Fyrir knattspyrnuáhugamenn er varla til betra sjónvarpsefni en Monday Night Football á Sky Sports þar sem Gary Neville og Jamie Carragher fara yfir leiki helgarinnar. Þeir eru ekkert að stressa sig á því að fjalla um alla leiki helgarinnar heldur velja þeir sér leiki sem þeir geta kafað ofan í og leikgreint almennilega. Í gær tóku þeir fyrir sigur United á City um helgina og einbeittu þeir sér að því að tala um United.
Gary Neville tók fyrir sóknarleik United og Carragher skoðaði varnarleikinn. Þetta er frábær greining hjá þeim félögum eins og alltaf og er algjört skylduáhorf fyrir United-menn. Ef það eru einhverjir sem eru ennþá að efast um Louis van Gaal ættu þær efasemdir að hverfa við þetta áhorf. Kaflinn um United hefst í kringum 11:30 mínútu:
Í gær talaði ég um hvað ég væri bjartsýnn á framhaldið undir stjórn Louis van Gaal miðað við frammistöður liðsins í stóru leikjunum á tímabilinu. Það er óhætt að segja að bjartsýnin hafi ekki minnkað við þetta áhorf.
tommi says
Þetta eru miklir meistarar… gaman að þessu
Stefán says
Gary Neville er með þetta, mjög góðir pælingar
Halldór Marteinsson says
Þetta er svo fallegt
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
Fagmennska út í gegn og nú skilur maður 100 % hvað LVG er að gera með þetta lið okkar…algjör snilld !