Einstaklega mikið hefur verið ritað og rætt um að United sé í einhverri krísu. Leikmannaveltan hefur verið sérstaklega umdeild. Til að bæta gráu ofan á svart þá meiðist Wayne Rooney og United neyddist til að byrja með Marouane Fellaini uppá topp. Góðu fréttirnar voru þær að David de Gea skrifaði undir nýjan samning og datt strax í byrjunarliðið. Liverpool var án þeirra Philippe Coutinho og Jordan Henderson í dag.
Fyrri hálfleikurinn var ekki bestu 45 mínútur af fótbolta sem spilaðar hafa verið. Liverpool liðið virkaði mjög ótraust og saknaði augljóslega þeirra félaga Henderson og Coutinho. United var mikið betri aðilinn og var 60+ prósentu possession en sköpuðu ekki mörg færi. Liverpool reynda einhverjar sóknir en „fjórir fræknu“ (það sem ég kalla varnarlínu United) réðu við allt sem reynt var. David de Gea hafði meira að gera í þeim leikjum sem hann var ekki í liðinu en í þessum fyrri hálfleik. Memphis Depay átti ekki góðan leik í dag en var samt alltaf að reyna, kannski reyndi hann að gera of mikið í einu. Staðan 0:0 þegar gengið var til leikhlés.
Þau sem höfðu áhyggjur af því að þetta yrði einhver hörmungarleiðindi fengu óvæntan glaðning í seinni hálfleiknum. Ashley Young kom inná fyrir Memphis í hálfleik sem að sögn Louis van Gaal var taktísk breyting. Sannleikurinn var sá að Memphis hafði verið frekar dapur. Á 49. mínútu fékk United aukaspyrnu vinstra megin við vítateig Liverpool. Juan Mata átti sendingu á Daley Blind sem skoraði þvílíkt mark.
Eftir þetta lifnaði töluvert yfir leiknum. Bæði liðin fóru að spila betur og aðeins meira var að gera hjá De Gea. Á 65. mínútu liðin sitthvora skiptinguna. Anthony Martial kom inná fyrir Mata og Roberto Firmino vék fyrir Jordan Ibe. Martial fyrsti leikmaður United til að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Liverpool á Old Trafford síðan 1936. Kannski tími til kominn. Breytingin hafði þau áhrif að Martial fór á toppinn, Herrera á hægri vænginn og Fellaini á miðjuna. Á 72, mínútu gerði van Gaal þriðju skiptingu United þegar Morgan Schneiderlin kom inn fyrir Michael Carrick. Liverpool gerðu skiptingu á 74. mínútu þegar Divock Origi leysti Danny Ings af hólmi. Ander Herrera áttu fínan sprett inn í teig Liverpool og var felldur Joe Gomez og vítaspyrna dæmd. Herrera steig sjálfur á punktinn og skoraði af þvílíku öryggi framhjá Simon Mignolet.
United komið í 2:0 og leikurinn virtist ráðinn því Liverpool höfu ekki gert mikið af vita hingað til leiknum. En á 84. mínútu fékk Christian Benteke háa sendingu inn í teig og skoraði glæsilegt mark með bakfallsspyrnu. 2:1 og leikurinn allt í einu orðinn spennandi. Þangað til á 86. mínútu þegar Martial gerði þetta:
Niðurstaðan varð 3:1 sigur United á frekar slöku og vængbrotnu Liverpool liði.
Menn leiksins
Bastian Schweinsteiger og Daley Blind voru frábærir í dag, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Einnig voru Matteo Darmian og Luke Shaw öflugir báðu megin á vellinum. Svo var Anthony Martial einnig sprækur og lítur töluvert vel út. Van Gaal sagði að hann líti út fyrir að vera tilbúinn í ensku deildina.
Byrjunarliðin í dag
bekkur: Rojo, Martial (Mata ’65), Young (Memphis ’46) , S.Romero, Valencia, Schneiderlin (Carrick ’72), McNair
bekkur: Toure, Moreno, Sakho, Origi (Ings ’74), Ibe (Firmino ’65), Bogdan, Rossiter
Bjarni Ellertsson says
Steindautt jafntefli.
Elias kristjansson says
2-0 verðum að gera kröfu um sigur í þessum leik.
Robbi Mich says
Fellaini getur ekki verið verri en Rooney.
Bjarni Ellertsson says
jú því miður þá er Fellaini verri en Rooney en það er þó ekki honum einum að kenna að liðið spilar miðlungs fótbolta á móti mjög svo lélegu liði með ekkert sjálfstraust. Hef enga trú á að Eyjólfur hressist í seinni hálfleik og held mig við fyrri spá. Eigum að taka þennan leik en þá þurfa menn að byrja að spila sóknarbolta en ekki helvítis enskan tiki taka færslu svefnbolta. Það er akkúrat ekkert að gerast í leiknum. Þeir verða ekkert betri þó ég yrði jákvæðari :)
Grímur says
Horfði ekki á leikinn sem nú er að enda en það er gaman að sjá Martial strax á blaði. Getur einhver frætt mig um hvernig hann stóð sig?
Hjörvar Ingi Haraldsson says
„A goal worthy of constant replay“ Enski þulurinn að tala um markið hans Marial, sæll hvað það var geggjað :D
Krummi says
Seinni hálfleikur var allt annar leikur og frábært að sjá Martial strax á blaði
Keane says
Schweinsteiger gríðarlega öflugur í þessum leik, vörnin fín og Martial sýndi brot af því sem hann hefur að bera! Yfirburðir nánast allan tímann.
Frábært að þagga aftur niður í þessum bitru poolurum.
Bjarni Ellertsson says
Loksins loksins þekkti ég mína menn,byrjuðu af krafti í sóknarleikum og ógnuðu lélegri vörn allan tímann. LVG fær hrós fyrir skiptinguna í hálfleik, hún breytti tempóinu í leiknum, Memphis veit núna hvernig á að sækja á varnir andstæðingana. Allir tóku þátt í sókn og vörn og var frábært að sjá baráttuna og vinnusemina í sinni hálfleik. Boltanum var ekki bara sparkað aftur til ða halda possession heldur var markvissari sóknaraðgerðir. Og markið hjá Benteke var hrikalega flott og olli hjartastoppi en var þó ekki lengi í gang þegar mark leiksins koma örfáum mín seinna. Svona á að stimpla sig inn og þetta er það sem maður hefur séð æ ofan í æ gegnum tíðina. Við þurfum alltaf að hafa skapandi menn í liðinu sem valda gæsahúð annars verðum við svona miðlungar sem engin nennir að horfa á. Njótum kvöldsins, þetta voru glæsileg úrslit.
Ási says
Mín vegna mega Rooney og Memphis byrja næstu leiki á bekknum og vilji þeir fá fast sæti í liðinu verða þeir að sýna það inni á vellinum.
Annars flottur leikur, Liverpool gátu ekki neitt í dag, þótt að við spiluðum ekkert magnaðan fótbolta þá vorum við samt töluvert betri en þeir.
Getumunurinn var gríðarlegur!
Karl Garðars says
Basti var frábær að öðrum ólöstuðum! Góður leikur heilt yfir og Blind maður leiksins í andlitið á mér og fleirum. Fannst Smalling alveg jafn góður ef ekki betri og innkoma Young var mjög góð. Depay fann sig ekki en það gerði Young heldur betur.
Cantona no 7 says
G G M U
Helgi P says
það er alltaf jafn gaman að vinna Liverpool og líka sjá þetta chelsea lið í dag
Gunnar Lár says
Held að Young eigi alveg skilið að byrja næsta leik.
Hjörtur says
Það fer um mann sælutilfinning þegar við vinnum púllarana. Horfði ekki á allan leikinn, en það sem ég sá af honum, fannst mér Felliani vera afskaplega bara lélegur, hringsólandi einhverstaðar út á miðjum velli, bara luralegur. Stendur sig vel með sínu landsliði, en lala með Utd.
Valdi Á. says
Var að vinna þegar leikurinn var. Fékk samt alltaf skilaboð í símann um gang leiksins. Kom heim horfði á „full highlights“ og táraðist bara að sjá Martial skora. Tilfinningarnar sem maður hefur fyrir boltanum eru ólýsanlegar.
Valdi says
Sigur er sigur, það er samt sem áður staðreynd að Fellaini var settur uppá topp þegar Rooney meiddist vegna þess að það var enginn annar til að fylla þá stöðu, allir hafa verið seldir eða lánaðir burt. Sér enginn áhugavert við það?
Fellaini er enginn striker og þessi leikur staðfesti það. Þessi staða sem stjórnendur klúbbsins hafa komið honum í gera mig virkilega reiðann, sem betur fer voru Liverpool ekki góðir í dag og sum atriði féllu með okkur.
Ingvar says
Alltaf jafn dásamlegt að vinna þessa leiki. Afskaplega leiðinlegur fyrri hálfleikur en sá síðari þeim mun skemmtilegri. Fannst spilamennskan vera svona svipuð og hefur verið, hefði hæglega getið farið öðruvísi þó svo að mér fannst Liverpool vera slakir þá fannst mér líka þetta detta svolítið fyrir okkur. Skorum úr fyrsta skoti á ramman, DeGea ver nokkur skot, við björgum á línu og í raun skorum nánast úr öllum okkar færum.
Karl Garðars says
Fellaini karlinn virkaði eitthvað stressaður. Það voru hroðaleg first touch hjá honum inni í teig þarna 2-3 skipti og reyndar voru flestir okkar menn að klappa boltanum full mikið að mínu mati í fyrri hálfleik. En Fellaini bíður upp á þann möguleika að hreinsanir verða alloft að sóknum vegna þess hve sterkur hann er í loftinu og móttaka hárra bolta yfirleitt góð hjá honum. Mér fannst hann mikilvægur í dag.
Dogsdieinhotcars says
Sá í dag að einhverjir púlarar voru að tala um „tap gegn lélegasta liði United í mörg ár“
Ég held einmitt að það sé mjög gaman að vera United maður í dag, liðið er bara virkilega spennandi og vissulega framför frá síðustu misserum.
Þetta er ekki skemmtilegasti boltinn, en hann var það heldur ekkert undir það síðasta hjá Sir Alex.
Young gerði tilkall í stöðuna aftur í dag, þvílíkur töggur í þessum gæja. Memphis mun samt byrja næst og þá er eins gott að hann standi sig.
Oft skora menn á debut leiknum sínum og verða frábærir fótboltamenn. En það er alltaf einn og einn Macheda. Vonum bara að Martial (sem er 19 ára og var örugglega með niðurgang af stressi fyrir leikinn) verði geggjaður fyrir okkur. Ég hugsa að hann sofi lítið í nótt. Skoraði í fyrsta leik á móti Liverpool, það væru allir hérna inni til í að hafa gert það.
Karl Garðars says
3-1 „tap gegn lélegasta liði United í mörg ár“ segir meira um gæðin hjá Liverpool sem gátu einfaldlega ekki blautan skít í gær. Markið hjá Benteke var að vísu gullfallegt en markið hjá Martial var 36m punda virði plús add-ons! ;-)
Runar says
Hahaha sat á pubnum í gær og var með púlara mér við hlið og honum fannst Martial bara vera heppinn, hann var samt alveg agndofa, kjaftstopp og með tárin í augunum yfir því að Benteke markið hafi hreinlega verið þurkað út með þessu svo kallaða „heppnis“ marki