Tilkynnt var í síðustu viku að David de Gea væri einn af þeim sex leikmönnum sem hefðu mannað efstu sætin í kjöri PFA-samtakanna á leikmanni ársins. Það vill einnig svo skemmtilega til að þessi samtök, Professional Footballers’ Associaton, virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann verði 25 ára á árinu og því var hann jafnframt með efstu mönnum í kjöri á unga leikmanni ársins. Með honum á lista eru mjög frambærilegir leikmenn en ef David de Gea vinnur ekki þessa nafnbót fyrir þetta tímabil er það ljóst að markmaður mun aldrei hljóta þann heiður að vera valinn leikmaður ársins af jafningjum sínum
Frábær árangur hjá markmanninum okkar sem hefur verið að vaxa gríðarlega undanfarin tímabil. Tímabilið 2012/2013 var hann valinn í lið ársins af þessum sömu samtökum og á síðasta tímabili var hann einn af örfáum leikmönnum sem gátu verið ánægðir með eigin frammistöðu. Það var ekkert skrýtið að leikmenn og stuðningsmenn United völdu hann leikmann ársins.
En það er á þessu tímabili sem hann hefur algjörlega slegið í gegn og líklega hefur enginn markmaður í heimsboltanum leikið betur en David de Gea á þessu tímabili. Frammistaða hans gegn Everton fyrr á tímabilinu var eitthvað það besta sem ég hef séð og svona gæti maður haldið áfram, hann hefur einfaldlega verið okkar besti maður á tímabilinu. Það skiptir ekki máli hvaða markmanni er teflt á móti honum, samanburðurinn verður alltaf De Gea í hag.
Ferill De Gea hjá United hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum. Hann fékk á sig klaufaleg mörk og virtist einfaldlega ekki ráða við kraftinn og hraðann sem eru aðalsmerki Úrvalsdeildarinnar. Eric Steele, fyrrverandi markmannsþjálfari, United er líklega sá maður sem á mestan heiður af því hvernig tekist hefur til með De Gea sem var latur og með slæmar matarvenjur þegar hann kom til United:
There were lifestyle issues. He’d sleep two or three times a day. He’d have his main meal late at night. He’d eat too many tacos. We pushed protein drinks on him straight after training. We physically made him drink. We had him in the gym a lot. He hated it. They don’t do the gym in Spain as much. We needed to build his core strength. #
Steele lagði það meira að segja á sig að læra spænsku til þess að koma til móts við De Gea. Þrátt fyrir brösuga byrjun gekk þetta upp og á síðasta tímabilinu undir handleiðslu Steele var David de Gea valinn sem markmaður í PFA-liði ársins. Steele hætti á sama tíma og Sir Alex og töldu margir að David Moyes hefði gert mikil mistök með því að nýta sér ekki þjónustu mannsins sem var talinn bera mesta ábyrgð á framförum Spánverjans.
Inn kom Chris Woods, markmannsþjálfari David Moyes. De Gea til tekna var hann einn af örfáum leikmönnum sem brugðust ekki algjörlega og hann var ánægður með samstarfið við Woods þrátt fyrir að sakna samstarfsins við Steele:
Of course I was sad to see Eric Steele go. You’re going to miss someone that you worked with side by side every day for two years. He was always there, always giving me advice and looking to improve things.
Things have been great with the new goalkeeping coach, Chris Woods. He’s great, a really laid-back kind of guy, very calm. Every training session is 100 per cent but we have a lot of fun and I’m enjoying it. Together, we can carry on improving things like we have over the last two seasons. #
De Gea hélt áfram að spila vel og það segir ýmislegt að Woods hélt áfram að starfa með félaginu eftir að David Moyes og megninu af þjálfaraliði hans var sagt að hypja sig í burtu. Á yfirstanandi tímabili hefur hann þó stigið risastór skref áfram og líklega má þakka það samvinnu hans við Frans Hoek sem er talinn vera einn besti markmannsþjálfarinn í heiminum, hann hefur m.a. þjálfað Edwin van der Saar, Victor Valdes og Pepe Reina, sem eru allir í hópi bestu markmanna heimsins sl. áratug eða svo. Hinn svokallaði ‘Sweeper-keeper‘ er sérgrein Hoek:
Hoek is the advisor that Van Gaal leans on most heavily and he is believed to be the world’s best at developing this kind of goalkeeper, the sweeper-keeper. #
Þetta er nákvæmlega það sem við höfum séð De Gea vera að bæta sig í á þessu tímabili. Eina gagnrýnin sem hann hefur ekki náð að hrista af sér er hversu fastur hann vill oft vera á línunni, hann er oft ragur við að koma út. Þetta höfum við séð breytast á þessu tímabili og það sást hvergi betur en í sigrinum á City um daginn þegar hann tók 2-3 góð úthlaup sem komu í veg fyrir hættuleg færi hjá City. Eitt af þessum úthlaupum skapaði m.a. jöfnunarmark United.
De Gea now brilliant at anticipating through balls. It is the hallmark of Frans Hoek coaching & De Gea been working on it with Valdes
— Adam Crafton (@AdamCrafton_) April 12, 2015
Eric Steele og Chris Woods lögðu grunninn að velgengni De Gea. Hann hefur alltaf verið góður á milli stangana og hann hefur alltaf verið öruggur á boltanum en honum skorti styrk og áræðni til þess að takast á við kraftakarlana á Englandi. Steele og Woods lögðu grunninn en núna er Hoek að móta De Gea í að vera einn besti markmaður heims, líkt og hann gerði við Van der Saar, Reina og Valdes. Maður sér það líka bara á honum að hann er mun öruggari en hann hefur áður verið, betur staðsettur og tekur betri ákvarðanir eins og sparkspekingar fóru yfir fyrr í vetur.
Að þessu leyti tel ég að De Gea geti bara orðið betri því það er augljóst hvað hann er tilbúinn í að læra af þeim sem eru að þjálfa hann. Frammistaða hans hefur varið stigvaxandi og það er honum og markmannsþjálfurum United til mikils hrós hvernig þeim hefur tekist að breyta þessum lata, taco-étandi markmanni í algjöra vél.
Fer David de Gea til Real Madrid?
Í gær kom David McDonnell, blaðamaður Daily Mirror með frétt um framtíð David de Gea. Ég set DiscoMirror eins og hann kallar sig á Twitter í flokk blaðamanna í milliflokk hvað varðar áreiðanleika. Hann hefur einhverja tengiliði innan United enda var hann blaðamaðurinn sem á síðasta tímabili fékk oft á tíðum upplýsingar um rétt byrjunarlið löngu áður en að liðin voru birt.
Í fréttinni segir að ákveðinn hópur liðsfélaga David de Gea telji það vera alveg klárt að hann sé að fara til Real Madrid í sumar. Hvort þessar fregnir komi frá spænsku mafíunni okkar kemur ekki fram. Það er augljóst að einhver hefur lekið þessu í þennan ágæta blaðamann en það er ekki víst frá hvorri hliðinni. Kannski er þetta Jorge Mendes að reyna að ýta á stjórnarmenn United um að samþykkja sölu til Real, kannski er þetta Woodward & Co að setja pressu á leikmanninn, erfitt að segja.
Orðrómurinn um óumflýjanlega brottför De Gea til Spánar hefur gengi ansi lengi og margir telja það alveg víst að David de Gea verði markmaður Real Madrid, ef ekki núna í sumar, þá eftir næsta tímabil. Af þessu fer tvennum sögum, sumir telja þetta alveg víst á meðan aðrir eru ekki jafn vissir. Vel tengdir blaðamenn á borð við Miguel Delaney og Andy Mitten telja að það verði mjög erfitt fyrir United að halda honum:
Delaney skrifaði þetta fyrr í vetur:
This is the big question. Let’s be fair: the reality is De Gea will *eventually* (I don’t know when) move to Real Madrid. All the signs are there, everyone connected saying the same things. Think it’s probably one United fans have to get used to, not unlike with Ronaldo around 2007-09.
og Mitten bætti við núna í mars:
The chance of De Gea staying long term are slim. He’s fine in Manchester and hasn’t made a definite decision on where he’ll be next season, but there are credible voices in Madrid who think he’ll start next season as Real Madrid’s number one. #
Boðar ekki gott. Það eru þó til menn sem telja þetta ekki alveg svona klippt og skorið og að David de Gea geti vel verið markmaður Manchester United næstu árin. Adam Crafton, blaðamaður Daily Mail hefur skrifað talsvert um De Gea og svaraði spurningum frá Republik of Mancunia í tveimur greinum. Hann segir að De Gea sé mjög ánægður hjá United og að foreldrar hans, sem fluttu með honum til Manchester, hafi engan áhuga á því að strákurinn þeirra færi sig yfir í hið brennandi sviðsljós Real Madrid:
As one source close to the family said just a fortnight ago: ‘They are super-happy in Manchester. If it was all up to them, they would prefer for him to stay here. In Spain, there would be huge pressure. You have four newspapers per day devoted to Real and Barcelona, invading your privacy. To replace Iker Casillas for both Spain and Real Madrid – can you imagine the scrutiny he would face?’
It is believed that De Gea’s parents would like him to remain at Old Trafford in the long-term. They are certainly in no hurry to leave Manchester, where they have now found a close circle of friends. They have emerged through a testing settling-in period, in which both the player and his parents regularly questioned his suitability for the English game.
It was even suggested to me recently that De Gea and his family would be happy enough to spend the rest of his career at United. That may be pre-emptive but it does reflect his happiness in Manchester at the moment.
Það er ómögulegt að segja hvað gerist. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og ef hann vill ekki skrifa undir nýjan samning þarf stjórn United að taka ákvörðun í sumar um hvort að félagið fái pening í sumar eða missi hann á frjálsri sölu eftir næsta tímabil. Hann virðist vera hamingjusamur hjá United en verandi Spánverji sem ólst upp í Madrid er líklega erfitt að standast freistinguna að spila fyrir Real Madrid og verða arftaki Iker Casillas?
Frá mínum algjörlega hlutlausa sjónarhóli væri það galið hjá De Gea að fara frá Manchester United. Hér er hann að spila með einu stærsta félagsliði heimsins sem hefur staðið við bakið á honum í langan tíma og hreinlega búið hann til sem heimsklassa markmann. Hann er jafnframt að vinna með einum besta markmannsþjálfara heimsins við kjöraðstæður í erfiðri deild sem ætti að gera honum kleyft að stíga einn eitt skrefið upp á við. Hér er allt tilbúið fyrir hann til þess að verða besti markmaður heimsins. Hann þarf bara að skrifa undir þennan samning.
Hvað segirðu Dave, ég á penna?
Elmar says
Flott grein! Vona svo innilega að hann verði áfram en ef hann vill fara þá kemur maður í hans stað. Eina sem ég hef áhyggjur af er að hann fari á eitthvað slikk eða jafnvel frítt næsta sumar en það var illa gert af drengnum. Vona að skrifi undir svo það sé hægt að selja hann á einhverja upphæð ef þetta er eins og fjölmiðlar segja að það sé nánast útilokað að hann endi ekki hjá spænsku risunum.
En þið hafið kannski fylgst eitthvað betur með þessu en ég, en hver er staðan á Depay? Sá einhverja grein að Liverpool væri eina liðið sem væri í sambandi við PSV varðandi hann. Myndi enganveginn meika að hann færi til Liverpool og myndi meika það þar frekar myndi ég þá vilja að hann myndi floppa hjá okkur. Annars finndist mér fásinna að fá hann ekki í sumar og líka í ljósi þess að hollenskir leikmenn hafa oftast staðið sig vel hjá okkur allaveganna eins langt og ég man.
Toby says
Ef hann fer þá vill ég sjá Hugo Lloris í rammanum hjá okkur.
Tryggvi Páll says
Vill svo skemmtilega til að Hugo Lloris virðist vera á förum frá Tottenham eftir að hafa sagst vilja spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili eins og lesa má um í nýjasta lespakkanum okkar. Ef það er hægt að fá hann til að taka við af De Gea er United í þokkalegum málum.
Varðandi Memphis Depay. Manni skilst að Liverpool hafi fylgst með þessum leikmanni í ansi langan tíma. Ekki skrýtið þar sem hann virðist smellpassa við kaupstefnu FSG, eigendahóps Liverpool. Liverpool mun alveg klárlega reyna að fá hann og eru líklega að vinna í því á fullu.
Ég held hinsvegar að það sé alveg ljóst að ef United vilji fá hann muni hann alltaf koma á Old Trafford fremur en Anfield. United getur yfirboðið Liverpool á öllum sviðum, fjárhagslega sem og fótboltalega. Svo má ekki gleyma því að sambandið á milli LvG og Memphis er víst afar gott eftir að van Gaal valdi Memphis í hollenska landsliðið og samstarf þeirra þar.
PSV virðist alveg vera með það á hreinu að hann sé á leiðinni burt og það er ekki ólíklegt að þeir séu að leka því hvaða félög hafi áhuga á honum til þess að reyna að koma af stað uppboði. Þessvegna erum við að sjá mikið af fréttum um að Liverpool og United, jafnvel Bayern og PSG hafi áhuga. PSV virðist vilja klára þetta fljótlega þannig að það kæmi manni ekki á óvart ef að einhverjar hreyfingar kæmust á þessu mál fljótlega.
óli says
Menn geta reynt að færa rök fyrir því að hann geti verið kóngur á Old Trafford, en málið er bara að hann kemur úr heimi þar sem draumurinn er Real Madrid og þar getur hann tekið við af Casillas næstu fimmtán árin.
Þó hann sé frábær hef ég engar sérstakar áhyggjur af þessu ef til dæmis Lloris kemur í staðinn. Helst vildi ég að það væri einhvern veginn hægt að fá Bale frá Madrid í staðinn fyrir De Gea.