Eftir nokkra daga bið er það loksins staðfest að Torino hefur selt Matteo Darmian til United. Darmian mun kosta um 13 milljónir punda og hefur skrifað undir 4 ára samning, samkvæmt okkar bestu vitneskju.
Matteo Darmian verður aðeins fimmti Ítalinn sem spilar fyrir Manchester United. Hinir eru Carlo Sartori sem lék með United frá 1968-1972 og var fyrsti leikmaðurinn utan Bretlandseyja til að spila með United. Hinir eru svo auðvitað markmaðurinn alræmdi Massimo Taibi, meiðslapésinn Giuseppe Rossi og MACHEEEEEDA.
United hefur einu sinni keypt leikmann frá Torino áður og það er óhætt að segja að það hefi gengið ágætlega. Denis nokkur Law gekk til liðs við við United frá Torino árið 1962 fyrir 115.000 pund sem var nýtt breskt metkaupverð. Hann varð einn af máttarstólpum í endurbyggingu félagsins eftir München og spilaði lykilhlutverk tímabilið 1964/1965 þegar liðið vann sinn fyrsta deildartitil eftir slysið hræðilega.
Á sama tímabili vann hann Ballon d’Or verðlaunin, fyrstur leikmanna Manchester United. Því miður gat hann ekki spilað í úrslitaleiknum gegn Benfica árið 1968 vegna meiðsla þegar Manchester United varð fyrsta enska liðið til að sigra Evrópukeppni meistarhafa, forvera Meistaradeildarinnar.
Ef Darmian verður hálfdrættingur Denis Law er ljóst að hér er um frábær kaup að ræða og við óskum okkar manni alls velfarnaðar hjá United.
Bjarni Ellertsson says
Glæsilegt, loksins eitthvað að gera í leikmannamálum, þ.e búið að staðfesta kaupin. Hann þéttir hópinn og mér sýnist við vera að manna flestar stöður vel. Spurning hver kemur í stað RVP. Annars veit maður ekkert um Ramos/degea skiptir eða hvað er í gangi í þessum málum, þetta verður að skýrast fljótlega, sá að lið var að bjóða í Valdes, ekkta slúður held ég. Annars líst mér vel á þennan gutta og ekki spillir að sjá Schweinsteiger skrifa undir á næstu dögum. Þó hann hafi eitthvað dalað, segja þeir í bítlaborginni, þá er ég viss um að ný áskorun og þjálfari sem hann þekkir muni hleypa nýjum þrótti í kappann og hann eigi eftir að blómstra hjá okkur.
Þetta verða fróðlegir tímar næstu vikur að sjá hollinguna á liðinu.
DMS says
Heimildir Sky segja að áhugi United á Schneiderlin hafi ekki minnkað þrátt fyrir Schweinsteiger kaupin. Hann spilaði ekki með So’ton í dag þegar þeir stilltu annars upp mjög sterku liði í æfingaleik. Held að næsta vika verði annasöm hjá United á markaðnum.