Öldungis frábær sigur á Anfield í höfn!
Frammistaða liðsins gegn Tottenham um síðustu helgi var nægileg til þess að Louis van Gaal ákvað að breyta ekki liðinu.
Di María kom á bekkinn eftir bannið og Rojo eftir meiðsli.
Varamenn: Valdes, Rafael, Rojo, Di Maria, Januzaj, A Pereira, Falcao.
Lið Liverpool var líka eins og við var búist:
Það er eins gott að taka það fram að ef fyrri hálfleikurinn gegn Tottenham var sá besti sem hafði sést í einhver ár frá United, þá var fyrri hálfleikurinn í dag enn betri. United hreinlega át Liverpool.
Fyrstu tíu mínútur leiksins voru nokkuð fjörugar. Liverpool menn aðeins meira framávið, en United var gríðarlega agað í 4-1-4-1 uppstillingunni þegar þeir voru ekki með boltann, pressuðu Liverpool stöðugt og héldu síðan boltanum nær óaðfinnanlega án þess að Liverpool menn virtust hafa áhuga á að pressa á þá. Enda var svo eftir tíu mínútna leik að United hafði verið með boltann 64%
Fyrsta markið kom svo á 14. mínútu. Ander Herrera átti öldungis frábæra stungusendingu inn fyrir vörn Liverpool þar sem Juan Mata hafði hárnákvæmt passað uppá að vera ekki rangstæður, lék inn í teiginn og skoraði örugglega framhjá MIgnolet. Glæsilegt framleiðsla Norður-Spánar þarna og frá leikmönnunum sem hafa verið úti í kuldanum undanfarið.
United bætti í eftir markið og voru áfram öruggir á boltanum. LIverpool menn reyndu langar sendingar og tókst aðeins að reyna á þolrifin í vörninn hjá United en þar voru menn vel með á nótunum og þegar einn klikkaði var yfirleitt annar til að hreinsa. Löng sending gegnum vörnina virtist hættuleg, en De Gea kom útfyrir teig og var langt á undan Sturridge.
Á 33. mínútu var possession tölfræðin enn 62% í þágu United enda fengu þeir sem fyrr yfirleitt að vera óáreittir með boltann á meðan að Liverpool menn fengu engan frið þegar boltinn var þeim megin. Besta færi Liverpool í fyrri hálfleik kom upp úr flottri gagnsókn. Löng þversending frá Henderson á vinstri kantinum kom yfir á Sturridge. Hann var að fá tvo varnarmenn fyrir framan sig og sá að Adam Lallana var á auðum sjó. Flott sending Sturridge var samt til einskis því Lallana setti boltann framhjá í upplögðu færi. Um fimm mínútur af miklum hasar fylgdu þar sem Liverpool tókst að komast inn í spilið og ógna alla leið upp að teig, en United náði aftur að hirða spilið og hægja á leiknum. Leið svo það sem eftir var af fyrri hálfleik án þess að Liverpool ógnaði og öryggið var mikið hjá United.
Í hálfleik kom Steven Gerrard inn á fyrir Adam Lallana sem var enn vankaður eftir mikið samstuð við Phil Jones um miðjan fyrri hálfleik. Sú innkoma Gerrard var sannarlega ein sú magnaðasta á öllum hans ferli. Fyrsta sem hann gerði var að tækla Juan Mata grimmilega og heppinn að sleppa við dóm þar, en hefði betur gerst því nokkrum sekúndum síðar fékk hann boltann, upp úr því kom tækling Herrera á Gerrard. Gerrard var svo ósáttur við það að hann stappaði beint á ökkla Herrera og fékk rautt fyrir áður en 43 sekúndur voru liðnar af hálfleiknum.
Herrera fékk síðan gult fyrir brotið en Gerrard leikur ekki oftar gegn United í búningi Liverpool. Einstaklega ánægjulegt að sjá þetta rauða spjald.
Liverpool tókust nú ágætlega á við þetta og voru bara nokkuð ferskir. Ashley Young hafði af einhverjum ástæðum byrjað að haltra fljótlega eftir að leikurinn byraði aftur og Ángel di María kom inná í hans stað á 55. mínútu. Ángel átti mun betri innkomu en Gerrard og það leið ekki á löngu þangað til Di María sýndi getu sína og gaf glæsilega sendingu inn á teiginn þar sem Mata kom og skoraði mark ársins með stórkostlegri klippspyrnu. Stórfenglegt mark sem verður endursýnt árum saman.
https://vine.co/v/OYIK06TvrnM
Mario Balotelli kom inn á eftir markið og var fljótur að vinna sér inn gult spjald og virtist í miklu ójafnvægi. En Liverpool kom sér inn í leikinn á ný og var í raun betra liðið. Í skyndisókn missti Daley Blind af Sturridge þannig að þegar laglegt sending frá Coutinho kom inn var Sturridge frír og gerði engin mistök þegar hann skaut fram hjá de Gea á 69. mínútu. Hugsanlega hefði De Gea átt að gera betur, það fannst a.m.k. Louis van Gaal.
LvG: "I have said also to David De Gea, I’m very happy with the result but it should be a clean sheet, but he said the ball was deviated."
— Barney @Red News (@barneyrednews) March 22, 2015
Liverpool héldu nokkurri pressu áfram og það var aðeins um skamman tíma að United tókst að fara að halda boltanum betur og láta Liverpool hlaupa. Það var kominn mikill pirringur í menn og tæklingar og hrindingar á báða bóga. Balotelli átti í höggi við Chris Smalling úti við hliðarlínuna og það voru aðeins skjót viðbrögð stuðningsmanna Liverpool sem hindruðu það að Balo æddi í Smalling og fengi sitt annað gula.
Seinni skipting United kom á óvart. Radamel Falcao kom inná fyrir Herrera á 83. mínútu, og ég hefði sjálfur búist við að Rooney hefði fokið. Hann var ekki búinn að vera góður í leiknum og lítið borið á honum.
Spennan var áfram óbærileg og það var komið fram yfir 90 mínútur á klukkunni þegar United loks náði upp góðri sókn, hélt boltanum lengi vel á vallarhelmingi Liverpool að spila út leiktímann en endaði á því að Di María átti aðra góða sendingu eftir að hafa varla hitt á samherja síðan sú fyrri kom. Þessi kom upp kantinn á Daley Blind, hann lék inn í teig og Emre Can hljóp beint inn í bakið á honum.
En í stað þess að gera út um leikinn lét Wayne Rooney Mignolet verja hjá sér. Ekki slæmt víti en alls ekki nógu gott.
Dramað var ekki alveg búið því á síðustu sekúndunni kom stunga inn fyrir vörn United. De Gea var örugglega með boltann en Martin Skrtel af öllum mönnum kom aðvífandi og ákvað að sýna eindreginn fautaskap og stappa á ökkla De Gea. Dómarinn dæmdi ekki og leikurinn fjaraði út, en Skrtel má búast við þriggja leikja banni.
En þegar menn voru búnir að jafna sig á viðbrögðunum við þessu broti og áttuðu sig á að leikurinn væri úti var hægt að fagna fræknum sigri. Það þarf að leita langt aftur til að finna jafn góðan leik United á Anfield og það virðist sem nú séum við að sjá uppskeruna af vinnu Louis van Gaal. Vissulega var seinni hálfleikurinn ekki jafn góður og sá fyrri og það er alveg skýrt að það eru stöður á vellinum sem þurfa styrkingar við. En í dag vann liðið gríðarvel.
Maður leiksins var að sjálfsögðu Juan Mata sem skoraði tvö stórkostleg mörk sem munu lifa lengi. En það eru fleiri sem þarf að minnast á. Michael Carrick vann gríðarvel á miðjunni sem og Ander Herrera, sérstaklega þó í fyrri hálfleik. Ashley Young var að sýna fínan leik, og hjálpaði líka til í vörninni og Marouane Fellaini var fleinn í holdi Liverpool, í fyrri hálfleik var hann lykilmaður í að pressa Liverpool hátt og í seinni hálfleik sá hann hvað eftir annað um að skalla frá sendingar Liverpool inn á teiginn.
Dræmastir í leiknum voru þeir Wayne Rooney, sem sást varla og brenndi víti, Ángel di María sem virtist ekki alveg nógu einbeittur og varnarvinna Daley Blind var ekki alveg að gera sig.
En í dag fögnum við rækilega og leikmenn United fara inn í landsleikjahléið í góðu skapi.
https://twitter.com/juanmata8/status/579680153200099328/
hjörvar says
ekki hægt að kvarta, byrjunarlið og bekkur með gæði :)
liverpool stuðningsmaður says
http://blabseal.de/foot/ ef mönnum vantar stream á leikinn þá er þetta besta streamið á netinu í dag held ég
Megi betra liðið vinna ;)
Lampi says
Rooney okkar slakasti maður í fyrri
Snorkur says
Þetta var bara nokkuð sætt :) glæsileg keyrsla á okkar mönnum .. tjaa nema Rooney sem var slakur ..
Mikið eftir af tímabilinu og ekki léttustu leikirnir .. þannig nú þarf bara að halda haus
ég ætla að brosa það sem eftir er dags í það minnst :)
ntraz says
Til hamingu með þetta utd menn ,heilt yfir litið voru utd betri í þessum leik en mér fannst mínir menn betri í Þeim seinni fyrir utan Gerrard.
Algjörlega gapandi eftir þennan ásetning hjá Gerrard og hann átti þetta 100% skilið að fara útaf. Er líka pirraður úti skrtl í lokin fyrir að stíga á De gea fær örugglega bann fryrir það.
Ofbeldi á ekki að líðast inná vellinum hver sem á í hlut!
UTD eru að spila betri bolta núna og þeir eru mjög líklegir í meistaradeildasætið eins og er ..veit ekki með mína menn en þetta er ekki búið.
kv. Hundfúll
Björn Friðgeir says
ntraz: Takk fyrir málefnalegt innlegg. Skoðun þín á Skrtel veldur því að ég skrúfa aðeins niður í því sem ég er að fara að skrifa um þetta atvik í skýrslunni :)
Jón Þór Baldvinsson says
Allt opið núna. Nú þarf Hull bara að bíta stigin af Chel$ky og þá er góður séns að við endurtökum leikinn frá 95-96. Getur allt gerst og spennann kominn á topp snúning. Að sjá Gerrard rekinn af velli eftir 40 sekúndur gerði þennan sigur þeim mun sætari. :)
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Mikilvægur sigur en það er ennþá erfitt prógram eftir. Þetta lofar góðu núna :)
KPE says
Mér finnst að hafsentaparið okkar Jones og Smalling mega einnig alveg fá smá hrós, voru hrikalega sterkir í dag.
Auðunn Sigurðsson says
Er búinn að brýna fyrir stuðningsmönnum í allan vetur að hafa þolinmæði gagnvart Van Gaal því ef menn skoða ítarlega hvernig hann vill spila og tekst að koma sinni hugmyndafræði til leikmanna þá verður United hörku lið. Tala ekki um ef hann kaupir 2-4 topp leikmenn.
Spáið í þessu liði með leikmenn eins og Kane og Vidal heila og í formi.
Takið eftir vinnusemi og öllum þessumþríhyrningum sem liðið býr til út um allan völl. Alltaf lausir menn og alltaf yfir mannaðir á þeim svæðum sem boltinn er.
Þetta kostar mikla vinnu og mikið úthald. Engan veginn hægt að gera þetta í 90 mín en menn venjast því að spila svona með tímanum.
Ég er gríðarlega ánægður með þessa þróun og þessi úrslit.
En veit að það er ennþá hellings vinna framundan og liðið er ennþá alls ekki fullkomið.
Barði Páll Júlíusson says
Ég verð að nefna nokkra punkta.
Fyrst er að ég er algjörlega ósammála skýrslumanni að við höfum fengið að spila algjörlega óáreittir. Mér fannst Liverpool pressa MJÖG stíft, sérstaklega svona fyrstu 25 mínúturnar. Það var svo ekki fyrr en stuttu eftir það að Liverpool dró sig aðeins aftur og held ég að það hafi verið skipun Rodgers eða leikmenn Liverpool orðnir þreyttir enda að hápressa á meðan Manchester United átti ekki einu feil sendingu og gátu bara spilað sig auðveldlega í gegnum alla pressuna. Síðan ef þeir þurfti að gefa langa sendingu þá oftast tók Fellaini boltan á kassan eða flick’aði honum á Rooney og þá voru Liverpool oftast fámennaðir í vörn þar sem þeir voru að pressa svo hátt.
Rosalega gott að geta haft þennan möguleika að spila út úr vörninni en þegar það þarft að spyrna honum fram þá er einhver sem getur tekið á móti boltanum og þ.a.l. haldið áfram snöggu spili framarlega.
Næst vil ég quote’a smá í sjálfan mig en ég sagði í PodCast póstinum að sá leikmaður af eftirtöldum tveimur, Carrick og Coutinho, sem myndi spila betur yrði í sigurliðinu. Coutinho sást ekki í leiknum og tel ég það var nánast eingöngu vegna Carrick. Þetta pláss sem hann nærist á er eitthvað sem Carrick er besti leikmaður í heiminum að loka. Það er ENGIN betri zonal defender heldur en Carrick, ótrúlegur leikskilningur í þessum manni og held að Blind sé að læra mikið á að spila og æfa með honum. Hann er pottþétt með þau fyrirmæli að fylgjast með leik Carrick og læra af honum.
Eitt sem ég skil ekki hjá Brendan Rodgers. Hann spilaði Raheem Sterling sem hægri vængback, hægri kantmann og síðan vinstri vængback. Afhverju er hann að spila einn besta winger í enska boltanum í dag sem vængbakvörð? Sterling þurfti að spila bara sem hægri bakvörður nánast allan fyrri hálfleik og þ.a.l. kom EKKERT út úr honum. Algjör synd að slökkva á einum besta leikmanni liðsins og Blind þurfti ekki einu sinni að vera hafa fyrir því að spá í hvað Sterling gæti mögulega gert sér.
Ég vil líka gefa Loius van Gaal stóran plús fyrir taktík sína í þessum leik. Það var klárt mál að þeir áttu að reyna spila sig sem mest undan pressu Liverpool manna og þreyta þá, svipað eins og gerðist í fyrri leiknum nema núna var sjálfstraustið allt annað hjá okkar mönnum. Hann spilaði Fellaini frábærlega í þessum leik og ótrúlegt hvað manni fannst hann vera alltaf auka maður hvort sem hann var í sókn eða vörn. Hann spilaði oft sem bara harður miðjumaður og oft mjög aftarlega en síðan var hann fremsti maður í sókn. Þessi leikur hefur tekið vel á fyrir hann og hefur hann líka fengið gott hrós fyrir leik sinn.
eeeeinar says
Ég er enn í sigurvímu, þetta var tæpt – liverpool pressuðu stanslaust í síðari hálfleik en það tókst!
Mjög erfitt prógramm framundan og 4. sætið alls ekki tryggt, en þetta var 6-stiga leikur!
Innkoma Di Maria flott, tvær lykilsendingar (Mata glæsimarkið og blind vítið). Mata var bara unun, vona að hann sé loks búinn að sanna sig fyrir Van Gaal – hann er of góður til að vera bekknum. Svo verð ég að hrósa Fellaini, þvílíkur leikur hjá honum!
Varðandi Skrtel og De Gea.. þetta var mjög ljótt http://i.imgur.com/JMLKusG.gif
FA er samt svo mikið djók að ég þori að veðja að þeir geri ekkert í þessu. Að traðka á fótlegg leikmanns með ófyrirséðum afleiðingjum getur verið 0-3 leikir í bann en að hrækja á / að leikmanni er 6 leikir.. hvorugt á heima vellinum og galin hegðun en ég sé hreinlega enn meiri klikkun í lógíkinni hjá FA
lampi says
En að stíga á mann getur gerst óvart meðan að það að hrækja á mann og annan er alltaf gert með vilja
eeeeinar says
@lampi ég er alls ekki að verja fávitaskapinn hjá Evans og Cisse um daginn. En að traðka á fótlegg liggjandi leikmanns – óviljaverk? Með fullri virðingu fyrir Skrtel þá er þetta bara ekki boðlegt:
http://gfycat.com/ActualTenderHydatidtapeworm
En nóg um þetta leiðindaratvik. Snilldarsigur og bring on Aston Villa! :D
Cantona no 7 says
Ég spáði 1-2 og það stóðst loksins.
Alltaf gaman að vinna þessa lúserpúlara.
G G M U
DMS says
Skrtel átti að fá rautt líka, trúi ekki öðru en FA taki þetta upp. De Gea er svo löngu búinn að klófesta knöttinn áður en Skrtel stígur á hann.
Þurfum við þá ekki bara að vonast eftir sigri Arsenal gegn Liverpool í næsta leik, til að komast enn lengra frá þeim í baráttunni um 4. sætið. Það að Liverpool missi Skrtel í bann með Gerrard mun ekki hjálpa þeim á lokasprettinum.
En varðandi leikinn þá er Van Gaal vonandi loksins kominn með réttu uppskriftina að liðinu sínu. Frábær leikur gegn Tottenham og ekki síðri í dag gegn Liverpool, þó Liverpool hafi náð ágætum stemmningskafla í síðari hálfleik. Gleymum því ekki að við vorum að mæta liði sem var í feiknargóðu formi fyrir þennan leik, ósigraðir síðan við tókum þá á Old Trafford.
Nú er bara að halda áfram. Næsta verkefni er Aston Villa á heimavelli, það þarf að klára þannig verk líka.
Einar T says
Þetta var fallegt, mjög fallegt.
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
Frábær leikur, frábært lið og það er fátt betra en að sigra Liverpool á Anfield :-)aðeins eitt sem ég er ekki 100 % sáttur með og það er Rooney. Hefði viljað sjá hann rétta Mata boltann í vítinu og auðvitað átti að skipta honum útaf en EKKI Herrera, annars er ég alsæll :-) Og svona í eftirrétt þá horfði ég á Monu Lisu fótboltans…þ.e. „El clasico“ er LVG kannski að fara að búa til nýtt Barca/Ajax/Bayern lið sem heitir Manchester United ?? :-)
siggi utd maður says
Ef þessir tveir síðustu leikir er eitthvað sem koma skal frá Van Gaal, þá er kallinn á réttri leið með þetta lið.
Hjörtur says
Sá ekki leikinn, hafði ekki taugar í það, og hef þar af leiðandi misst af miklu. En það er eitt sem vefst fyrir mér og hefur gerst áður, að það er með Rooney að hann virðist hafa átt arfaslakann leik samkvæmt umsögnum, en alltaf er hann látinn hanga inná, sama hversu lélegur hann er. Eru stjórinn og hans menn hræddir við að taka hann útaf, ja vegna skapofsa hans, eða hvað veldur? Ég er 100% viss um að það hefðu aðrir leikmenn fengið að hvíla sig, miðað við sama getuleysið og hjá Rooney. Smá pæling.