Lið United var svona, fátt sem kom á óvart nema hvað að Jesse Lingard fékk tækifærið en Juan Mata var settur á bekkinn. Adnan Januzaj fékk líka sæti á bekknum.
Bakvarðavandræði United hafa verið mikil undanfarið og fyrirfram leit út fyrir að með tvo bakverði í liðinu sem gætu spilað á sínum rettu köntum yrði þetta 4-2-3-1 sem fyrr. En þegar leikurinn fór af stað varð ljóst að í raun var Van Gaal að spila með þrjá haffsenta, Darmian kom innar og Borthwick-Jackson var framar og í raun vængbakvörður. Lingard var í svipaðri stöðu og Rooney og Martial fremstir í 3-5-2
Skemmst er frá því að segja að þessi uppstilling gerði ekkert til að auka á spilamennsku liðsins frá síðustu leikjum. Hvorki Rooney né Martial voru nógu framarlega og miðjan var lítið sem ekkert að hjálpa þeim. Eins og í síðustu ellefu leikjum skoraði United enda ekki mark í fyrri hálfleik og átti engin færi enda tel ég ekki langskot færi. Það voru þó fjögur slík reynd sem hlýtur að hafa verið fyrirskipun frá Van Gaal að reyna að eins meira en verið hefur svo að minna yrðu um hæðnisleg fagnaðarlæti þá sjaldan það gerðist.
Sadio Mané átti eina færi hálfleiksins, Dušan Tadić vippaði fallega inn á hann en Mané gat ekki lagt boltann almennilega fyrir sig og hitti svo ekki boltann í skotinu. Nokkuð vel sloppið þar.
Músin sem kom inn á í báðum hálfleikjum var einna frískust heimamanna
Juan Mata kom inn á hálfleik fyrir Fellaini og var þeirri skiptingu fagnað gríðarlega á Old Trafford og einhver von til þess að þetta myndi fríska upp á leik liðsins. Mata átti enda þátt í skemmtilegasta spili United, Rooney gaf inn á hann, en Mata tókst ekki að koma boltanum almennilega á Martial og boltinn endaði hjá Fraser Forster í marki Southampton. Þetta kom í kjölfar þess að United höfðu verið nokkur frískir í upphafi hálfleiksins
En jafnvel sú smá von sem vaknaði eftir að Matteo Darmian meiddist eftir samstuð við Shane Long og þurfti að fara útaf. Bakvörðum United er greinilega ekki ætlað að haldast heilir í vetur. Paddy McNair kom inná og passaði auðvitað vel sem miðvörður. Í kjölfarið á þessu sótti Southampton þó nokkuð, unnu nokkur horn og gerðu harða hríð að marki United.
Stuðningsmenn á Old Trafford voru farnir að ókyrrast mjög og „Attack, attack, attack“ hljómaði. United fór þó varla eftir þeirri hvatningu. Loksins á 85. mínútu gaf Van Gaal Januzaj tækifærið, setti hann inn fyrir Cameron Borthwick-Jackson en rétt þar á eftir var það varamaður Southampton, nýliðinn Charlie Austin sem skoraði. Januzaj braut af sér úti við hornfána, McNair missti af Austin og sá síðarnefndi skallaði inn. Januzaj átti síðan skásta skotið í seinni hálfleik rétt fyrir leikslok en það var samt vel framhjá og 1-0 tap staðreynd
Þetta var hreint skelfilegur leikur af hálfu United. Allt það slæma sem við höfum verið að sjá í leikjum síðustu mánuða var kýrskýrt. Það er enginn hraði í leik liðsins, það skapast nær engin færi, og það er eins og miðjan geti ekkert gert til að skapa framávið. De Gea varði einu sinni prýðilega og það var það eina í öllum leiknum sem einhver United maður gerði eitthvað flott þannig ég tæki eftir.
Fyrir ári síðan kom Southampton á Old Trafford og hafði 0-1 sigur í jafn skelfilegum leik. Þá fann ég ýmsar ástæður til að missa sig ekki yfir úrslitunum. Í dag get ég ekki fundið neinar slíkar. Leikirnir eru alltaf eins. Það er ekkert sem breytist þó að reyndir séu aðriri leikmenn, kerfið er niðurnjörfað í þessi leiðindi, og frelsi til að skapa er ekkert. Eins og ég sagði fyrir ári þá er aðeins eitt sem skiptir okkar ekki-svo-ágætu eigendur máli og það er fjármálin og því fjórða sætið. Það er eins og staðan er í dag afskaplega veik von til að við náum þessu sæti. United er í dag með færri stig en liðið hefur nokkru sinni verið eftir 23 leiki, þremur færri en liðið var undir stjórn David Moyes (enda var þá versti kafli Moyes tímabilsins rétt nýhafinn).
Það verður því að teljast að þessi leikur auki enn líkurnar á því að Van Gaal fái að taka pokann sinn. Hvenær það verður er erfitt að spá.
Það yrði þá líklega Ryan Giggs sem tæki við. Sumir af grimmari álitsgjöfunum á netinu, til að mynda Red Issue, hafa sagt að Giggs sé í raun að vinna gegn Van Gaal bakvið tjöldin og honum þætti ekkert betra en að Van Gaal missti vinnuna. Kenningar um að Sir Alex vilji meiri áhrif spila þarna líka inní, enda er Giggs maðurinn hans.
Aðrir benda á að ekki sjáist hvers vegna Giggs eigi að vera stikkfrír af þessari hrikalegu spilamennsku.
En hvernig sem fer stöndum við uppi með úrslitin í dag: Þau voru hreint út sagt skelfileg.
Runólfur Trausti says
Mata og Memphis komnir djúpt í frystikistuna!?
Bjarni Ellertsson says
hehe, eða verða áfram freðnir. Nú er að duga eða drepast.
Helgi P says
það er bara ekkert að gerast í þessum leik
jóhann says
held þeir drulli á sigí þessum leik
Omar says
Ojj hvađ þetta er leiđinlegt #geisp
Kjartan says
Vissulega framför, 1 skot á markið er einu meira en maður er vanur.
jóhann says
djövull lélegir heim með Hollendingin strax
Helgi P says
shitt hvað þetta er orðið lélegt lið sem maðurinn er búinn að búa til burtu með hann strax
Ingvar says
„Back in the title race“. Höfum aldrei unnið leik eftir að LVG bablar þessa vitleysu.
Kjartan says
Þriðji dýrasti leikmannahópur í heiminum nær heilu skoti á markið í 90 min. Heldur einhver að þetta yrði látið viðgangast í einhverjum af þeim klúbbum sem Man Utd miðar sig við? Gjörsamlega óásættanlegt!!!
_einar_ says
þetta er sorglegt að horfa upp á þetta. Sökkvandi skip, sem sekkur mjög hægt (og á leiðinlegan máta) en enginn tilbúinn að stökkva í björgunaraðgerðir. Stjórnin hlýtur að fara gera sér grein fyrir því að það er hreinilega að gera liðinu meira ógagn en gagn að halda manninnum í brúnni.
Nú erum við 5 stigum á eftir Spurs, 3 á undan liverpool og ekkert sem bendir til þess að Leicester sé að fara springa. Ef menn rífa ekki plásturinn af strax á morgun getum við sagt bless við þetta meistaradeildarsæti.
Leikmennirnir hafa ekki lengur trú á þessu lengur. Philosofían er á algjörri endastöð. LVG út!
Omar says
Æjh ég nenni þessu svo innilega ekki.
Mér er alveg drullusama þó svo fólki finnist èg hrokafullur, en spilamennskan er bara niđurlægjandi hjá okkur (jafnvel þó viđ vinnum Púllarana). Mér hryllir viđ því ef ađ þetta á ađ halda svona áfram. Get ekki séđ betur en Van Gaal sé ekki ađ ná neinu útúr ungu leikmönnunum okkar og hafi ì raun meira skemmt heldur en byggt upp.
Hjörtur says
Ha,ha,ha ekki meir um það að segja.
Bjarni Ellertsson says
Fer ekki lagið að verða búið.
Robbi Mich says
Þessi panda er alveg fáránlega krúttleg.
Robbi Mich says
…. og pöndu athugasemdin er ekki í neinu samhengi lengur fyrst að það er búið að uppfæra greinina …
Ég vil fá pönduna aftur!
Björn Friðgeir says
Hér er pandan sem gerði sitt til að koma okkur í gegnum fyrsta klukkutímann eftir leik og fékk svo að fjúka þegar skýrslan kom
https://video.twimg.com/ext_tw_video/690915425836765184/pu/vid/480×480/WGgycmkWZppCfG3V.mp4
Jón Þór Baldvinsson says
Músin var það eina sem vert var að horfa á í þessum leik. Ég hef reynt að verja Van Gaal fram að þessuu en nú er nóg komið. Strax þegar uppstillingin var tilkynnt var ég viss um að við myndum tapa og sú varð líka raunin. Næstu helgi ætla ég að horfa á eitthvað annað lið spila ef sá kostur verður fyrir hendi ef Van Gaal er enn við stjórnvölinn. Ég er búinn að fá miklu meira en nóg af þessu leiðinlega liði og öllu sem þeir gera. Meira segja þegar við vinnum eru leikirnir hundleiðinlegir. Helvítis fokking fokk.
Bjarni Ellertsson says
Tölurnar 6 – 5 – 4 komu strax upp í hugann eftir leik, þegar nú eru 15 umferðir eftir.
Auðunn Atli says
Þetta var alveg hræðilegt, var einhver leikmaður United inn á vellinum sem virkilega nennti þessu? Gat ekki komið auga á þann aðila.
Þetta lið er svo steingelt fram á við að það er ekki einu sinni fyndið.
Ég hafði trú á Van Gaal, hélt í alvöru að hann myndi ná að innleiða margt gott innan vallar sem utan en hann virðist ekki ná að fá menn til að dansa með sér því miður.
Ég er mjög hryfinn af hans hugmyndum en ég veit ekki hvað það er sem kemur í veg fyrir að þetta gangi bara ekki upp, ég held samt að það sé komin full reynsla á þetta og hann verði að láta þetta gott heita og stíga til hliðar, verst að ég sé engan betri kost í stöðunni eins og er.
Hans lang stærstu mistök hjá Man.Utd voru að láta Di Maria fara eftir aðeins 12 mán. Það var alveg glórulaus ákvörðun.
Þetta United lið sár vantar leikmenn eins og hann, einhvern hraðann, beinskeyttan sem veldur usla og býr eitthvað til. Heimsklassa leikmann sem veldur usla.
Þú nærð aldrei að lokka til þín bestu leikmennina ef það á svo að gefast upp á þeim eftir aðeins 12 mán, það er bara stjórnun sem gengur ekki upp.
Það voru líka mistök að versla ekki miðvörð og halda Rafael.
Maður eins og Blind kæmist ekki í miðvarðastöðuna hjá Stoke og því ekki boðlegur í þessa stöðu hjá United. Hann er fínn sem back up miðjumaður og vinstri bakvörður, en miðvörður er hann ekki, hefur ekkert til að spila þá stöðu. Hvorki hæð, hraða, styrk osfr… sú ákvörðun er líka alveg sjokkerandi.
Spila svo Fellaini leik eftir leik og Young í bakverði er svo eitt ruglið í viðbót sem ég nenni ekki einu sinni að ræða lengur, er búinn að fá upp í kok á öllum þessum heimsku ákvörðunum.
Van Gaal er svo sannarlega ekki að gera sér neinn greiða með þessum ákvörðunum og verður annað hvort að gera róttækar breytingar á liðinu eða stíga til hliðar, ef hann verður við stjórnvölin í næsta leik og stillir svo sama liðinu upp og hann hefur gert undanfarið þá fæ ég kast.