinuhættur og Smalling og Blind áttu allt sem komst yfir miðju frá Tottenham. Það var því fullkomlega eftir gangi leiksins þegar United komst í 2-0. Mata tók hornspyrnu, Fellaini pakkaði Dier saman í skallaeinvígi og skallaði að marki, Tottenham-menn hreinsuðu en því miður fyrir þá var sú hreinsun svona tveggja metra löng og endaði í þokkabót beint á kollinum á Michael Carrick. Hann stýrði afskaplega fínum skalla alveg út við stöng og staðan því orðin 2-0. Algjör óskabyrjun.
Aftur og aftur voru leikmenn United að ná frábæru spili upp völlinn og það tók liðið yfirleitt ekki nema nokkrar sekúndur að færa boltann frá vörninni að marki Tottenham þrátt fyrir að fjöldi leikmanna United kæmi við boltann. Mata var nálægt því að skora eftir slíka sókn en varnarmaður Tottenham náði að komast í fyrirgjöfina.
Ég held að leikmenn Tottenham hafi engan vegið búist við svona grimmu United-liði og þeir virtust bara vera sjokkeraðir inn á vellinum. Aftur og aftur gáfu þeir boltann beint á United-menn og varnarleikur þeirra var á köflum hlægilegur. Nákvæmlega þannig kom þriðja og síðasta mark United. Fín pressa United gerði það að verkum að boltinn barst aftur á Nabil Bentaleb. Hann slökkti hinsvegar á sér og tókst að gefa boltann á eina svæðið í kringum sig þar sem enginn samherji hans var staddur. Rooney komst í sendinguna og tróð sér svo bara framhjá vörn Tottenham áður en að hann lagði hann snyrtilega framhjá Lloris í markinu. 3-0 og á þessum tímapunkti hefði Tottenham bara getað sparað sér tíma með því að pakka saman og hefja rútuferðina aftur til London. Rooney nýtti sér tækifærið og gerði létt grín að meintu rothöggi Phil Bardsley þegar hann fagnaði markinu.
Skömmu áður en að Rooney skoraði markið hafði Pochettino reynt að bregðast við algjörum yfirburðum United með því að skipta Townsend út fyrir Dembéle til þess að reyna að þétta miðjuspil Tottenham ef miðjuspil skyldi kalla. Eriksen, Mason og Bentaleb voru varla búnir að snerta boltann fram að þessum. Maður bjóst við að við þetta myndi Tottenham ná smá tökum á leiknum en það breyttist akkúrat ekkert við þetta nema það að Daley Blind fékk meira frelsi á vinstri vængnum.
Staðan var 3-0 í hálfleik. Eins og við var að búast mættu Tottenham-menn örlítið sprækari til leiks eftir hlé enda hafa þeir væntanlega fengið gott spark í afturendann eftir hörmulega frammistöðu sína í fyrri hálfleik. United minnkaði pressuna örlítið og leyfði Tottenham að hafa boltann enda varla annað sanngjarnt eftir yfirburði fyrri hálfleiks. Vörn United þurfti þó ekki að hafa miklar áhyggjur af sóknarleik andstæðinganna enda Chris Smalling var með Harry Kane í vasanum og öll miðja Tottenham þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Michael Carrick.
United var líklegra til þess að bæta við mörkum í seinni hálfleik, líklega fékk Herrera besta færið til þess á 65. mínútu þegar hann skaut framhjá úr þröngri stöðu í vítateignum. Eðlilega datt frammistaða liðsins aðeins niður í seinni enda hefði það varla verið mannlegt að geta haldið út slíkri frammistöðu og sást í fyrri hálfleik í 90 mínútur. Louis van Gaal gaf svo leikmönnum u-21 liðsins (© – Trausti Sig) færi á að spreyta sig með stóru strákunum en Andreas Pereira, Falcao og Rafael komu allir inn á í síðari hálfleik. Þetta var fyrsti úrvalsdeildarleikur Pereira fyrir United og alltaf gaman að sjá unga leikmenn eins og hann fá tækifærið.
Kane komst svo nálægt því að skora sárabótarmark undir lokin en De Gea var vel á verði. Hvað annað?
Ágætur dómari leiksins, Mark Clattenburg flautaði svo til leiksloka og frábær 3-0 sigur staðreynd. Hvað getur maður sagt eftir svona góðan sigur? Þið fyrirgefið vonandi æsinginn en ég ætla bara að segja það:
Þetta var besta frammistaða liðsins sem maður hefur séð í 18-24 mánuði!
Janvel lengra. Það er langt síðan ég hef séð svona góða liðsframmistöðu hjá United-liðinu. Hver einasti leikmaður liðsins spilaði afskaplega vel. Ég efast ekki um það að pressan í Bretlandi finnur einhverja leið til þess að klína þessu á hvað Spursarar voru lélegir en þeir voru lélegir af einni ástæðu: UNITED.
Leikmenn Tottenham fengu aldrei frið til þess að byggja upp spil, það var aldrei laus maður og andstæðingurinn sem var það óheppinn að vera með boltann hverju sinni fékk 1-2 leikmenn United strax í andlitið. Varnarmenn okkar sáu svo um það litla sem fór yfir miðju.
Fram á við var frammistaða liðsins svo jafngóð. Menn voru hreyfanlegir, menn voru að bjóða sig, menn voru að taka leikmenn á og umfram allt fékk boltinn að ganga mjög hratt á milli manna. Varnarvinna liðsins skilaði sér í því að við unnum boltann hátt á vellinum og þá voru alltaf möguleikar fram á við. Mata og Young teygðu svo vel á vörn Tottenham að það voru glufur allstaðar. Fellaini dró að sama skapi yfirleitt 2 varnarmenn til sín. Plássið var gríðarlegt og þetta nýttu leikmenn okkar sér alveg einstaklega vel.
Þetta var hinn fullkomni leikur hjá liðsmönnum United. Ég ætla ekki að reyna að velja mann leiksins enda nánast ómögulegt að velja einn umfram annan. Ef þetta er það sem koma skal hjá United undir stjórn Louis van Gaal held ég að allir þeir sem hafa ekki trú á honum geti farið að senda skráningarblað til Þjóðskrár um breytingu á trúfélagi. Ef þetta er það sem koma skal hjá United held ég að hin liðin í deildinni ættu einfaldlega að skjálfa á beinunum.
Það er þó auðvitað erfitt dagskrá framundan. Þessi frammistaða gat því hreinlega ekki komið á betri tímapunkti og þarna fékk einn af andstæðingum okkar um Meistaradeildarsæti þungt högg. Þetta er frábært veganesti fyrir leikinn eftir viku gegn Liverpool. Þar fáum við annað tækifæri til þess að veita öðrum höfuðandstæðingi annað þungt högg. Þar fáum við tækifæri til þess að taka frumkvæði í þessari baráttu. Ef liðið mætir til leiks með sama krafti og það sýndi hér í dag hef ég ekki neinar áhyggjur fyrir leikinn á Anfield, ég segi einfaldlega:
Bosi says
Bara ekki senda boltann a phil jones
Barði Páll Júlíusson says
Í þessum leik má mjög auðveldlega sjá veikleika Mata. Hann er búinn að lenda núna fjórum sinnum í því á 35 mínútum að missa boltan á mjög slæmum stöðum. Hann er reyndar búinn að fá aukaspyrnu á þetta tvisvar en hins vegar búinn að missa hann einu sinni illa og skyndisókn Tottenham sem varð ekkert úr og hitt skiptið fékk hann gult spjald.
Á móti erum við þó 3-0 yfir en samt sem áður er Mata ekki búinn að eiga neitt rosalegt í mörkunum.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Núna er bara að klára þetta með því að halda hreinu, Gott fyrir sjálfstraustið fyrir næstu leiki
Cantona no 7 says
Það væri gott að skora fleiri mörk gegn Tottenham þ.s. markatala gæti skipt miklu.
Vonadi er þetta það sem koma skal.
G G M U
Hjörtur says
Frábær leikur og sá besti sem ég hef séð hjá liðinu á þessari leiktíð, sérstaklega fyrrihálfleikur, þar sem þeir gjörsamlega yfirspiluðu Tottenham. það var bara unun að horfa á hvað allir leikmennirnir spiluðu vel, bæði í vörn og sókn. Nú kannaðist maður við Utd.
Runólfur Trausti says
Þar sem Mata kom inn í stöðu Di Maria þá má reikna með að han fái sömu ábyrgð og sama frjálsræði og Di Maria þegar kemur að sóknarleiknum. Það er að hann á að taka menn á – han á að reyna skapa færi – og ef hann missir boltann þá er það allt í lagi. Þetta er víst allt hluti af „philosophy“ hjá Van Gaal frænda okkar og verður frekar rætt í grein hér á dögunum.
Fyrir mína parta var Mata að reyna mun meira en oft áður og það líklega í samræmi við það sem Van Gaal vill en þar sem Di Maria er kominn aftur í næsta leik þá reikna ég með að hann komi í byrjunarliðið.
Annars var þetta brilliant leikur og einu vonbrigðin eru að hafa ekki slufað Tottenham 5/6-0 bara :)
Góðar Stundir.
-RTÞ
Bósi says
Ég er búsettur í Bretlandi og það er alveg óendanleg gagnrýni sem liðið hefur fengið og nú sérstaklega eftir Arsenal leikinn. Spekingarnir a Sky keppast við að tala liðið niður og spá því í 5-6 sæti.
Að því sögðu verða þessi 3 stig ekki bara ómetanleg i „rat racinu“ heldur treður þetta sokk uppí flesta helstu sparspekinga bretlandseyja.
Sem á eftir að reynast okkur mjög gott sálfræðilega að mínu mati :)
GLORY GLORY, var a spurs pub á leiknum, æðislegt :D:D
ps. ko fagnið var frábært.
Tryggvi Páll says
Ég fer kannski aðeins framúr mér í hrósi í skýrslunni og ég geri mér grein fyrir því að þetta sé bara einn leikur. Undanfarið hefur maður þó séð þess merki sem átti sér stað hérna í dag. Menn eru orðnir öruggari með sig og menn eru farnir að þora að taka áhættur. Það er ekki til betri tímasetning til þess að LvG og liðið finni fjölina sína og frábært að eiga stórleik gegn Liverpool um næstu helgi.
DMS says
Frábær leikur og hrikalega gaman að sjá liðið spila. LvG talaði um það fyrir leikinn að hann væri gríðarlega ánægður með menn á æfingum eftir að hafa fallið úr bikarnum gegn Arsenal, menn voru greinilega vel gíraðir í þennan leik. Finnst líka frábært að sjá Rooney aftur á toppnum, þar á hann heima.
Gríðarlega gott veganesti sem við förum með í Liverpool leikinn á Anfield, við þurftum svo sannarlega smá boost í sjálfstraustið. Nú er svo bara að vona að Gylfi og félagar hjálpi okkur á morgun…
Rúnar Þór says
Frábær leikur Frábær sigur loksins loksins
Bara 1 sem ég verð að setja út á: Skiptingarnar hjá LVG komu of seint að mínu mati. Hefði viljað sjá Falcao koma inn og fá 30 mín ca. Sjálfstrautið hjá liðinu í botni og þetta hefði mögulega getað verið perfect leikur til að reyna að koma honum í gang (United hefði kannski sótt aðeins meira í seinni hálfleik).
Annars drullusáttur. Gaman að sjá link-up play á milli Herrera og Mata, hann ætlaði þvílíkt að sanna sig. Flott að sjá Peirera. Það sem ég hef séð af honum með u21 þá er hann hörku efni.
Stefán says
Frábær sigur, Carrick langbestur, líst rosalega vel á miðjuna og sóknina í þessum leik.
RVP,Falcao og Di Maria verða bara að leggja mikið harðar af sér.
Hinsvegar vona ég svo innilega að Rafael fari að detta í þetta lið. Hann á að vera í RB og Valencia fyrir framan hann, fengi mikið betra flow þannig því þeir eru vanir menn.
Halldór Marteinsson says
Virkilega gaman að sjá allt ganga svona fallega og skemmtilega upp. Fyllir mann meiri bjartsýni fyrir törnina sem framundan er.
Viðar Einarsson says
Frábær leikur!
Það sem mér finnst ótrúlegast við þetta er það að við erum núna bara 2 stigum á eftir City, þannig við getum klárlega barist um 2 sætið!
Einar T says
Þarna kom það… jákvæðni – sendingar fram á við – ákveðni – liðsheild – 4-3-3. Leggst glaður á koddann í kvöld. Frábær frammistaða og mikilvæg 3 stig.
Eeeeinar says
Frábær leikur! Carrick algjör kapteinn á miðjunni og miðjan algjörlega búllíaði Spurs. Á svona dögum er maður ánægður að hafa Fellaini með sér í liði – þvílíkt sem hann hefur vaxið aftur í áliti á þessu seasoni.
Bestu fréttirnar er eiginlega endurkoma Rafael. Maður hálf vorkennir Valencia i bakverðinum og hann verður örugglega manna glaðastu að losna þaðan – martröð hans á móti Arsenal sat greinilega enn í honum. Hann var rosalega ragur og tók alltaf auðveldu leiðina sem er kannski skiljanlegt – hann er bara ekki bakvörður.
Ég var orðinn mjög vonlítill fyrir Anfield leikinn en þetta gefur virkilega góð fyrirheit. Bring it on!
Robbi Mich says
Þessi skalli hjá Carrick. Vá maður. Þvílík nákvæmni.