Liðið gegn Cardiff var svona, nær eins og ég spáði í gær.:
De Gea
Smalling Evans Ferdinand Evra
Valencia Cleverley Fellaini Januzaj
Rooney
Chicharito
Varamenn: Anderson, Giggs, Nani, Young, Welbeck, Büttner, Lindegaard
Leikurinn var átta mínútna gamall þegar Rooney fékk gult eftir átta mínútur fyrir pirringsbrot úti á kanti, sparkaði í mótherja sem hafði unnið af honum boltann og hefði að mínu mati átt að vera rautt. Mjög lélegt hjá Rooney en eins gott að hann var inn á því hann skoraði fyrsta markið. Valencia komst inn í sendingu, gaf inn á Hernandez sem framlengdi snyrtilega. Rooney þurfti að taka hringsnúning til að hrista af sér varnarmann og skotið fór síðan af varnarmanni og inn. Cardiff hafði byrjað aðeins betur en eftir brotið hjá Rooney tók United öll völd þangað til markið kom.
Cardiff var ekkert að gefa eftir þó og náðu að jafna á 33. mínútu. Stungusending kom upp og Frazier Campbell stakk Evans af og skoraði. Gamli United maðurinn Campbell sem var með klúbbnum frá 10 ára aldri var ekkert sérlega að fagna þessu ágæta marki. Vörnin opnaðist illa og Evans var sofandi.
Eftir þetta var eitt lið á vellinum. Miðja United var algerlega ósýnileg og Cardiff fór sínu fram eins og þeir vildu. United náði þó að skella í eina sókn undir lok hálfleiksins og horn Rooney endaði á enninu á Evra og þrumuskalli hans endaði í netinu. Verulega móti gangi leiksins og frábærlega tímasett.
United menn komu eitthvað ferskari úr hléinu, áttu nokkrar góðar sóknir, sérstaklega voru það hornin sem voru hættuleg. Campbell var hins vegar nálægt því að jafna þegar skot hans sveif yfir De Gea, virtist stefna inn en small í stönginni.
Leikurinn varð síðan verulega daufur, Cardiff voru síður en svo slakara liðið og United náði ekki tökum á leiknum og innkoma Danny Welbeck (fyrir Januzaj) og Giggs (fyrir Hernandez) breytti ekki miklu þar um. Welbeck fékk tvö hálffæri, missti boltann of langt frá sér til markmanns í annað skiptið og þurfti að teygja sig of langt í seinna skiptið og skaut yfir. Fellaini hafði verið skárri en Cleverley og bætti nokkuð í þegar Giggs kom inná til að vera fremri miðjumaðurinn.
En þetta var aldrei annað en óöruggt og á 90. mínútu fengu Cardiff aukaspyrnu úti á kanti útaf klaufalega broti Smalling. Inni í teig var mikið japl jaml og fuður, Medel sló Fellaini í andlitið og svo þegar aukaspyrnan kom fyrir sló einn leikmaður Cardiff í boltann. En dómarinn hafði víst ekki flautað og kallaði Fellaini og Medel til sín, til þess eins að veita þeim tiltal. Eftir allt þetta var aukaspyrnan endurtekin nú var það Patrice Evra sem svaf og Kim Bo-kyung sem svaf ekki og skoraði með skalla. Það er líklega þannig að þó Medel hefði fengið rautt hefði aukaspyrnan verið endurtekin… en þá með færri Cardiffi mönnum. Ekki dagur dómarans.
Það hefur oft verið merki United að skora í uppbótartíma og nú var eins og þeir vöknuðu… en árangurslaust.
Mínútu eftir markið fékk Rooney sending aleinn inn á teig og ætlaði að vera alltof flottur og gefa til baka á Welbeck en sendingin laus og léleg og markvörðurinn hirti hana. Smalling hefði svo getað skorað líka en hann skaut framhjá í þvögu inn í teig eftir aukaspyrnu Giggs. Þessar tilraunir voru til einskis og sanngjarnt jafntefli raunin.
Þessi leikur endurspeglar að mörgu leyti tímabilið. United skoraði tvö mörk með harðfylgi, náði engan veginn tökum á leiknum og var refsað. Lykilatriðið í þessu hlýtur að vera að miðjan hjá United er gagnslaus. Við höfum lengi vitað að þetta samsafn miðjumanna hjá okkur er ekki það besta. Cleverley virðist ekki ætla að taka skrefin upp sem alveg hefði mátt gera ráð fyrir miðað við frammistöðu hans fyrir tveim árum. Fellaini lætur enn bíða eftir sér (og eins og ég sagði í upphituninni í gær, verður ekkert sparkað á næstunni), Giggs er of gamall fyrir aðalhlutverk og Anderson er Anderson. Næstu tveir deildarleikir verða gegn Tottenham sem verða grimmir eftir skelfilega útreið gegn City í dag og svo Everton. Miðað við leikinn í dag gætu þeir reynst erfiðir.
En fyrst er það Leverkusen á miðvikudag
Pat says
Decent lið..
Pat says
Og djöfull er liðið illa spilandi… ojj
Sveinbjorn says
Finnst thetta eiga ad skrifast a Moyes, ekki gott byrjunarlid, og hvad tha skiptingarnar.
Kristjans says
Eins og það er yndislegt að skora í uppbótartíma þá er það jafn ömurlegt að fá mark á sig í uppbótartíma…
Rooney heppinn að fá ekki rautt spjald í byrjun leiksins. Evra skorar mark en gerir sig sekan um skelfilega varnarvinnu í jöfnunarmarki Cardiff. Og hvað var Rooney að spá þegar hann var einn á móti markmanni í uppbótartíma í stöðunni 2-2?!?
Veit ekki hvað skal segja, simply not good enough.
Snorkur says
þessum saur (moyes) þar að linna
DMS says
Vá hressandi! Láta lítinn Asíubúa skora hjá okkur með skalla rétt fyrir leikslok. Rooney toppaði þetta svo strax í kjölfarið. Sanngjörn úrslit held ég bara, ef við getum ekki klárað þessa leiki þá bjóðum við hættunni heim. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist á þessari leiktíð og mig grunar sterklega að þetta sé ekki það síðasta. Léleg spilamennska.
N.S says
Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju liðið dettur alltaf niður og byrjar að verja eins marks forustu á sirka 60ustu mínútu? Hvað var Cardiff búið að setja marga bolta inn á teiginn þegar þeir jöfnuðu loksins? Þetta lið á alveg að geta sótt þriðja markið á móti svona liðum en það virðist enginn hafa áhuga á því. Bara reynt að halda í einhverju panici meira en hálfan seinni hálfleikinn.
Einar B says
Þetta voru sanngjörn úrslit. United engan veginn betra lið.
Ég vona að það stjórnin setji virkilega kraft í að styrkja þetta lið. Miðjan var virkilega léleg, næstu vikur án Carrick verða erfiðar. Cleverley er ekkert nema sæmilega varaskeifa og Fellaini alveg týndur. Ekki mikið hægt að stóla á fertugan giggs.
Gaman að glutra svona tækifærum á að blanda sér almennilega í toppbáráttuna.
Pat says
Fyrst og fremst vegna þess að David Moyes er vanur því að halda naumri forystu sem meðalstjóri hjá meðalliði Everton.. plús það að hann er með frekar slakt lið í höndunum þar sem vantar nokkra menn vegna meiðsla.@ N.S:
Kristján Birnir Ívansson says
Gat svo sem ekki seð afhverju Rooney ætti að fá rautt, en ef einhver vill útskýra betur þá tek ég þvi virtist ekki vera mikið af myndum að dæma, misti af atvikinu,en þær endur siningar sem ég sá segja ekki mikið.
Hvað liðið heilt yfir varðar þá var þetta slök framistaða. Skiptingarnar eftir því.
Liðið virðist vera mun slakara án RvP
guðjón says
Ömurlegur leikur hjá United! Þurfum að losa okkur við leikmenn sem standa ekki upp úr meðalmennskunni leik eftir leik (og tímabil eftir tímabil) og kaupa aðra í staðinn. Sumsé losa okkur við leikmenn á borð við Valencia, Hernandez, Cleverley og Welbeck. Svo hefur Fellaini valdið mér miklum vonbrigðum – mér finnst stundum eins og hann sé að spila einhvern annan leik en þann sem hann á að vera að spila; er hægfara og alls ekki ákafur í tæklingum. Þurfum leikmenn á borð við Pogba (skelfilegt að missa hann) og Iniesta á miðsvæðið og svo hefði ég viljað fá Arjen Robben, eða einhvern sem getur klárað leiki upp á eigin spýtur, Einnig nauðsynlegt að kaupa hægri bakvörð.
Björn Friðgeir says
Skýrslan komin. Þetta var dapurt.
Rauða spjaldið á Rooney skýrt í skýrslunni, hann sparkaði í manninn sem var kominn framhjá. Ekki gróft en klárt rautt.
Hjörtur says
Í dag var þetta miðlungs lið, með miðlungs leikmenn, þ.e.a.s. með leikmenn sem hafa ekkert að gera hjá þessu liði, a.m.k. flestir. Ég er alveg hættur að kippa mér upp við það, þó við töpum stigi, eða stigum á móti þessum minni liðum. En svo einkennilegt sem það er, þá hafði Ferguson úr sömu mönnum að moða, og gekk bara framar vonum, enda einn besti stjóri heims. Í dag tel ég liðið vera með miðlungs stjóra, sem má þakka fyrir ef hann nær liðinu í eitt af fjórum efstu, en það tókst honum aldrei með Everton. Í dag var liðið lélegt, feilsendingar (sem er orðið daglegt brauð) út um allan völl, og tapaður bolti oft á tíðum vegna eigins framtaks. Já það þarf sko að versla í janúar, og enga miðlungs leikmenn, heldur topp leikmenn.
Sigurjón Arthur says
@ Hjörtur:
Verð ÞVÍ MIÐUR að vera sammála Hirti….sami mannskapur og Ferguson var með en hann bakkaði nánast aldrei í vörn á móti smá-liðum og jafnvel ekki á móti stóru liðunum !! Þessi fótbolti sem við erum að spila þessa dagana er bara ALLS ekki boðlegur og að vera búin að spila EINN alvöru leik (Arsenal) þegar komið er langt fram í nóvember er ekki boðlegt !! Okkur vantar miðjumenn og heimsklassa miðvörð !
Mikið er ég til í að fá skýringu á af hverju Welbeck fær allar þessar mínútur ?? til þess að skora nánast engin mörk..hann er striker ??
ÁFRAM MANCHESTER UNITED ALLTAF !
Eyky says
Cleverley var lélegur eins og svo oft áður.
Janutzaj átti erfitt með sig, kannski ekki skrítið fyrir 18 ára lítt reyndan gaur sem mætir á þennan heimavöll.
Rooney var miðlungs (á Rooney standard) Hann skoraði jú fyrsta markið, en ég hefði sennilega hent sjónvarpinu mínu ef hann hefði brennt af þar með Hernandez fríann 3 metra frá sér.
Fellaini var þokkalegur,
Smalling er ekki bakvörður.
Á meðan við höfum ekki úr öðru að moða finnst mér að Moyse ætti að prufa Wellbeck á miðjuna. Hann er vinnusamur, skilar varnahlutverki og þorir að hlaupa með boltann og skilar honum ágætlega frá sér(nema þegar hann reynir að skila honum í netið)
Hernandez átti fyrsta markið og pressaði vel frammi, en það verður ekki mikið úr svona leikmanni þegar miðjan er jafn léleg og hún er. Hernandez virðist líka vera orðinn frekar fúll. Sá hann ekki einusinni fagna fyrra markinu. Ansi hræddur um að hann sé að fara um áramótin.
Erlingur says
Ég verð bara að segja varðandi miðjuna. Cleverley þykir mönnum kannski ekki góður, en hann var töluvert betri í dag en 27.5 milljón punda kaupinn sem var allan daginn týndur í dag og gaf fullt af feilsendingum og var engan veginn í takt við liðið.
Ég held því alls ekki fram að leikur Cleverley í dag hafi verið í háum standard, en þar sem ég horfði þá var þetta leikmaður sem barðist inn á miðsvæðinu og í þokkabót nánast einn síns liðs, þegar trúðurinn þarna með hárið stóð á miðjum vellinum lullandi á einhverju joggi til baka og hreyfði sig ekki hálfan leikinn.
Menn tala ílla um Anderson og segja hann bara búinn og allt það. Anderson-Cleverley partnership í svona leik hefðu að mínum dómi allan daginn verið betri kocktail í þessum leik heldur en Fellaini-Cleverley.
Mér finnst að M.Fellaini eigi bara að vera settur í varaliðið fram yfir áramót. Þessi gæji getur ekki rassgat.
Ég veit allavega ekki á hvað leik skýrsluhöfundur hefur verið að horfa á ef hann þarf að tala um arfa slakan leik hjá Cleverley og þokkalegan leik hjá Fellaini.
Flest sem Fellaini gerði í þessum leik misheppnaðist.
Ílla staðsettur þegar Cardiff sóttu á okkur og svona má lengi telja.
Liðið sem heild auðvitað var bara ekki nógu gott, skilaði ekki þeim skyldu sigri sem þurfti gegn svona liði, kannski má kenna skiptingum Moyes þar um,þar sem mér fannst þær ekki skila neinu.
En ef menn nýta ekki dauða færi í Uppbótartíma eftir að búið er að jafna á liðið er okkar mönnum auðvitað ekki viðbjargandi. :/
En það þarf að hýfa sig heldur betur upp fyrir næstu 2 leiki.
En ég segi aftur, GUÐ HJÁLPI United ef Moyes ætlar að láta FELLAINI byrja þá leiki….
Ilkay says
Cleverley var arfaslakur, staðreynd.. það var Fellaini líka.
úlli says
Ég skil ekki af hverju einhver er fúll út í Moyes. Á pappírunum er liðið bara ekki samkeppnishæft við Chelsea, ManCity og jafnvel Arsenal. Ferguson sagðist vera að skilja eftir frábært lið fyrir arftaka sinn, frábæra menn í öllum stöðum á besta aldri. Eitt helsta afrek Ferguson að mínu mati er að fá fólk til að kaupa þá vitleysu. Liðið hefur verið á hægfara niðurleið í 2-3 ár og það var ekkert nema snilli Ferguson að þakka að við unnum deildina í fyrra. Ekki gleyma að fyrri hluti tímabilsins í fyrra var afar slakur og ekkert nema gjörsamlega ótrúleg frammistaða Van Persie sem dró sigrana að landi. Skoðið svo bara byrjunarliðið í dag og verið hreinskilnir. Eru margir þarna sem myndu ganga inn í liðið hjá bestu liðunum? Nei, kannski bara Rooney.
úlli says
p.s. Moyes náði að sannfæra Rooney um að vera áfram hjá félaginu. Hann ætlaði að fara, ekkert flóknara en það, en ákvað að vera áfram „þrátt fyrir“ Moyes. Við værum í 16. sæti án Rooney.
Tomsen says
Ég verð þunglyndur af því að horfa á mitt lið þessa daganna.
Ströggl á móti litlu liðunum og mjög lítið af góðum fótbolta.
Liðið var að spila hit and run bolta á löngum köflum.
Cleverley og því miður held ég Fellaini eru ekki í United klassa.
Það verður að kaupa heimsklassa miðjumenn sem fyrst. VERÐUR!
Runólfur says
A) vonbrigði með úrslitin
B) vonbrigði með stuðningsmenn liðsins eftir leik
C) liðið ætti í raun að vera í 2.sæti ef að menn héldu fókus í föstu leikatriði í ’90+ mín
D) liðið er ósigrað í 10 leikjum
E) í gær vantaði 3 af bestu 5 leikmönnum síðasta árs, það sást vel á spilamennskunni þó svo að liðið hafi enn og aftur skapað skít nóg af færum til að klára leikinn
F) það er ekki eins og við höfum verið Barcelona í fyrra, enn og aftur mæli ég með að menn horfi á leiki frá því í fyrra og hitt í fyrra
G) Januzaj er greinilega mennskur, gott að vita
H) Ef menn hafa ekkert jákvætt að segja er oft betra að þegja
Runólfur Out.
Ilkay says
A) Gagnrýni fylgir ástríða fyrir sínu liði
B) Gagnrýni þarf ekki að bera vott um jákvæðni
C) Gagnrýni ætti að vera gagnleg
D) Stuðningsmenn hafa fullan rétt á að verða heitt í hamsi og sýna tilfinningar
E) Oft er betra að þegja bara yfir höfuð
F) Ekki eru allir menn eins
Runólfur says
Trúðu mér vinur, ég er byggður á þessari ástríðu sem fylgir íþróttum (og þá sérstaklega mínum íþróttaliðum). En sum þvælan sem maður les hér er óþolandi. Menn virðast aaalveg hafa gleymt spilamennsku síðustu 2 ára. Hún var mjög svipuð og í ár, það er nóg að benda á að við unnum Wigan í fyrra eða hitt í fyrra aðeins 2-0 þegar þeir voru 9 í 30 mín. Ef það myndi gerast hjá Moyes þá færi grátkórinn hérna (og annarsstaðar) gjörsamlega yfir um.
Menn verða að vita og skilja hvað þeir eru að tala um. Sumir sem tjá sig um leikinn virðast þó hafa álíka mikinn skilning á fótbolta og hvernig hann er spilaður og ég hef á íslenska bankakerfinu, nákvæmlega engann.
Þó svo að $hitty, PSG, Chelsea og fleiri lið séu nánast raunveruleg Football Manager lið þá verður Manchester United aldrei það, liðið er byggt á vissum gildum sem munu vonandi aldrei breytast – sama hver stjórnar því eða á það. Dagurinn sem það gerist er dagurinn sem ég hendi United treyjunum mínum í ruslið :)
-Runólfur Out.