Fréttirnar sem við höfum verið að bíða eftir síðasta árið eða svo eru dottnar inn!
David De Gea has signed a new four-year contract at #mufc with an option to extend for a further year. pic.twitter.com/Z3JuQOaNEi
— Manchester United (@ManUtd) September 11, 2015
Förum aðeins yfir hvað þetta þýðir.
- Besti leikmaður United spilar með áfram með liðinu, í að minnsta kosti eitt ár.
- Skyldi Real koma bankandi þurfa þeir væntanlega að greiða alvöru upphæð fyrir hann, ekki þetta klink sem talað hefur verið um í sumar.
- Ef Real Madrid vill svo ekki greiða alvöru verð fyrir okkar mann eða hann jafnvel orðinn afhuga Real Madrid eftir þetta grín hjá þeim í sumar er hann samningsbuninn til ársins 2019.
Ég veit ekki með ykkur en ég kalla þetta WIN-WIN-WIN SITUATION!
Þetta hefur verið sagan endalausa í allt sumar og ég dáðist að United fyrir að neita að bogna undan pressu Real Madrid í allt sumar og eiga það á hættu að missa De Gea frítt í sumar. Það kom mér þessvegna verulega á óvart þegar United samþykkti að selja hann á lokametrum gluggans til Real Madrid en blessunarlega féll Madrid á eigin bragði með það að bíða eins lengi og hægt var að bjóða í kappann þannnig að ekkert varð úr kaupunum. Hver hlær núna, Florentino Perez?
Væntanlega er einhver klásúla í samningnum sem tryggir það að Real Madrid geti keypt De Gea næsta sumar. Sú upphæð er líklega í hærri kantinum og það er eiginlega sama hvað gerist með David de Gea í framtíðinni, United mun alltaf standa uppi sem sigurvegari.
Vel spilað, Louis van Gaal og Ed Woodward, vel spilað.
#DaveStays pic.twitter.com/PRSN7xIZdW
— Manchester United (@ManUtd) September 11, 2015
Helgi P says
snild og hann verður að starta á laugardaginn því romero er ekki nóu góður
Hilmar Gunnarsson says
Stórt
DMS says
Frábærar fréttir. Eins og ný kaup í rauninni fyrir okkur. Maður var eiginlega búinn að kveðja hann eins og staðan var orðin þarna undir lok gluggans.
Ætli það sé ekki einhver release fee klásúla í samningnum, en hún er væntanlega ágætis tala þannig að ef svo fer að Real Madrid vill reyna við hann aftur næsta sumar þá þýðir ekkert að prútta. Grunar að við myndum þá reyna við G.Bale aftur frá þeim ef þeir koma bankandi á dyrnar hjá okkur.
kampfpanzer says
„Florentino Perez always wins.“ Looool.
Vel gert Woodward og Man. Utd. Og eitt stykki risastór sokkur í kjaft þeirra sem töldu United vera klúðra málunum svakalega með að lúffa og taka ekki 15-20m (hvað sem það svosem var í rauninni) tilboðið RM og eiga hættu á að missa einn af topp 5 markmönnum í heiminum frítt. ‘Cannot read file’ útspilið hlýtur að vera eitt besta og dýrasta troll í sögu transfersgluggans.
Það kann að vera að De Gea endi í Real Madrid einn vondan veðurdag, kannski næsta sumar, kannski eftir 5 ár. Hvað um það – við erum áfram með einn besta markmann í heiminum milli stanganna og verðum ekki fyrir frekari ‘bully’ attempts frá Perez næsta sumar. Mikið hlýtur sá kappi að vera naga sig í handabökin núna.
Dave Saves!
Hanni says
yippie ki-yay motherf###$&&$ eins og einhver snillingur sagði einhverntíma.
Karl Garðars says
Þvílíka schnilldin! Er hræddur um að það verði hálf sokkalaust ansi víða eftir þetta útspil. Maður er búinn að láta sig dreyma um þessar aðstæður í gegnum þetta allt saman eða eftir að Björn og félagar vöktu athygli á þessum möguleika og ég held hreinlega að þetta hafi spilast eins vel og hægt var. Ef 3 punktar hefðu ekki tapast gegn Swans þá hefði þetta verið fullkomið í alla staði.
Ef vörnin heldur svona áfram, mögulega Rojo inn fyrir Blind og svo DDG í markinu þá þarf framlínan bara að fara að troða tuðrunni í möskvana og við erum orðin ansi líkleg og með fína breidd.
Til hamingju öll, þetta er magnað!
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Það eru margir sem hafa blótað Van Gaal fyrir að vera, well, segjum bara klikkaður við aðra leikmenn í liðinu. Eins og hvernig hann setur bara menn til hliðar ef hann vill. Ætli það hafi ekki hjálpað De Gea að skrifa undir, hann er aldrei að fara að geta setið á bekknum (utan liðs) í heilt ár.
Pillinn says
Ég er gríðarlega sáttur við þessar fréttir. Þetta er bara nánast eins og að fá nýjan mann því ég var búinn að reikna með að hann færi. Áttum að fá Keylor Navas, sem er leikmaður sem ég hef trú á að geta verið góður, en það hefði líklega tekið hann allt tímabilið að aðlagast deildinni. Það er erfiðara fyrir markmenn í ensku deildinni en þeirri spænsku, það er meira líkamlega erfiðari deild fyrir markmenn. Þið munið bara þegar De Gea kom, hann kom þá frá A. Madrid og hafði verið flottur þar en tók alveg tímabilið að aðlagast.
En ef vörnin verðru áfram traust og hann kominn í rammann þá er það hið besta mál. Þá þarf bara að finna leið til að koma Martial í liðið fyrir Rooney og þá getur þetta tímabil hafist fyrir alvöru. Ekki það að ég efast um að Martial verði eitthvað sensation svona til að byrja með, tekur hann tíma að aðlagast nýrri deild og svona. Svo er þetta auðvitað leikmaður sem ég þekki akkúrat ekki neitt og get því lítið tjáð mig um hann, bara hef ekki trú á að Rooney geti verið eini maðurinn frammi heilt tímabil, hann er ekki sú týpa.
En ég er ennþá smeykur um að hann fari á næsta ári til Real en þá mun hann kosta um 35 milljónir punda og um leið verða dýrasti markmaður sögunnar, sem er það sem van Gaal vildi allan tímann. En það er seinni tíma vandamál, núna bara þarf þetta tímabil að fara á fljúgandi siglingu.
Halldór Marteinsson (@halldorm) says
Þetta eru svo frábærar fréttir að maður er varla farinn að trúa þessu ennþá. Án nokkurs vafa langbesta niðurstaðan í málinu.
Virkilega ánægður með De Gea þarna, virðist ekki láta dramað frá í sumar trufla sig mikið heldur sýnir það að hann er alveg game í að vera United maður. Og gjörsamlega sammála öllum sem tala um að það er gaman að sjá félagið standa upp í hárinu á Real og láta þá ekki komast upp með þessa endalausu bully takta.