Þáttur nr. 18 er mættur! Að þessu sinni ræddu Sigurjón, Tryggvi Páll, Björn og Maggi og var umræðuefnið (næstum því) aðeins eitt, Louis van Gaal!
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 18.þáttur
Sigurjón Arthur Friðjónsson (SAF) says
Young hitaði upp í tveimur síðustu leikjum, ekki hægt að sjá að hann væri meiddur ! Hefur líklega klikkað á æfingu og sent boltann óvart fram á við í staðin fyrir að fara eftir skipunum, til hliðar eða aftur !!
Helgi P says
maður skilur ekki alveg afhverju hann notar ekki Young með öll þessi meiðsli hjá okkur
Rúnar Þór says
af leikmönnum til að kaupa til United var mikið rætt um Mahrez en af hverju í ósköpunum töluðuð þið ekki um Lukaku? Það væri mjög gott að fá það BEAST :)
Elías Kristjánsson says
Sælir Podkast höfundar; er ekki að líða að 19. þætti. Þáttur 18. fór mikið í LvG out. Nú er tæpur mánuður liðinn síðan og margir leikir.
Runólfur Trausti says
Sæll Elías.
Það er alltaf á döfinni að koma með nýtt Podkast, enda langt síðan síðast.
Helsti óvinur okkar er tíminn, þar sem tveir meðlimir ritstjórnar eru staðsettir erlendis, annar í Bandaríkjunum og hinn Danmörku, ásamt því að báðir eiga ung börn þá gengur hálf brösuglega að finna hentugan tíma til að keyra þetta í gang.
Við erum þó að reyna finna tíma þar sem við hlaupum yfir jólatörnina og hvernig í ósköpunum liðið er ennþá í bullandi top2 baráttu í deildinni.