Í grein Miguel Delaney um komandi stjóra Manchester United segir hann að Mourinho muni fá meiri völd yfir leikmannakaupum en hann hefur nokkru sinni haft. Í greininni segir.
Mourinho wants two defenders, a commanding central midfielder, a fast winger to facilitate attacking football and a mobile striker
Þetta eru fimm leikmenn. Bókstaflega hálft lið. Og það sorglega? Þetta er sami innkaupalisti og hefur verið á borði United stjóra í fimm ár.
Og þegar ég segi fimm ár, þá meina ég sjö. Manchester United varð meistari 2009 með eftirfarandi leikmenn sem burðarása í stöðunum sem taldar eru upp: Ferdinand, Vidic, Carrick, Ronaldo og Berbatov. Að auki má bæta við Nani sem hröðum kantmanni og Rooney sem framherja. Hlutverk skapandi miðjumanns var í höndum Paul Scholes og ég bæti því við hér þó ekki sé það á lista Mourinho.
Hvernig hefur tekist til síðustu sjö ár að skipta út þessum burðarásum?
Myndin sýnir líka huglægt mat mitt á því hvernig leikmenn hafa staðið sig litar nöfn þeirra. Grænt: þýðir að um toppkaup var að ræða, gult að leikmaðurinn hafi staðið sig þokkalega og ekkert meira og rautt þýðir hreinlega mistök.
Valencia og Young fá sinn græna lit út á góða þjónustu og frábært tímabil TonyV 2010-11. Nokkrir þarna geta enn uppfært stöðu sína með góðri frammistöðu næsta ár, en þegar við horfum á það að síðustu sjö ár hafa verið keyptir tveir leikmenn sem eru fastamenn í liðinu í dag og líta má á sem toppkaup þá sést að það er uppsöfnuð kaupþörf og hefur verið í mörg ár. Það vita öll sem vilja vita að fjögur fyrstu árin af þessum var Sir Alex Ferguson verulega heftur af eigendum þegar kom að peningaeyðslu, sama hvað hann mótmælir því. Hann hefur eflaust að hluta rétt fyrir sér þegar hann segir að þetta hafi allt verið hans val, en ummælin „no value in the market“ sköpuðu hluta af þeim vandræðum sem Moyes og Van Gaal hafa verið að glíma við.
Uppgjör Runólfs við Louis van Gaal var á engan hátt ósanngjarnt en ef horft er á þessa mynd, þá verður að segjast að þegar kemur að kaupum, þá reyndi hann að minnsta kosti. Ángel Di María, Falcao og Schneiderlin hefðum við öll búist við að væru grænlitaðir á svona mynd og að græn slikja léki um Darmian, Blind, Memphis og Herrera. Kannski munu einhverjir af þessum leikmönnum sem enn eru á Old Trafford stíga upp undir nýjum stjóra en það þarf engan að undra að á innkaupalista José Mourinho séu Zlatan Ibrahimovic, John Stones, Raphäel Varane, Reece Oxford, Benzema, Saúl NIguez eða Aubameyang, Andre Gomes, jafnvel Paul Pogba og auðvitað ýmsir fleiri. Slúðurvélin mallar.
En síðustu sjö árin hefur í raun verið sami innkaupalistinn á ískápnum en þegar stjórinn fer út í búð til að kaupa skýr, mjólk, haframjöl, kjúkling og salat kemur hann út með Batchelor’s pasta, Pot Noodles, 2l af kók, piparreimar og tvo myglaða tómata.
Við vonum að José Mourinho geri betur.
Bjarni Ellertsson says
Hehe góður Björn, þetta er svipað og þegar farið er í Bónus með innkaupalistann, áður en maður veit af er karfan orðin hálf af vörum sem ekki eru á listanum. Woodward og félagar ættu að vita það að fara ekki svangir að versla því þá kaupa þeir allt annað en til stóð í upphafi. Rétt er að slúðrið heldur áfram en við verðum bara að bíða og sjá, eitthvað verður þó að gerast fyrir EM.
Auðunn says
Skil ekki alveg afhverju Memphis er ekki rauður eins og Di Maria? Annars ætti Di Maria ekki að vera rauður, ekki hægt að dæma mann eftir 12 mán og svo stóð hann sig alls ekki ílla, var ef ég man rétt í fyrsta eða öðru sæti hvað varðar stoðsendingar.
Og svo er Fellaini gulur og Pogba rauður?? Það segir eiginlega allt um þessa blessuðu töflu, hún er með öllu óskiljanleg.
En ég er sammála því að er búinn að tuða um það lengi, eða síðan liðið vann meistaradeildina 2008.. Það vantar gæði í þetta lið.
Eigendur og stjórn United gerðu risa mistök að styrkja ekki liðið sumarið 2008 nokkuð verulega með framtíðarleikmönnum, liðið er ennþá að súpa seyðið að því.
Tíð þjálfaraskipti hjálpa alls ekki til, því menn hafa að sjálfsögðu misjafnar skoðanir á því hvernig leikmenn þeir vilja.
United borgaði eitthvað um 50 milj punda fyrir Mata, nú er framtíð hans í óvissu enda leikmaður sem Móri seldi á sínum tíma. Þetta var engin smá fjárfesting sem ráðist var í, nú fer hann á 20-28 milj punda. Það væri kannski hægt að losna við Fellaini á 14 milj punda osfr.
Undanfarin ár fara sumrin í að lagfæra leikmanna-ruglið frá árinu og árunum áður, það virðist vanta heildarsýn á þetta allt saman.
Tryggvi says
Skemmtileg greining og raun magnað félagið hefur klikkað oft á stórum sem smáum kaupum öll þessi ár. Mér sýnist líka Mourinho vera í fyrsta skipti að taka við liði þar sem grunnurinn er ekkert sérstaklega góður. Alls staðar þar sem hann hefur drepið fæti var sviðið mjög vel undirbúið til að fara upp um level. Porto 2002, Chelsea 2004, Inter 2008, Real 2010 og m.a.s. Chelsea 2013 voru öll með sterka leikmenn í helstu lykilstöðum. Verður spennandi að sjá hvort hann nái að byggja sitt eigið lið.
Björn Friðgeir says
Auðunn: Taflan er mjög skiljanleg. Þú ert hins vegar eitthvað ósáttur við mat mitt. Það er þitt vandamál. Memphis getur enn sannað sig, kaupin eru ekki slæm. Di María var seldur AÐ EIGIN ÓSK á tapi. Það teljast alltaf slæm kaup.
Finnst þér Fellaini hafa verið slæm kaup? Ok… ég hef séð hann eiga alveg þokkalega leiki og átti stóran þátt í bikarsigrinum. Mitt mat, ekki þitt. Hvernig þú ætlar að fá út að kaupin á Pogba hafi gert eitthvað gagn fyrir United það hef ég ekki hugmynd um.
Ási says
Það hlýtur að vera lögð gífurleg áhersla á hraða kantmenn, við höfum undanfarin tvö tímabil reynt að spila í gegnum miðjan völlinn (sem er svo ólíkt ManUtd undanfarin ár með beckham, ronaldo og fl.) og það uppspil hefur bara engan vegin virkað. Sadio Mané væri flott kaup myndi ég halda ásamt einum öðrum fljótum kantmanni.
Audunn says
@Björn Friðgeir
Með sömu rökum og Di Maria afhverju eru þá RVP og Berbi ekki rauðir?
Báðir seldir/gefnir á miklu minna en þeir voru keyptir sem þíðir þá (með þínum rökum) alltaf slæm kaup… eða er það bara ef leikmaður fer fram á sölu? Hvernig er hægt að dæma leikmenn útfrá því?
Ég veit að RVP hjálpaði liðinu mikið að vinna deildina á sínum tíma Di Maria hjálpaði líka til við að ná meistaradeildarsæti þótt það sé ekki bikar, það er samt árangur sem er nauðsinlegur.
Já mér finnst Fellaini einu verstu kaup United síðan Bebe kaupin og mér finnst líka salan eða gjöfin á pogba versta sala eða gjöf allra tíma í fótboltaheiminum.
Eins finnst mér Memphis ekkert hafa sýnt.. ok kannski gerir hann það einhvertíma og kannski ekki, er ekki verið að dæma menn útfrá núinu eða er verið að dæma þá útfrá hvernig þeir geta kannski orðið einhvertíma?
Nei þessi tafla er íll skiljanleg og eiginlega aðeins geðþótti sem ræður hvaða lit menn fá, það er amk neitt samræði í því.
Audunn says
ekkert samræmi átti þetta að vera …
Björn Friðgeir says
Berbatov og Van Persie áttu risastóran þátt í a vinna deildina
Di María gat ekki rassgat.
Audunn says
Já þú segir það. Get engan veginn verið sammála því.
Berbatov latasti og einn ofmetnast leikmaður í sögu United enda fékk Ferguson nóg af letinni í honum og henti honum í ruslið.
Tevez hefði líka átt að vera á þessum lista og það grænni en Hernandes…
Endalausar rangfærslur í þessu.
Jams þetta er geðþóttar listi sem er þess vegna hálf hlægilegur.
Björn Friðgeir says
Áður en þú heldur áfram er rétt að benda þér á
a) Berbatov er reyndar ekki grænn sem kaup heldur sem fastamaður í liðinu í upphafi þessa tímabils sem um ræðir. Teresa má vissulega vera þar við hliðina en hvorugur fellur undir „keyptir síðan 2009“ sem er það sem greinin snýst um. Væru báðir græn kaup, en skipta bara umfjöllunina ekki máli nema að sýna hvað kaupin síðan hafa verið slæm.
b) ef við seljum Memphis á morgun þá er hann hiklaust rauður. Af manni að vera sem er alltaf að tala um að gefa unglingum séns ertu hrottalega fljótur að afskrifa Memphis.
c) Di María var dýrasti leikmaður í sögur úrvalsdeildarinnar, ef þú dæmir frammistöðu Memphis harðar en frammistöðu ADM þá þarftu aðeins að skoða þitt mál.
Ég mat þetta svona. Ég mat þetta eftir framlagi leikmannanna til United á þeim tíma sem þeir voru hjá United, ekki hvað þeir hefðu verið góðir fyrir eða eftir. Og ég tók líka tillit til verðs.
Bottom line: kaup okkar undanfarin ár hafa verið hrikalega slök.
Audunn says
Já já ég get svo sem verið sammála að kaup liðsins undanfarin ár hafa verið mjög slöpp vægt til orða tekið.
Það er alls ekki liðinu til tekna að gefast of fljótt upp á leikmönnum, nú veit ég ekki hvort Di Maria fór fram á sölu eða hvort Van Gaal vildi losna við hann, menn verða bara (þá á ég við báða aðila) kaupa ekki hágæða leikmenn sem Di Maria án alls vafa er, gera við hann 5 ára samning og gefast svo upp eftir 12 mán. Þá er mér sama hvor á í hlut, ef hann hefði gert eitthvað brjálæðislegt af sér innan eða utan vallar þá hefði mátt taka tillit til þess en svo var ekki.
Þegar skrifað er undir 5 ára samning þá skulu menn gera sér grein fyrir því að þeir eru búnir að skuldbinda sig í þann tíma. Því miður sleppa leikmenn oft allt allt of billega frá sínum skuldbindingum þega á móti blæs… Því miður…
Það verður erfitt að byggja upp sterkt lið ef það á að gefast upp á leikmönnum eftir 12 mán eða lofa þeim að fara eftir þann tíma bara vegna þess að þeim leiðist eða eitthvað álíka. …
Mér er sama um hvað segir en ég stend allvega gallharður á því að United veiktist helling eftir að Di Maria fór, hann var einn af mjög fáum leikmönnum sem var að búa eitthvað til framavið, það er mitt mat og við það stend ég..
Hvað Depay varðar þá er ekkert sem bendir til þess að hausinn á honum sé rétt skrúfaður á miðað við fréttir. Nú síðast var þjálfari Hollands að gagngrýna hann harðlega og líkja honum við smákrakka.
Kannski tekst Móra að berja einhverri visku og nennu í þennan dreng, kannski ekki.
Ef hann nennir ekki að leggja sig fram innan sem utan vallar fyrir Man.Utd þá á að sekta hann um viku laun í hvert skiptið sem hann gerist sekur um slíkt.
Ég sagði hinsvegar aldrei að ég væri búinn að gefast upp á honum þótt ég hafi gagngrýnt hann fyrir að sýna ekki lit inn á vellinum.
Mér finnst að menn ættu að fá meira en 12 mánuði til að sanna sig, hann verður að hysja upp á sér buxurnar og það núna strax ætli hann sér ekki að enda eins og Morrison.
Um það snýst ekki málið, heldur er ég að reyna að skilja afhverju hann er gulur á þessum lista.
Þú segir að myndin sýni huglægt mat þitt á því hvernig leikmenn hafa staðið sig litar nöfn þeirra.
Þú segir ekki að sumir leikmenn eins og Memphis séu gulir vegna þess að þeir gætu mögulega gert eitthvað seinna… með þeim rökum ættu þá Rojo og Darmian að vera gulir að mínu mati.. eða hvað?
Ég er ekki að „tuða“ yfir þessu heldur bara að reyna að skilja hvernig þetta virkar svo ég segi nú bara eins og er.
Björn Friðgeir says
Rojo og Darmian vs Memphis er einfalt: aldur. Ég tel smá séns að Memphis hysji upp um sig buxurnar.
Björn says
Ég held reyndar að það sé ekki alveg jafn mikið sem vantar uppá og þið virðist halda. Okkur vantar klárlega örfættan kantmann eins og Bale eða Griezmann (ekki mikið til í þeim klassa) og síðan vantar alvöru skapandi mann á miðjuna sem hefur gæðin til þess að koma framlínunni okkar í færi, Thiago? Síðan væri það auðvitað lúxus að fá einn heimsklassa miðvörð, skulum þó ekki gleyma því að Fosu-Mensah gæti hæglega orðið sá maður í náinni framtíð. Annars bara nokkrir punktar.
-Við höfum besta markvörð í heimi.
-Bakvarðastöðurnar eru vel mannaðar, það eru fá lið sem eru betur sett þar.
-Smalling er einn besti miðvörður deildarinnar
-Við eigum marga góða miðjumenn þó þeir séu ekki í heimsklassa.
-Framlínan okkar er sú efnilegasta í heimi. Martial og Rashford hafa sýnt hversu góðir þeir eru, og ég er bjartsýnn á að Memphis muni blómstra á næsta tímabili.
Egill says
Mér finnst bakvarðastaðan okkar einmitt alveg skelfileg. Varela hefur lofað góðu en ekki mikið meira en það, Darmian er hreint út sagt lélegur, Jackson er enn mjög ungur og maður veit ekkert hvernig hann á eftir að verða, Shaw er vissulega mjög efnilegur en við eigum enn eftir að sjá hvernig hann kemur úr meiðslunum og Valencia er ekki nógu góður bakvörður. Ef við erum vel settir þarna miðað við önnur lið, þá vonast ég eftir því að við kaupum kanntmenn sem geta gefið fyrir og kaupum svo Crouch og höfum hann frammi með Fellaini, þá erum við öruggir með 2-3 mörk í leik, því hin liðin hljóta að vera með enn verri bakverði en við.
Smalling er alls ekki besti miðvörður deildarinnar, það sást um leið og hann var ekki lengur með tvo djúpa miðjumenn fyrir framan sig þegar Carrick og Bastian fóru að meiðast. Hann er fottur miðvörður, mjög góður reyndar, en alls ekki bestur eða með þeim bestu. Við þurfum svo nauðsynlega að fá annan miðvörð með honum.
Við eigum engan góðan miðjumann að mínu mati. Carrick er að stíga sín síðustu skref, það er vel hægt að nota hann en hann er ekki sá sami og hann var. Það er ekki komin reynsla með Rooney ennþá þótt hann hafi lúkkað vel í lokaleikjum tímabilsins. Fellaini er ágætis leikmaður, en ekki starter, á að þjóna svipuðum tilgangi á miðjunni og O’shea gerði á sínum tíma. Herrera er svo ágætis squad leikmaður, en á ekki að vera lykilmaður enn sem komið er allavega.
Varðandi töfluna í upphafspóstinum þá er ég sammála flestu þarna, og þótt maður sé ekki sammála þá gerir það hlutina ekki ranga ;)
Berba t.d. var lykilmaður í okkar liði lengi vel og vann titilinn fyrir okkur 2011, og SAF henti honum aldrei í ruslið, það er bara fáfræði að halda slíku fram.
Di Maria stóð sig vel til að byrja með en breyttist svo í lítið barn sem grét öllum stundum og komst ekki lengur í liðið, fyrirfram myndi þetta flokkast sem frábær díll, en eftirá var þetta slæmt. Komum út í tapi með því að selja mann sem vildi ekki vera hjá okkur seinni hluta tímabilsins.
Ég er samt ósammála með því að flokka Kagawa og Mata sem skapandi miðjumenn þar sem þeir eru það ekki og hafa aldrei verið notaðir sem slíkir hjá okkur. Þeir voru notaðir á kanntinum í langflestum tilvikum nema í þau fáu skipti þegar þeir spiluðu í holunni, en það er smekksatriði hvort það flokkist sem skapandi miðjumaður eða eitthvað annað ;)
Falcao var líka díll sem var þess virði að reyna á, þekktur fyrir að vera einn albesti framherji í heiminum og við gátu fengið hann á láni og með forkaupsrétti, bara fáviti myndi ekki taka þennan díl. Svo kom bara í ljós að þegar hann meiddist þá gleymdi hann hvernig á að spila fótbolta, fín hugmynd sem gekk því miður ekki upp og vonlaust að sjá það fyrir.
Ég er líka ósammála með að Owen sé rauður. Ókeypis á árangurstengdum launum og skoraði m.a. sigurmarkið gegn City og þrennu í CL. Matið á því hversu góður hann var fyrir okkur mælist eflaust í því hverjar væntingarnar voru, menn vissu að hann væri meiðslapési sem hann og var, en hann skoraði sín mörk fyrir okkur og spilaði að lokum nógu marga leiki til að fá medalíu. Tilraun sem heppnaðist nokkuð vel að mínu mati, finnst að gult ætti að vera lágmarkið, en það er mitt mat.
Annars er ég sammála þvi að kaup okkar undanfarin ár hafa verið slæm að megninu til, og einmitt með að innkaupalistinn hefur verið sá sami í mörg ár. Anderson átti að vera miðjumaðurinn sem við höfum öskrað eftir en því miður var hann með Owen syndrome og gat ekki haldið sér heilum eftir krossbandsslitin, Herrera er ekki rétti maðurinn itl að vera í tveggja manna miðju og hvorki Bastian né Schneiderlin eru skapandi miðjumenn. Þetta er eitthvað sem SAF lagaði aldrei og við höfum ekki enn náð að laga. Okkur hefur líka vantað alvöru framherja lengi, Rooney er allt öðruvísi framherji en allir aðrir í heiminum og gríðarlega verðmætur fyrir okkur, en okkur vantar líka alvöru finisher sem kann að spila fótbolta. Við þurfum ekki Torres eða Hernandez sem nærast á skyndisóknum eða góðum fyrirgjöfum, heldur menn sem geta hlaupið með boltann og skapað sín eigin færi sjálfir líka líkt og Aguero eða Sturridge. Okkur vantar tvo miðverði, einn til að vera með Smalling og einn til að vera backup þar sem Jones virðist vera nær því að fara í hjólastól heldur en í takkaskó. Okkur vantar bakverði sem kunna að gefa fyrir og sérstaklega þá sem geta varist líka. Mér finnst kanntmennirnir okkar vera frekar daprir, og þá helst Mata sem hefur engan hraða virðist týnast í leikjum. Valencia er stöðugur en mér finnst hann of einhæfur, Young er virkilega ógnandi en meiðslagjarn og tekur oft rangar ákvarðanir, en ég vill samt ekki selja hann.
En núna er þetta orðinn alveg nógu langur pistill hjá mér, það er allavega ljóst að Mourinho hefur heljarinnar verk fyrir höndum :D
Björn says
Sammála mörgu af því sem Egill segir en langar samt að svara hér tveim atriðum örstutt (þetta átti að vera örstutt, endaði hins vegar ekki þannig, augljóslega)
Í fyrsta lagi varðandi Smalling er ég alveg sammála því að hann er ekki besti miðvörður deildarinnar, það er aftur á móti ekki langur listi yfir menn sem eru betri en hann, hann er nú einu sinni byrjunarliðsmaður í enska landsliðinu, umfram t.a.m John Stones.
Síðan þetta varðandi bakverðina, þá held ég að það sé mikilvægt að horfa á það í samanburði við önnur lið. Það eru afskaplega fáir heimsklassa bakverðir til í heiminum í dag, og þá kannski sérstaklega í hægri bakvarðastöðunni. Þetta sést best á því að jafnvel lið eins og Real og Barca sem eru með yfirburðamenn í öllum stöðum eru að starta Carvajal og Alves, og ekki eru þeir nú neitt sérstakir. Juve eru með Patrice Evra í byrjunarliðinu. Og í ensku úrvalsdeildinni segir það kannski svolítið um þetta að þau lið sem eru best mönnuð ásamt (utan við?) okkur eru Everton og Southampton.
Shaw er okkar framtíðar vinstri bakvörður og miðað við hvernig hann spilaði á þessu tímabili getur hann auðveldlega orðið einm besti bakvörður heims. Varamaðurinn í þessa stöðu er síðan byrjunarliðsmaður í Argentínska landsliðinu, sem segir kannski svolítið mikið um skortinn í þessari stöðu. Hinum megin held ég að Darmian muni koma til með að festa sig rækilega í sessi á næsta tímabili, það er alveg rétt að hann átti ekki gott tímabil, sem var kannski einna helst vegna meiðsla, það er erfitt að ná upp stöðugleika þegar þú spilar bara endrum og sinnum. Fyrir þau okkar sem hafa séð hann spila með landsliðinu þá held ég að við vitum hvað í honum býr, hann er ekki flashy leikmaður, en hann er gífurlega klókur og góður varnamaður og ég held að Mourinho muni koma til með að heillast af því.