Þeir Tryggvi Páll, Maggi og Sigurjón mættu til leiks í 21 þættinum. Rætt var um spilamennsku liðsins undanfarið, Marouane Fellaini, Louis van Gaal, José Mourinho og Marcus Rashford, svo fátt eitt sé nefnt.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 21.þáttur
Halldór Marteinsson says
Glæsilegt!
Góð byrjun á páskafríinu frá enska boltanum að fá inn podkast :)
Hlakka til að hlusta
Auðunn Atli says
Það sem ég hef tekið eftir undanfarið er að þið eruð hættir að vera sanngjarnir í umfjöllun ykkar um liðið að Birni undanskildum.
Fullt af hlutum sem koma fram í þessum þætti sem mætti heldur betur setja út á, þið eruð farnir að einfalda marga hluti full frjáslega að ykkar hentisemi sem ég tel ekki skref til framdráttar ef þið viljið láta taka ykkur alvarlega.
Kannski að ég gefi mér tíma til að kryfja allt ofan í kjölinn sem ég set útá í þessari umræðu en það er ansi margt og það tækur hellings tíma sem ég ekki hef að svo stöddu.
Sigurjón says
Við bíðum þá bara rólegir eftir þessari greiningu frá þér.
Annars vil ég benda þér (aftur) á að þetta er bloggsíða, ekki miðill. Ef þú ert ekki alveg klár á því hvað orðið „blogg“ þýðir, þá er það skilgreint svona í orðabók:
„a website containing a writer’s or group of writers’ own experiences, observations, opinions, etc., and often having images and links to other websites. “
Taktu sérstaklega eftir línunni „own experiences, observations, opinions“.
Ef þú ert að leita eftir semi hlutlausri umfjöllun um knattspyrnu, þá mæli ég með The Guardian. Slóðin á síðuna þeirra er http://www.theguardian.com/football.
Auðunn Atli says
hvort sem það er blogg eða ekki þá finnst mér ekkert að því að menn reyni að gæta sanngirnist í sinni umfjöllun nema þeir ætli sér að láta taka sig jafn „alvarlega“ og öfgahópar eins og t.d trúfélög, kopp.is ofl
En það er að sjálfsögðu ykkar val ef þið viljið fara þá leið.
Tryggvi Páll says
Ég vil endilega fá að skilja betur hvað þú átt við þegar þú segir að við gætum ekki sanngirni í okkar umfjöllun. Hvet þig eindregið til þess að nefna dæmi máli þínu til stuðnings svo að hægt sé að átta sig á því hvað þú átt við.
Birkir says
Takk fyrir góðan þátt og ég vil segja sem nánast daglegur gestur á þessari síðu að ég er hrikalega sáttur við ykkar umfjöllun á liðinu og öllu í kringum klúbbinn. og gæti ekki verið meira ósammála honum Auðunn Atli sem talar ykkur niður í hálf kveðnum vísum og það er reyndar ekki í fyrsta skipti sem ég sé það frá honum við aðra sem hafa ekki sömu skoðun og hann ;) en eins og enhver sagði skoðanir eru eins og rassgöt við erum öll með svoleiðis;)