Eins og margir vita þá er undirritaður ekki stærsti aðdáandi Wayne Rooney, á sínum tíma var ég í fremsta vagni á Rooney-lestinni en færðist svo hægt og rólega aftar og stökk hreinlega frá borði á sínum tíma. En sem stendur er Rooney svo sannarlega að vinna sig upp í áliti. Það er einfaldlega ekki hægt að skafa af því, þegar Wayne Rooney spilar sem fremsti maður hjá Manchester United þá gengur liðinu betur.
Meiðsli Robin Van Persie voru vægast sagt lán í ólani. Þau leiddu til þess að Rooney var færður upp á topp og tilraunin til að breyta honum í miðjumann er vonandi endanlega úr sögunni. Liðinu gengur einfaldlega mun betur með Rooney upp á topp heldur en ella, það virðist þó ekki sem hann sé að hafa þessi gífurlegu áhrif sem maður reiknar með að framherji Manchester United hafi. Leikurinn gegn Manchester City á sunnudaginn er gott dæmi um það en Rooney átti aðeins 35 snertingar í leiknum (hann átti samt sem áður stoðsendingu á Juan Mata í leiknum). Hann hefur aðeins einu sinni á ferlinum átt jafn fáar snertingar á boltann í leik.
Málið er einfaldlega að Rooney er ekki lengur að spila fyrir sjálfan sig eins og hann hefur gert í svo mörg ár. Þá á ég ekki við að hann sé eigingjarn heldur einfaldlega að hann spilaði bara sinn leikstíl. Í Monday Night Football lýsti Gary Neville honum sem ‘street footballer’ sem vill elta boltann, vera ‘in the thick of it’ og helst eltandi boltann út um allan völl. Rooney spilar fótbolta eins og Bretar eru aldnir upp við að spila fótbolta. Hlaupa, hlaupa og hlaupa aðeins meira. Taktík var ekki eitthvað sem skipti miklu máli. Þetta hefur alltaf verið hans leikstíll og fæstir bjuggust við því að þessu yrði breytt. Það virðist þó sem Louis Van Gaal hafi tekist að temja dýrið. Eitthvað sem enginn bjóst við og hvað þá Gary Neville miðað við viðbrögð hans við þessari umbreytingu.
Aðal ástæðan er ef til vill sú að Sir Alex Ferguson tókst aldrei að temja Rooney. Það muna allir eftir því þegar Manchester United mætti Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2013. Eftir mjög sterkt 1-1 jafntefli á útivelli kom Ferguson öllum á óvart með því að bekkja Rooney og henda hinum síunga Ryan Giggs í byrjunarliðið þegar heim var komið. Rooney byrjaði vissulega útileikinn gegn Real Madrid en í heimaleiknum virtist Ferguson hafa ákveðið að taka Xabi Alonso úr umferð en hann var prímusmótorinn í útivallar leikplani Jose Mourinho (mjög direct skyndisóknir þar sem Alonso dældi boltanum í svæði fyrir Ronaldo og aðra sóknarmenn Real til að hlaupa í). Ryan Giggs fékk reyndar það hlutverk að elta Cristiano Ronaldo í leiknum en Danny Welbeck var settur á Alonso og herbragð Ferguson virtist virka, leikurinn var í járnum en United var 1-0 yfir og Real Madrid voru ekki beint að skapa sér nein opin dauðafæri (allavega ekki í minningunni), en svo ákvað dómari leiksins að skemma leikinn með því að reka Nani útaf og leikplan United fauk út um gluggann.
Ástæðan fyrir því að Ferguson treysti Rooney ekki til að fórna sér fyrir liðið og taka Alonso úr umferð var sú að hann hafði reynt það áður. Eftir að hafa verið pakkað saman af Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar 2009 komst Ferguson að því að helsta leiðin til að stöðva Barcelona væri að reyna stöðva prímusmótor þeirra. Hér er ekki átt við Xavi heldur Sergio Busquets. Rooney var settur til höfuðs honum í úrslitaleiknum 2011 en Rooney virtist ekki hafa agann til þess að elta Busquets í 90 mínútur. Þetta leiddi til annarar skelfilegrar frammistöðu United og annað silfrið í Meistaradeildinni á þremur árum staðreynd. Mig grunar að Ferguson fái ennþá martraðir um þessa leiki. Nánari hrylling um þennan leik má lesa hér.
Í rauninni er það full mikil einföldun að kenna Rooney einum um hvernig fór en United liðið var yfirspilað á öllum sviðum knattspyrnunnar. Það þurfti 11 manna skipulagða pressu til þess að stöðva lið eins og Barcelona á þessum tíma og það var eitthvað sem United réði einfaldlega ekki við. Annars geri ég það sama og Tryggvi og bendi mönnum einfaldlega á að horfa á Monday Night Football þáttinn. Greining þeirra Gary Neville og Jamie Carragher er einfaldlega besta sjónvarpsefni sem völ er á fyrir knattspyrnufíkla eins og undirritaðan.
Góðar stundir.
Kv. RTÞ
Stefán says
Frábært hvað Van Gaal er að ná úr honum og hvað þá markið um daginn sem er nú bara fallegasta mark sem ég hef séð, amk með þeim langbestu.
Stefán says
If anything þá hafa sóknarmenn í gegnum tíðina allan tímann verið að gera Rooney ready til að vera aðalstrikerinn sem er sá eini sem virkilega hægt að treysta á og þetta traust kemur Van Gaal með sem er frábært. Hann er á mikilli uppleið þessi meistari.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Flott grein :)
Ég er með smá spurningu til ykkar sem fylgjast betur með en ég (flestir), hvað er málið með Danny Ings? Núna verið að tala um að við séum að berjast um hann við Liverpool og síðan séu spænsk lið líka að skoða hann. Er hann það góður að hann berjist um byrjunarliðssæti hjá okkur eða? Hverjir eru styrkleikarnir hans?
Rauðhaus says
Danny Ings er ungur enskur leikmaður sem er að verða samningslaus. Hann fæst því fyrir lítið og er auðvitað eftirsóttur fyrir vikið. Þar fyrir utan er hann fínn leikmaður, natural goalscorer ef svo má segja og kemur sér alltaf í einhver færi. Þetta er gæi sem væri allt í lagi að hafa í hóp sem 3-4 kost, en að mínu mati ekki nógu góður sem stendur til að vera starter hjá liði eins og Man.Utd. Ég væri alveg til í að fá hann ef svo fer sem horfir, að við losum okkur við Falcao og Hernandez í sumar. Þá þurfum við amk einn framherja upp á breiddina (til viðbótar við Rooney, RvP og Wilson). Ef RvP fer líka í sumar, sem gæti alveg gerst, þá vil ég hins vegar fá einhvern alvöru gæða senter inn í liðið í staðinn – einhvern öflugri en Danny Ings.
Tryggvi Páll says
Ég hef ekki fylgst mikið með Burnley í vetur en Ings var frábær gegn United á Old Trafford fyrir skemmstu. Samningurinn hans rennur út í sumar og hann yrði því ódýr, ekki ókeypis því að Burnley á rétt á einhverjum uppeldisbótum.
Falcao verður ekki áfram, ég held að það sé alveg á hreinu. Mikið er talað um að Wilson fari á láni á næsta tímabili og ég held að það sé gott fyrir alla aðila. Þá eru eftir tveir framherjar, Rooney og van Persie og ef LvG heldur áfram með 4-3-3/4-1-4-1 uppstillingu þarf liðið a.m.k. þrjá til þess að dekka leikjaálag og meiðsli.
Undanfarið hefur félagið mikið verið orðað við kaup á Cavani. Ég er ekki hrifinn af því. Ég vil hafa Rooney sem framherja og ég er hræddur um að kaup á Cavani myndu ýta Rooney aftur á miðjuna. United vantar einfaldlega ekki 40 milljón punda framherja verandi með Robin van Persie og Rooney. Það sem vantar er einhver ungur framherji sem er tilbúinn í að vera varaskeifa fyrir þessa tvo. Ings passar fullkomnlega í þetta hlutverk. Hann er það ungur og ekki það stórt nafn að hann ætti að sætta sig við það vera á bekknum hjá United. Á móti fær hann tækifæri til þess að spila fyrir eitt stærsta félag í heiminum auk þess sem að hann er í aðstöðu til að læra af frábærum þjálfara og heimsklassa leikmönnum.
Þetta yrði fullkomið tækifæri fyrir hann til að lifta sínum leik upp á næsta stig, hann er jafnframt það ungur að ef hann myndi nýta tækifærið vel væri hann í góðri stöðu til að taka sætið af van Persie ef sá ágæti leikmaður færi í lok samnings síns, sumarið 2016. Frá mínum sjónarhóli meika þessi kaup því talsvert sens og ég er miklu hrifnari af þessu en t.d. að splæsa 40-60 milljónum í Cavani sem á 3-4 tímabil eftir á toppnum.
Hvað varðar styrkleika Ings sem leikmann hef ég ekki séð það mikið af honum til þess að geta lagt almennilegt mat á það. Þetta var sagt um hann í þessari grein þar sem hann og Kane voru bornir saman:
Að auki má bæta við að þrátt fyrir að vera einungis 22 ára hefur hann spilað yfir 150 leiki og hann var valinn leikmaður ársins í Championship-deildinni á síðasta tímabili.
Hjörvar Ingi says
Takk fyrir svörin strákar, ég er sammála því að mér líst betur á þetta heldur en Cavani (hann hefur reyndar aldrei heillað mig).