Fljótt skipast veður í lofti eins og sagt er. Eftir að sjá City, Tottenham og Chelsea tapa stigum um helgina varð stórleikur helgarinnar fimmfalt meira spennandi. Með sigri myndi United ná að minnka stigaforskot allra toppliðanna, fyrir utan Liverpool, um þrjú stig.
Fyrir leikinn dag sátu United í áttunda sæti með sautján stig eftir tíu umferðir: átta stigum á eftir Arsenal; þremur stigum á eftir Chelsea, Liverpool og Tottenham; tveimur á eftir City. Eftir elleftu umferð ensku deildarinnar er United hinsvegar komið upp í fimmta sæti: fimm á eftir Arsenal, þremur á eftir Liverpool, tveimur á eftir Southampton (WTH?) og einu á eftir Chelsea (eftir að þeir náðu að krækja í stig með flottri dýfu Ramirez á 95′ mínútu).
Fyrir tímabilið hefði ég alveg verið sáttur við þessa stöðu eftir 11 umferðir og með þetta leikjaprófram. United er núna búið að mæta Chelsea, Liverpool, City og Arsenal í þessum fyrstu ellefu leikjum og er í fínni stöðu. Þetta er United liðið sem blaðamenn og fótboltaáhugamenn hafa í sífellu talað að sé svo ömurlegt og að Moyes væri svo hræðilegur. Að ná þessum árangri gerir mig afskaplega kátan og gefur mér ástæðu fyrir meiri bjartsýni á Moyes. Hann er að læra á starfið.
Arsenal var á góðu róli áður en þeir tókust á við United í dag. Níu deildarleikir í röð án þess að tapa og í þokkabót sigruðu þeir Liverpool um síðustu helgi og Dortmund í meistaradeildinni í vikunni sem jók sjálfstraust þeirra umtalsvert. En svo löbbuðu þeir inn á völlinn á Old Trafford.
Moyes ákvað að stilla liðinu svona upp í dag:
De Gea
Smalling Vidic Evan, Evra
Valencia Jones Carrick Kagawa
Rooney Van Persie
Jones fékk það hlutverk að trufla allt á miðjunni, Carrick kom aftur í liðið eftir meiðsli og Moyes gaf Kagawa tækifæri á vinstri kantinum.
Wenger mætti á völlinn og átti enn og aftur erfitt með nota rennilásinn á úlpunni sinni (Önnur dæmi: nr.1, nr.2, nr.3, nr.4… og já, mér finnst þetta fyndið!). Stuttu fyrir leik kom í ljós að Mertesacker og Rosicki myndu ekki spila vegna veikinda og stillti Wenger því liðinu upp á þennan máta:
Szczesny
Sagna Vermaelen Koscielny Gibbs
Cazorla Arteta Flamini Ramsey Ozil
Giroud
Leikurinn var nokkuð rólegur fyrstu tuttugu og fimm mínútrnar. United var þó mun betra, hélt boltanum vel og náði að trufla leikmenn Arsenal þannig að þeir gerðu feilsendingar trekk í trekk. Á sama tíma voru stuðningsmenn Arsenal duglegir að syngja um átta stiga forskotið sem þeir höfðu á United og að kalla Van Persie ýmsum ljótum nöfnum. Það var því vel við hæfi þegar United fékk horn á 27′ mín, sem Rooney skilaði vel af sér inn í vítateiginn, að herra Robin Van Persie væri mættur til að taka á móti boltanum og koma honum svona laglega inn fyrir marklínu Arsenal (GIF1, GIF2). Það var svo ánægjulegt að sjá kappann hætta þessu „ekki fagna“ rugli og horfa á hann svara stuðningsmönnum Arsenal með þessu fína fína fagni.
Á 41′ mín tekur United annað horn. Þegar boltinn ratar inn í teig verður árekstur á milli Szczesny og Jones með þeim afleiðingum að Szczesny liggur eftir vankaður í teignum. Jones fékk gult spjald sem ég á afskaplega erfitt með að skilja þar sem þeir báðir voru með augun á boltanum að reyna ná honum. Svo rétt fyrir lok fyrri háfleiks verður svo annar árekstur er De Gea og Vidic rekast saman inn í vítateig United og eftir liggur Vidic í teignum. Eftir leikinn sagði Moyes að Vidic hefði þurft að fara á sjúkrahús til að meta meiðslin.
Í seinni hálfleik kom Cleverley inn fyrir Vidic sem þýddi það að Jones þurfti að færa sig af miðjunni yfir í vörnina. Arsenal náði að halda boltanum mun betur í seinni hálfleik og sækja meira en náðu samt lítið að skapa sér dauðafæri. Vörn United var hreint útsagt frábær í dag og kom í veg fyrir allt sem Arsenal hafði upp á að bjóða. Rooney hefði svo geta komið United í 2-0 á 60′ mín en hann skaut framhjá í algjöru dauðafæri.
Við skulum hafa það á hreinu að þetta var stórkostleg frammistaða hjá United í dag. Moyes lagði áherslu á að gera Giroud og Özil algjörlega óvirka í leiknum (Sem útskýrir einkunnir þeirra hjá Goal.com). Vörnin var stórkostleg og get ég ómögulega valið einhvern einn leikmann umfram aðra í dag. Hrós dagsins fá Wayne Rooney, Phil Jones og vörn United. Frábær sigur í dag sem galopnar titilbaráttuna.
Nú er ég ekki hrifinn af því að nöldra yfir dómurum leikja en það verður nú að segja nokkur orð um Michael Oliver og teymið hans í dag. Teymið var með hræðilega frammistöðu í dag og langar mig að nefna þrjú stórkostleg mistök sem hefðu geta kostað United sigurinn:
- United fær ekki dæmda vítaspyrnu þegar Olivier Giroud brýtur á Rooney inn í vítateig Arsenal.
- Gula spjaldið á Jones. Báðir með augun á boltanum og ekkert annað en óhapp.
- Að gefa Arsenal hornspyrnu þegar De Gea greip boltann inn í teig. Boltinn aldrei yfir endalínuna og úr þessu horni skapaði Arsenal sér dauðafæri sem hefði auðveldlega getað endað með marki.
Nú er United komið í landsleikjafrí og fer athygli lesenda án efa á íslenska liðið sem mætir Króatíu næsta föstudag. Næsti leikur united verður gegn Cardiff á útivelli sunnudaginn 24. nóvember.
Einn í ritstjórnarteymi rauðu djöflanna var á Old Trafford í dag og vonandi fáum við ferðasögu frá kappanum á næstu dögum. (hint hint Bjössi ;)
Elías Kristjánsson says
Ok. En Januzaj fékk hvíld í síðasta leik vonaðist til að sjá hann í byrjunarliðinu. Annars bara mjög fínt. Koma svo allt í lagi að fá á sig tvö mörk á meðan við skorum þá þrjú á móti.;)
Pétur says
LETS DO THIS! Djöfull er ég spenntur
Kagawa inná jákvætt, höfum Januzaj starman sem tromp á bekknum, sem og chicarito.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Kannski er ég seinastur til að fatta þetta en ég var að finna útvarpsstöð í einu appi sem er með alla enskuleikina. Ég er sjálfur sjaldan fyrir framan sjónvarp og er mjög hrifin af þessu. https://itunes.apple.com/en/app/tunein-radio/id418987775
DMS says
Smalling í hægri bakverði býður upp á geldan sóknarleik hægra megin. En það er lítið hægt að kvarta ef að Rafael er fjarverandi vegna meiðsla.
Djöfull væri sterkt að taka öll 3 stigin í dag og hoppa meðal annars upp fyrir City í töflunni.
ellioman says
PEEEEERSIEEEE!!! 1-0.
28 mín liðnar.
Atli says
Er Özil med eda?
DMS says
Frábær sigur. Þarna komu kannski veikleikar Arsenal í ljós. Hlutirnir voru ekki að ganga upp sóknarlega og þeir þurfa að setja Nicklas Bendtner inn á.
Maður leiksins: Wayne Rooney – vinnusemin var á við þrjá leikmenn í dag. Þvílíkur kraftur í kauða!
Gríðarlega mikilvæg 3 stig í dag sem henda okkur beint í pakkann á toppnum aftur. Þetta er svo langt í frá að vera búið. Fimm stig í toppinn og Arsenal eiga enn eftir að mæta sterkum liðum í fyrri umferðinni. Við erum allavega búnir með Chelsea, Liverpool, Man City og Arsenal núna.
Runólfur says
„Ps. Við vinnum Arsenal á laugardaginn, 2-0 með einhverri algjörri taktískri snilld frá Moyes.“
Hefði Rooney bara sett hann þá hefði ég verið SPOT ON með þessa spá frá því eftir Sociadad leikinn :)
Sveinbjorn says
Frabær sigur. Rooney og Jones menn leiksins. Thad for dalitid i mig thegar ad Moyes setti Cleverley inna fyrir Vidic i halfleik, og eg helt ad vid myndum tapa midjunni algjorlega og fannst viturlegra ad setja Fellaini inna i theirri stodu, en Moyes setti thennan leik afar vel upp, og vann einfaldlega Wenger taktiklega sed, bædi med byrjunarlidi og skiptingum. Thessar skiptingar hja Wenger breyttu litlu sem engu og eg vard half feginn thegar Bendter kom inna.
En Moyes er hægt og bitandi ad syna fram a thad ad hann se madurinn i starfid. Erum a godu runni og ekki hægt ad kvarta yfir neinu.
Næstu leikir okkar i deildinni eru a moti Cardiff, Tottenham, Everton, Newcastle og Villa og sanngjorn krafa ad setja tolf stig a tha leiki.
DMS says
Næsta umferð er ansi áhugaverð líka.
Everton – Liverpool
Arsenal – Southampton
Man City – Tottenham
West Ham – Chelsea
Cardiff – Man Utd
Ingi Rúnar says
Frábær leikur. Vissi einfaldlega ad UTD myndi vinna. Augljóst víti sem UTD átti ad fá, miklu meira víti en vítid sem Ramires fékk í gær allavega. Og mikid er ég sammála um hina tvo dómana sem skyrsluhofundur nefnir.
Markid hjá meistara Van Persie fannst mér vera algjor grís, held ad flestir séu sammála tví, enda ekki á hverjum degi sem madur skorar med oxlinni. But who gives a fuck :)
Næsta umferd er líka augljóslega athyglisverd, enda ljóst ad topplidin munu tapa stigum, hef fulla trú á ad UTD vinni Cardiff.
guðjón says
Baráttusigur. Rooney og Jones frábærir, en skelfilega kemur lítið út úr blessuðum vængmönnunum. Kagawa á alls ekki heima á vinstri kantinum, þó svo honum sé ætlað að „leysa upp“, og ég hef reyndar miklar efasemdir um að hann sé eins góður og fyrrum stjóri hans hjá Dortmund segir. Þá er Valencia sjaldnast mikil ógnun. Hefði frekar viljað sjá Januzaj í stað Kagawa og Nani (sem er þó alls ekki góður) í stað Valencia.
En stigin eru góð og gild og margt jákvætt hægt að taka út úr þessum leik.
Eyky says
Mikið hrikalega er Cleverley mikil meðalmennska eitthvað. Hann átti alveg afleiddar fyrstu 10 mínútur og gerði svo lítið af viti með boltann hinar 35
Eyky says
Jones var að mínu mati maður leiksins, Rooney auðvitað contender en hann var ööörlítið of wastefull. Annars voru flestir að finna sig. Meira að segja Smalling virðist vera að ná hægri bakverðinum. Hann þarf aðeins meiri snerpu og svo þarf hann að læra krossa og þá get ég farið að sætta mig við hann þarna.
Eyky says
@ guðjón:
Það er alllllltof hættulegt að spila Nani fyrir framan Smalling. Það er eitthvað sem Moyse er búinn að reka sig á.
JG says
Flottur sigur hja MU i dag. Fyrstu 30 minundur leiksins kom Da Gea ekkert vid boltan nema tvivegis er hann sparkadi fra marki tveim sendingum sinna manna.
Bambo says
Verð að vera sammála Ellioman með störf Oliver í þessum leik, burtséð frá þessum 3 dómum sem hann nefnir þá fannst mér hann flauta alltof, alltof oft sem gerði leikinn hægann og lélegann fyrir augað.
Mér finnst Smalling eiga sérstaklega mikið hrós skilið fyrir þennan leik og ég persónulega man ekki eftir að hafa séð hann spila jafn vel fyrir okkur.
Verð að koma inná eitt að lokum, mér fannst alveg hrikalegt að sjá miðverðina okkar, Vidic og Evans í fyrri hálfleik. Man ekki eftir því að Giroud hafi tapað skallabolta fyrstu 45 mínuturnar og mér fannst við eginlega vera stálheppnir með að miðjumenn Arsenal voru ekkert að hafa fyrir því að hlaupa í kringum hann til að hirða upp boltana.
Kristján Birnir Ívansson says
Nú ættla ég ekki að vera með samsæris kenningar um dómgæslu almennt en oft á tíðum virðist mér þó að dómaaar/línuverðir taki stundum „viljandi“ rangar ákvarðanir. Veit ekki hvað veldur en það gæti svo sem verið ýmislegt. Kannski hafa sumir stella kastljósi leiksins og varpa athygglinni á sig með umdeildum ákvörðunum sérstaklega ef það hefur áhrif á útkomu leiksins. Eða hreinlega að einhverjir séu viðriðnir veðmála svindl, sem kæmi reyndar ekkert á óvart ef einhverjir dómarar væru viðriðnir slíkt. Við sjáum nú NBA dómaran þarna um árið.
Runólfur says
„Maybe the most intriguing take-out from the game to show just how much Arsenal struggled was that they played 59 long balls in the game – the most they’ve played in the league all season (previous highest was 38) and more than United have played in any game despite supposedly having a negative long-ball manager.“ Tekið af : http://www.stretford-end.com/2013/11/theres-much-admire-united-stifled-arsenal/
Nú veit ég auðvitað ekki hvar hann fær þessar tölur en mig grunar að hann hafi eitthvað til síns máls. Þetta ætti allavega að korka þá sem vilja meina að Moyes vilji eingöngu negla boltanum fram.
Jón G says
Moyes virðist bara hafa áhuga á því að spila á kantinn og gefa fyrir. Finnst eins og að þegar að ég horfi á United liðið í dag spila eins og það sé bara örlíið betri útgáfa af Everton liðinu hans gamla……
Karl Garðars says
Þetta var nú einhvern tíma sagt um Sörinn líka. DM þarf bara tíma og ákveðnir menn þurfa að sýna sig þessa leiktíð sbr. Anderson og Young. Ef þeir gera það ekki er eflaust hægt að fá einn ágætis leikmann fyrir andvirði og laun þeirra beggja. Ekki má gleyma að þeir eru líka að taka af þeim litla spilatíma sem pjakkarnir annars fengju.