Loksins! Loksins kemur sigur. Loksins skorar Wayne Rooney og loksins stýrir Louis van Gaal United til sigurs gegn Swansea.
Hollendingurinn sitjandi er búinn að vera undir magnaðri pressu undanfarinn mánuð og það er alveg ljóst að ekkert annað en sigur kæmi til greina í dag. Byrjunarliðið í dag var líklega eins nálægt sterkasta liði og United kemst þessa dagana.
Byrjunarliðin
Bekkur; Romero, Darmian (Jones), McNair (Young), Carrick (Schweinsteiger), Pereira, Fellaini, Memphis.
Swansea City; Fabianski, Taylor, Ki, Williams, Britton, Ayew, Routledge, Rangel, GYLFI, Cork, Fernandez.
Leikurinn
United byrjaði leikinn nokkuð vel og sóttu ágætlega fyrri part leiksins. Eini gallinn við sóknir liðsins var að aðgerðirnar urðu oft óþarflega flóknar. Eftir því sem leið á hálfleikinn fóru gestirnir frá Swansea aðeins að finna sig og beittu United fínni pressu sem skilaði sér í óþarflega mörgum feilsendingum frá okkar mönnum. Eitt umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleiknum en Jack Cork átti eina hressandi tæklingu beint í hnéiið á Schweinsteiger og þótti ansi heppinn að sleppa með spjald eftir þau viðskipti. Slakur dómari leiksins hefði jafnvel getað gefið honum rautt spjald en Cork fékk ekki einu sinni tiltal. . Eins og svo rosalega oft áður var staðan markalaus þegar gengið var til leikhlés.
Louis van Gaal gerði eina skiptingu í hálfleik. Phil Jones lenti í því að gömul meiðsl tóku sig aftur upp þannig í stað hans koma Matteo Darmian. Darmian byrjaði seinni hálfleikinn í miðverði en áður en honum lauk var hann búinn að reyna við báðar bakvarðarstöðurnar einnig. Ashley Young sem hafði átt mjög fínan fyrri hálfleik átti eina af mörgum fínum fyrirgjöfum sínum af hægri kantinum snemma í seinni hálfleik og þetta skiptið var leikmaður sem var á réttum stað á réttum og skallaði boltann vel í markið. Þar var á ferðinni Anthony nokkur Martial sem var búinn að vera duglegur og átti alveg skilið að skora mark.
Ekki er hægt að segja annað en að United voru stórkostlegir eftir markið. Liðið var nánast látlaust í sókn og dagsskipunin var einföld. Leikurinn átti að vinnast. Spilamennskan var eitthvað sem ekki hefur sést lengi frá United. En liðinu tókst ekki auka muninn þrátt fyrir fínar tilraunir. Andre Ayew var mjög nálægt því að jafna leikinn en átti skalla í stöng, boltinn barst til Angel Rangel sem reyndi að fiska víti en fékk einungis gult spjald að launum.. Wayne Rooney var mjög duglegur í dag ekki ósvipað og gegn Chelsea í síðasta leik. En greyinu var ekki ætlað skora í dag og stefndi því í óþarflega spennandi lokamínútur.
Gestirnir gerðu afdrifaríka skiptingu á 62.mínútu en Leon Britton var tekinn af velli og í hans stað kom Modou Barrow sem er alveg öskufljótur kantmaður fór á hægri kantinn. Til að svara því þá svissuðu Daley Blind og Matteo Darmian um stöður. Það ekki alveg nógu vel því á 70. mínútu náði hann að leika á Darmian og koma boltanum fyrir á Gylfa Sig. sem gerði sér lítið fyrir og skoraði flott skallamark yfir David de Gea og staðan orðin jöfn frekar mikið gegn gangi leiksins.
Viðbrögðin frá United voru ekki þau sem við erum orðin vön frá liðinu. Liðið hafði engan áhuga að fá bara stig úr þessum leik. Nei, það átti sko að vinna leikinn. Á 77. mínútu stormaði Martial inní teig af vinstri kantinum og átti fasta og lága sendingu inn í teiginn og þar var Wayne Rooney mættur og átti glæsilegt slútt og United komið í 2-1.
Skömmu síðar var Ashley Young tekinn af velli en hann var búinn að hlaupa mikið og hafði líka fengið smá högg. Inná kom Paddy McNair. Vörnin breyttist enn og aftur við þessa skiptingu og Darmian fór í hægri bakvörð, Blind í vinstri og, Smalling og McNair voru í hjarta varnarinnar.
Á lokasekúndum leiksins var Lukasz Fabianski markvörður hársbreidd frá því að jafna leikinn en sem betur var smá heppni með okkar mönnum og niðurstaðan 2-1 sigur.
Maður leiksins
Ætla að velja Anthony Martial fyrir að skora fyrra mark liðsins og fyrir að leggja upp sigurmarkið. Honorable mention fá þeir Ashley Young og Morgan Schneiderlin.
Bjarni Ellertsson says
Fagurt lið, nú þarf bretta upp ermar og skora í fyrri hálfleik, það léttir á pressunni.
Karl Garðars says
Í þetta lið vantar Darmian og Shaw. Að öðru leiti erum við að ég tel með okkar besta lið á vellinum en þó er spurning með Rojo.
Ef við vinnum ekki þennan leik þá mun ég setja aðra stóru tánna á LVGout vagninn svo mikið er víst.
Ég verð að segja líka að Herrera, Bastian og Morgan eru að mínu mati það sem þetta lið vantaði. Ef þessir menn fá spilatíma í þessum stöðum þá held ég að hitt komi og liðið geti farið að sækja á fleirum.
Simmi says
0-0 i halfleik a heimavelli a moti Swansea, allt eftir bokinni.
Karl Garðars says
Hver hefði trúað því..??
Bjarni Ellertsson says
Ekki fékk ég ósk mína uppfyllta. Erfitt að taka menn út sem hafa borið af, liðið alls ekki að spila einsog í síðasta leik. Mótherjarnir stíla inná það að miðverðirnir okkar Jones og Smalling séu mikið með boltann enda þá gerist ekki neitt, þeir kunna ekki að sparka í bolta og eru minnst teknískustu leikmennirnir. Á meðan bíða hinir og horfa á. Þetta er bara alls ekki gott og nú bara held ég áfram í tiltekt í bílskúrnum. Góðar stundir.
Bjarni Ellertsson says
Takk fyrir, konan kallaði á mig að það hefði verið mark og það ekki af verri endanum. Lífið heldur áfram.
Karl Garðars says
Spurning hvort að þú farir bara ekki aftur út í skúr Bjarni…
Bjarni Ellertsson says
Því miður kallaði konan á mig aftur að Gylfi hefði skorað, glæsilegt mark hjá honum. Hvur andskotinn, var Rooney að skora, detta ekki af mér allar dauðar lýs. bobby Charlton ánægður í stúkuna, Allt að gerast :)
Kjartan says
Hæg framför en framför engu síður, Swansea hafa verið þéttir að undanförnu og ekki fengið á sig mörg mörk. Rooney fannst mér vera sprækur, amk sprækari en venjulega. Hvort Martial eigi að spila sem fremsti maður eða út á kanti er stóra spurningin, sjálfur hef ég viljað sjá hann í níunni en hann átti heldur betur góðan leik í dag.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Einhver sem sá leikinn, hvernig var hann í skemmtanagildi? Voru United skemmtilegir eða svæfandi fyrir áhorfendur?
Georg says
Kantmennirnr skemmtilegastir að horfa á í þessum leik og þá sérstaklega gaman að sjá Young uppi á kantinum. enda krossaði hann trekk í trekk.
Frábær leikur, mitt lið vinnur og Gylfi skorar…gerist ekki betra! :)
Rooney kominn yfir næst markahæsta hjallinn og fer vonandi að leggja hann reglulega aftur.
Úff hef ekki verið svona bjartsýnn lengi!!
Koma svo ManU !!!
Keane says
Martial hinn ungi stendur uppúr í dag, meira af þessu takk!
Hannes says
úfff sami gönguboltinn mætti aftur. Þetta var engin framför, þetta var sama hörmung og hefur verið í gangi þetta tímabil fyrir utan everton,chelsea og sunderland leikinn, ekkert mun breytast ef gaal er þarna við stjórnvölin, það er bara þannig krakkar
gudmundurhelgi says
Meiri ákafi og vilji en oft áður og áberandi hversu vörnin var tæp fyrir stungusendingum frá miðjumönnum swansea eitthvað sem ætti að vera auðvelt að laga,miðjan svolítið losaraleg á köflum en sigur er sigur.Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
Cantona no 7 says
Góður sigur á miðlungs liði.
En betur má ef duga skal.
Það eru svo til allir leikmenn liðsins sem þurfa að bæta sinn leik og spila eins og leikmenn Man. Utd. eiga að gera.
LVG virðist einfaldlega ekki ráða við stærsta verkefni lífs hans.
Ég vil sjá LVG skipt út sem fyrst og sjá t.d. Mourinho,Blanc eða Gardiola taka við.
Okkar lið á einfaldlega ALLTAF að vera á toppnum annað á ekki að vera í boði.
G G M U
Auðunn Atli says
United er ekki lið sem skiptir um þjálfara eins og nærbuxur.
Held að Van Gaal hafi ennþá fullan stuðning stjórnar og meirihluta stuðningsmanna, held að flestir hafi gert sér fulla grein fyrir því að liðið sem vann deildina 2013 hafi verið komið á ákveðna endastöð og það tæki tíma að byggja upp nýtt lið.
Ég fullyrði að það hefði enginn þjálfari annar en Ferguson unnið deildina með það lið í höndunum, það er eitt versta ef ekki versta lið sem Ferguson vann deildina með.
Menn verða að hafa meiri þolinmæði, að skipta um þjálfara á 12-18 mán fresti er ekki vænlegt til árangurs.
Ég skal þó viðurkenna að ef Guardiola er á lausu í sumar og áhugasamur um að taka við liðinu þá á ekki að hika við að stökkva á það tækifæri.
En ég er ekki viss um að ég vilji menn eins og Móra, Simone eða Blanc í stað Van Gaal.
Pillinn says
Þessi leikur var klárlega framför. Fannst reyndar líka leikurinn á móti Chelsea viss framför miðað við hörmulega leikinn á móti Stoke. Fannst í báðum síðustu leikjum eins og menn væru komnir með einhvern ákafa og er það vel. Finnst eins og þetta gæti verið að koma hjá mönnum, van Gaal er mjög oft að breyta um kerfi og færa menn til í stöðum og það virðist lítið há liðinu. Það helsta sem hefur verið að há því er þetta getuleysi fyrir framan mark andstæðingana. Ef Rooney myndi fara hrökkva í gang og haldast heill og Martial halda áfram að byggja upp sinn leik þá gæti þetta heppnast að komast í CL aftur á næsta ári, vonandi komast beint inn (3.sæti eða ofar).
Ég hef trú á að van Gaal klári þetta tímabil bókað og hugsanlega árið til viðbótar. Held að eina sem gæti breytt því væri agalegt gengi eða að Guardiola sé tilbúinn að koma í sumar. Þrátt fyrir að Utd hafi verið frekar daprir á tímabilinu hafa þeir verið nálægt toppnum allt tímabilið. Þettar er því alls ekki eins svart yfir og margir vilja meina (ég sjálfur þar stundum líka).
Robbi Mich says
@Auðunn Atli: Benitez var að losna, lausnin við vandamálum okkar er fundin!
Karl Garðars says
Hahahah Rafa ræfillinn mætti fara til Merseyside.
Gaman að lesa jákvæð og raunhæf comment hérna inni. Því miður eru ansi margir tilbúnir að væla hér eftir tapleiki en svo heyrist ekkert þegar leikir vinnast.
Lurgurinn says
Oh gott að þú ert glaður og reyfur Kalli.
Þarf samt varla að minna þig á að tæpur sigur á Svönunum bjargaði því að þú færir með tánna á „Van Gaal out“ vagninn. Leitt samt að sjá að Addidas er ekki á sömu skoðun, spurning hvort menn verði eins ánægðir ef þessi leiðindabolti hjá Van Gaal veldur því að við missum styrktarsamninginn?
Er ekki hrifinn af því að reka stjóra en sorrý við erum klúbbur sem eigum að hafa metnað.
Við eigum meira inni, hvort Van Gaal geti kreist það út úr hópnum er svo annað.
Ég svo innilega vona að við finnum rétta formið fyrir Liverpool leikinn…
Karl Garðars says
„Adidas ekki á sömu skoðun..“ Heimild??
Lurgurinn says
Ég er ekki mikið í því að skrökva og svona til að verja mannorð mitt þá set ég hér nokkra linka + það að þú getur fundið fréttir um þetta á 433.is, fotbolti.net og mbl.is.
http://www.espnfc.us/manchester-united/story/2779969/man-united-style-not-what-we-want-to-see-adidas-ceo-hainer
http://www.skysports.com/football/news/11667/10119346/adidas-chief-executive-criticises-manchester-united-style
http://www.bbc.com/sport/0/football/35227015
Til að spara þér klikkin get ég vitnað í frétt bbc:
Hainer said: „We sell more jerseys than expected, the foreign share is 60%. We are satisfied, even if the actual way of playing of United is not exactly what we want to see.“
Hafa verður samt í huga að þó við séum einn stærsti klúbbur í heimi stuðningsmannalega séð og adidas örugglega enn sem komið er að græða vel, þá má árangurinn ekki lengi láta á sér standa. Því miður tala peningar mikið og sem stendur er adidas ein af stærri „mjólkur kúm“ félagsins. Það að félagið sé gagnrýnt opinberlega af forstjóra adidas fyrir leiðinlegan fótbolta eru ekki góðar fréttir. Þar á bæ vita menn að félög lifa ekki endalaust á fornri frægð og þessi „aftan í hnýting“ er varnaðarorð. Ef við viljum halda forskotinu á önnur minni lið (því eins og þú veist þá hefur peningaflóðið aukist til muna í deildinni) og vera samkeppnisfærir við Chelsea og Man City peningalega, þá þurfum við að sýna betri árangur á vellinum og í spilamennskunni en við höfum gert undanfarið.
Ingvar says
http://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/manchester-united-adidas-admit-concerns-10683088
Karl Garðars says
Takk fyrir þetta Ingvar en er þetta heimildin?
Adidas menn ánægðir með samninginn og segja hann hafa farið fram úr vonum. Viðurkennir þó væntanlega þráspurður að boltinn mætti vera skemmtilegri sem ég held að allir séu sammála um….
Blaðamaður hnýtir við að Scholes finnist boltinn leiðinlegur og allar heimsins dramadrottningar sem láta sig manchester United varða láta sem þetta sé heimsendir…
Lurgurinn says
Leitt að hryggja þig Karl, en þetta er heimildin, hún er allavega til staðar hvort heldur sem hana megi hrekja með áreiðanlegum eða óáreiðilegum hætti.
Ég hef ekki enn tekið upp á því að kalla þig nöfnum og ætla ekki að byrja á því, finnst það alltaf vera merki um að viðkomandi sé kominn upp að vegg í rökræðum þegar hann þarf að grípa til þess. Fyrir mér ertu United maður eins og ég, eini munurinn er að við erum ekki sammála hvort klúbburinn okkar (sem við báðir höfum greinilega stórt hjarta fyrir) eigi að halda áfram að þverskallast með Van Gaal í brúnni eða ekki. Legg til að við sættumst á það að vera ósammála í því máli, þú hefur jú alveg fullan rétt á þínum skoðunum hér, sem og „dramadrottningar“ eins og ég. ;)
Karl Garðars says
Það var nú ekki meiningin að særa neinn með þessu Lurgur kær. Held m.a.s að þetta sé með skárri orðum í mínum orðaforða sem er svo aftur ekki til eftirbreytni. :)
Ég kann bara ekki annað orð yfir þessar „aðstæður“ sem sumir stuðningsmenn eru að blása upp.
Flestöll lið og leikmenn ganga í gegnum mislöng skeið með markaþurrð og lökum árangri.
Þetta er ekki í fyrsta né annað skiptið hjá okkar mönnum þó svo að það hafi verið með lengra móti núna. Við megum bara ekki gleyma því að við erum ekki eina „enska stórveldið“ sem hefur lent í þessu. Hvers eiga stuðningsmenn Liverpool, Arsenal og fleiri gamalgróinna meistaraliða (bráðum Chelsea) að gjalda? Það geta ekki allir unnið alltaf en í deildinni núna geta svo sannarlega allir unnið alla. Við njótum ekki lengur þess fjárhagslega forskots sem við höfðum á flest hin liðin samhliða því að hafa Sörinn í brúnni. Bara þetta tvennt eru stórir faktorar.
Við erum að upplifa umbrotatíma sem eru hálf döll og leiðinlegir í þokkabót. En í liðinu eigum við alveg fjári efnilega unga leikmenn sem eru að hlaða reynslu undir beltið og munu bera liðið uppi á næstu misserum. Við erum (vorum) ekki að leka inn mörkum eins og algengt var undir Moyes og stöku sinnum undir lokin hjá SAF og það gleður mitt auga því það fór skuggalega í taugarnar á mér á sínum tíma. Við keyptum loksins miðjumennina sem maður er búinn að grenja út af síðustu árin og þeir munu spila sig saman á þessari leiktíð. (Staðfest)
Gaalinn er ekki gallalaus það er á hreinu en Pollýannan ég kýs að líta svo á að hann sé að byggja grunninn fyrir Pep og sólin rísi aftur á Trafford! :)