Á morgun kl 16:10 mætir Arsenal á Old Trafford með það hugarfar að sigra núverandi meistara, krækja þremur stigum og ná ellefu stiga forskoti á United. United sigur myndi hinsvegar minnka muninn niður í fimm stig og jafna stigafjölda Chelsea, Liverpool og Tottenham fyrir þessa umferð.
Leikurinn er semsagt gullið tækifæri til að minnka muninn á efsta liðið í deildinni og endurvekja smá traust á liðið sem án efa hefur verið í nokkurri lægð undanfarnar vikur.
Fyrir neðan er upphitunin fyrir stórleikinn en fyrst byrjum við á pistli spaka mannsins.
Pistill spaka mannsins
Kæru lesendur, ritstjórar og stuðningsmenn. Pistill dagsins er áframhald á fyrri pistli mínum þar sem ég velti fyrir mér neikvæðninni sem er í gangi þessa dagana. Ég gæti skrifað tugi pistla í viðbót um þetta umræðuefni en ég ætla að reyna ljúka þessu í dag, nema eitthvað stórkostlegt gerist á næstunni sem fær mig til að breyta um skoðun.
Í pistli dagsins langar mig að velta fyrir mér (og vonandi þið líka) hvort ánægjan yfir því að horfa á fótbolta, þá sérstaklega United, hafi minnkað eða horfið á síðustu árum? Byrjun á byrjuninni. Svarið þessari spurningu fyrir mig: hvað er það sem þið kunnið mest að meta við Manchester United og fótbolta almennt? Er það að sjá liðið sigra leiki á síðustu stundu? Er það að sjá liðið ala upp og koma með unga snillinga inn í byrjunarliðið? Er það að sjá leikmennina sýna snilli sína á vellinum (mikið er þetta fallegt!)? Er það að sjá liðið kaupa dýrustu leikmennina? Eða er það bara að horfa á liðið lyfta bikar?
Auðvitað eru margir hlutir þarna vel tengdir en mér hefur fundist frekar augljóst að fólk virðist hafa glatað ánægjunni að horfa á liðið spila. Það er vitað að liðið gæti hafa náð betri úrslitum þessa fyrstu tíu deildarleiki en kommon. Við hverju bjuggust þið í byrjun tímabilsins? Það er glænýr stjóri að taka við erfiðustu stjórastöðu í boði hjá stærsta fótboltaliði heims og með nýtt teymi. Það tekur tíma að stimpla sig inn og hefur mér fundist liðið hægt og rólega vera mjakast í rétta átt. Ég veit að liðið er ekki að nærri að spila jafn flottan bolta og það gerði tímabilið 2007-2008 en það tekur einnig tíma. Moyes mun kaupa leikmenn (nema Woodward nái að klúðra því) og þá munum við betur sjá hversu góður stjóri Moyes reynist fyrir United.
Ef ég ætti að velja einn hlut umfram aðra þá væri það að sjá United ala upp, móta og treysta ungum hæfilegaríkum leikmönnum sem verða að mikilvægum leikmönnum fyrir liðið. Að sjá Ferguson skipta út meirihluta aðalliðsins fyrir 92′ hópinn. Að sjá ungan bólóttan strák frá Portúgal verða að einum besta leikmanni heims var æðislegt! Að sjá United vera tilbúið að kaupa ungan dreng frá Everton sem er á hraðleið að verða markahæsti leikmaður United frá upphafi. Að sjá Evans, Rafael, Smalling og Jones hægt og rólega verða föstu byrjunarliðsmenn liðsins og svo framvegis. Þetta er það sem ég elska mest af öllu. (Þið getið rétt svo ímyndað ykkur hversu spenntur ég er að sjá „The class of 92“ heimildarmyndina um Giggs, Scholes, Beckham, Butt og Neville bræðurna sem verður gefin út í næsta mánuði.)
Oft hefur verið talað um stuðningsmenn United að þeir séu ‘spoiled’, þ.e.a.s. við kunnum ekki gott að meta því við vinnum alltaf. Miðað við neikvæðnina sem virðist vera taka yfir á spjallborðum, facebook, twitter, etc þá er ég að verða hræddur um að það sé satt. Fólk virðist vera hætt að njóta fótboltans og horfa á Manchester United spila.
Um daginn beit ég í vörina þegar góður félagi minn spurði (og ýjaði að svo væri) hvort Fellaini væru verstu kaup ársins. Svo sagði hann síðar að hann væri kominn með nóg af leikmanninum. Tökum það fram að þetta er sagt þegar Fellini var búinn að vera hjá liðinu í ca. 48 daga þar sem tvö landsleikjabreik höfðu átt sér stað þannig að við getum gefið okkur ca. 30 daga sem hann hafði verið í kringum sítt nýja umhverfi og liðsfélaga. Að mínu mati er þetta sturlað viðhorf sem maður sér allt of oft. Það er engin þolinmæði. Viljum allt strax, annars skal skipta því út og spandera kreisí peningum í stóru nöfnin. Man einhver eftir því hvernig Vidic og Evra (tveir af okkar mikilvægustu leikmönnum síðustu ára) byrjuðu sinn feril hjá United? Ef ekki, endilega gúgglið og lítið á það (Hint: Það var ekki fallegt).
Það er fátt sem fer meira í mínar fínustu en þegar „stuðningsmenn“ Manchester United ákveða að nýta reiði sína eftir slappa frammistöðu í að hrauna hressilega yfir leikmenn liðsins. Nú skulið þið ekki misskilja mig, ég styð hundrað prósent gagnrýni á frammistöður leikmanna, það munu ávallt vera leikmenn sem ná ekki United klassa og aðrir sem því ná en að horfa upp á leiðinlegt drull á leikmenn liðsins er eitthvað sem gerir mig einfaldlega reiðan. Og það þarf helvíti mikið til að gera mig reiðan. Að sjá fólk skrifa hluti eins og að vera búið að fá nóg af leikmanni eftir að hafa verið hjá liðinu í 50 daga er sturlun. Að sjá fólk skrifa það að þetta sé lang versta United lið 20 ára ásamt fleira drulli er sturlun. Að sjá „stuðningsmenn“ kalla leikmenn liðsins „mannapa“ í hástöfum lætur mig fá magakrampa. Hvurslags stuðningur er það eiginlega? Hvurslags gagnrýni er það? Ég skal segja ykkur það, það er engin gagnrýni, það einfaldlega gagnslaust drull! Hvaða skemmtun fær slíkt fólk út úr því að horfa á United spila?
Að sjá fólk skrifa „Burt með þetta Everton pakk“ fær mig hinsvegar til að brosa. Er Fellaini gagnslaus af því hann var keyptur frá Everton? Á United einungis að kaupa menn frá Real, Barca og Bayern? Losa okkur við Rooney, Fellaini, Moyes, Neville og co? Ég meina De Gea kom frá einhverju miðlungsliði á spáni, Vidic frá einhverju Rússadrasli, Carrick frá Spurs, Ferdinand frá Leeds. Burt með þetta lið! Ég vil að United selji þetta rusl og kaupi Messi, Ronaldo, Neuer, Benzema, Ribery, Xavi, Fabregas, Ramos, Muller, Götze o.s.frv. Skítt með það að United hafi alltaf verið þekkt fyrir að skapa flotta leikmenn. Piff! Ég vil vera eins og Real sem eyðir yfir hundrað milljónum punda í Gareth Bale. Það væri sko draumurinn!
Aðeins lengri pistill en ég ætlaði mér í byrjun en hann er alls ekki ætlaður til að hljóma eins og ég sé eitthvað fullkomnari en aðrir. Tilgangurinn er að vekja fólk aðeins. Lærum að meta það sem gott er, lærum að temja okkur smá þolinmæði og hættum að einblína alltaf á það sem er að (sem gerist furðulega oft þrátt fyrir sigra). Nú legg ég til að allir horfi á þetta vídeó og segið mér svo hvort þið séuð ekki spenntir að horfa á liðið spila á morgun!
Kv, Spaki maðurinn
Upphitunin
Arsenal er án efa eitt af spútnikliðum deildarinnar það sem af er af þessu tímabili. Eru efstir í deildinni með fimm stiga forskot á liðin í 2-4 sæti. Í „form-guide“ töflu deildarinnar yfir síðustu sex leiki, hafa þeir staðið sig best af öllum með fimm sigra, eitt jafntefli og sextán stig. Að sama skapi er United í áttunda sæti með þrjá sigra, eitt jafntefli og tvö töp.
Það verður ekki sagt annað en að Arsenal hafi átt kaup sumarsins er þeir keyptu, fyrir rúmar 40 milljónir punda, leikmanninn sem Rooney heimtaði að Ferguson fengi til United, herra Mezut Özil frá Real Madrid (Hvað voru Real eiginlega að hugsa?). Hann hefur verið eins og góð vítamínsprauta fyrir liðið og mæta þeir á Old Trafford eftir góðan útisigur á Dortmund í meistaradeildinni. Annar leikmaður sem hefur verið að brillera fyrir þá er Aaron Ramsey sem valdi Arsenal fram yfir United á sínum tíma. Drengurinn er kominn með ellefu mörk fyrir liðið á þessu tímabili og er án efa ein helsta ástæðan af hverju Arsenal hefur byrjað þetta tímabil svona vel.
Það er samt eitt sem er gott að hafa í huga þegar menn horfa á gott gengi Arsenal. Eftir leikinn á morgun er United búið að mæta Chelsea (h), Man City(a), Liverpool(a) og Arsenal(h) í fyrstu ellefu leikjum deildarinnar. Að sama skapi verður Arsenal einungis búið að mæta tveimur af þeim, Liverpool og United. Það eru mjög líkleg sex stig (fyrir utan leikinn á morgun) sem geta tapast hjá Arsenal. Við það má svo bæta að United er ósigrað í síðustu átta leikjum í öllum keppnum. Það er heilmikið eftir af þessu tímabili.
Í meiðsladeildinni vonast Moyes til að fá Carrick, Evans og Rafael aftur í liðið á morgun. Hjá Arsenal er ólíklegt að Wilshere muni spila en Wenger var bjartsýnn að Walcott og Flamini yrðu tilbúnir á morgun.
Hér er liðið sem ég vil sjá spila á morgun:
Ég neita að taka þátt í Fellaini óánægjunni sem er svo vinsæl þessa dagana. Mér fannst hann spila vel fyrir okkur í síðasta leik og var rauða spjaldið afskaplega ströng ákvörðun að mínu mati. Það kæmi mér samt ekki á óvart ef Moyes myndi henda Jones þangað inn í stað Fellaini. Að sama skapi á maður erfitt að ímynda sér hvern af Januzaj, Kagawa og Nani hann vill hafa á vinstri kantinum. Allt saman góðir valmöguleikar en mér finnst Januzaj hafa unnið sér inn byrjunarliðssætið fyrir þennan leik. Að bomba inn Nani/Kagawa og Chicharito síðustu 30 mín í seinni hálfleik væri algjör martröð fyrir varnarmenn Arsenal.
Vonandi nær liðið að spila eins og það best getur og að RVP og Rooney nái að negla einhverjum mörkum inn fyrir okkur. Það gengur ekki að maður sé skíthræddur við að spila gegn Arsenal á heimavelli!
Staðreyndir
- Tuttugu og þrisvar sinnum hefur Wenger hefur heimsótt United á Old Trafford. Hann hefur aðeins fjórum sinnum náð að yfirgefa völlinn með þrjú stig í bakpokanum.
- Í síðustu 20 útileikjum Arsenal hafa 12 leikir endað með 2 eða færri mörk skoruð.
- Í síðustu 20 heimaleikjum hefur United hefur unnið 15, gert 2 jafntefli og tapað 3
- Í síðustu 20 heimaleikjum hefur United 8 sinnum haldið hreinu
- Í síðustu 20 heimaleikjum hefur United skorað í 18 þeirra
- Í síðustu 20 útileikjum hefur Arsenal unnið 12, gert 4 jafntefli og tapað 4
- Í síðustu 20 útileikjum hefur Arsenal 8 sinnum haldið hreinu
- Í síðustu 20 útileikjum hefur Arsenal skorað í 18 þeirra
Tilvitnanir
David Moyes um Arsenal
„I said at the start that Arsenal have got the same chance as the rest of us to win the league. It’s an open Premier League. They’ve had a really good start but it will only be decided at end of the season who will win it. We’ll wait and see until then. Arsenal are coming to play the champions. They’re in the top position at the moment, their form has been very good and they’ll come here in good spirits. But we’ve had some growing momentum and we want to put on a good show.“
Gary Pallister um tímabilið
„Listen, everybody was wanting the team to get off to this kind of start,. They have been looking for a bit of fallibility in United for a long time. The manager left after 26 years, there’s a new man at the helm and everything is being scrutinised and dissected. The amount of points dropped has been disappointing but we knew it was always going to be a tough start with Liverpool and Manchester City away and Chelsea at home. So it was always going to be difficult to get any momentum as you can always lose those games.Losing to West Brom wasn’t on the cards, though, and drawing with Southampton wasn’t in the script either, even if I think they are a very good team. It took a bit of steam out of the team but I’ve said many times that I think we’ve got the right man for the job. Once he gets his feet right under the table and understands more about his team – and they understand more about Moyes’ methods and his coaching staff – I think this team will only get better.“
Wayne Rooney um Arsenal
„We’re obviously capable of beating Arsenal, we’ve done it many times in the past,“ Wayne told Press Association and ManUtd.com. „They’re on a good run of form at the moment and are top of the league, so we know it’s going to be a difficult game. But we have to go into that game confident, believing we can edge closer to them and bring us back into the mix of being at the top of the league.We’ll wait and see where they are in March. We’ve seen before that they’ve been in the top two until February or March and then faded away, so it’s down to them to try and stay there. They’re doing brilliantly at the minute and it’s up to us to catch them. There have only been 10 games gone so there’s no big worry at the moment. We’re starting to do well. If we can get the victory on Sunday then we’re in a great position. We had a whole new set-up and different ideas from the manager. It’s up to us to try and implement those ideas as best we can. It was a bit of a change but we’re starting to show the things that the manager wants. Eight matches unbeaten is a good run. We’re confident at the minute, we’re getting more clean sheets and we’re playing with a freedom, if you like. We’re just looking forward to every game now.“
Chris Smalling um Arsenal
„We are going into the game with a lot of confidence. We drew with Real Sociedad in the week but we had a lot of chances to win the game and I think we have gained a lot of confidence from our run of late. We are playing at Old Trafford and really looking forward to it. I don’t think there are any must-win games at this stage but it is still obviously a massive game. We are at home and we have to be the favourites to win. We have to take the game to them and show that we are the team that wants to win and close the gap.“
Phil Jones um Arsenal
„I have been surprised, I think everyone has, I don’t think we expected it at the start of the season but they have done really well and hopefully we will be able to break them down. They will be filled with confidence after a great win in Dortmund during the week, but this is a different game with a completely different atmosphere. Hopefully Old Trafford will be rocking on Sunday and we will be able to get the three points.“
Pat says
Klassa skrif.
Sigur myndi þagga aðeins í nöllurum sem er orðið tímabært. Ég hef engan sans fyrir leiknum, get engu spáð en ég er ansi hræddur um miðjuna með tugmilljónapunda Fellaini og co þarna..
En er þetta rétt sem Moyes á að hafa sagt…. ég á erfitt með að trúa því..
http://www.visir.is/moyes-vildi-ekki-ozil-sidasta-sumar/article/2013131109044
Líka spurning um að nota menn á réttan hátt herra Moyes..
Ingvar says
Er Rafael og J Evans komnir til baka úr meiðslum??? annars er þetta flott lið 3-1 mín spá
ellioman says
@ Ingvar:
Samkvæmt Physioroom þá á hann að vera reddí fyrir þennan leik. Kannski er það of snemmt að láta hann beint inn í þennan leik. Sjáum til.
Runólfur says
Frábær upphitun. Er 100% sammála Spaka manninum.
Í sambandi við byrjunarliðið þá veit ég ekki hvort að Jones eða Fellaini byrji á miðjunni. Grunar að það verði Jones. Svo verð ég að viðurkenna að ég væri frekar til í Nani heldur en bæði Valencia eða Januzaj. En það er bara ég :)
Jón Björgólfsson says
vil sjá kagawa í AMC stöðunni það var alveg greinilegt að þegar að RVP kom inn á í vikunni og kagawa færðist inn á völlinn fyrir framan centerinn þá fór boltinn að rúlla mikið betur… AMC er staðan sem hann spilaði hjá Dortmund og raðaði bæði inn assistum og mörkum svo ég væri til að sjá moyes nota hann sem AMC.. een það er bara mín skoðun
Atli says
Glæsilegur pistill!
Ingi R-unar says
Fín upphitun, takk takk. Hef litlar sem engar áhyggjur af þessum leik, Man Utd vinnur með einu eða tveimur mörkum. Það er allavega óskandi því tvíburinn minn er Arsenal maður. Mér finnst liðið hafa verið að skríða í rétta átt undandarið, óskandi að Zaha fari að fá tækifæri, þó ég efist stórlega að það gerist í þessum leik. Aðrir kanntmenn hafa alls ekki verið að heilla, fyrir utan auðvitað Januzaj.
En allavega, getið bókað þrjú stig á morgun, sannfærður.
Man Utd 3-2 Arsenal
Hefðbundin markaskorun, Rooney, Van Persie og annað hvort Hernandes eða Januzaj.
Stefán says
heyr heyr, allt of mikið af fólki sem segist halda með Man Utd hafa „ástæður“ afhverju þeir eru með þetta stanslausa drull.
Þú sagðir allt sem segja þarf með þessum pistli.
Kristján Birnir Ívansson says
Það sem ég skil ekki heldur er þessi ást á Kagawa hann er ekkert búinn að gera til þess að verðskulda fast sæti í byrjunarliðinu.
Hannes says
Ég skil ekki hvernig menn geta verið sannfærðir um sigur á morgun, Arsenal tók Dortmund á útivelli á meðan við gátum ekki unnid Sociedad. Arsenal vinnur þennan leik eða við stelum 1-1 jafntefli. Líka bara hvernig við erum búnir að vera spila á þessu tímabili borið saman við Arsenal.
Ingi Rúnar says
Bara bjartsýni þangað til yfir lýkur. Leikirnir í meistaradeildinni koma þessum leik nákvæmlega ekkert við. Maður verður líka bara gamall og leiðinlegur á að vera stressaður.
:)
Jón Þór says
Það væri óskandi að rooney myndi sætta sig við að spila á miðjunni svo við gætum notað kagawa í holunni! Hann er ekki samur á kantinum.
Þórir says
Frábær pistill. Gæti ekki verið meira sammála Spaka manninum! Mín spá er að okkar menn sigri 2-1 með mörkum frá hverjum öðrum en Rooney og van Persie