Við verðum flest ef ekki öll ekki að hugsa um United milli þrjú og fimm í dag, en þangað til er ágætt að taka smá snúning á United.
Ef einhverjum datt í hug að silly season myndi ekki byrja fyrr en nær drægi sumri þá er það alger misskilningur. Slúðurmaskínur eru komnar í fjórða gír og United er orðað við nýja, eða sömu leikmennina í hverri viku. Samt er það svo að fleiri og fleiri eru að komast á þá skoðun að stór hluti leikmannakaupa sumarsins séu ef ekki frágengin, þá a.m.k. langt komin
Eitt er víst og það er að leikmannakaupin verða hnitmiðaðri nú en þau hafa verið lengi. Eftir að allt virðist farið að smella á vellinum er enn ljósara en fyrr hvað þarf að gera. Ég ætla að taka sénsinn og leika mér að því að segja hvað ég tel miklar líkur á að þeir komi:
Miðvörður:
Það verður keyptur miðvörður.
- Mats Hummels (65% líkur)
- Nicolás Otamendi (25% líkur)
- Aleksandar Dragović (5% líkur)
- Marquinhos (2%)
- Einhver annar (5% líkur)
Líkurnar á að Hummels komi virðast aukast með hverjum deginum. Otamendi er aðeins eldri og slúðrið þar hættir ekki, en það kom vel fram um daginn þegar bæði Times og Telegraph voru með greinar, sem nær örugglega komu úr innsta hring, að aldur er ekki lengur mál. Á Fergie tímanum átti ekki að kaupa leikmenn eldri en 27 ára nema eitthvað alveg sérstakt kæmi til en það á ekki við.
Dragović er ólíklegur en samt þess virði að hafa auga á honum. Hann hefur verið að standa sig vel með Kiev og eins og ástandið er í Rússlandi eru líkur á brunaútsölu hjá mörgum liðum þar. Marquinhos var nefndur en hann er nýbúinn að skrifa undir samning hjá PSG.
En ég held að líkurnar séu allar með því að það verði annaðhvort Hummels eða Otamendi sem verði í treyju númer sex á Old Trafford í haust því það má telja fullvíst að Jonny Evans verði ekki í henni. Líklegt má telja að annað hvort Smalling eða Jones fái líka að fara.
Hægri bakvörður
Það verður keyptur hægri bakvörður.
- Nathaniel Clyne (40%)
- Dani Alves (25%)
- Einhver annar (35%)
Ekki hugmynd hér. Clyne er síorðaður við liðið og umræðan um Dani Alves neitar að deyja. Alves yrði aldrei annað en timabundin lausn og ég vil ekki sjá hann. Nema hugsanlega ef það er til að geyma Clyne hjá Southampton í eitt ár. Clyne átti mjög góðan leik með Englandi í gær og mun örugglega fara frá Southampton fyrr en síðar.
Miðjutröll
Það verður keyptur sterkur miðjumaður
- Paul Pogba (30%)
- Felipe Anderson (10%)
- William Carvalho (10%)
- Kevin Strootman (0%)
- Einhver annar (50%)
Það er erfitt að sjá hvað er að gerast hér. United hefur örugglega áhuga á Pogba og Felipe Anderson og Calvalho eru leikmenn sem er ekki verra að hafa í bakhöndinni. Ef Ángel di María fer til Parísar, sem er ekki útilokað þó nýjustu fréttir hermi að United vilji fyrir alla muni halda honum, þá væri hugmynd að fá leikmann á móti. Síðan er hægt að nefna nöfn nær endalaust, Vidal og Gündogan eru kannske tveir af þeim sem eru með líkur yfir núlli en að ætla að sjá eitthvað meira er mikill vandi.
Kantmenn og sóknarmiðja
Ef 4-3-3 verður að veruleika þurfum við meira á köntunum
- Memphis Depay (95%)
Ég ætla að ganga svo langt að segja að það þarf einhvers konar öfugt kraftaverk, eða meiðsli til að Memphis Depay verði ekki leikmaður Manchester United næsta tímabil.
- Gareth Bale (10%)
- Lucas Moura (2%)
- Cristiano Ronaldo (1%)
Nú erum við komin út í vitleysuna. Gareth greyið Bale er í einhverju tjóni hjá Real og ef hann fer frá Real er Manchester nær eini mögulegi áfangastaðurinn, United eða Chelsea. Paul Scholes líst vel á að Bale komi til United og sama má eflaust segja um flestalla stuðningsmenn.
Lucas Moura væri einn af fáum leikmönnum sem ég myndi vilja sjá koma frá PSG fyrir Di María. Við fengum hann ekki á sínum tíma en hann hefur ekkert versnað.
Og líkurnar á að Ronaldo komi hækkuðu úr 0,49% í 0,51% eftir að hann hefur átt í smá basli með Bale. En 1 á móti 200 er samt einn á móti 200.
Framherjar
Ég fór yfir framherjamöguleikana í síðasta mánuði og það hefur eitt breyst síðan þá. 4-3-3 er orðið Leikkerfið með stóru L-i. Og það sem það hefur í för með sér að það er aðeins einn ekta framherji inni á vellinum í einu. Og sá framherji heitir nú og mun heita næstu árin Wayne Rooney.
Hvað þýðir það? Jú, við erum með of mikið af toppframherjum, sérstaklega þegar litið er til þess að tveir af þeim hafa ekki verið svipur hjá sjón. Þess vegna munu bæði Robin van Persie og Falcao fara frá Manchester United í sumar.
- Harry Kane (5%)
- Paulo Dybala (2%)
- Mauro Icardi (2%)
- Danny Ings (5%)
- Alexandre Lacazette (2%)
- Karim Benzema (2%)
- Edinson Cavani (10%)
Eini maðurinn sem er líklegri en aðrir hér eru Cavani sem kemur ef Di María fer til PSG og uppfyllir Galácticos drauma Ed Woodward. Af þessum mönnum vil ég langhelst sjá Harry Kane koma inn. Ef Falcao og Van Persie fara báðir þá er ólíklegt að Wilson fari á lán jafnvel þó einn leikmaður komi inn, en við munum samt þurfa þrjá sentera til að berjast um þetta eina sæti framherja sem 4-3-3 kerfið býður upp á. Það er hægt að vera svolítið spenntur fyrir því hvað gerist hér
Eigum við að leika okkur smá?
Á bekknum: Valdes, Jones, Valencia, Fellaini, Di María, Januzaj, Kane.
Vill einhver kvarta undan þessu liði? Benda á veiku punktana?
En hvað sem öðru líður ætla ég að halda því stíft fram að United verði búið að ganga frá leikmannakaupum sínum fljótlega eftir að glugginn opnar. Það er búið að tala við alla þá sem þarf að tala við og ganga úr skugga um hverjir hafa áhuga og hverjir ekki og afgangurinn snýst um að ganga frá upphæðum við söluliðið. Og ég ætla að halda því fram að ef United kaupir fjóra stjörnuleikmenn þá eru í það minnsta þrír af þeim nefndir í þessum pósti.
Narfi Jónsson says
Þetta eru skemmtilega pælingar og ég er sammála flestu sem þú segir. Þú minnist hins vegar ekkert á markmannsstöðuna. Ég held það sé bara spurning um hvenær, en ekki hvort, de Gea fer aftur til Spánar, og er skíthræddur um að hann fari jafnvel í sumar. Ég var aldrei neitt sérstaklega hrifinn af Valdes hjá Barca og litist ekki á að hann yrði markvörður nr. 1 hjá okkur. En ég sé heldur engan augljósan kost í stöðunni.
Björn Friðgeir says
Þarf ekkert að ræða hana. De Gea er ánægður í Manchester og er ekkert að fara í sumar
http://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/transfer-news/manchester-united-transfers-david-de-8929305
Höfum áhyggjur af því þegar síðar verður að hann fari til Real.
DMS says
Clyne mun alltaf kosta 30m plús, sérstaklega í ljósi þess að Shaw fór á svipaðan pening. Kane mun eflaust kosta allavega 40-50m punda, Levy er ekkert að fara að gefa neitt frekar en fyrri daginn. Hummels mun örugglega kosta 30m plús líka. Veit ekki með Depay, en hann er flottur leikmaður sem vill greinilega koma til okkar.
Ég held að Falcao muni fara, mögulega RvP líka en gæti þó alveg trúað því að LvG gefi honum annað tímabil. Ef svo verður þá tel ég ekki þörf á að bæta við framherja ef við ætlum að spila með einn á toppnum. Þá erum við með Rooney, RvP og Wilson að berjast um þessa stöðu.
Ég tel okkur þurfa hægri bakvörð. Clyne væri draumur en mun sennilega kosta sitt. Trúi þá ekki öðru en að Rafael eða Valencia leiti á önnur mið.
Stærstu „kaupin“ okkar í sumar yrðu samt klárlega De Gea. Tel það gríðarlega mikilvægt að halda honum og mig grunar að það muni bara gerast ef við náum meistaradeildarsæti. Annars er hann farinn til Madrídar.
Hef einnig velt fyrir mér framtíð Januzaj. Mig langar að gefa honum fleiri sénsa en spurning hvort lánsdvöl myndi hjálpa honum að komast í gang. Menn virðast enn vera að læra á hugmyndafræði Van Gaal rétt eins og Herrera lýsti í viðtali á dögunum. Nani mun svo koma til baka úr láni í sumar, grunar þó að hann muni ekki koma aftur á Old Trafford.
Evans er líklegastur til að fara úr miðvarðarhópnum, sérstaklega ef bætist í hann í sumar. Grunar að hann endi hjá svipuðu liði og Brown og O’Shea fóru til, einhver staður þar sem hann fær að spila í hverri viku (þ.e.a.s. þegar hann er ekki meiddur)
Draumurinn hjá mér væri Clyne, Hummels, Pogba og Depay. Af þessum fjórum er Pogba sennilega óraunhæfasti kosturinn, mun kosta mikið og ekki endilega víst að hann vilji koma aftur.
Þeir sem yrðu þá kvaddir yrðu Evans, Valencia, Nani og Falcao. Mig langar að gefa Di Maria meiri tíma. Hann er með gæðin en þarf bara að koma sér í gang í nýju landi. En það er þó ekki víst að það gerist, sumir leikmenn virðast hreinlega bara aldrei ná að fóta sig í enska boltanum þó þeir slái í gegn annarsstaðar.
Runólfur Trausti says
Ég skil ekki alveg þessa KAUPA KAUPA KAUPA pælingar sem flestir Man United stuðningsmenn eru í. Þetta er ekki Football Manager.
Eftir að hafa keypt fullt af nýjum mönnum síðasta sumar (og leyft FULLT af mönnum að fara) þá hefur tekið tíma að slípa inn ný leikkerfi / nýja hugmyndafræði etc. En núna virðist hún vera komin í full swing og síðustu 2 leikir liðsins eru með betri leikjum liðsins síðustu ár. Arsenal leikurinn var í raun ekki slæmur heldur fyrir utan Rautt Spjald og gjörsamt skítamark. Einnig hafa vel flestir leikmenn liðsins spilað mjög vel undanfarið.
Ég er því ekki sammála að það þurfi 5-6 nýja leikmenn. Það þarf 2-3 og liðið er þá samkeppnishæft á öllum vígstöðvum.
Ég reikna með því að Rafael verði seldur og þá þarf nýjan hægri bakvörð, Nathaniel Clyne er það líklegastur. Ég fýla Rojo, Smalling hefur spilað eins og hershöfðingi í síðustu leikjum, Phil Jones hefur verið fínn og Jonny Evans ótrúlegt en satt var að spila MJÖG vel áður en hann fór í 6 leikja bannið sitt (sem var vitleysa). Ég skil alveg pælinguna að bæta við hafsent en sem stendur sé þess ekki þurfa, ef það kemur hafsent þá vill ég fá Mats Hummels og Evans út. Ég nenni ekki að fá einhvern efnilegan gaur sem er ef til vill engu betri en þeir sem eru fyrir.
Það er alltaf verið að orða hinn og þennan á miðjuna. Sem stendur er miðjan okkar samt frábær. Carrick situr, Herrera í box2box og Fellaini í slagsmálum þar fyrir framan. Svo eigum við Blind inni fyrir Carrick og Mata / Januzaj geta spilað í holunni (ef við viljum færa slagsmálin annað). En á móti kemur að það vantar kannski aðeins meiri vigt á miðjuna – þar vill ég fá Sami Khedira. a) Hann er Þýskur b) Hann er Þýskur c) Hann er samningslaus í sumar. Win-Win fyrir mína parta. Fleiri miðjumenn eru algjör óþarfi miðað við hvernig miðjan hefur spilað undanfarið.
Memphis er víst svo gott sem kominn. Hann og LvG eiga í einhverskonar ástarsambandi og miðað við það sem maður hefur heyrt um hann þá er hann brillant kaup í 4-3-3 leikkerfið. Það þýðir væntanlega að Nani verði seldur. Hvað varðar kantstöðurnar þá værum við allt í einu komnir með rosalega breidd í þær; Di Maria, Mata, Young, Januzaj + Depay. Það er eins gott að liðið fari langt í öllum keppnum.
Hvað framherja varðar þá er liðið vonandi að fara spila 4-3-3 og þá eru 3 framherjar alveg nóg. Rooney-Van Persie-Wilson. Ef Van Persie vill ekki vera „second fiddle“ eða berjast um sæti þá er hægt að replace-a hann með einhverjum sem er tilbúinn til þess. Forkaupsréttur á Harry Kane væri líka ágætur, svona þar sem 2 af 3 framherjum liðsins eru „to old“.
Svo í stuttu máli; Út = Rafael, Nani (Falcao). Inn = Clyne, Khedira, Depay:
Góðar stundir.
kv. RTÞ
Tryggvi Páll says
Ég tel að við munum sjá að minnsta kosti 4 kaup í sumar, kannski fleiri ef réttu mennirnir losna á rétta verðinu.
Við fáum miðvörð. Þeir blaðamenn sem maður treystir að séu ágætlega tengdir inn í félagið hafa sagt að af öllum miðvörðunum sé Rojo sá eini sem LvG treysti fullkomnlega. Frammistaða Jones og Smalling undanfarið ætti þó að hafa breytt einhverju og þeir verða væntanlega áfram. Evans virðist vera farinn. Ef hann fer og einn topp miðvörður kemur inn í staðinn ætti félagið að vera vel sett í flestar sjóferðir og Blackett og McNair geta verið 5. kostur ef þarf.
Hummels er auðvitað alltaf nefndur og Otamendi-slúðrið er að koma sterkt inn. Að auki hefur verið nefndur leikmaður að nafni Aymeric Laporte hjá Bilbao. Hummels og Laporte eru þessir vel spilandi miðverðir sem LvG virðist þurfa á að halda. Með Hummels fær maður gæði STRAX og þann leiðtoga sem vörnin er að kalla á. Laporte er spennandi kostur en hann er bara 20 ára og eins og Runólfur segir vill maður helst bara fá einhvern gæðaleikmann sem er tilbúinn strax. Otamendi er meiri nagli en hann er búinn að vera jafnbesti miðvörður La Liga á þessu tímabili og gæti komið sterkur inn.
Laporte og Otamendi eru kannski auðveldari kaup en Hummels. Þeir eru báðir með ákveðna klásúlu sem þarf að virkja og því þyrfti bara að ná samningum við leikmennina. Hummels-kaupin gætu orðið strembnari enda er hann fyrirliði Dortmund. Allir þessu leikmenn munu kosta um og yfir 30 milljónir punda.
Við fáum hægri bakvörð. Rafael virðist ekki njóta neins trausts og þó að það sé ágætt að hafa mann eins og Valencia í hópnum er hann nú varla nógu góður til þess að vera í byrjunarliði leik eftir leik í liði sem ætlar sér alla titla sem í boði eru.
Ég er mjög spenntur fyrir Nathaniel Clyne. Hann er ofarlega í öllum tölfræðiþáttum sem snúa að varnarleik, hann er ungur og hann er enskur sem er alltaf gagnlegt. Hann á bara eitt ár eftir af samningnum sínum og ætti því að kosta minna en ella. Það ætti að vera hægt að fá hann á svona 20 milljónir svo lengi sem hann kroti ekki undir nýjan samning. Dani Alves er svo einnig nefndur til sögunnar. Ég hef einhvernveginn aldrei heillast af honum en honum fylgja auðvitað ótvíræðir kostir. Hann myndi ekki kosta neitt fyrir utan laun, hann er gríðarlega reynslumikill og hann er vanur að spila í þeim stíl sem Louis van Gaal vill spila.
Við fáum miðjumann/menn. Strootman var klárlega á leiðinni en meiðslin hafa líklega stoppað það. Þú gleymir reyndar einum leikmanni sem ég er alveg viss um að sé á leiðinni. Nigel de Jong er samningslaus, þekkir kerfið og hefur unnið með Louis van Gaal. Hann er auðvitað óþolandi leikmaður en hann er líka óþolandi góður í því hlutverki sem hann gegnir. Ekki kannski mest spennandi kosturinn á markaðinum en klárlega ágætis kostur á miðjuna í 1-2 ár.
Depay er svo 100% á leiðinni og ég væri til í að sjá einhvern ungan spennandi framherja en það má mæta afgangi. Helst vil ég sjá Depay og solid-miðvörð, annað er bónus.
Annars held ég að sumarið markist svolítið af því hver hafi yfirhöndina við leikmannakaupin, Woodward eða Van Gaal. Woodward hefur verið að færa sig upp á skaftið, það var hann sem keypti Mata og það var líklega hann sem keyrði kaupin á Di Maria og Falcao í gegn. Woodward er með þessa Galacticos-stefnu sína sem mér líst ekkert á og gott samband hans við Mendes er ekki til að hjálpa til. Ég er svolítið hræddur um að hann sé að leyfa Mendes að stjórnast svolítið í þessu enda voru þrír af umbjóðendum hans keyptir til liðsins í sumar. Woodward er alltaf með hugann við peningamálin og maður hefur það á tilfinningunni að hann hugsi meira um leikmennina út frá auglýsenda-sjónarmiði, fremur en hversu vel þeir falli inn í liðið.
Ef Woodward fær að ráða munum við sjá Alves, Cavani, Pogba, Bale og einhvern ofmetinn miðvörð a la David Luiz mæta á svæðið í sumar sem er kannski ekkert alslæmt (við getum alveg notað Pogba og Bale!) en ég vil að öll kaup séu gerð á forsendum Louis van Gaal, frekar en að þau séu gerð til þess að auka möguleikana á því að selja auglýsingar.
Annars verð ég illa svekktur ef meirihlutinn af þeim leikmönnum sem eiga að koma inn í sumar verði ekki mættir til æfinga á fyrsta degi undirbúningstímabilsins. Ég nenni ekki að þurfa að vera að pönkast á F5 á .net klukkan 23.59 undir lok gluggans.
Tryggvi Páll says
Peter Schmeichel virðist einnig vera að velta fyrir sér leikmannamálum United. Hann vill fá engan annan en Zlatan til United í sumar:
http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/manchester-united/11501201/Man-Utd-transfer-news-and-rumours-Zlatan-Ibrahimovic-backed-for-Old-Trafford-move.html
Björn Friðgeir says
Held að Woody þætti ekki leiðinlegt að fá Zlatan.
Held að það yrði heldur ekki leiðinlegt að sjá hann á OT, hann myndi amk hrista upp í þessu.
Auðunn Sigurðsson says
Mig dreymdi í nótt að United ynnu Aston Villa 8-1 og Falcao myndi skora fimm.
Ef sá draumur rætist þá gæti Falcao verið keyptur en samt mjög ólíklegt.
Það er fullt af leikmönnum þarna úti sem maður væri til í að sjá keypta í sumar
Menn eins og Harry Kane, Pogba, Stone, Clyne, Depay, Khedira, Bale ofl.
Það verður kannski einhver af þeim keyptur en svo held ég að Van Gaal muni koma á óvart og ekki versla þá leikmenn sem margir halda.
Hef td sterkan grun um að hann ætli sér að ná í Nigel de Jong og jafnvel fleiri sem hann þekkir vel til.
Björn Friðgeir says
Eina vandamálið sem ég sé við De Jong fyrir utan að ég þoli hann ekki er að þá erum við með tvo lykilmenn á miðjuni vel öfugu megin við þrítugt. Helst til brothætt.
Jón Þór Baldvinsson says
Hef líka heyrt mikið um Daniló í hægri bakvörðinn. Verð að segja mér líst betur á hann heldur enn Clyne persónulega.
Rúnar Þór says
Langar persónulega meira í Lucas Moura heldur en Depay og vísi hér með á videoið sem Bjössi bendir einnig á https://www.youtube.com/watch?v=lS-eYjtlVmU
Hann (Lucas) er með flottar fyrirgjafir, einhver sá besti í að taka á móti bolta með mann í bak og snúa hann af sér. Er brassi svo hann er með gott auga fyrir litlu fallegu spili. Svo er jafnvægið hans ónáttúrulegt.
En það sem er merkilegast/magnaðast/ótrúlegast við þetta allt saman er hraðinn!
Hraðinn sem þessi drengur býr yfir er stórkostlegur og hann gerir ALLT á þvílíkum hraða, hann er ekkert mikið að hægja á í dribbles/fyrirgjöfum/tæklingum/skotum. Hann fer á full speed inn í trick vs 2 gaurum og full speed út einnig.
Og það er það most impressive við hann að mínu mati, boltatæknin/útsjónarsemin/rólegheitin á þessum gífurlega hraða
Bósi says
Personulega vill eg fa Bale. Einsog Scholes greindi frá, þá tel ég rétt einsog hann að Bale sé fullkominn fyrir United og United fullkomið fyrir hann. Kanntmaður með massívan hraða, leggur upp,skorar og getur varist.
Efst á jólasveinalistanum hans Louis alveg klárlega.
Rooney
Di Maria Mata Bale
Bale / Maria geta switchað.
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
Takk fyrir góðan pistil, enn og aftur :-)
Vissulega hefur varnarleikurinn verið að skána í síðustu leikjum en það er einna helst Carrick,Herrera og Fallaini að þakka og svo finnst mér Smalling vaxa með hverjum leik og hann yrði frábær með Hummels/Rojo, fasta sér við hlið. Þannig að Hummels er must buy !
Svo er ég fullkomlega sammála Rúnari Þór hér að ofan varðandi Lucas Moura, hef sjaldan verið jafn svekktur með að missa af leikmanni ! Að lokum þá vil ég fá Harry Kane + yfirburðar mann á miðjuna sem getur leyst Carrick af, þegar að því kemur :-)
Góðar stundir.
Jón Þór Baldvinsson says
Ansi forvitnileg grein sem vitnar í Smeichel í mogganum í dag. Verð að vera nokkuð sammála því að Zlatan félli eins og flís við rass hjá Djöflunum. Ansi forvitnilegur kostur þar á ferð.
lampi says
Danilo væri gútsí maðurinn er öskufljótur og með fallbyssu fyrir hægri löpp
Björn Friðgeir says
Hummels segir í viðtali við Kicker að hann sé að hugsa um framtíðina og þó hann skipti um skoðun milli daga þá sé hann almennt á þeirri skoðun að það að fara frá Þýskalandi til að spila myndi bæta hann sem leikmann og persónu.
http://www.kicker.de/news/fussball/bundesliga/startseite/624047/artikel_hummels_ich-denke-ueber-meine-zukunft-nach.html