Liðin sem hófu leikinn
Manchester United
Bekkur: Valdes, Blackett, Januzaj, Pereira, Di Maria, van Persie, Falcao
Everton
Bekkur: Robles, Kone, Mirallas, Naismith, Besic, Garbutt, Alcaraz
Leikurinn
Þessi leikur í dag var einfaldlega algjört hrun. Liðið í dag var nánast óbreytt frá tapinu gegn Chelsea síðustu helgi. Eina breytingin var að Blind kom inn á kostnað Falcao sem þýddi að Rooney átti að leiða framlínuna, mörgum til tölverðs léttis.
Það var augljóst frá byrjun leiksins að United ætlaði sér að sækja í þessum leik. En liðið tapaði boltanum of oft sem gaf Everton færi á hröðum og fjölmennum skyndisóknum. Fellaini virtist ekki í góðu jafnvægi í dag en Everton planið var greinilega að pirra Fellaini. Það virtist takast ágætlega því hann fékk braut snemma af sér og skömmu síðar fékk hann gult spjald eftir að Ross Barkley átti skrautlega dýfu án aðkomu Belgans. Everton skoruðu fyrsta markið eftir skyndisókn þar sem James McCarthy náði að prjóna sig í gegnum vörnina og lauma boltanum framhjá de Gea. Enginn United maður leit vel út í því tilviki. Heimamenn skoruðu svo aftur þegar John Stones skallaði í markið eftir vægast sagt dapra dekkingu okkar manna. Staðan í hálfleik 2:0.
Þökk sé leikplani Everton og aðstoðar dómara leiksins var Fellaini tekinn útaf í hálfleik og inn í hans stað kom Radamel ‘get ekki staðið í lappirnar’ Falcao. Augljóslega átti að blása til sóknar í þeirri von að fá eitthvað útúr leiknum. Það einfaldlega gerðist aldrei. Jújú, United var svo sem meira með boltann en gerði ekkert að viti í seinni hálfleiknum. Everton átti sínar skyndisóknir og United átti sýnar feilsendingar. Það hjálpaði ekki mikið að dómarinn leiksins í sífellu að gera uppá bak með glórulausum dómum.
En sannleikurinn er sá að þessi staða var langt frá því að vera ósanngjörn. Di Maria kom inn fyrir Mata sem var þó skömminni skárri en félagi hans á vinstri vængnum en þeir voru samt báðir daprir. Þessi skipting breytti litlu og breytti gangi leiksins ekki neitt. Kevin Mirallas kom inná fyrir Leon Osman og hann kom Everton í 3:0 í sókn þar sem einhverjir vildu fá dæmda rangstöðu á Everton. Þetta var bara til að auka á niðurlæginguna í dag. Wayne Rooney fór meiddur af velli á 87.mínútu fyrir Robin van Persie en hann lenti í samstuði við Lukaku í aðdraganda 3.marksins. United náðu aldrei að klóra í bakkann og dýrt 3:0 tap staðreynd.
Fyrir leikinn var liðið í dauðafæri á að ná 2.sætinu en er allt í einu komnir enn eina ferðina í baráttu um 4.sætið. Nú er bara að spýta í lófana og hisja upp um sig brækurnar og mæta til leiks næstu helgi. Liðið á núna eftir WBA (heima), Crystal Palace (úti), Arsenal (heima) og Hull (úti).
Ætla að velja Luke Shaw sem mann leiksins en að mínu mati var sá eini sem var eitthvað reyna í dag.
Karl Garðars says
Þetta gæti orðið þungt en leggst samt vel í mig. Þegar maður horfir á varamannabekk United þá fær maður svona championship manager nostalgíu kjánahroll. Hver geymir Di María, Falcao, Valdes og RVP á bekknum..??? :-D.
Ef einhver hefði orðað þetta við mig fyrir 3 árum þá hefði ég slitið af honum höndina og slegið hann utan undir með henni.. ;-)
Rúnar Þór says
aumingjar.is og andleysi
eina sem hægt er að segja um þessa frammistöðu
Rúnar Þór says
svo meiðist Rooney við að tækla Herrera…. þvílíkt djók
ætli hann verði ekki frá út meirihluta tímabilsins til að bæta gráu ofan á svart
eeeeinar says
Alveg hreint ótrúlegur leikur. United var með alla possesion í fyrri hálfleik en var eitthvern veginn 2-0 undir. Everton voru bara grimmari og tóku allar 50/50 baráttur. Því miður voru of mörg tækifæri fyrir Everton að refsa í dag.. Þetta var sennilega versti leikur Valencia sem ég hef séð – Það má smella eldrauðum spurningamerkjum við hann í öllum þremur mörkunum. Þessi vörn er alveg hlægilega léleg.
Framlína sem samanstendur af Falcao og Rooney er ótrúlega hæg og svifasein.. Ég vil frekar sjá Wilson og hans sprengikraft heldur en Falcao – eins ótrúlegt og það kann að hljóma.
Carrick er mikilvægasti leikmaður United.. það hefur ítrekað sannast á þessu tímabili og Blind er ekki maðurinn til að koma í hans stað.
Það er kannski lán í frekar ömurlegu óláni að Liverpool er spila álíka illa og ekki að refsa og sækja fastar að fjórða sætinu.
Bjarni says
Ef þetta er það sem koma skal hjá þessu andlausa, einhæfa liði í næstu leikjum þá fer illa. Nú eru lið búin að átta sig á því hvernig á að spila gegn okkur enda leikskýrendur búnir að benda á það í síðustu leikjum og analiza leik ookar í drasl. Ég gef öllum falleinkum sérstaklega þeim sem koma af bekknum. Þó það vanti Carrick á miðjuna þá er það engin afsökun, hann getur líka átt sína lélegu leiki. Hef samt trú á okkar liði en það þarf meira en þetta.
Einar T says
Þegar þessi stórgóða síða byrjaði gékk nánast aldrei að giska á byrjunarliðið. Ferguson var alltaf með eitthvað skrítið og óvænt í sinni uppstillingu. Núna upp á síðkastið hefur gengið betur að giska á byrjunarliðið og því miður þá eru andstæðingar okkar byrjaðir að lesa hvernig uppsetningin verður og stilla sínu liði í takt við það.
Nú er bara að bretta upp ermar og klára tímabilið með stæl.
Tek ofan fyrir Everton fyrir þeirra spirit og hraða þegar þeir unnu boltann. Við erum svolítið meira að hægja á leiknum og halda boltanum. Fallegt en skilar ekki alltaf stigum.
Finnst bossinn þurfa að finna pláss fyrir Di Maria í þessu byrjunarliði. Þar er hraði sem er illa nýttur.
Hannes says
Di Maria var hörmulegur þegar hann kom inná og einnig Falcao en það þarf reyndar ekki að taka það fram lengur. Martínez horfði greinilega á leik okkar gegn Chelsea í síðustu viku og sá að við getum ekki skapað eitt einasta færi ef það er spilað 10-0-0 leikkerfið gegn okkur og beitt skyndisóknum. Sóknirnar eru alltof hægar og fyrirsjáanlegar og þessi leikur var búin á 4 mínótu , 1-0, united er hætt að koma tilbaka eftir að ferguson fór. Ég man nú að alltaf þegar United lenti undir þá fór ég bara hlæja því ég vissi að þeir myndu koma tilbaka og ef það gerðist ekki þá var ég í sjokki í heila viku eftir. En núna getum við gleymt því að koma tilbaka í leikjum. 5 stig úr síðustu 4 leikjunum munu tryggja okkur 4 sætið ef við gefum okkur það að Liverpool tapi á brúnni.
Auðunn Sigurðsson says
Þetta var alveg svakalega dapurt en maður hefði svo sem alveg getað búist við svona lendingu eftir góða frammistöðu undanfarið.
Það sýnir sig enn og aftur hvað þetta lið er í miklum vandræðum án Carrick og það vandamál þarf Van Gaal að lagfæra í sumar.
Ég hef líka svo sem sagt það miljón sinnum áður að lið með Valencia í hægri bakverðinum heilt tímabil er ekki líklegt afreka, sennilega heimskasti knattspyrnumaður í heiminum.
En það þýðir ekkert að væla yfir þessu, liðið kemur sterkt tilbaka.
Einar T says
Mér finnst nú heldur hart að segja að Valencia sé heimskasti knattskyrnumaður í heimi. Hann hefur staðið sig ágætlega í bakverði á tímabili þó það sé ekki sú staða sem hann er vanur að spila.
Ingvar says
Einar hann ætti nú að verða nokkuð vanur henni þar sem hann hefur varla spilað aðra stöðu á tímabilinu. Di Maria og Falcao til varnar þá hlaut það að vera ömurlegt að þurfa koma inná í þennan leik þar sem staðan var hálf ómöguleg og andleysi almennt ríkjandi.
Everton nýttu sér alla okkar veikleika og má segja að Martinez hafi tacktilað van Gaal alveg.
Þurfum 73 stig til að ná 4 sætinu, sem þýðir bara að við verðum að drullast til að gera eitthvað á útivöllum annars getum við bara gleymt þessu. Upp með brækurnar.
Hjörtur says
Já nú þarf að girða í brók. 9 stig úr næstu fjórum leikjum er krafa, þá er fjórða sætið örugt, en 5 stig nægja ef púllarar tapa einum leik. En þetta eru ekkert léttir leikir eftir, því tvö af þessum liðum eru að berjast um að halda sér í deildini. Þannig að það gæti verið barátta um fjórða sætið fram á síðasta leikdag. Góðar stundir.
Kjartan says
Rooney er búinn að vera slappur alveg frá bikarleiknum gegn Arsenal, kominn tími til að hvíla hann. Liðin virðast vera búin að „fatta“ þetta leikkerfi hans LvG sem hefur reynst okkur svo vel að undanförnu, nú þarf plan B að fara kikk inn því WBA verða svo sannarlega ekki sóknarsinnaðri heldur en Chel$ki eða Everton.
Elmar says
Það er margt sem ég velti fyrir mér eftir þennan slappasta leik á árinu:
1. Óskiljanlegt að lið í miðjumoði sér margfalt ákveðnari en við sem erum ekki ennþá með tryggt meistaradeildarsæti
2. Hef reynt að pirra mig sem minnst á tapleikjum vetrarins en þessi leikur sem og leikurinn gegn Leicester gerðu mig hrikalega pirraðan af mörgum ástæðum
3. Ef við hefðum unnið í dag hefðum við mátt tapa 2 af síðustu 4 leikjunum sem hefði verið ákaflega þægilegt
4. Okkur vantar arftaka Carrick, hann er ekkert að yngjast og tölfræðin talar sínu máli, lang mikilvægasti leikmaðurinn okkar í vetur ásamt De Gea
5. Talandi um De Gea, hann hefur ekki verið í sama formi undanfarið og er að fá á sig mörk sem hann hefði alltaf varið fyrr í vetur. Hugurinn kominn til Spánar?
6. Vill síðan fá góðan striker í sumar sem er 24-25 ára, veit að Rooney er góður og hefur spilað mikið á miðjunni í vetur. Hann er samt markahæsti leikmaðurinn okkar með 12 mörk. Allflest meistaralið hafa einn mann sem skorar 18+ mörk á tímabili
7. Við höldum boltanum vel- frábært. En verðum samt að skapa okkur almennileg færi og já og kunna að verjast skyndisóknum þegar við missum boltann
8. Að lokum krefst ég þess að okkar menn mæti vitlausir næsta leik og vinni sannfærandi sigur. Það verður gott að fá leik á Trafford aftur eftir 2 erfiða útileiki.
Audunn says
Kannski hart Einar en hann (Valencia) virkar þannig á mig og hefur gert lengi lengi, er gjörsamlega búinn að fá upp í kok á þeim leikmanni ef ég á að segja alveg eins og er.
Hvað varðar þennan leik og þessi úrslit þá er ég ekki á neinum bömmer yfir þessu svo sem, bjóst reyndar við miklu meiru en geri mér alveg grein fyrir því að þetta lið er langt því frá að vera nægilega gott til að spila eins og þeir gerðu gegn Spurs, Liverpool, Chelsea og Aston Villa í hverrri viku sérstaklega þegar það missir lykil leikmenn í meiðsli.
Blind er fínn leikmaður en hann er enginn Carrick þarna á miðjunni, Paddy Mcnair átti góðan leik gegn Chelsea en var svo ömurlegur í þessum leik.
Þessi fammistaða sýnir okkur öllum og þá sérstaklega Van Gaal að hann þarf að styrkja liðið í sumar, það er að mínu viti fínt að fá svona úrslit í hausinn sem varpa þá ljósi á hvað það er sem þarf að gera í stað þess að menn ofmeti getu liðsins.
Við sáum þetta sama vandamál fyrr í vetur þegar liðið var að ströggla með meiðsli, hópurinn er ekki nægilega góður til að berjast um titilinn, það vantar 3-4 klassa leikmenn svo þetta lið geti barist um hann.
Ég hef engar stórar áhyggjur af þessu og allt þetta tal um að andstæðingurinn sé búinn að lesa leikjaplanið og bla bla er bara þvæla.
Ef Rooney hefði skorað í upphafi gegn Chelsea, Fellaini jafnað gegn Everton osfr þá hefðu þessir tveir leikir þróast öðruvísi, þetta snýst svoldið um að nýta færin sín.
Áherslur og plan er ekki það sama leik eftir leik, menn setja leikinn + leikjaplanið upp eftir styrk og veikleika andstæðingsins, það væru allir búnir að lesa plan Móra, Barca og Bayern ef þetta væri svona einfalt því lið Móra hafa spilað eins í mörg mörg mörg ár, Barca hefur spilað eins í mörg mörg mörg ár og Bayern hefur spilað eins í mörg mörg ár líka.
Þetta snýst svoldið um knattspyrnulega getu líka og United er bara ekki eins gott lið og þessi sem ég taldi upp, það vantar meiri gæði í liðið og það vita allir.
Liðið hefur samt tekið töluverðum framförum undanfarna 12 mánuði og ég á ekki von á neinu öðru en að þær framfarir haldi áfram á komandi mánuðum.
Tryggvi Páll says
Ansi sammála Auðunni hér að ofan og ég kem inn á ýmislegt af þessu sem hann segir í nýjum mánudagspælingum.
Varðandi Valencia hefur hann staðið sig eins vel í hægri bakverði og hægt er að búast við af þeim leikmanni. Að mestu leyti er hann að leysa þetta nýja hlutverk sitt ágætlega en hann virðast eiga erfitt með að einbeita sér í 90 mínútur því hann á það til að slökkva algjörlega á sjálfum sér. Það gengur auðvitað ekki upp hjá liði eins og United og það er líklega enginn tilviljun að liðið hefur verið orðað við hægri bakverði allt tímabilið.
Góður punktur með meiðslin. Það er langt frá því að vera í lagi að allt fari úr skorðum þegar 3-4 menn meiðast og það er alveg rétt að liðinu skortir meiri breidd og aðeins meiri gæði út í gegnum hópinn. Sumarið hlýtur að fara í að laga það og ef það tekst erum við í góðum málum.
Hef, líkt og Auðunn, ekki stórar áhyggjur af þessu tapi. Liðið er á pari hvað varðar markmið tímabilsins og í góðri stöðu til að byggja á fyrir næsta tímabil.
Grímur Már says
Með Valencia þá kann bara ekki að spila hægri bakvörð. Hann kann ekki að verjast sem bakvörður og virðist ekki ætla að kunna það. Ég hef alltaf frekar viljað Rafael í hægri bakverði heldur en hann en það er mín skoðun. Algjört lykilatriði í sumar að festa kaup á almennilegum hægri bakverði sem og að kaupa alvöru miðjumenn eða arftaka Carrick. Blind er ekki sá maður. Blind er eiginlega bara langbestur sem vinstri bakvörður, þar á hann bara að vera.
Svo verð ég að nefna dekkninguna í marki nr. 2 hjá Everton. Það skrifast algjörlega á LvG.
Menn eru alltaf að tala um að LvG sé svo gífurlega skipulagður og með öll smátriði á hreinu. Samt hefur liðið aldrei fengið jafn mörg mörk á sig úr föstum leikatriðum og alltaf út á túni þegar kemur að því að verjast þeim. Ef markið er skoðað þá er Fellaini að dekka nærstöngina (why??), Smalling er svo að dekka minnsta mann Everton, Leon Osman sem stendur fyrir framan De Gea. Þarna eru okkar tveir stærstu og bestu skallamenn að gera nákvæmlega ekki neitt þegar kemur að því að verjast þessu fasta leikatriði. Everton er svo með fjóra stóra menn í boxinu sem gera atlögu að marki. Það eru þeir Lukaku, Jagielka, Stones og Barry. Til að verjast þeim er Mcnair, Valencia, Rooney og Blind og það endar þannig að enginn nær að fylgja sínum manni og Stones fær auðveldan skalla. Auðvitað ætti Fellaini og Smalling að vera þarna inn í teignum.
Bara mjög svo kómískt að sjá Fellaini og Smalling á þeim stöðum sem þeir voru. Hef held ég bara aldrei áður séð sterkustu skallamenn liðs á stöðum sem lágvaxnir menn eru oftast geymdir. Örugglega bara óþægilegt fyrir De Gea líka að hafa Smalling fyrir framan sig. Maður sér líka að þegar boltanum er spyrnt þá reynir De Gea að ýta Smalling aðeins í burtu.
Hjörtur says
Það er nú bara tilfellið, að við ráðum illa við lið sem eru að spila með 10 manna vörn, og erum að tapa fullt af stigum á móti þannig liðum. En á móti liðum sem spila fótbolta, eins og t.d. City, Arsenal, Liverpool, Tottenham, erum við að standa okkur miklu betur. Þannig að ég held að þessi 10 manna varnarlið séu búin að úthugsa það, að til að ná stigi eða stigum af Utd, sé þetta lausnin þ.e.a.s. 10 manna vörn.