Þýski landsliðsfyrirliðinn Bastian Schweinsteiger mun skrifa undir 3 ára samning við Manchester United. Það er ljóst að leikmanninum munu fylgja töluverð gæði og reynsla sem er gífurlega mikilvægt. Kaupverð er talið vera á bilinu 6-13 milljónir punda. Þetta staðfesti Karl Heinz Rumenigge stjórnarformaður FC Bayern München á blaðamannafundi í morgun. Eina sem er eftir læknisskoðunin og ef hún gengur vel þá mun hann skrifa undir hjá Manchester United.
Ferillinn
Schweinsteiger á að baki langan feril með Bayern hefur leikið yfir 500 leiki með félaginu. Snemma á ferlinum var hann vængmaður sem lék helst hægra megin en átti það til að vera notaður vinstra megin á vellinum í einhverjum tilfellum. Árið 2009 tók Louis nokkur van Gaal við Bayern og ásamt því að gefa ungum leikmönnum tækifæri þá fór hann að nota Schweinsteiger sem djúpan miðjumann. En síðan þá hefur hann verið einn sá besti í heiminum í sinni stöðu. Hann er þekktur fyrir frábær skot af löngu færi og er einnig frábær í föstum leikatriðum. Einnig hefur hann mjög góðan leikskilning sem hefur oft hjálpað honum mikið.
Árið 2004 var hann valinn í þýska landshópinn fyrir Euro 2004 eftir reyndar vonbrigðamót með U-21 liðinu í sömu keppni. Miðjumaðurinn ungi sló í gegn í mótinu og þótti standa sig með prýði þó svo að liðinu hafi ekki gengið sérstaklega vel. Síðan þá hefur hann verið fastamaður í landsliðinu og hefur verið kallaður „heili liðsins“ af Joachim Löw þjálfara landsliðsins. Hápunktur landsliðsferilsins er að sjálfsögðu heimsmeistartitillinn sem Þjóðverjar höfðu ekki unnið í langan tíma. Síðan forkeppnin hófst fyrir Euro 2016 var Schweinsteiger gerður að fyrirliða Þjóðverja.
#mufc has reached an agreement with Bayern Munich to sign Bastian Schweinsteiger. More: http://t.co/NCru8O7KVU pic.twitter.com/DT8T5QYS4T
— Manchester United (@ManUtd) July 11, 2015
#Rummenigge: "My colleagues at @ManUtd have been in touch. We've reached an agreement over a transfer." pic.twitter.com/1Ck0gUhEv7
— FC Bayern English (@FCBayernEN) July 11, 2015
Nokkur ummæli
„If I was to pick my standout it would have to be, in a World Cup year, a World Cup winner. Thomas Müller, Toni Kroos and Bastian Schweinsteiger were all excellent, but if I had to pick one as my player of the year it would be Schweinsteiger.“
– Paul Scholes
„I have been really impressed by the Germany captain so far in Euro 2012 and he is the kind of midfield player that I really like. He can do everything. He tackles, defends, is powerful when going forward, has a good shot and is also good on the ball.
– Patrick Vieira
Keane says
Glæsilegt að fá þennan leiðtoga og sigurvegara í hópinn! Búinn að heyra í nokkrum bitrum scouserum varðandi þetta, halda því fram að hann sé of gamall… Þá er bara að bera hann saman við James Milnerinho. Alltaf jafn gaman að reyna að rökræða við scousera.
Willkommen Schweini!!
Bjarni Ellertsson says
Glæsilegar fréttir, nú fær enska deildin að kenna á þýskum hælbít af bestu gerð.
DMS says
Hrikalega flott kaup á sanngjörnu verði! Sigurvegari með reynslu. Alltof margir sem reyna að halda því fram að menn verði bara ónýtir við það eitt að verða þrítugir. Sjáið bara hvað Carrick er hrikalega mikilvægur okkar liði, hann er 33 ára.
Mig grunar að Van Gaal ætli sér að nota Depay að hluta til í framherjastöðunni. Depay segist sjálfur vilja það líka þannig að það er aldrei að vita, sérstaklega í ljósi þess hvað við erum orðnir fáliðaðir í þeirri stöðu. Maður er samt orðinn hrikalega spenntur fyrir komandi tímabili. Það eru enn leikmenn hjá okkur sem eiga sennilega eftir að verða seldir, Rafael, Evans og Hernandez eru sennilega á leið út. Van Persie er svo gott sem kominn til Tyrklands.
Ef við bætum við okkur miðverði, Schneiderlin og framherja þá erum við komnir með hrikalega öflugan hóp sem getur barist á toppnum á öllum vígstöðum. En það er mikið eftir af glugganum og margt sem á eftir að koma í ljós, meðal annars störukeppnin hjá United og Real varðandi De Gea / Ramos. Ef það gengur eftir þá verður spennandi að sjá hvað United gerir með markvarðarstöðuna, hvort Valdes verði nr. 1 eða hvort þeir leiti annað.
DMS says
…og vonandi munum við geta hlegið vel og lengi að þessari færslu hjá Carragher á næsta seasoni.
http://433.moi.is/enski-boltinn/liverpool/carragher-elskar-thad-ad-united-hafi-keypt-schweinsteiger-kominn-yfir-sitt-besta/