Van Gaal kom aðeins á óvart í uppstillingunni, þegar hann valdi Valencia fram yfir Darmian í bakvarðarstöðunni. Að Carrick skyldi ekki byrja kom minna á óvart þó að vissulega sýndi það nokkuð traust á úthald Schweinsteiger að hann væri að byrja sinn þriðja leik á átta dögum.
Vincent Kompany kom inn í lið City fyrir Mangala og Fernando/dinho miðjan var notuð til að treysta miðjuna enn frekar, Touré var í holunni og Navas settur út af.
Varamenn United: Romero, Carrick, Blind, Romero, Fellaini, Lingard, Darmian, Memphis
Leikurinn byrjaði í baráttu sem átti eftir að endast út allan leikinn. , Touré hefði alveg mátt fá gult fyrir að sparka í Rooney en Clattenburg sleppti því, var ekki að fara sýna spjald strax á fimmtu mínútu. United var aðeins sterkari aðilinn fyrstu tíu mínúturnar án þess að ná að skapa neitt að ráði.
Fernandinho var síðan ekki sleppt á 15. mínútu, fékk gult fyrir að sparka niður Martial úti á velli, óþarfa brot en kom til af því að Martial var að sýna enn einu sinni að hann hefur hraðann til að stinga sér milli varnarmanna.
Annars hélt United boltanum betur og náði yfirleitt að stöðva sóknaruppbyggingu City áður en of mikil hætta skapaðist. Eins og búið var að tala um fyrir leik voru það Martial og De Bruyne sem voru einna hættulegastir, og þeir sem voru að búa eitthvað til. Marcos Rojo var að standa sig samt alveg ágætlega gegn De Bruyne.
Annars var fyrri hállfleikurinn allur eins, endalaus miðjubarátta og helst að liðin ógnuðu úr föstum leikatriðum. EKkert þeirra gaf þó neitt og liðin fóru markalaus inn í hléið.
United byrjuðu þó nokkuð ferskari í seinni hálfleiknum en náðu ekki skoti á mark. City bakkaði og gaf miðjuna eftir og það var nær ekkert að segja frá í hálfleiknum nema að rekja skiptingarnar
Raheem Sterling hafði verið frekar lítið í boltanum og hann fór útaf fyrir Navas á 55. mínútu. Fyrsta skipting United kom 10 mínútum síðar, Juan Mata hvíldi og Jesse Lingard kom inná. Það breytti litlu í leiknum, og plan B kom á 74. mínútu, Marouane Fellaini kom inná fyrir Bastian Schweinsteiger sem hafði staðið sig ágætlega en var orðinn þreyttur. Touré var orðinn það sömuleiðis og DeMichelis kom inná. Valencia meiddist þegar 10 mínútur voru eftir, Darmian kom inná og ar með voru möguleikar United til að hrista upp í sóknarleiknum úti.
https://vine.co/v/eV3VTBEQ7mM
En loksins á 84. mínútu kom alvöru vá móment, þegar Martial gaf frábæra sendingu inn á teiginn og Lingard vippaði yfir Hart en í slána. Rétt á eftir varði Joe Hart skot Smalling í horn, Fellaini hafði lagt það upp með að skalla niður langa sendingu úr aukaspyrnu. Þessi tvö færi United var það eina sem gerðist skemmtilegt í leiknum frá okkar mönnum
Þessi leikur var allur í járnum. Þó að miðjur beggja liða væru traustar voru bæð lið að gefa boltann alltof auðveldalega frá sér þegar verið var að reyna að skapa eitthvað, ýmist með slælegum sendingum eða varnarmenn hirtu einfaldlega boltann af sóknarmönnum.
Vissulega þurfum við að horfa til þess að City vantaði tvo skæðustu sóknarmenn sína en engu að síður getur vörn United verið stolt af frammistöðu sinni í leiknum. Rojo hélt De Bruyne alveg niðri, og Jones og Smalling voru gríðartraustir. Valencia var sókndjarfur en eins og oft áður kom lítið úr því.
Schneiderlin og Schweinsteiger voru öflugir á miðjunni og Herrara var alveg þokkalegur. Minna fór fyrir Mata en Martial var eins og áður alltaf ógnandi þegar hann fékk boltann.
En.
Við þurfum að ræða um Rooney
Eftir leikinn sagði Van Gaal
Sir, I have to talk every week about Rooney. Why? … I don’t give any opinion. Sick of it. You have your opinion, write it.
Nei Louis það er ástæða fyrir að þú ert alltaf spurður um Rooney.
Frammistaða Wayne Rooney í dag var skelfileg. Einungis 55% sendinga hans rötuðu á samherja, hann átt ekkert skot að marki, og sendingar hans á sóknarþriðjungi vallarins litu svona út
Ef þetta væri einstakt tilfelli þá væri enginn að kvarta, en staðreyndin er sú að Rooney er ekki enn búinn að mæta til leiks í liði United í haust. Hann heldur engu að síður sæti sínu og er algerlega ósnertanlegur. Þetta gengur ekki til lengdar. Framundan er auðveldara prógramm þó þétt sé og annað hvort hrekkur Rooney í gang eða Van Gaal þarf að horfast í augu við það Wayne Rooney gæti verið á síðasta snúning.
Eins og liðið spilaði í dag, þá virðist nefnilega ekki vanta mikið uppá að við séum með flott lið, það eina sem þarf að bætast við er sterkur framherji.
Á miðvikudaginn spilum við við Middlesbrough í deildarbikarnum og ég vænti og vona að þar fái Memphis, Martial, Wilson, Pereira og Lingard allir tækifæri, Martial eða Wilson ættu að geta veitt Rooney keppni um framherjastöðuna og hver veit, ef Rooney áttar sig á að hann er ekki áskrifandi að byrjunarliðssæti gæti hann hysjað upp um sig sokkana og spilað eins og hann gat einu sinni.
Rúnar Þór says
er ég sá eini sem er smeykur við að hafa Valencia frekar en Darmian? Darmian kannski ekki jafn hraður en hann er varnarmaður og betri í staðsetningu og leikskilningi. Er einnig hissa að Schweinsteiger byrji, 3 leikir á 1 viku er of mikið fyrir hann. Vona að það komi ekki í bakið á okkur að hafa hann mögulega þreyttann og orkuminni
Sammi says
Sammála þér Rúnar, frekar smeykur við Valencia..
Andri H. Oddsson says
Er einhver með gott stream á leikinn ?
Jón Þór Baldvinsson says
Vona svo innilega að Martial verði framm og Rooney sitji í holunni.
Bjarni Ellertsson says
Við þurfum okkar besta leik til að vinna þennan leik. Meira hef ég ekki að segja.
Bjarni Ellertsson says
Lítur út eins og búið sé að semja um steindautt jafntefli, þvílíkur leikur? Við erum þó yfir í pósession, ætti að gleðja suma en það þarf meira en það til að vinna leik. Eru menn að bíðaeftir því að Martial geri allt, hvað er hann þá að gera út á kanti, ég bara spyr. Dagurinn byrjaði vel, snjórinn kom loksins, viðraði vel til útivistar en svo bjóða menn upp á svona sýningu.
Vona að Eyjólfur hressit.
Darri says
Vil semi fá Rooney út fyrir Depay og Martial uppá topp, Martial buinn að gera langmest af okkar mönnum!
Helgi P says
það vantar bara heimsklassa framerja í þetta lið þá verðum við flottir
DMS says
Jákvætt: Gáfum nánast engin færi á okkur, stjórnuðum leiknum. Martial alltaf líklegur þegar hann fær tækifæri á að hlaupa á varnarmennina með boltann.
Neikvætt: Sköpuðum okkar nánast engin alvöru marktækifæri, vorum þó líklegri en City fannst mér. Lingaard átti skot í slá og Smalling lét Hart hafa fyrir hlutunum í eitt skiptið. Að öðru leyti engar alvöru opnanir.
Svolítið eins og bæði lið væru nokkuð sátt með stigið fyrirfram. Við að koma úr löngu ferðalagi og City að spila á útivelli án manna eins og Aguero og Silva – það munar um minna í sóknarleiknum hjá þeim. En ég var ánægður að sjá okkur halda De Bruyne svona vel í skefjum, hann sást ekkert.
Hjörtur says
Já það er með hann Rooney, þetta er sjálfsagt einsdæmi að maður skuli fá leik eftir leik, og geta ekki rassgat. Það þarf framherja sem hefur þor-getu-áræðni og kunnáttu að skjóta á mark, því það er eins og enginn geti eða þori nema þá Martial. Svo spyr maður sig líka hyvort ekki sé of mikið lagt á 19 ára gutta, að láta spila hvern einasta leik og það í 90 mín. þó hann sé stór og sterkur?
Helgi P says
það mætti halda það að Van Gal og Rooney séu í ástarsambandi hversu lélegur þarf hann að vera til að hann verður setur á bekkinn hann spilar alltaf 90 mín
Jón Þór Baldvinsson says
Þegar Martial fékk boltan þá var hann stórhættulegur og shitty í stökustu vandræðum að stoppa hann. Hann raðaði spjöldum á shitty því þeir fóru beint í brot af hræðslu við hann. Hversvegna í fokkings helvíti var hann ekki settur sem fremsti maður?
KPE says
Mér fannst Rojo vera hrikalega sterkur í dag. Kannski stór orð en mér fannst hann hreinlega pakka De Bruyne saman. Svo er hann eini af varnarmönnum okkar sem getur sent langar, flottar sendingar fram á við, bæði með jörðu og í loftinu, en hann átti nokkrar flottar þannig í dag. Ekki það að ég sé að gera lítið úr hinum, allt liðið stóð sig vel í dag varnarlega séð. Rojo engu að síður magnaður í dag.
Runar says
Ég vil sjá Mané koma í Januar
Runólfur Trausti says
Þessi leikur var United í hnotskurn undir stjórn Van Gaal.
Mikið um possession, mjög solid varnarlega, mikið af fínum spil köflum en lítill sem enginn neisti fram á við. Þar, því miður, spilar Wayne Rooney risa stórt hlutverk.
Eftir 3-0 tapið gegn Arsenal var ljóst að Van Gaal ætlaði ekki að endurtaka leikinn. Ok allt gott og blessað en það má nú öllu of gera.
Það að vera með jafn mikla yfirburði og United sýndi í dag, gegn jafn sterkum mótherja og City, er ömurlegt.
Að því sögðu þá fékk United öll færin, þannig séð, a) Herrera átti að fá víti b) Lingaard skaut í slánna c) Hart átti rosalega vörslu frá Smalling.
Einnig var ljóst að Pellegrini er orðinn skynsamari en hann hefur verið. Það gæti verið að meiðsli Silva/Aguero spili þar inn í en lykillinn hjá City var að spila Yaya fyrir framan tvo holding miðjumenn því Yaya er mjög latur varnarlega. Svo um leið og Van Gaal ætlaði að breyta til og sækja til sigurs (Með því að setja Fellaini inn á) þá var Yaya bara kippt útaf.
Svo veit maður ekki, kannski ætlaði Van Gaal að rúlla teningnum í lokin og smella Memphis inn á fyrir Rooney en þá fór Valencia meiddur útaf. Annars hlýtur Rooney að vera á síðasta séns, hann var með 55% heppnaðar sendingar í dag og 1 skot á markið held ég. Það er beyond skelfilegt.
Lokaniðurstaða; Skítsæmlegt stig en þau hefðu átt að vera þrjú.
-RTÞ
Auðunn Atli says
Bara nokkuð ánægður með þennan leik, fullt af jákvæðum punktum þarna eins og að þetta stjörnuprídda lið City átti í raun aldrei séns. Þeirra bestu menn komust ekkert áleiðis gegn United.
En er að sjálfsögðu sammála því að það vantar meira bit frammávið, Rooney er gjörsamlega geldur og hann þarf að setja í salt í nokkrar vikur.
Ef það er engin ógn frá manni eins og honum þá er liðið í vondum málum sóknarlega séð.
Stefán (Rauðhaus) says
„Það að vera með jafn mikla yfirburði og United sýndi í dag, gegn jafn sterkum mótherja og City, er ömurlegt.“
Get nú ekki verið sammála þessu. Geri þó ráð fyrir að þér hafi láðst að skrifa: „án þess að ná að skora“.
En heilt yfir var ég sáttur við þennan leik. Þetta var leikur tveggja sterkra liða, mjög taktískur og passívur. Við hefðum getað skorað, en við hefðum líka getað fengið á okkur mark í fyrri hálfleik (Sterling færið og svo Yaya þegar hann hittir boltann illa eftir sendingu frá De Bruyne).
Rooney þátturinn er svo efni í risastóra rannsókn. Ég var að vona að hann myndi bæta frammistöðu sína eftir ágætis leik gegn Everton, en það gerðist ekki. Það er ekki annað í boði en að kippa honum úr liðinu, setja Martial fram og A.Young á vinstri vænginn (eða Memphis – en hann á bekkjarsetuna líka alveg skilið eftir slakar frammistöður).
Að mínu mati voru það þrír leikmenn sem stóðu upp úr annars nokkuð jöfnu liði:
1. Morgan Schneiderlin: Var frábær í leiknum í gær, vann boltann mjög oft og skilaði honum vel frá sér. Gefur liðinu miklu meira stál, okkur hefur vantað svona mann í mörg ár. Persónulega hefur mér fundist hann fara fremur hægt af stað með okkur, en verið frábær í síðustu tveimur leikjum.
2. Marcos Rojo: Pakkaði 60 milljón punda manninum gjörsamlega saman í gær. Virkilega impressive frammistaða og var með fínar sendingar. Ljóst að hann ætlar sér að vinna sér inn þessa bakvarðar stöðu í fjarveru Luke Shaw.
3. Martial: Enn og aftur verð ég að nefna það hversu fáránlega góður þessi unglingur er. Það er svo gaman að horfa á þetta, sjá hversu skíthræddir andstæðingarnir eru við hann. Umræðan um risastóri verðmiðann hefur heldur betur breyst. Segi það og skrifa: Hann er ekket annað en BARGAIN.