Eftir 29 ár í herbúðum félagsins, sem leikmaður og þjálfari, hefur Ryan Giggs ákveðið að kalla þetta gott. Þó svo að engin yfirlýsing sé komin frá félaginu þá kemur þetta fram á vef BBC nú í dag.
Það virðist sem ráðning Jose Mourinho sé stór áhrifavaldur en með komu hans þá virðist sem Giggs missi stöðu sína sem aðstoðarþjálfari ásamt því að hugmyndin um að hann myndi taka við liðinu þegar Louis Van Gaal myndi hætta virðist hafa fokið út um gluggann.
Það er óþarfi að ræða feril Ryan Giggs í þaula hér, flestir ef ekki allir stuðningsmenn félagsins vita hvað hann hefur gert. Hins vegar hefur ferill hans sem aðstoðarþjálfari, og þjálfari í örfáa leiki, ekki náð að heilla stjórnarmenn félagsins en árangur liðsins og knattspyrnan sem var spiluð undir stjórn Van Gaal´s var ekki boðleg. Sérstaklega þar sem félagið gæti tapað stórum fjárhæðum komist það ekki í Meistaradeildina eftir næsta tímabil.
Það virðist því sem Glazer fjölskyldan hafi tekið öruggu leiðina út og má ætla að Giggs finnist á sér brotið og ætli því að reyna fyrir sér í þjálfun annarsstaðar á Englandi.
Við hér á Rauðu Djöflunum óskum Ryan Giggs alls hins besta í framtíðinni, og hver veit hvað gerist í framtíðinni. Aldrei að segja aldrei.
Auðunn says
Mjög mjög mjög sorgleg frétt :(
Rúnar Þór says
skrýtin dagur, Zlatan svaka ánægja, Giggs svaka sorglegt en ég veit að hann mun koma aftur sem stjóri okkar og ég bíð spenntur :)