Það er ýmislegt að gerast á Old Trafford svona á síðustu dögum leikmannskiptagluggans. Anders Lindegaard er á leiðinni í United útlaganýlenduna West Bromwich Albion á frjálsri sölu, Javier Hernandez er of dýr fyrir West Ham og er á leiðinni til Bayer 04 Leverkusen sem eru prýðilegar fréttir ef af verður, við þurfum þá ekki að sjá hann skora gegn okkur.
Það kemur ekki á óvart að sjá að Adnan Januzaj er orðaður við útlán, en að hann sé á leiðinni til Borussia Dortmund í vetrarlán er nýtt. Hann hefur ekki stimplað sig inn í þessum fáu leikjum núna og þolinmæði Van Gaal er ekki meiri. En ef Januzaj á að sanna sig eru fáir staðir betri en Dortmund, ef hann sendur sig ekki vel hjá Dortmund þá er ekki ástæða til að hugsa um það meir
En stórfréttir dagsins eru rúsínan í pylsuenda þessarar greinar
Anthony Martial verður leikmaður Manchester United (næstum staðfest)
Morguninn hefur farið í umræður um Anthony Martial. Þessi 19 ára leikmaður Monaco hefur fengið dagsleyfi frá franska landsliðinu til að fara til Manchester í læknisskoðun. James Ducker frá Times og Stu Matheson hjá MEN hafa fengið það staðfest að búið sé að semja um kaupverðið og það eina sem vantar er Martel í United treyju.
Anthony Martial er 19 ára Frakki fæddur 5. desember 1995. Hann gekk til liðs við Lyon 14 ára gamall og AS Monaco keypti hann fyrir tveim árum fyrir 5 milljónir evra auk bónusa.
Martel lék 35 leiki fyrir Monaco í deild í fyrra, þar af 16 sem varamaður og skoraði 9 mörk og átti 3 stoðsendingar. Hann mun þó ekki hafa spilað sem miðframherji fyrr en seinni hluta tímabils. Alls lék hann 46 leiki í fyrra og skoraði 12 mörk.
Ýmsar fréttir um kaupverð og annað hafa verið að ganga í morgun, 36 milljónir punda eru margnefndar en frá Frakklandi berast enn hærri tölur. L’Equipe segir 80 milljónir með aukagreiðslum inniföldum. Síðan hafa menn verið að rifja upp að Spurs hafi boðið einhverjar 10m evrur í hann en Monaco hafi viljað 20. Nú á United að vera að borga amk 50m evrur.
Einnig hefur verið haldið fram að Van Gaal og United hafi verið að fylgjast með snáða í heilt ár. Ef svo er þá er spurning hvers vegna beðið var með að kaupa hann? Svarið gæti auðveldlega legið í því að hann hafi fyllt þann flokk manna sem Van Gaal talaði um síðast í gær og ‘væri alltaf hægt að fá’, og United hafi að vera að reyna við stærri skotmörk og þegar þau hafi ekki gengið þá sé gengið í að fá Martial og það verið auðvelt.
ScoutNation er alltaf með þetta og hér er vídeó frá þeim um Martial í fyrra.
https://www.youtube.com/watch?v=Rups8obfpKI
Hann virðist vel fljótur og hreyfanlegur og hefur skorað nokkuð í frönsku. Við höfum verið að biðja um sóknarmann og þarna er kominn sóknarmaður, vissulega helst til ungur en hefur framtíðina fyrir sér
Tor-Kristian Karlsen sem við höfum stundum vitnað til vann hjá Monaco og þekkir til piltsins:
Outstanding features: smart movement, excellent close control/touch (and overall technical ability), makes everything look simple (2/7)
— Tor-Kristian Karlsen (@karlsentk) August 31, 2015
Very strong in 1v1 situations, obviously very quick/change of pace, surprisingly composed in front of goal for such a young player (3/7)
— Tor-Kristian Karlsen (@karlsentk) August 31, 2015
Verðmiðinn er hár, hugsanlega gríðarhár, en það á ekki að skipta öllu máli, það eina sem skiptir máli er hvernig hann stendur sig hjá United. Af því á að dæma hann en ekki því hvað hann kostaði.
Siggi P says
Kannski ekki panik kaup, en líklega staðfesting á uppgjöf að næla í stórstjörnu. De Gea málið líklega það eina sem er eftir, á einn eða annan veg.
Rúnar Þór says
guð minn almáttugur í alvöru? Er þetta heimsklassa strikerinn okkar? kaupa ungan strák á 35 milljónir punda þegar okkur vanta heimsklassa framherja (benzema lewandowski muller zlatan). Segjum svo að t.d. Benzema væri falur á ca 50 milljónir. Myndi maður ekki splæsa nokkrum auka milljónum í heimsklassa striker? Það er það sem okkur vantar, lýst ekki vel á þetta
Björn Friðgeir says
Ósköp einfalt, Rúnar Þór: Enginn þessara var falur!
Siggi P says
Og De Gea farinn fyrir 35m evrur. Þá er þetta líklega búið í ár.
Rauðhaus says
Glugginn er senn á enda runninn og okkur vantar:
1. Markvörð. Óafsakanlegt að vera ekki löngu búnir að redda þessu, ef á annað borð átti að gefa eftir gagnvart Real Madrid. Hefði alveg verið hægt að tappa upp Lloris í sumar, eða Leno/Oblak.
2. Framherja. Ég veit ekki mikið um þennan Martial, en eitthvað hljóta menn að vera efnilegir ef þeir komast 19 ára í franska landsliðið. En hann er samt bara 19 ára, þetta er krakki! Hann mætti ekki einu sinni kaupa sér áfengi ef hann væri staddur á Íslandi. Það er ekki hægt að setja þá pressu á svona unga stráka að bera upp sóknarleik eins stærsta félags í heimi.
3. Hafsent. Það sem maður hélt að yrði klárlega búið að redda mjög fljótlega í sumar er enn óleyst. Okkur vantar ennþá byrjunarliðsmann til að spila við hliðina á Smalling. Þetta er ótrúleg staða og eiginlega sjokkerandi þegar maður fer að pæla í því. Hvað ætla menn að gera ef (og þegar) Smalling meiðist?
Hvað gerist ef bæði Rooney (sem hefur reyndar verið vægast sagt slakur, en ég gef honum enn smá séns) og Smalling meiðast? Við erum fáránlega þunnskipaðir í lykilstöðum. Hvað annað stórlið í Evrópu er í þessari stöðu? Hvers vegna í ósköpunum er ekki löngu búið að klára þessu mál?
Allt þetta verður svo enn furðulegra þegar litið er til þess að nettóeyðslan í sumar er ekki nema ca 10-20 millur, auk þess sem búið er að skera niður launakostnað um örugglega 800.000-1.000.000 Á VIKU!!
Ég veit ekki með ykkur en ég hef miklar efasemdir um sumargluggann ef það gerist ekki eitthvað markvert í kvöld eða á morgun.
Pillinn says
Þessi gluggi hefur að mörgu leiti verið ágætur. Við styrktum loksins miðjuna sem við höfum þurft að gera í mörg mörg ár. Fengum svo efnilegan strák, Memphis, til að skerpa á sókninni/kantinum. Svo virðist bakvörðurinn sem við keyptum eitthvað kunna fyrir sér í bransanum þannig að so far so good eins og maður segir.
Hins vegar er ljóst að það þarf markmann ef De Gea fer, sem er nánast orðið staðfest, öflugan heimsklassa framherja og líklega miðvörð. Orðrómurinn er auðvitað í gangi að Keylor Navas komi ef De Gea fer og er það vel. Þar er á ferðinni mjög góður markmaður og töluvert betri en Romero.
Ég sé hins vegar ekki að einhver 19 ára leikmaður sem maður hafði aldrei heyrt minnst á sé svarið við sókn hjá Man. Utd. Það vantar hreinlega fullmótaðan framherja til að skora mörkin því Rooney, ég veit að ég hljóma eins og rispuð plata, er alveg búinn á því.
Svo nú er að berast fréttir að Januzaj sé farinn til Dortmund. Við verðum ekki með fullmannað lið þegar glugginn lokar. Þetta er alveg magnað, ég veit ekkert hvað er í gangi á Old Trafford en þetta er undarlegt svo ekki sé meira sagt.
http://fotbolti.net/news/31-08-2015/adnan-januzaj-a-lani-til-dortmund-stadfest
Runar says
Alltaf er jafn fyndið að sjá hvað fólk er gleymið! Mundið þið eftir einhverjum sem heitir Wayne Rooney og var enn 18ára þegar hann var keyptir á £25.6 milljónir (ætli það væri ekki nær svona £43-45 mills í dag, ef ekki meira) og það á loka degi viðskipta árið 2004, sá gutti hafði aðeins skorað 15 mörk í 67 leikjum fyrir eitthvað miðlungslið í Englandi og var meiddur þar að auki þegar hann var keyptur.
Annars veit ég ekkert um þennan Martial pjakk, nema að hann minnir mig á Jackson Martínez sem var hjá Porto og er kominn til A. Madrid núna, vonum að hann geti raðað inn mörkunum fyrir okkar menn ;)
Siggi says
Skrítið að láta Januzaj fara. Maðurinn búinn að skora sigurmark á tímabilinu, fullt af leikjum framundan(deild, fa cup, meistaradeild, deidarbikar) og liðið þarf breyðan hóp því að það koma meiðsli og leikbönn.
Nú er búið að losa sig við Evans og Januzaj sem mér finnst pínu skrítið. Er ekki alveg búinn að kaupa Blind sem miðvörð og Januzaj er einfaldlega nógu góður til þess að vera í hóp og byrja suma leiki.
Svo er kominn rándýr táningur og besti maður liðsins DeGea á förum.
Pillinn says
Ég er ekki gleyminn Runar ég man alveg eftir þegar Rooney var keyptur. Hverjir voru frammi þegar hann var keyptur? Man ekki betur en að Nistelrooy, Saha jafnvel Solskjær. Það munar um að vera með svoleiðis menn þegar ungur leikmaður er keyptur til að vera í framtíðarplönum. Hann þurfti ekki að bera upp sóknarleik Utd það tímabil. Þannig að það er ekki hægt að bera það saman að kaupa ungan leikmann á mikinn pening þegar ert með menn í liðinu sem geta skorað vs. staðan sem uppi er núna.
Ég vona auðvitað að þessi ungi Frakki sé góður en finnst mjög skrítið að ætla að hafa þessa pressu á honum. Ekki bara verðmiðinn heldur halda uppi markaskorun liðsins líka, þar sem ég sé engan annan sérstaklega líklegan til þess.